Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR 24. september 2010 FÖSTUDAGUR „Það eru ekki nein ógreidd laun á Kananum en það eru hugsanlega einhverjar verktakagreiðslur sem hefur ekki náðst að vera með á hár- réttum tíma í skilum,“ segir Einar Bárðarson, stofnandi og eigandi út- varpsstöðvarinnar Kanans. Rúmt ár er liðið frá því stöðin fór í loftið og síðan þá hafa talsverðar manna- breytingar átt sér stað. Er ástæðan meðal annars sú að fyrirtækið hefur ekki getað greitt starfsmönnum laun á tilsettum tíma. Herma heimildir DV að það sé ein af ástæðum þess að þekktir útvarpsmenn, sem ráðnir voru til starfa áður og fljótlega eftir að stöðin fór í loftið, séu hættir. Kostnaðarsamt ævintýri Einar segist aldrei hafa farið í graf- götur með það að fyrsta árið í rekstri stöðvarinnar hafi verið erfitt. Hann benti meðal annars á það í tilkynn- ingu sem hann sendi út á dögunum þegar stöðin fagnaði eins árs afmæli sínu að Kaninn hefði gengið í gegn- um ýmislegt. „Þetta er kostnaðar- samt ævintýri og við höfum lent í ýmsu, meira að segja Ástþóri Magn- ússyni, en við látum ekkert stöðva okkur,“ sagði Einar. Í samtali við DV viðurkennir hann að stöðin hafi far- ið af stað með meiri látum en mark- aðurinn þoldi og í kjölfarið hafi þurft að hagræða í rekstri. „Við erum eins og öll önnur fyrirtæki. Við fórum af stað í erfiðu árferði og erum að reyna að sníða okkur stakk eftir vexti. Síð- ustu þrír mánuðir hafa skilað hagn- aði og við erum að reyna að gera okk- ar besta í þessum ólgusjó. Við erum í því ferli að gera upp okkar skuldir eins og menn gera. Við erum ekki í neinum stórkostlegum vandræðum.“ Málið í farvegi „Það stendur eitthvað út af borðinu en við Einar erum í stöðugu sam- bandi út af því,“ segir húsasmíða- meistarinn og útvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekkt- ur sem Gulli Helga. Gulli var ráðinn til starfa til að sjá um morgunþátt á Kananum alla virka daga en hætti störfum í vor. Hann vildi lítið tjá sig um þær greiðslur sem út af standa að öðru leyti en því að málið væri í far- vegi. Heimildir DV herma að fleiri út- varpsmenn en Gunnlaugur hafi ekki fengið greitt á tilsettum tíma. Með- al þeirra sem hafa hætt störfum að undanförnu má nefna veðurfræð- inginn Sigurð Þ. Ragnarsson, frétta- manninn Hauk Holm og nú síðast Ásgeir Pál Ásgeirsson sem tók sér frí frá störfum fyrir Kanann fyrr í mán- uðinum. Ásgeir Páll segir að eitt- hvað standi út af borðinu en hann hafi verið í góðum samskiptum við Einar. „Við gerðum samning um það hvernig hann myndi gera þetta upp sem er byggt á því að það haldi áfram að ganga vel,“ segir hann og bætir við að í kjölfarið hafi þeir tekið sameig- inlega ákvörðun um að hann tæki sér frí frá störfum. Aðspurður vildi Sig- urður Þ. Ragnarsson ekki tjá sig um málið opinberlega. Bjartsýnn á framtíðina Þrátt fyrir að Kaninn hafi gengið í gegnum ákveðna erfiðleika að und- anförnu segist Einar vera bjartsýnn á framtíðina. „Það hafa færri útvarps- stöðvar en bankar farið á hausinn á síðustu þremur árum þannig að maður vonar það besta,“ segir hann í léttum tón. Hann bendir á að stöðin hafi skilað hagnaði undanfarna þrjá mánuði og það sé ekki síst að þakka skipulagsbreytingum og hagræðingu í rekstrinum. „Sterkustu tímarnir okkar eru þegar aðrar útvarpsstöðv- ar eru með þessa stóru spjallþætti á morgnana og seinnipartinn. Við höf- um breytt dagskránni okkar eftir því og hætt öllum tilraunum til að vera með þunga umræðuþætti,“ segir Ein- ar sem lítur björtum augum á fram- tíðina. „Við erum bara mjög bjartsýn- ir enda boðar stöðin bara bjartsýni og stendur fyrir það.“ Fyrrverandi starfsmönnum Kanans hefur gengið illa að fá greitt fyrir vinnu sína hjá útvarpsstöðinni. Meðal þeirra eru Gulli Helga og Ásgeir Páll Ásgeirsson. Einar Bárð- arson, eigandi Kanans, segir fyrsta árið hafa verið erfitt. Hann segist engu að síður bjartsýnn á framtíðina og bendir á að síðustu þrír mánuðir hafi skilað hagnaði. Við fórum af stað í erfiðu árferði og erum að reyna að sníða okkur stakk eftir vexti. EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar: einar@dv.is BJARTSÝNN ÞRÁTT FYRIR ERFIÐLEIKA Í farvegi GulliHelgasegiraðeitthvað standiútafborðinu. MYND SIGTRYGGUR ARI Þrotabú Landsbankans verst milljónakröfum: Trúfélagstefnirbanka Trúfélagið Hagsmunasamtök fjöl- skyldunnar hefur höfðað mál á hendur þrotabúi Landsbankans vegna fjártjóns sem félagið varð fyr- ir þegar peningasjóður bankans hrundi. Forsvarsmaður trúfélagsins hér á landi, Rohan Stefan Nandki- sore, sækir einnig mál gegn bankan- um vegna álíka tjóns. Áður en málin komu til kasta dómstóla voru gerðar tvær kröf- ur í þrotabú Landsbankans. Eins og frægt er orðið héldu fjármagnseig- endur í peningasjóði bankans inn- an við 70 prósentum eigna sinna er sjóðurinn féll og var sameiginlegt tap trúfélagsins og forsvarsmannsins hátt í 30 milljónir króna. Hilmar Gunnlaugsson lögmaður sækir málin gegn Landsbankan- um og er vongóður um sigur. Hann bendir á mikinn fjölda svipaðra mála sem nú eru í umferð þar sem bankarnir hafi lánað viðskiptavin- um í erlendri mynt til að kaupa bréf í peningasjóðum. „Það eru þúsund- ir svona mála í gangi. Þetta tengist peningamarkaðsbréfum og tapi sem skjólstæðingar mínir urðu fyrir. Eftir að slitastjórn hafði hafnað kröfu fór málið þessa leið og tel ég ákveðn- ar líkur á því að dómstóll fallist á hana því að þessi lán hafi verið ólög- mæt eða að minnsta kosti óeðlilegur gjörningur í þá veru að hagsmunum kúnnans hafi alls ekki verið gætt,“ segir Hilmar. trausti@dv.is Í mál við bankann Tap félagsinsogforsvarsmannsins varháttí30milljónirkróna. Meðal námsefnis: • Mannleg samskipti. • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. • Mismunandi trúarbrögð. • Saga landsins, menning og listir. • Frumbyggjar og saga staðarins. • Þjóðlegir siðir og hefðir. • Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri, Pétur Björnsson Consúll, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður , Höskuldur Frímannsson leiðsögumaður, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Magnús Björnsson fararstjóri, Pétur Óli Pétursson fararstjóri, Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðikennari, Sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur, Ómar Valdimarsson blaðamaður. Opið 8-22 GUNNAR RÚNAR: Áfram í gæslu- varðhaldi „Það má reikna fastlega með því að það verði gert,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsókn- ardeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, aðspurður hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Gunnari Rúnari Sigur- þórssyni, sem hefur játað að hafa orðið Hann- esi Þór Helgasyni að bana. Gæslu- varðhaldsúrskurður yfir Gunnari rennur út á morgun. Friðrik segir að venjan sé sú að í jafn alvarleg- um málum og um ræðir sitji menn í gæsluvarðhaldi uns dómur gengur. Gunnar Rúnar var handtekinn 26. ágúst en hann var fyrst handtekinn skömmu eftir morðið. Skýrslutök- ur hafa staðið yfir að undanförnu og þá hefur Gunnar Rúnar gengist undir geðrannsókn. Aðspurður segir Friðrik að þeirri vinnu sé ekki lokið. Hnífurinn sem grunur leikur á að Gunnar hafi notað við verknaðinn fannst í Hafnarfjarðarhöfn 6. sept- ember. Hann var sendur til Svíþjóð- ar til rannsóknar en aðspurður segir Friðrik að engin niðurstaða sé kom- in úr þeirri rannsókn. Þá bíður rann- sóknardeildin enn eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á blóði sem fannst á skóm Gunnars. Friðrik segir að ekki sé óalgengt að það taki fjórar til sex vikur að fá niðurstöðu og því gætu enn verið nokkrar vikur þar til niðurstaða fæst. Hannes Þór Helgason Borgarfulltrúum verði fjölgað Borgarfulltrúum í Reykjavík verð- ur fjölgað í 29 ef tillögur nefnd- ar á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga verða að veruleika. Nefndin ætlar að leggja til að borgarfulltrúum verði fjölgað um nærri því helming. Haft var eftir Þorleifi Gunnlaugssyni, vara- borgarfulltrúa vinstri grænna, í fréttum RÚV að fjölga ætti fulltrú- um í 29 í sveitarstjórnum þar sem íbúarnir eru fleiri en 100 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúarnir eru fleiri en 100 þúsund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.