Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Qupperneq 26
Ábyrgð og ógeð
Viðbrögð íslenskra stjórnmálamanna við áfellisdómum yfir þeim eru að þeir hafi ekki borið ábyrgð á atburða-
rásinni. Ábyrgðarleysið útskýra þeir fyrst og
fremst með áhrifaleysi. Það var ekki hægt að
bjarga bönkunum. Þeir lýsa sjálfum sér sem
hlutlausum áhorfendum að óviðráðanlegum
hörmungum. Þeir hafi verið nærstödd vitni,
eins og allir hinir. „Efnahagslegur fellibylur,“
útskýrði Geir Haarde.
Áhrifaleysi stjórnmálamanna hverfur
hins vegar þegar þeir verða gerendur. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde
flokkast undir gerendur þegar þau leyna því
markvisst fyrir þjóðinni og meðráðherrum
sínum að ofvaxnasta bankakerfi heimsins sé
að hruni komið. Þau voru ekki heldur saklaus
vitni að atburðunum þegar þau fóru í ímynd-
arherferð til New York og Kaupmannahafnar
til að tala fyrir ágæti bankanna 2008.
Ingibjörg og Geir voru eins og lögreglu-
menn á vakt sem horfðu upp á styrkveitend-
ur sína ræna banka, án þess að gera nokkuð
í því. Það væri reyndar ósanngjarnt að væna
þau um aðgerðarleysi. Sem lögreglumenn
á vettvangi bankaráns styrkveitenda þeirra
ákváðu þau að villa um fyrir nærstöddum og
fullyrtu að hér væri ekkert athugavert á ferð.
Þetta væri eðlilegt og þvert á móti til marks
um styrk bankans. Vegna þess skaðaðist
fjöldi fólks.
Hvaða skilaboð væru það til lögreglu-
manna framtíðarinnar að láta þetta óátalið?
Hvers konar lögreglustjóri berst gegn því að
dómstólar meti ábyrgð þeirra? Hvers konar
lögreglulið elur hann af sér?
Misskilningurinn um ráðherraábyrgð
er sá að ráðherrar þurfi að hafa ýtt atburða-
rásinni af stað til að bera ábyrgð. Í lögum um
ráðherraábyrgð felst hins vegar einmitt að
ráðherra er brotlegur þegar hann axlar ekki
ábyrgð sína. Þar segir að ráðherra sé sekur
„… ef hann framkvæmir nokkuð eða veld-
ur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar
heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki
sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lög-
um, svo og ef hann lætur farast fyrir að fram-
kvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu,
eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.“
Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst yfir sak-
leysi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Al-
þingi og reynir að koma í veg fyrir að lands-
dómur fari í málið, eins og ákveðið hafði
verið. Jóhanna segir að aðrir beri meiri
ábyrgð en Ingibjörg, rétt eins og það ætti að
verða dómaregla að sýkna brotlega ef höfuð-
paurarnir finnast ekki.
Ábyrgðin byrjar á toppnum. Það sem við
sjáum er ekki forsætisráðherra sem krefst
ábyrgðar, heldur forsætisráðherra sem berst
fyrir ábyrgðarleysi. Það grefur undan ábyrgð
og trausti í samfélaginu öllu.
Líklega eru viðbrögð Margrétar Tryggva-
dóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, eðli-
legust. „Þetta er ógeðslegt,“ sagði hún. Ógeð
er siðferðislegt frekar en röklegt hugtak, rétt
eins og ábyrgð. Það eru rétt viðbrögð við sið-
leysi og við þeirri stöðu að sú, sem við treyst-
um á að viðhaldi ábyrgðinni, ræðst gegn
henni. Það er ógeðslegt að við líðum ennþá
fyrir samtryggingu stjórnmálamanna, sam-
spillingu hinna meðseku.
Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Ábyrgðin byrjar á toppnum.
leiðari
bókstaflega
26 umræða xxx xxx
Björn og Baugur
n Dugnaðarmaðurinn Björn
Bjarnason situr ekki auðum hönd-
um þótt hann hafi horfið úr stjórn-
málum. hann
stýrir eigin
sjónvarpsþætti
á ÍNN þar sem
flokksbræður
mæta til skrafs
og ráðagerða. Í
nýju hefti Þjóð-
mála er ítarleg
grein um ris og
fall Baugsmiðla sem Björn hefur
löngum haft ímugust á. Fram kem-
ur í greinarlok að höfundur vinni
að bók um Baugsmiðla. Reikna má
með fullkomnu hlutleysi þar!
SálmaSkáld og
drengur
n Matthías Johannessen, sálma-
skáld og fyrrverandi ritstjóri
Moggans, er rétt eins og Björn
Bjarnason heltekinn af hugsun-
um um Baugsmiðla. Þetta kemur
ágætlega fram í
grein Matthías-
ar í Þjóðmálum
þar sem hann
kemur víða við.
Matthías hefur
eytt drjúgum
hluta elli sinn-
ar í að reyna
að hvítþvo son
sinn, Harald Johannessen ríkis-
lögreglustjóra. Haraldur er fremur
illa þokkaður og kunnur af hót-
unum í garð einstaklings. Segir
Matthías að drengurinn geti ekki
borið hönd fyrir höfuð sér vegna
hins háa embættis sem hann
gegnir.
lögmaður og
Blaðamaður
n Hauk Magnússon, ritstjóra
Grape vine, rak að sögn í rogastans
í vikunni þegar hann fékk símtal
frá lögmannin-
um Dögg Páls-
dóttur. Haukur
segir að erindi
lögmannsins
hafi verið að
vara við Írisi
Erlingsdótt-
ur blaðamanni
sem skrif-
ar í lausamennsku fyrir blaðið.
Blaðamaðurinn sem um ræðir er
um þessar mundir að setja sam-
an grein um siðferðisþrek starfs-
manna í fjármálafyrirtækjum.
Menn velta nú fyrir sér siðferði lög-
mannsins.
jóhanneS í hörpu
n Jóhannes Stefánsson, veitinga-
maður í Múlakaffi, er mörgum að
góðu kunnur. Frá unga aldri hefur
Jóhannes ver-
ið kenndur við
veitingastaðinn
sem faðir hans
stofnaði í Hall-
armúla. Í kjölfar
þess að upplýst
var að Jóhann-
es myndi sjá um
alla veislu- og
veitingaþjónustu í Hörpu hefur verið
bent á að hann neyðist til að upp-
færa viðurnefni sitt. Þorrakóngurinn
í Múlakaffi verði hér eftir ekki kall-
aður annað en Jóhannes í Hörpu.
sandkorn
Lögreglan virðist hafa gert þau grafalvarlegu mistök að taka blásaklausan rukkara og fá úrskurðaðan í gæslu-
varðhald. Saklausi innheimtumað-
urinn gengur undir nafninu Jón
stóri. Hann er þekktur fyrir iðju
sína sem kennd er við innheimtu og
ráðgjöf. Og eins og gerist með stóra
og góða menn á hann það til að
vinna ókeypis fyrir
smælingja.
Þannig var
það þegar
frændi
hans, 16
ára, lenti í
klónum á
grimmum
Kúbverj-
um. Jón stóri
kom ókeypis
að
málinu og hafði samband við þá
kúbversku sem í framhaldinu flúðu
land.
Stóri-Jón var í viðtali við þann geðþekka sjónvarps-mann Sölva Tryggvason. Þá var sá stóri nýkominn
úr þriggja daga gæsluvarðhaldi
þar sem hann þurfti meðal annars
að sofa á grjótharðri dýnu. Sölva
tókst að brjótast inn fyrir þá hörðu
skel sem rukkarinn hafði brynj-
að sig með. Og það vantaði aðeins
hársbreidd upp á að tárin næðu að
brjóta sér leið út úr augnkrókum
stórmennisins þegar hann rifjaði
upp allan sársaukann í kringum
handtökuna. Augljóst var að Sölva,
sem er miklu minni en stórmenn-
ið, var mjög brugðið undir tilfinn-
ingahlaðinni frásögn stóra manns-
ins sem var settur í járn.
Það var óendanlega dapur-legt að horfa á svo stóran mann sem var nær bugað-ur í eigin skugga. Viðtalið
var tekið á heimili hans sem var
hlaðið munaði. Slíkt bendir
til árangursríkra við-
skipta þess stóra. En veraldleg gæði
skipta engu þegar traðkað hefur
verið á sál manns. Sölvi sýndi þess-
um vini sínum mikla tillitssemi.
Hann spurði engra óþægilegra
spurninga sem hefðu getað valdið
meiri sársauka en orðið var. Hann
reyndi ekki að grafast fyrir um það
hvernig sá stóri hefði auðgaðst. Allt
er þetta skiljanlegt. Þegar tekin eru
viðtöl við fórnar- lömb
þarf að sýna
tillitssemi. Það
tókst því stóra
manninn-
um með litla
hjartað leið
augljóslega
betur eftir
því sem leið á
viðtalið.
Bugað sTórmenni
svarthöfði
„Þetta er ekkert
réttlæti.“
n Guðmundur Jóhannesson,
ellilífeyrisþegi sem þarf að láta sér um 120
þúsund krónur í heildartekjur á mánuði að góðu
verða. Hann á að baki 56 ára starfsævi - DV
„Maður er bara orðinn að
poster-boy fyrir rasista og
nasista.“
n Jón H. Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón
stóri. Hann er ósáttur við þann stimpil sem hann
hefur fengið á sig vegna máls sem tengist
kúbverskum feðgum sem flúðu land. - Skjár einn
„Hvernig átti 15 ára
strákur að ná utan um
svona reynslu?“
n Æskuvinur drengs sem svipti sig lífi.
Drengurinn trúði vini sínum fyrir því að prestur
hefði misnotað hann snemma á níunda
áratugnum. - DV
„...færa skattkerfið áratugi
aftur í tímann.“
n Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka
atvinnulífsins, segir að breytingar sem
ríkisstjórnin hafi gert á skattkerfinu lýsi
ótrúlega mikilli vanþekkingu á efnahagslífinu.
Einfaldleika þess og gagnsæi hafi verið fórnað.
- mbl.is
„Þetta er alveg meirháttar
fínn gæi.“
n Ljósmyndarinn Baldur Bragason, um kynni
sín af Hollywood-stórleikstjóranum David
Fincher. Baldur mun starfa sem ljósmyndari við
Hollywood-endurgerð myndarinnar Karlar sem
hata konur - DV
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Aldrei reiknaði ég með því að ís-
lenskir alþingismenn færu út í það að
draga ástkæra vini og samstarfsmenn
til ábyrgðar, hvað þá að ákæra menn
eða víta fyrir vanrækslu og afglöp í
starfi. Ef það hefði einhvern tíma ver-
ið vilji alþingis að ákæra einstaklinga
fyrir flumbrugang og fláræði þá sæti
fólk eins og: Davíð Oddsson, Hall-
dór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson
og Valgerður Sverrisdóttir í fangelsi.
En viljinn er ekki fyrir hendi og sam-
trygging stjórnmálaflokka kemur í
veg fyrir að slíkt geti orðið. Þetta væri
aftur á móti mögulegt ef menn þyrftu
ekki að tengjast stjórnmálaflokki til
þess að komast á þing. En það er nú
önnur saga.
Samfélagi okkar er stjórnað af
fólki sem ekki kann að skammast sín.
Á meðan fólk er atvinnulaust, þá ráfa
hlandaular og forkólfar stjórnsýsl-
unnar um og þykjast vera að skapa
atvinnu. Menn þykjast vera að skapa
tækifæri á meðan tækifærin bíða
okkar í röðum. Fólk ætti að átta sig á
því, að þegar kreppa er, þá er atvinna
ekki endilega allt sem þarf. Því með
því að hugsa einvörðungu um at-
vinnu þá geta menn farið út í vitleysu
á borð við: Kárahnjúkavirkjun, álver
á Reyðarfirði, álver í Helguvík, álver
á Húsavík, álversstækkun í Straums-
vík o.s.frv. Í stað þess að skapa at-
vinnu atvinnunnar vegna, ættum við
öll að hugleiða vandlega hvar verk er
að vinna. Það þarf að rækta landið.
Það er hægt að láta fólk græða upp
stærstu eyðimörk Evrópu – hún er á
Íslandi. Við getum ræktað matvæli.
Við getum stöðvað landfok og grætt
þau sár sem sjást í rofabörðum um
land allt. Við getum flutt út grænmeti
og kornvöru. Samtímis getum við svo
fundið okkur verk að vinna í öllu því
sem menn geta fært haldbær rök fyrir
að borgi sig.
Unga fólkið, sem væntanlega
kemur til með að erfa landið, þarf
að bregðast við heimsku forfeðr-
anna. Þar er ærlegt verk að vinna.
Unga fólkið á ekki að láta bjóða sér
moðreyk Mammonsdýrkenda sem
eru stoltir af spillingunni sem þeir
halda hlífiskildi yfir. Ungt fólk gegn
spillingu er kannski næsta átak ung-
dómsins sem varðað getur veg til
bjartrar framtíðar.
Auðvitað getur ríkisvaldið stund-
að ýmiskonar atvinnubótarvinnu,
hér eftir sem hingað til. Og víst geta
stjórnmálamenn áfram látið sig
dreyma um einfaldar skyndilausn-
ir. En fyrst og síðast þurfum við að
átta okkur á því hvar verk er að vinna
og finna fólki hlutverk; verðug verk-
efni sem skila þjóðinni arði – ræktun
lands og lýðs.
Að virkja þjóð til verka telst
vandi, þraut og mæða,
en unað lífsins er þó helst
á öllu því að græða.
Heilladrjúg hlutverk
skáldið skrifar
„Unga fólkið, sem
væntanlega kemur til
með að erfa landið,
þarf að bregðast við
heimsku forfeðranna.“
kriStJán HrEinSSon
skáld skrifar