Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Page 27
„Ég mundi fagna því.“
Stefán Karl
30 ára lögmaður
„Það er ágætt að hreinsa til.“
KriStján StefánSSon
65 ára lögmaður
„Já, ég mundi segja það.“
Sigríður elíSa eggertSdóttir
26 ára nemi við HÍ
„nei, atli leysir þetta.“
ólafur SigurðSSon
57 ára meindýraeyðir
„Ég held að það veiti ekkert af því.“
elíSabet gréta ólafSdóttir
45 ára landslagsarkitekt
Á að boða til alþingiskosninga í ljósi stöðu mÁla Á þingi?
Stefán Sölvi PéturSSon
náði þeim glæsilega árangri að hampa
fjórða sætinu í keppninni um sterkasta
mann heims. Hann segir gott að finna
allt erfiðið bera einhvern árangur og
að hann stundi það reglulega að
draga trukka og lyfta níðþungum
steinum.
Myndi vinna Jón
Pál í sJóManni
myndin
Hver er maðurinn?
„Hann er stefán snær Pétursson
kraftlyftingakappi.“
Hvað drífur þig áfram?
„að reyna sífellt að bæta mig. Og það
hvað mér finnst gaman í kraftlyftingum,
það drífur mig mikið áfram.“
Hvar ertu uppalinn?
„Í reykjavík og dalasýslu.“
Hver er þín fyrsta minning úr æsku?
„Þegar ég var í sumarbústað á laugar-
vatni með foreldrum mínum og bróður.“
áhugamál fyrir utan kraftlyftingar?
„Ég hef mjög gaman af tónlist og
amerískum ruðningi.“
Hvernig tilfinning fylgir því að hafa
náð fjórða sætinu í Suður-afríku?
„Hún er mjög góð sú tilfinning og fær
mig til að langa að gera enn betur.“
Hvernig var að keppa á móti
sterkustu mönnum heims?
„Það var virkilega gaman að fá að
spreyta sig gegn þeim og finna að allt
erfiðið hefur borið einhvern árangur.“
Hver myndi vinna í sjómanni, þú
eða jón Páll?
„nú verð ég að vera leiðinlegur og segja
ég.“
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir mót?
„Ég undirbý mig með því að gera
nákvæmlega það sem við erum að gera
á þessum mótum, eins og að draga
trukka og lyfta steinum. Ég og vinur
minn erum með aðstöðu Í Hafnarfirði til
að æfa okkur í þessu.“
átt þú þér einhverjar fyrirmyndir?
„Jón Páll var alltaf mikil fyrirmynd mín í
kraftlyftingum og svo auðvitað foreldrar
mínir.“
Hver er draumurinn?
„draumurinn er að hafa það gott, það er
ekkert flóknara en það.“
Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
„Það er að fara til tyrklands eftir níu daga
og halda kraftlyftingasýningu.“
maður dagsins
dómstóll götunnar
föstudagur 24. september 2010 umræða 27
Hrikt hefur í stoð-
um ríkisstjórnar-
innar undanfar-
ið – og ekki bara
hennar heldur
stjórnmálanna í
landinu almennt.
Hver hönd-
in æðir í ofboði
upp á móti ann-
arri. Hvert upp-
hlaupsmálið hef-
ur rekið annað
frá því að meiri-
hlutastjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna var sett á flot fyrir rúmu
ári. Stórmál sem hvert og eitt hefði
getað reynt á sauma hvaða stjórn-
arsamstarfs sem er. Mál á borð við
Magma, Icesave, Evrópu, kvótakerf-
ið, uppstokkun stjórnarráðsins og
nú síðast hvort ákæra eigi þrjá til
fjóra ráðherra fyrir landsdómi hafa
öll valdið ógnardeilum á milli stjórn-
arflokkanna, svo jafnvel mætti ætla
að stjórnin riðaði til falls. Fjölmarg-
ir spáðu einmitt því í hvert sinn sem
málin dúkkuðu upp. Sumir þeirra
spáglöðustu eru því orðnir ansi lang-
eygir og svipdaufir.
Skaflar og smjörklípur
Þrátt fyrir að vera svo rótklofin að líkj-
ast nú fremur þriggja flokka stjórn en
samsteypustjórn tveggja vinstriflokka
stendur ríkisstjórnin samt sem áður
enn. Ég segi ekki keik, hvað þá hnar-
reist. Hangir frekar eins og hokinn
unglingur í stærðfræðitíma of árla
dags: föl í framan og líflaus til augn-
anna, en er þarna þó samt í einhverri
mynd.
Eins og ég benti á í pistli á þessum
stað fyrir tveimur vikum bíða óleystu
málin enn þess að ríkisstjórnin gefi
sér tóm til að takast á við þau. Í rúma
viku hefur þingið verið undirlangt
landsdómsmálinu. Áður hafa álíka
smjörklípur haldið því uppteknu frá
því að takast á við endurreisn efna-
hagslífsins. Og svo eru ríkisfjármálin
handan við hornið. En jafnvel þó svo
að enginn viti hvernig í ósköpunum
þau Steingrímur og Jóhanna ætli að
krafla sig í gegnum þann skafl, þá er
svo sem ekkert líklegra að ríkisstjórn-
in falli á því prófi en öllum hinum sem
hún hefur frestað.
tifar undir stóli
En í þessu sérkennilega víðavangs-
hlaupi er þó eitt mál sem gæti reynst
sú steinvala sem fyrsta raunveru-
lega vinstristjórn landsins á endan-
um hrasar um: nefnilega skuldamál
heimilanna. Það er sprengjan sem tif-
ar undir nötrandi ráðherrastólunum.
Hvað svo sem líður málaferlum
myntkörfufólksins, sértækri skulda-
aðlögun þeirra sem hvort eð er eru
komnir í þrot eða greiðslujöfnuna-
ræfingum sem gera ekkert annað en
að lengja í hengingarólinni – og já,
meira að segja hvað svo sem líður
þessum umboðsmanni skuldara, hef-
ur nákæmlega ekki neitt verið gert til
að leiðrétta þann ósanngjarna ógn-
arskaða sem venjulegir lántakend-
ur verðtryggðra íslenskra húsnæðis-
lána urðu fyrir í óðaverðbólgunni sem
fylgdi hruni krónunnar. Nákvæmlega
ekki neitt.
Áhættusæknir gengislánatakend-
ur hafa nú fengið drjúga höfuðstóls-
lækkun og þeir sem af fífldirfsku fjár-
málahagkerfisins demdu sér í hátt í
hundrað prósent lán hafa nú marg-
ir hverjir fengið skorið ofan af höfuð-
stólnum. En hinn breiði almenning-
ur, sem af ráðdeild og skynsemi lagði
sparifé sitt í húsnæði og tók svo hóf-
legt íslenskt lán til að brúa bilið í hús-
næðisbólunni, er látinn éta það sem
úti frýs.
Á þremur árum hafa þessi lán
hækkað um helming og verðlag rok-
ið upp úr öllu valdi. Á sama tíma hafa
laun staðið í stað eða lækkað. Heilar
og hálfar kynslóðir eru dæmdar til að
lifa eins og hamstrar á hjóli ævina út
á meðan ævintýrafólkið með mynt-
körfurnar og hundrað prósent lánin
er skorið niður úr snörunni.
fellur hún á prófi?
Þegar verðbólgufellibylurinn skall á
okkur haustið 2008 lögðu fjölmarg-
ir til að þak yrði sett á þær verðbætur
sem óðast hlóðust upp á lánin eða að
ofteknar verðbætur yrðu að einhverju
örlitlu leyti færðar til baka vegna for-
sendubrests. Ríkið tók líka útlán hinna
föllnu banka yfir með verulegum af-
föllum svo það virtist borð fyrir báru
að lágmarka skaðann, til dæmis með
tuttugu prósenta niðurfærslu á höfuð-
stól eða svo. En því miður rann málið
strax ofan í forugar pólitískar skotgraf-
ir og spólar þar enn í drullunni.
Haldi ríkisstjórnin að hún sé laus
undan vandanum og kröfunni um
leiðréttingu oftekinna verðbóta er ég
hræddur um að hún muni fá að vakna
upp við annað von bráðar. Annars er
það í sjálfu sér svolítið merkilegt hvað
þessi félagshyggjustjórn virðist trúa í
blindni á meint lögmál fjármálakerf-
isins – sem þó er löngu fallið. Stóra
próf fyrstu vinstristjórnar Íslandssög-
unnar hefur alltaf verið hvernig hún
taki á þeirri ógurlegu tilfærslu fjár
sem varð frá skuldurum (öreigum)
til fjármagnseigenda (kapítalista) svo
hreinu arðráni líktist. Á þessu prófi er
hún nú um það bil að falla.
stóra prófið
kjallari
dr. Eiríkur
BErgMann
stjórnmálafræðingur skrifar
Heilar og hálf-ar kynslóðir
eru dæmdar til að lifa
eins og hamstrar á
hjóli ævina út.
Kokkar Það var nóg að gera hjá þessum vösku matreiðslumönnum þegar ljósmyndari dv leit við í smáralind á fimmtudag. Mynd/eggert jóHanneSSon