Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Qupperneq 25
HANDBOLTINN HEFST Í kvöld, miðvikudag, hefst handknattleikstímabilið formlega með meistarakeppni HSÍ. Þar eig- ast við lið Hauka og Vals enn eitt árið en Haukar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Valur tapaði fyrir Haukum í úrslitum bikarsins og í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Miklar breytingar hafa orðið á liðunum í N1-deildinni en Valsmenn hafa misst nánast heilt byrjunarlið og fengið nýtt í staðinn. Haukar hafa verið afar sterkir á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir mikla blóðtöku og verður í meira lagi fróðlegt að sjá hver hampar fyrsta bikar ársins. STJÖRNUFAGNAÐARLÆTIN Á EUROSPORT Þó svo Stjörnumenn Bjarna Jóhannssonar virðist hafa lagt upp laupana fyrir löngu í Pepsi- deildinni rís frægðarsól leikmanna liðsins vegna víðfrægra fagnaðarláta alltaf hærra. Í einum helsta markaþætti heims, Eurogoals á Eurosport, var drjúgt innslag um hátt Stjörnumanna í fagnaðarlátum en marg oft hefur verið greint frá hinum og þessum fjölmiðlum sem hafa komið til landsins að ræða við Stjörnustrákana. Stjórnendur Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport sögðust þó í síðasta þætti vera komnir með nóg af þessu. „Það er bara ein umferð eftir. Við ættum að geta þolað þetta aðeins lengur,“ sagði Magnús Gylfason sem er annars orðinn þreyttur á tilraunum Stjörnumanna. MOLAR ERFIÐARA Í ENSKU n Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho sem gekk í raðir Real Madrid frá Chelsea í sumar segir mun erfiðara að spila í ensku úrvalsdeildinni en þeirri spænsku. „Þegar ég byrjaði að spila fyrir Chelsea var það mun erfiðara fyrir mig en þegar ég byrjaði að spila fyrir Real. Ég ólst upp í Portúgal þar sem boltinn er mjög líkur þeim sem spilaður er hér á Spáni,“ segir Carvalho sem kostaði Real 6.75 milljónir punda í sumar. „Ég hef notið verunnar hjá Real enn sem komið er og það er frábært að vera aftur undir stjórn Mourinho,“ segir Carvalho. BECKHAM Í TRÍNIDAD OG TÓBAGÓ n David Beckham gerir nú hvað hann getur svo England fái að halda heims- meistarakeppnina í knattspyrnu árið 2018. Beckham er andlit breskrar knattspyrnu og langfrægasti knattspyrnu- maður þjóðar- innar frá upphafi. Beckham er þessa dagana að fylgjast með heims- meistarakeppni u17 ára landsliða kvenna sem fram fer í Trínidad og Tóbagó. Að keppninni lokinni mun hann halda risaknattspyrnuhátíð til að skora stig hjá FIFA. „Trínídad og Tóbagó hefur skapað marga frábæra leikmenn,“ segir Beckham en hann vann þrennuna með líklega þeim allra besta, Dwight Yorke. SKELLTU Á HICKS n Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu margir á þriðjudaginn þegar þær fregnir bárust að eignarhaldsfélagið Blackstone hefði slitið viðræðum við eiganda Liverpool, Tom Hicks, sem vonaðist til að taka aftur við félaginu. Í síðustu viku hitti Hicks stjórnarformann félagsins, Martin Broughton, sem var settur yfir af Royal Bank of Scot- land til þess að selja félagið. Hicks lét Broughton vita af áætlun sinni um að styrkja Liverpool með 237 milljóna dollara innspýtingu. Þær fréttir leiddu af sér þær sögusagnir að Blackstone ætlaði sér að gefa Tom Hicks tækifæri á að greiða niður skuldir félagsins. HVERT FER GIVEN? n Írski markvörðurinn Shay Given hefur sætt sig fyrr við stöðu sína hjá Manchester City en honum var gert það ljóst eftir fyrstu tvo leikina að Joe Hart yrði aðalmarkvörður liðsins. Nú þarf Given að dúsa á bekknum fram að áramótum, eða þar til janúar- glugginn opnar. Mörg lið eru áhugasöm um Given, þá sérstaklega Arsenal, en eftir fréttir af kaupum á Maarten Stekelenburg þykir líklegra að Given fari aðeins að láni til Lundúna. Einnig hefur Newcastle verið orðað við Given en hann lék lengi með liðinu. Þýska liðið Werder Bremen er einnig sagt hafa haft samband við City samkvæmt frétt í Daily Mail. Einn alfærasti bardagaíþróttamaður Íslands, Árni Ísaksson, betur þekktur sem Árni „úr járni“, snýr aftur í búr- ið þann 9. október þegar hann mætir Norður-Íranum Scott Clist í MMA eða blönduðum bardagalistum. Sú stað- reynd að Árni sé að fara keppa aftur er ótrúleg í ljósi þeirra meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu árið 2006. Árni sleit þá nær allt sem hægt var að slíta í öðru hnénu og töldu læknar að hann gæti hugsanlega aldrei geng- ið venjulega aftur. Hann er þó kom- inn á fætur og rúmlega það. Árni æfir nú með John Kavanagh, einum fær- asta þjálfara heims, sem hefur meðal annars haldið mikið utan um Gunnar Nelson. Áður en Árni meiddist var hann búinn að skapa sér nafn í heimi blandaðra bardagalista. Hann á að baki ellefu bardaga, þar af átta sigra og þrjú töp. Hann hefur bæði keppt við og unnið bardagakappa sem í dag eru á samningi hjá UFC, stærsta MMA-sambandi heims. Frægt var árið 2006 þegar Árni barðist þríveg- is sama kvöldið og lagði alla sína andstæðinga, þeirra á meðal Denn- is Siver sem unnendur UFC ættu að kannast við. Árni keppir 9. október gegn Scott Clist og svo á hann annan bardaga 13. nóvember sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi. Mætir hann þar Ron- an McKay í Cage Contenders 7 en í lok ágúst barðist Gunnar Nelson við — og gjörsigraði — Englendinginn Danny Mitchell í Cage Contenders 6. tomas@dv.is Ótrúlegur bati Árna Ísakssonar: Árni „úr járni“ aftur í búrið MIÐVIKUDAGUR 22. september 2010 SPORT 25 KOMINN AFTUR Árni „úr járni“ Ísaksson berst tvívegis á næstu vikum. HRYLLILEGUR ENDIR Á BITLAUSU SUMRI Guðmundur hefur verið inn og út úr liðinu og aðeins skorað þrjú mörk í Pepsi-deildinni. „Þetta er bara flottur punktur yfir i-ið á frekar bitlausu sumri frá mér,“ segir Guðmundur kaldhæð- inn. „Ef strákarnir klára þetta á laugardaginn ætla ég samt ekkert að kvarta,“ bætir hann við, en vinni Breiðablik Stjörnuna um helgina verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Ég er ekkert stressaður fyr- ir þennan leik. Það eru menn frá en strákur eins og Andri Yeoman hefur sýnt það þegar hann kemur inn á að hann er frábær leikmað- ur. Svo kom Tómas Óli frábærlega inn síðast. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur, en hver er ástæðan fyrir hans dapra sumri? „Því er erfitt að svara. Ég hef reynt að spila minn fótbolta en kannski setti ég of mikla pressu á sjálfan mig í byrjun sumars. En það þýðir ekkert að hugsa um fortíðina. Núna er það annað verkefni sem bíður mín.“ Ég heyri betur í lækninum í vikunni Grjótharður Guðmundur lætur vel fyrir sér finna á vellinum. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI Greint hefur verið frá því undanfarna daga að heimsmeistarinn í Formúlu 1 frá því 2007, Finninn Kimi Raikkon- en, vilji hætta í rallakstri og koma aft- ur í Formúluna. Hefur hann viðrað áhuga sinn við Renault um að gerast ökumaður félagsins en semji Renault við Kimi þarf einhver að víkja. Beind- ust sjónir því eðlilega að hinum unga Rússa Vitaly Petrov, þar sem Pólverj- inn Robert Kubica hefur verið að standa sig frábærlega. Petrov býr ekki að jafnmiklum gæðum og Kubica og Raikkonen en hann hefur peninga á bak við sig. Rússar vilja halda Rússanum „Við verðum líka að hugsa um pen- ingana því þetta eru viðskipti,“ segir Gerard Lopez, eigandi Renault, sem er alls ekki á sömu skoðun og liðstjóri Renault, Eric Boullier, um að semja við Kimi Raikkonen á staðnum. Vera Vitaly Petrov hjá Renault hefur laðað að sér rússnesk fyrirtæki sem styrkja liðið. Bílaframleiðandinn Lada er orð- inn styrktaraðili liðsins og þá hefur fyrirtækið Vyborg Shipyard JSC einnig gerst styrktaraðili. Skipasmíðastöðin er með höfuðstöðvar í heimabæ Pet- rovs og hefur aðeins gert samning út keppnistímabilið. Þykir nokkuð ljóst að samningurinn verði ekki fram- lengdur verði Petrov látinn fara. „Fyrirtæki vilja viðskipti við sigur- lið þannig það helst allt í hendur. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að byggja upp liðið núna og til þess þurf- um við að nýta viðskiptalegu hliðina. Raikkonen er góður ökumaður en Pet- rov hefur 250 milljónir Rússa á bakvið sig sem styðja hann. Við værum ein- faldlega heimskir að láta eins og það séu ekki viðskiptatækifæri í því,“ segir Gerard Lopez. Fer Kubica? Vitaly Petrov hefur vakið verðskuld- aða athygli á tímabilinu en hann er þó aðeins með 19 stig í stigakeppninni á meðan Robert Kubica er í áttunda sæti með 108 stig. Nú er þó komin upp sú staða að Petrov gæti einfald- lega haldið Renault í gíslingu með rússneskum peningamönnum og ef marka má orð Gerards Lopez er hann ekki að fara neitt. Nokkur pólsk blöð upp hafa velt upp þeim möguleika að Kubica gæti því horfið á braut en lið- stjórinn Eric Boullier hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Kimi Raikk- onen. „Ef ég mætti myndi ég semja við hann á staðnum,“ sagði Boullier í síð- ustu viku. Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, Kimi Raikkonen, vill aka fyrir Renault á næsta ári og Renault vill fá Kimi Raikkon- en. Ungi Rússinn Vitaly Petrov, sem ekur fyrir liðið, gæti þó verið of góð gullgæs til að sleppa honum þótt gæði Raikkonen séu töluvert meiri. Með Renault í gíslingu TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Gæti orðið mikilvægur Rússneskir fjárfest- ar vilja borga undir liðið verði Petrov áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.