Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Page 11
föstudagur 24. september 2010 fréttir 11 Íslenska ríkið var á fimmtudag dæmt til greiðslu á rúmum fjörtíu milljón- um króna vegna ólögmætrar gjald- töku gagnvart kjúklingabændum. Það var fyrirtækið Matfugl ehf. sem stefndi ríkinu og hlýtur áðurnefnd- ar bætur. Málshöfðun Matfugls ehf. sneri að svokölluðu kjötskoðunargjaldi sem kjúklingabændum var gert að greiða til eftirlitsaðila ríkisins, Mat- vælastofnunar. Fyrirtækið taldi rík- ið einfaldlega rukka miklu meira en nauðsynlegt væri til að ná inn fyrir kostnaði við sjálft eftirlitið og að slík gjaldtaka samræmist ekki lög. Þeirri röksemdafærslu var dóm- ari sammála sem dæmdi á fimmtu- dag gjaldtöku ríkisins gagnvart kjúkl- ingabændum óheimila. Sökum þess var ríkið dæmt til að greiða of- greiðslu undanfarinna ára, samtals rétt tæplega 40 milljónir. Á sama tíma og ríkið er dæmt vegna þessarar ólögmætu gjaldtöku kom í ljós fyrir dómstólum að sá tekjuafgangur sem hlaust frá kjúkl- ingabændunum var notaður til að niðurgreiða eftirlit með öðrum kjöt- afurðum, sem þýðir að aðrir kjöt- bændur högnuðust af gjaldheimtu gagnvart kjúklingabænum. Lárus Blöndal lögmaður flutti málið fyrir hönd Matfugls ehf. og er hann ánægður með niðurstöð- una. Hann segir það staðreynd að kjúklingabændur hafi þurft að borga miklu meira en aðrir kjötbænd- ur síðustu ár. „Eftirlitsaðilinn hefur síðan gefið það út að kostnaðurinn sé miklu minni en gjaldið nemur og um það var deilt. Eftir að við höfðuð- um þetta mál hefur ráðuneytið síð- an breytt reglunum og þannig stað- fest okkar málflutning. Nú er verið að innheimta eins og við teljum að eigi að gera þetta, segir Lárus. trausti@dv.is Matfugl ehf. fær greiddar 40 milljónir króna vegna ólögmætrar gjaldtöku: Kjúklingabændur sigra ríkið Matfugl ehf. Vann mál gegn íslenska ríkinu. KrísuvíKurKirKja brann: Fjögur ung- menni kveiktu í Nú liggur fyrir að fjögur ungmenni báru eld að Krýsuvíkurkirkju aðfara- nótt 2. janúar með þeim afleiðingum að hún brann til grunna. Frá þessu greinir Þórhallur Heimisson, sókn- arprestur í Hafn- arfjarðarkirkju, á bloggsíðu sinni. Krýsuvíkurkirkja er í Hafnarfjarð- arprestakalli. „Fjögur ung- menni munu hafa farið til Krýsuvíkur vit- andi vits, í þeim eina tilgangi að kveikja í kirkj- unni. Rannsóknarlögreglan mun skýra nánar frá því sem gerðist inn- an tíðar,“ skrifar Þórhallur. Hann þakkar lögreglunni fyrir frábært starf við að upplýsa málið. „Um leið biðjum við fyrir því unga fólki sem slíkt gerir. Og heitum því sem fyrr að kirkjan muni rísa á ný með blessun Guðs og hjálp góðra manna.“ bjarni ben: Til í stjórn með Samfylkingu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöld- fréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn að hann væri opinn fyrir viðræð- um um að mynda nýjan meirihluta á Alþingi. Hann útilokar ekki að flokkurinn fari í ríkisstjórn með Samfylkingunni að nýju og segist skynja óánægju hjá þingmönn- um stjórnmála- flokkanna. Bjarni segir hins vegar engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan meiri- hluta. Stöð 2 hefur það eftir mörgum þingmönn- um Samfylkingarinnar að mikil óánægja sé með stjórnarsamstarfið í þeirra ranni. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra gagnrýndi á mánudag störf þingmannanefndar um hvort ákæra ætti ráðherra fyrir landsdómi vegna vanrækslu í starfi í aðdrag- anda hrunsins. Bjarni virðist vera til í að koma Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Ég tel að það sem er mikilvægast í dag fyrir íslenskt þjóðfélag sé að það verði horfið frá stefnu núver- andi ríkisstjórnar og geti ég mynd- að samstarf við aðra flokka, hvaða flokkur sem það kann að vera, um að hverfa frá þessari stefnu og hleypa lífi að nýju í efnahagslífið þá er ég alltaf tilbúinn að setjast niður og gera það,“ sagði Bjarni. Þórhallur Heimisson jóhanna sigurðardóttir Ármúla 40 • 2. hæð • Sími 553 9800 • www.golfoutlet.is GOLFÚTSALA10-50% afsláttur Pro Quip regn- og vindfatnaður, notaður af Ryder liði Evrópu Jakkar frá aðeins 13.230 Buxur frá aðeins 13.410 Vindjakkar og vesti frá 7.560 Barna- og unglingagolfsett í standpoka frá 17.910 Stakar kylfur frá 3.900 Kerrur, pokar, hanskar, o.fl. Rescue kylfur og driverar verð frá aðeins 6.930 Driverar frá 9.990 Golfpokar Kerrupokar frá 10.290 Strandpokar frá 8.640 Ferðapokar á hjólum frá 9.520 Golfboltar á góðu verði Afsláttur í heilum kössum. Verð 15 stk. frá 2.240 John Letters Golfsett, stakar kylfur, pokar og fleira frá þessum þekkta framleiðanda. Golfkerrur frá 6.291 Þriggja hjóla kerrur frá 15.120 Golfsett í poka Heilt sett karla og kvenna frá 39.600 Hálft sett í poka frá 21.520 Haust- opnunartími virka daga 11 til 18 Golfskór Verð frá 8.720 Skór á mynd 13.050

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.