Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Qupperneq 16
16 fréttir 24. september 2010 föstudagur
Þjóðfélag Þar sem
enginn borgar
Eftir að Magnús Magnússon missti
heimili sitt á uppboði var honum
boðið af sýslumanni að leigja hús-
næðið fyrir 320 þúsund í þrjá mán-
uði. Leigupphæðina segir hann
vera þrefalda þá upphæð sem hann
greiddi af lánum sínum á mánuði og
lenti í vanskilum með. Hann segist
algerlega magnþrota eftir glímuna
við kerfið. „Ég er orðinn langþreyttur
á baráttu minni til að ná fram lausn í
mínum málum og veikindin hafa sett
strik í reikninginn,“ segir hann.
Magnús er í lyfjameðferð til að
halda niðri hvítblæðinu og segir að
þótt honum hefði verið skipað að
leggjast inn á spítala þá hafi hann
einfaldlega ekki haft tíma til þess.
Álagið við að reyna að fá einhvers
konar úrlausn hafi verið svo mik-
ið. Nú sé hann alveg búinn að gefast
upp. „Ég er búinn að berjast lengi en
nú get ég ekki meira. Það er enginn
tilgangur í því lengur. Ég er nú upp á
aðra kominn og verð að láta staðar
numið.“
Það verður að lækka lánin
Spurður hvað honum finnist að eigi
að gera segir hann málið vera ein-
falt en það sé enginn pólitískur vilji
til réttlátra framkvæmda. „Það verð-
ur að lækka lánin og gera fólki kleift
að borga af þeim miðað við þær tekj-
ur sem það er með. Eins og staðan er
í dag þá stefnum við í þjóðfélag þar
sem enginn borgar af neinu. Bank-
arnir eru hættir að kynda húsin.
Heilu húsin, blokkirnar, hverfin og
bæjarfélögin jafnvel, standa undir
skemmdum. Hér verður eyðibyggð
og örbirgð.“
Enginn góðvilji
Magnús er svartsýnn á aðkomu
stjórnvalda. „Það á að taka 20 millj-
arða og setja í Íbúðalánasjóð, “ seg-
ir hann og spyr hvort ekki væri nær
að láta þá renna til fólksins? „Ég held
það sé verið að fara með þetta þjóð-
félag beina leið til andskotans. Ég
kvíði því að fylgjast með því hvernig
andrúmsloftið þróast hér næstu 2–3
mánuði. Það stefnir í að miklu fleiri
missi heimili sín og mér sýnist eng-
inn vilji til þess að bæta úr því.“
Verðmæt lóð
Heimili Magnúsar við Elliðavatn
stendur á rúmlega sexþúsund fer-
metra lóð sem þykir eftirsótt bygg-
ingarland. Magnús segir farir sín-
ar ekki sléttar af samskiptum sínum
við sýslumann og Arion banka. „Ég
gat ekki verið viðstaddur uppboðið
og því var Arion banka gert kleift að
bjóða mér lágmarksréttindi. Því varð
það svo að mér var boðið að leigja
fyrrverandi heimili mitt á 320 þúsund
krónur á mánuði í þrjá mánuði. Það
eru afarkostir sem enginn getur tekið.
Ég held að einhverjum hafi legið mik-
ið á að fá lóðina í sínar hendur.“
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
segir stopp
Magnús sagði sögu sína í Kastljósi á
miðvikudagskvöld. Ögmundur Jón-
asson sat fyrir svörum og sagði að
þótt hann vildi ekki ræða um ein-
stök málefni, svo sem Magnúsar,
þá væri nú kaldur veruleikinn að
banka upp á. Hann sagði jafnframt
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa ver-
ið gagnrýninn á þá fresti sem veittir
hafa verið og ekki vilja frekari fresti.
Ögmundur sagðist jafnframt telja
að enn væri að koma í ljós hvern-
ig greiðsluúrræðin sem í boði eru
gagnast fólki í raun og veru og að
verið væri að fylgjast með stöðunni.
Magnús sagðist ekki ánægður með
svör Ögmundar. „Staðreyndin er
sú að efnahagshrunið er ekki okkur
að kenna og vegna hrunsins þá ná
tugir þúsunda fjölskyldna á landinu
ekki endum saman auk þess sem
bankar og stjórnvöld gera lítið ann-
að en stunda eignaupptöku hjá al-
menningi. Almenningur lætur ekki
bjóða sér þetta. Þótt að ég sé orðinn
þreyttur og búinn að gefast upp þá
vona ég að aðrir hafi ennþá þrótt til
að halda áfram baráttunni.“
Magnús Magnússon missti heimili sitt á uppboði í ágúst. Hann er óvinnufær vegna hvítblæðis og segir bar-
áttuna við kerfið hafa fyllt sig miklu vonleysi. Hann spyr hvaða tilgangi það þjóni að gera fólk heimilislaust
í stórum stíl og segist kvíða því hvernig andrúmsloft verði á landinu næstu mánuði.
kristjAnA guðbrAndsdóttir
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
Það á að taka 20 milljarða
og setja í Íbúðalána-
sjóð.
margir standa í skilum
en lifa í sárri fátækt
Ung tveggja barna móðir með lán sín í frystingu hjá Íbúðalánasjóði fékk óvænt bréf um að íbúðin hennar
hefði verið sett á nauðungarsölu. Henni finnst fólki misboðið með misjöfnum úrræðum og vill að stjórnvöld
taki hlutverk sitt alvarlega hvað varðar aðbúnað fólks sem er nú í þúsundatali við að missa íbúðir sínar.
Konan sem vill ekki koma fram
undir nafni vegna starfs síns og
vegna þess að henni finnst óþægi-
legt að tjá sig opinberlega um
fjárhagsörðugleikana setti fast-
eignalán sitt hjá Íbúðalánasjóði
í frystingu eftir að afborganir af
láni hækkuðu umfram greiðslu-
getu eftir hrun. „Eins og staðan
var þá var boðið upp á að frysta
lánin í þrjú ár og því tók ég enda
eitt af þeim úrræðum sem stóð
íbúðareigendum til boða og átti
að bæta stöðu þeirra.“ Hún segir
þessu síðan hafa verið breytt. Nú
standi fólki aðeins til boða fryst-
ing í eitt ár. „Allt í einu fékk ég eins
og svo margir aðrir greiðsluseðil
með áföllnum gjalddaga og upp-
söfnuðum vöxtum í heimabank-
ann. Flestir tóku ekki eftir því eða
leiddu það hjá sér vegna þess að
þeir trúðu því að þeir ættu rétt á
frekari frystingu enda var ekkert
samband haft við alla þessa að-
ila. Fólk fékk síðan ábyrgðarpóst
heim til sín með tilkynningu um
að vegna ógreidds gjalddaga fari
íbúðin á uppboð.“
90 ára lán ættu að vera
kostur
Konan er tveggja barna móðir í
föstu starfi. Eiginmaður henn-
ar missti starfið í hruninu og því
framfleytir hún ein heimilinu.
Hún segist þó halda stöðu sína
betri en margra annarra og að
hún geti haldið íbúðinni ef fer í
hart. Hún vinnur hjá fyrirtæki sem
veitir meðal annars aðstoð við
að greiða niður skuldir og leitar
leiða til að auka á fjárhagslegt ör-
yggi viðskiptavina svo hún er vel
kunnug þeim hnútum sem þarf
að leysa og hvernig hagstæðast er
að létta byrðar vegna skuldbind-
inga sinna. Konan segir að þrátt
fyrir þá kunnáttu sé hindranir að
finna í úrræðum stjórnvalda. Þau
séu ekki réttlát. Hún bendir á að
Íbúðalánasjóður græði ekki á því
að setja íbúðir á uppboð og spyr
hvort það felist ekki tækifæri í því
að breyta kerfi íbúðalána. „Í Sví-
þjóð er verið að bjóða upp á 90 ára
lán og þar eru greiðslur miðaðar
við launatekjur fólks. Þar í landi er
ekki hægt að reka fólk út á leigu-
markaðinn eins og nú er verið að
gera. Ef fólk þénar meira á það
þess kost að eignast meira í íbúð-
inni ef það vill. Það þarf að endur-
skoða kerfið miðað við raunveru-
legar aðstæður fólks og byggja það
upp aftur svo það gerist einfald-
lega ekki aftur að fólk eigi á hættu
á að missa heimili sín í stórum
stíl.“
greiðsluaðlögun lélegur
kostur
Konan segir greiðsluaðlögunina
ennfremur ekki jafn góðan kost
og hún átti að vera. „Mér finnst
staðan núna eftir dóm hæstarétt-
ar vera grafalvarleg. Nú bíða 550
manns eftir úrræðum hvað þetta
varðar. Þeir hafa fengið samþykkt-
an nauðasamning til greiðsluað-
lögunar og núna er það þannig
að ábyrgðarmaður á kröfu á þann
sem fór í greiðsluaðlögun sem
getur leitt til gjaldþrots skuldar-
ans og jafnvel þess að ábyrgðar-
maðurinn lendi í greiðsluvanda.
Allt þetta umstang er þá fyrir ekki
neitt. “
Mikið misrétti
Óréttlætið segir hún ennfremur
koma fram í mismunandi úrræð-
um sem fólki sé boðið upp á. Hún
segir illa hafi verið brugðist við
því alvarlega ástandi sem mynd-
aðist í kjölfar efnahagshrunsins
til að bæta stöðu skuldara og það
sé að koma í ljós núna. „Nú er að
verða ljóst hvaða úrræði fólki hafa
verið boðin. Hverjir komast af og
hverjir missa þakið ofan af sér. Þá
kemur misréttið í ljós. Sumir eru
að fá 15–30 milljónir felldar af lán-
um. Öðrum er ekki boðið upp á
nein úrræði. Mér verður sérstak-
lega hugsað til þeirra sem rétt svo
standa í skilum með allt sitt en lifa
í sárri fátækt þess vegna. Það er
að sjálfsögðu ekki réttlátt. Margir
hverjir hætta einfaldlega að borga
og bíða í nokkra mánuði eftir því
að bankinn hafi samband og bjóði
þeim til samningaviðræðna. Það
er ótækt að staðan sé í raun og
veru þannig. Lausnir stjórnvalda
eru engar.“ kristjana@dv.is
Það verður að lækka lánin
Magnústelurenganpólitískanviljafyrir
lækkunlána.