Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 24
24 ERLENT 24. september 2010 FÖSTUDAGUR Hingað til hefur því verið haldið fram að Titanic hafi sokkið vegna þess að skipið var á allt of miklum hraða. Þá hafi skipstjórar þess ekki komið auga á borgarísjakann sem sökkti því fyrr en allt of seint. En nú er sannleikur- inn loks kominn fram í dagsljósið; skipstjórar fengu veður af borgar- ísjakanum í tæka tíð en vegna mis- skilnings beygðu stýrimennirnir í vitlausa átt og fóru beint á jakann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók um slysið eftir rithöf- undinn Louis Patten. Í henni er fjall- að um skipið og jómfrúarferðina ör- lagaríku þann 15. apríl 1912. Patten er barnabarn Charles Lightoller, liðsforingja á skipinu, sem komst lífs af úr slysinu. Samkvæmt frásögn Pattens vissi afi hennar allan tímann hvað fór úrskeiðis. Eftir slysið hafi hann vísvitandi sagt ósatt frá því sem gerðist af ótta við að eigendur Titanic á þeim tíma yrðu gjaldþrota. Þá óttaðist hann að kollegar hans myndu missa vinnuna ef sannleikur- inn kæmi upp á yfirborðið. „Þeir hefðu auðveldlega getað forðast það að rekast á jakann ef ekki hefði verið fyrir þessi glappaskot,“ segir Patten í samtali við breska fjöl- miðla. Hún fullyrðir að hægt hefði verið að bjarga öllum farþegum skipsins – jafnvel eftir að skipið rakst á jakann – ef stýrimenn hefðu ekki reynt að koma skipinu af stað aftur. Það gerðu þeir hins vegar með þeim afleiðingum að skipsskrokkurinn fylltist af sjó. Í bókinni, Good as Gold, kemur fram að Lightoller hafi ekki sagt neinum sannleikann í málinu, öðr- um en eiginkonu sinni og ömmu Louis Patten. „Amma mín lést þegar ég var sextán ára. Þó hún hafi aldrei sagt mér að halda þessu út af fyrir mig sagði ég það engum. Móðir mín sagði að þetta væri fjölskyldumál og heiður afa míns væri í húfi. Næst- um 40 árum síðar, löngu eftir andlát ömmu minnar og móður minnar, var ég að leggja drög að nýrri skáldsögu. Þá áttaði ég mig á því að ég væri eina manneskjan á lífi sem vissi sannleik- ann um hvað gerðist þegar Titanic sökk.“ einar@dv.is Sannleikurinn um hvað sökkti Titanic dreginn fram í dagsljósið: Klúður sökkti Titanic Charles Lightoller Var hræddur við að eigendur Titanic yrðu gjaldþrota. Lögmaðurinn Daniel K. Perlman var hústökumaður í sjö mánuði í Emp- ire State-byggingunni í New York sem er einn frægasti skýjakljúfur veraldar. Hann var með gríðarstóra skrifstofu út af fyrir sig á 40. hæð og þurfti ekki að borga leigu. Hann sagði New York Times sögu sína á dögunum. Daniel Perlman er tæplega fimm- tugur lögmaður sem sérhæfir sig í fjölskyldurétti og því að verja grunaða sakamenn. Hann er, ólíkt mörgum lögmönnum á Manhattan í stórborg- inni New York, hvorki ríkur né fræg- ur. Hann var áður grunnskólakennari og lifir venjulegu miðstéttarlífi í stór- borginni. Árið 2006 flutti hann lögmanns- stofu sína á fertugustu hæð í Empire State-byggingunni. Stofan þurfti ekki mikið pláss; Perlman var eini starfs- maður hennar. Hann deildi skrif- stofuálmu með nokkrum öðrum fyr- irtækjum og hreiðraði um sig í litlum herbergiskróki þar sem skrifborðið hans og stóll komust fyrir en lítið ann- að. Kom sér fyrir í króki Leigusali skrifstofuálmunnar var hús- næðislánamiðlari sem leigði út her- bergin í álmunni til hinna fyrirtækj- anna, þar á meðal lögmannsstofu, sem áframleigði herbergiskrókinn síðan til Perlmans. Hann gerði því hvorki leigusamning við leigusalann né eigendur byggingarinnar. Perlman segist raunar ekki einu sinni hafa gert formlegt samkomulag við lögmanns- stofuna og hin fyrirtækin á hæðinni. Hann hafði unnið nokkur verk fyrir lögmannsstofuna og fékk því að vera í herbergiskróknum fyrir lága leigu. Allir hurfu Þegar húsnæðismarkaðurinn í Bandaríkjunum hrundi árið 2008 varð húsnæðislánamiðlarinn og leigusalinn gjaldþrota. Hann hætti að vera leigusali í Empire State í júlí 2009. Lögmannsstofan og öll önnur fyrirtæki á hæðinni fluttu á svipuð- um tíma, þau höfðu líka þurft að þola miklar raunir vegna fjármálakrepp- unnar. Perlman fór að skimast um eftir nýjum skrifstofum. Hann beið eftir því að hússtjórnin myndi líma útburðartilkynningu á dyrnar, eins og hún hafði gert annars staðar í bygg- ingunni. En enginn kom. „Ég var tilbúinn að flytja, en það gerðist ekkert. Það var enginn grænn límmiði á hurðinni. Og á sama tíma kom enginn frá stjórn Empire State til að skipta sér af mér. Ræstingafólkið vissi samt af mér.“ Eins og í draugahúsi Niðurstaðan var að Perlman gat not- að 900 fermetra skrifstofurými í einni þekktustu byggingu veraldar, í miðju Manhattan-hverfi í New York. Hann fór að breiða úr sér. Fór smám sam- an að nota fleiri herbergi. Þegar upp- runalega auðkenniskortið hans rann út, fékk hann annað með hjálp vinar síns, sem vann líka í byggingunni. Í nóvember opnaði Daniel Perl- man dyrnar að stóru rými, sem áður hafði verið fundarherbergi. Það var galtómt, fyrir utan ljósritunarvél sem stóð við vegginn og einhver hafði merkt „má henda“. Honum leið eins og hann væri í draugahúsi. Herbergin voru galtóm, fólkið á bak og burt, en samt minnti margt á gamla skrifstofulífið – ótengd- ar faxvélar, kaffi í hillum. Svindlaði ekki á neinum Perlman segist ekki líta á sig sem hús- tökumann eða lögbrjót. Hann finn- ur þó ekkert til með eigendum bygg- ingarinnar, sem hann segir að hafi reynt að ýta út leigjendum lítilla rýma í turninum til að rýma fyrir stórum leigjendum. „Ég svindlaði ekki á nein- um. Ef ég er sekur um eitthvað, þá væri það fyrir slóðaskap,“ segir Perl- man. Í febrúar kom Perlman að skrif- stofu sinni þar sem búið var að fjar- læga allt hafurtaskið hans. Skipt var um lása stuttu eftir það. Ólögmæt glufa Talsmaður Empire State tjáði New York Times að Perlman hefði verið ólöglegur leigjandi sem hefði fund- ið ólögmæta glufu í kerfinu til þess að hafast við í byggingunni. Ástæð- an fyrir því að hússtjórnin frestaði að taka yfir skrifstofuálmuna hefði verið vegna flókins málareksturs fyrir dóm- stólum vegna vanskila húsnæðislána- miðlarans. Perlman vann heima í nokkra mánuði en er nú kominn með nýja skrifstofu. Skrifstofuálman á fer- tugustu hæð er enn laus. Yngsta mamma Bretlands borin út Amy Crowhurst, sem fyrir átta árum varð yngsta móðir Bretlands þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn 12 ára, hefur verið borin út af heimili sínu í Crawley á Englandi. Ástæðan: ná- grannarnir fengu sig fullsadda af háværri tónlist og fíkniefnaneyslu í linnulausum gleðskap á heimili hennar. Crowhurst er í dag tvítug, tveggja barna móðir og var það leigusalinn hennar sem sparkaði henni út. Fyrir ári var hún dæmd fyrir að rækta kannabis á heimili sínu til að eiga fyrir áfengi. Hann beið eftir því að hússtjórn- in myndi líma útburðar- tilkynningu á dyrnar, eins og hún hafði gert annars staðar í bygging- unni. En enginn kom. HÚSTÖKUMAÐUR Í EMPIRE STATE Lögmaður í New York leigði árið 2006 lítinn skrifstofukrók í Empire State-skýjakljúfnum heimsfræga. Þegar húsnæðismarkaðurinn í Bandaríkjunum hrundi í fjármálakreppunni hurfu allir nágrannar hans á hæð- inni. Hann þurfti ekki að borga neinum leigu og hreiðraði um sig í stórri skrifstofuálmu í turninum. Hann var hústökumaður. Empire State Lögmaðurinn var hústökumaður á fertugustu hæð í þessum heimsfræga skýjakljúfi á Manhattan-eyju í New York. Perlman Daniel K. Perlman var fyrst með lítinn herbergiskrók á hæðinni en gat svo breitt úr sér í 900 fermetra rými. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.