Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 4
4 FRÉTTIR 24. september 2010 FÖSTUDAGUR LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no1 st. 36-41 verð kr. 8995.- no2 st. 36-41 verð kr. 8995.- no3 st. 36-41 verð kr. 8995.- no4 st. 36-46 verð kr. 8995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Trúnaðarskjal Seðlabankans og FME frá 1. apríl 2008 bendir til þess að stjórnvöld hafi þá þegar óttast alvarlegt áfall bankanna. Ráðherrarnir sem eiga yfir höfði sér ákærur af hálfu Alþingis höfðu formlegan aðgang að trúnaðarupplýsingum í krafti ráðuneytisstjóra sinna. Í minnisblaði Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins 1. apríl 2008 er sett fram aðgerðaáætlun að til- lögu sérfræðings, Andrews Gracie, til að bregðast við lausafjárvanda bankanna. Ljóst er af minnisblað- inu, sem DV hefur undir höndum í heild sinni, að þá þegar höfðu starfsmenn Seðlabankans, Fjár- málaeftirlitsins og þriggja ráðu- neyta dauðans áhyggjur af stöðu bankanna. Meðal annars var gert ráð fyrir að FME kannaði raun- verulega stöðu þeirra. „Fjármála- eftirlitið fer í vettvangsathugun í viðkomandi fjármálafyrirtæki til þess að kanna raunverulegt ástand.“ Um þessa tegund eftir- lits er vísað til laga um fjármála- fyrirtæki. Ráða má af textanum að FME hafði ekki á þessum tíma beitt heimildum sínum til strangra eftirlitsaðgerða. Þó er rætt um nauðsyn þess að FME fái ríkari heimildir með lagabreytingum, meðal annars til að taka sér vald hluthafafundar í bönkunum. Í minnisblaðinu, sem trúnaður ríkti um á þessum tíma, er fullum fetum rætt að stjórnvöld taki í sín- ar hendur full eignarráð yfir banka með opinberu valdboði í formi lagasetningar. „Við slíkar aðstæð- ur vakna margvísleg lögfræði- leg vandamál, meðal annars um vernd eignarréttar og fleira eins og Englandsbanki hefur bent á.“ „Aðkallandi ákvarðanataka“ Athyglisvert er að 1. apríl 2008 er í aðgerðaáætlun fyrir Seðlabank- ann gert ráð fyrir því að hann lýsi yfir trausti sínu á fjármálakerfinu og jafnvel einstökum bönkum. Allt stjórnkerfið og fulltrúar þess innan samráðshópsins um fjár- málastöðugleika vissi um hættuna samfara lánum Seðlabankans til bankanna gegn slökum eða eng- um tryggingum. Yfir bankanum vofði þá þegar að tapa að minnsta kosti 136 milljörðum króna vegna ófullnægjandi veða í bankabréfum sem seld höfðu verið af Icebank fyrir bankahrunið 2008. Í trúnað- arskjali, sem birt er í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, er beinlín- is talað um að grípa þurfi til aðgerða til að draga úr mögulegri hættu. Skjalið, sem DV hefur einnig undir höndum, er dagsett 7. júlí 2008 og er stílað til samráðshóps um fjármála- stöðugleika frá Tryggva Pálssyni, framkvæmdastjóra í Seðlabankan- um. Yfirskrift bréfsins er „Aðkall- andi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli“. Þess má geta að slitastjórn Icebank neit- aði nýverið að samþykkja liðlega 200 milljarða króna kröfu Seðla- bankans í þrotabú bankans á þeirri forsendu að lánin hefðu verið mála- myndagjörningar og bankinn hefði að líkindum brotið lög. Í bréfi Tryggva er rætt um stöðu- mat og sagt berum orðum að „... lausafjárstaða bankanna verður orðin óviðunandi á næstu mánuð- um að öðru óbreyttu og hætta er á innlánsflótta. Afl ríkissjóðs er tak- markað í erlendum gjaldeyri og bandamönnum fer fækkandi.“ Innstæðutryggingar í uppnámi Í umræddu bréfi kemur fram að Tryggingarsjóður innstæðueigenda hafi átt langt innan við 20 milljarða króna handbæra á sama tíma og lágmarks tryggingavernd sjóðsins hafi numið 115 milljörðum króna. „Lánstraust sjóðsins er væntanlega afar takmarkað.“ Í bréfinu eru kynntar þrjár leið- ir til að bregðast við bankahruni og er ein þeirra sú að hið opinbera yfir- taki banka líkt og gert var við Glitni og síðar hina bankana tvo og fékk vanda þeirra allra í fangið. „Ef illa tekst til gæti komið upp sú staða að ríkissjóður gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar,“ segir í skýrsl- unni. Í lok bréfsins segir að kalla verði til aðgerðahóp tafarlaust: „Á veg- um stjórnvalda/samráðshópsins þarf án tafar að kalla til aðgerðahóp í fullu starfi. Velja þarf stjórnanda og fá ráðgjafa til aðstoðar.“ Ljóst er að ráðuneytisstjórar og þar með trúnaðarmenn þriggja fyrrverandi ráðherra sem hugsan- lega verða leiddir fyrir landsdóm, höfðu aðgang að öllum ofangreind- um upplýsingum og áætlunum um viðbrögð gegn mögulegu fjármálaá- falli frá því snemma árs 2008. Þetta eru ráðuneytisstjórar Geirs H. Haar- de, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskipta- ráðherra. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is VORU UPPLÝSTIR UM HÁALVARLEGA STÖÐU Vissi hann ekki einnig? TrúnaðarskjölinbendatilþessaðBjörgvinG. Sigurðsson,þáverandiviðskiptaráðherra,hafiveriðupplýsturumgrafalvarlega stöðubankannasnemmaárs2008. Lán án trygginga DavíðOddssyni, þáverandiseðlabankastjóra,var þegarárið2008kunnugtumhættuna áþvíaðSeðlabankinnkynniað tapa140milljörðumkrónavegna glannalegralánveitinga. Yfir bankanum vofði þá þegar að tapa að minnsta kosti 136 milljörðum króna vegna ófull- nægjandi veða... Hrækti framan í lögreglumann Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvítugan pilt í sjö mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir ýmis brot. Var maðurinn meðal annars sakfelldur fyrir að hrækja í tvígang framan í lög- reglumann og hóta tveimur öðrum lögreglumönnum lífláti. Jafnframt hótaði hann því að skera börn þeirra á háls. Atvikið átti sér stað í lögreglubíl í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags- ins 14. febrúar 2009. Þá var maðurinn dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefna- brot, meðal annars fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna í nokkur skipti. Kappsmál að styðja Ísland Ólafur Ragnar Grímsson forseti átti í gær fund með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Pútín talaði um mikilvægi þess að sam- starf Íslands og Rússlands yrði eflt á komandi árum. Lega landanna, nágrenni og sameiginlegir hags- munir á norðurslóðum kallaði eftir auknum og nánum samskiptum ríkjanna. Pútín hvatti einnig til þess að íslenskir aðilar tækju virkan þátt í jarðhitanýtingu á Kamtsjatkasvæð- inu. Hann hyggst senda forustu- menn rússneskra ríkisstofnana og svæðisstjórnar Kamtsjatka hingað til lands til að þeir gætu kynnt sér þá víðtæku jarðhitanýtingu sem Íslend- ingar hafa þróað. Á fundinum sagði Pútín að rússneskum stjórnvöldum hefði verið kappsmál að styðja Ís- land á tímum fjármálakreppunnar. Slíkur stuðningur væri hluti af erind- isbréfi Rússa innan Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Strandaglópum bjargað Björgunarsveitirnar Pólstjarnan frá Raufarhöfn og Hafliði frá Þórshöfn voru kallaðar út á fimmtudag vegna báts sem strandaði rétt norðan Raufar- hafnar. Einnig fór björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, Gunnbjörg frá Raufarhöfn, á staðinn, með spotta og dæl- ur. Erfiðlega gekk að ná hinum strandaða bát á flot og gekk það hægt þrátt fyrir að veður væri ágætt. Ekki var talin mikil hætta á ferðum. Fjórir skipverjar voru um borð í bátnum sem strandaði. Tveggja ára fangelsi fyrir fjögurra ára misnotkun: Misnotaðiungastúlku Hinn 77 ára gamli Sveinbjörn Tryggvason var í Hæstarétti Íslands í gær dæmdur í tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa mis- notað stúlku kynferðislega frá því hún var 14 ára þar til hún var 18 ára. Fram kemur í dómnum að maður- inn hafi tælt stúlkuna með gjöfum, meðal annars, peningum, skartgrip- um og fatnaði og nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs- og þroskamunar til að hafa við hana nánast daglega samræði og önn- ur kynferðismök á heimili hans í Kópavogi. Með úrskurði sínum stað- festi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. febrúar. Sveinbjörn kvaðst fyrir dómi hafa kynnst stúlkunni í september 2001 og viðurkenndi að hafa haft tíð sam- skipti við hana frá þeim tíma. Hann gekkst við því að hafa reglulega gefið stúlkunni gjafir. Hann hélt því fram að hann hefði ekki vitað um réttan aldur stúlkunnar fyrr en hún var orð- in 18 ára gömul. Þetta þótti Hæsta- rétti afar ótrúverðugt. Sveinbjörn viðurkenndi að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna á heimili sínu en framburður hans um það hvenær hann hóf að brjóta gegn stúlkunni var nokkuð á reiki og þótti það rýra trúverðugleika framburðar hans að mati Hæstaréttar. Fram kemur í dómsorðum Hæstaréttar að Sveinbjörn eigi sér engar málsbætur, hann hafi brotið gróflega og ítrekað gegn ungri stúlku á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði hennar. Brotin voru viðvarandi og stóðu í langan tíma. Auk þess að dúsa í fangelsi í tvö ár þarf Sveinbjörn að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í skaðabætur. Tveggja ára dómur Sveinbjörn Tryggvasonfékktveggjaárafangelsi fyriraðmisnotaungastúlkudaglegaí fjögurár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.