Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Síða 29
miðvikudagur 22. september 2010 sviðsljós 29 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur söngkonan Rihanna hélt um helgina gæsapartí fyrir vin-konu sína og starfs- systur, Katy Perry. Rihanna sá um að skipuleggja dag- inn fyrir Perry en hún mun ganga í það heilaga með breska grínistann Russell Brand í kringum áramótin. Dagurinn hófst í Las Veg as þar sem Rihanna, Perry og 25 manna fylgdar- lið skemmtu sér við sund- laugina á Hard Rock-hót- elinu. Ekki vantaði áfengið og kræsingarnar sem gest- irnir röðuðu í sig í blíð- unni. Þar næst fór hópurinn, sem ferðaðist um í risa- eðalvagni, að sjá Cirque du Soleil-sýninguna KA. Eftir sýninguna hélt partíið svo áfram á nætur- klúbbnum XS þar sem skemmtanahald stóð fram á morgun. Eins og venjan er í veislum af þessu tagi var mikið drukkið og sú regla höfð á að glas gæsarinnar tæmdist aldrei. Enda setti Perry færslu á Twitter-síðu sína og sagði: „Búin að skrá mig á biðlista fyrir nýja lifur.“ Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen geislaði af gleði þeg-ar hún lék við son sinn í Hudson River Park í New York á laugar- dag. Sá stutti heitir Benjamin Brady og er níu mánaða. Benjamin er fyrsta barn Gisele sem er þrítug. Benjamin skemmti sér ekki síður vel en mamma hans og hló og skríkti án afláts. Gisele er ein frægasta fyrirsæta heims en hún var mætt aftur á sýningarpallinn aðeins örfá- um mánuðum eftir að hafa átt Benjamin. Geislar af gleði Gisele Bündchen með syni sínum: Gisele Bündchen Ásamt syninum Benjamin Brady í Vegas Rihanna og Katy Perry: Gæsapartí Djamm! Perry sagðist þurfa nýja lifur eftir kvöldið. Vín og kræsingar Við sundlaugarbakka í Las Vegas. Með Joe Dirt-útlitið Britney með nýja hárgreiðslu: Söngkonan Britney Spears skartaði nýrri klippingu á dögunum. Um er að ræða eins konar nútíma útgáfu af klippingu kvikmyndapersónunnar Joes Dirt sem hinn smávaxni David Spade lék á sínum tíma. Eins og sjá má á myndunum eru hárgreiðslurn- ar alls ekki ósvipaðar, en klipping Joes Dirt vakti einmitt mikla lukku þegar myndin kom út árið 2001. Má segja að hárgreiðslan hafi fest sig í sessi sem hárgreiðsla banda- ríska sveitalúðans, hins svokallaða „redneck“ eins og sveitalúðarnir eru kallaðir á móðurmálinu. Britney Dirt? Ekki ósvipaðar hárgreiðslur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.