Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 28
28 UMRÆÐA 24. september 2010 FÖSTUDAGUR
Segjum að ég
sé úti að keyra.
Og segjum að
ég keyri á mann
og slasi hann.
Hann slasast
meira að segja
býsna alvarlega,
verður lengi að
ná sér, vinnu-
tap hans verður
umtalsvert og
líf hans fer allt
úr skorðum. Að
vonum er hann mér reiður fyrir að
hafa keyrt á sig og hann krefst þess af
hinu opinbera að ég verði umsvifa-
laust ákærður af þar til bærum yf-
irvöldum og dreginn fyrir dóm. Þar
eigi síðan að dæma mig í svo harða
refsingu sem verða má fyrir gáleys-
islegan akstur, sem valdið hafi hon-
um heilsutjóni, fjárhagstjóni og alls
konar miska.
Segjum nú enn fremur, að þótt ég
sé vissulega með böggum hildar yfir
að hafa keyrt á manninn, þá telji ég
sjálfan mig ekki endilega bera á því
mesta sök.
Ég eigi mér að minnsta kosti
mjög verulegar málsbætur.
BREMSURNAR ÓNÝTAR
Segjum til dæmis að sólin hafi skin-
ið í augun á mér við stýrið, það hafi
verið hálka og flugeldasýning í ná-
lægu húsi hafi skyndilega dregið at-
hygli mína frá veginum fram undan.
Segjum líka að ég hafi verið nýbú-
inn að kaupa bílinn af einum mikl-
um skálki, sem hafi hlunnfarið mig
illilega í viðskiptunum. Bíllinn hafi í
raun verið nánast óökufær, bensín-
gjöfin hafi fest niðri, en bremsurnar
hafi engar verið þegar á reyndi. Segj-
um að lokum að þessi þrjótur sem
seldi mér bílinn hafi beðið mig alveg
grandalausan að skutla sér bæjar-
leið, og hann hafi einmitt verið í far-
þegasætinu þegar ég keyrði á mann-
inn – og hann eigi ekki síðri þátt í
slysinu en ég við stýrið, því hann hafi
haldið uppi linnulausu þvaðri sem
truflaði mig stöðugt við aksturinn,
og þegar maðurinn birtist óforvar-
andis á götunni beint framan við bíl-
inn, eftir að hafa hlaupið fyrirvara-
laust af gangstéttinni, þá hafi þessi
skálkur meira að segja þrifið í stýrið
og reynt að taka af mér stjórnina, og
auk þess fálmað framan í mig í æs-
ingi og blindað mér sýn og eyðilagt
síðustu tilraun mína til að beygja
fram hjá manninum á götunni.
Enda þótt ég hafi vissulega ver-
ið við stýrið á þeim bíl sem lenti
á manninum og slasaði hann, þá
mundi ég sem sagt telja að sökin
væri alls ekki eingöngu mín – og í
raun mætti jafnvel deila um hvort ég
bæri á þessu hryggilega nokkra sök.
En sá slasaði lítur málið öðrum
augum. Hann vill að vonum fá bæt-
ur fyrir það mikla líkamstjón sem
hann varð fyrir, og lögreglumenn,
sem komu á slysstað, bera að öku-
maður bílsins sem keyrði á hann
hafi sýnt vítavert gáleysi á margan
hátt. Og starfsmenn ákæruvalds-
ins setjast á rökstóla til að úrskurða
hvort ákæra eigi mig fyrir hið stór-
fellda gáleysi.
Og hvað á ég þá að gera? Ég
harma slysið en tel mig frómt frá sagt
ekki bera á því meginsökina. Í fljótu
bragði koma þá tvær leiðir til mála.
Í fyrsta lagi gæti ég einfaldlega
fagnað því að málið fari fyrir dóm.
Ég mun þá halda uppi skeleggum
vörnum fyrir sjálfan mig, fá lög-
mann minn til að leiða fram vitni
um stórkostlega glannalegt fram-
ferði skálksins í farþegasætinu, sem
auk þess hafi selt mér bílinn nær
ónýtan – og ég mun vitna um sólina
í augum mér, og hálkuna á götunni,
og allt það annað sem ég get talið
fram mér til málsbóta. En ég viður-
kenni um leið að það sé ekki óeðli-
legt að ég sé dreginn fyrir dóm – ég
var sannanlega undir stýri, og þarna
er stórslasaður maður; það er eðli-
legt að ég þurfi að standa fyrir máli
mínu, og það skal ég líka glaður
gera, en verjast af fullri hörku.
ALLIR VINIR MÍNIR
Á hinn bóginn gæti ég reynt að fara
aðra leið. Ég gæti slegið upp tjöld-
um á skrifstofu ákæruvaldsins og
haldið þaðan uppi skeleggum mál-
flutningi og öflugum vörnum, sem
ættu að sýna fram á að ég bæri
svo litla eða enga sök á slysinu, að
það væri hreinasta mannréttinda-
brot bara það eitt að draga mig fyr-
ir dóm. Ég gæti fengið alla vini mína
til að ganga líka á fund starfsmanna
ákæruvaldsins og votta um hvað ég
sé góður maður, fyrirtaks bílstjóri og
vammlaust lamb í hvívetna. Ég gæti
haldið sérstaka fundi með sumum
starfsmönnum ákæruvaldsins þar
sem ég bæri í bætifláka fyrir mig, og
krefðist þess að allar hugmyndir um
málsókn gegn mér yrðu lagðar á hill-
una. Ég gæti bent á að lögin sem ég
yrði hugsanlega ákærður fyrir væru
komin nokkuð til ára sinna, og tækju
til dæmis alls ekki tillit til þess að slys
gætu hlotist af skyndilegri flugelda-
sýningu á víðavangi. Og ég gæti hót-
að með mannréttindadómstólum ef
menn ákæruvaldsins þráuðust enn
við að ákæra mig.
En ef ég keyrði á mann og stæði
síðan frammi fyrir þessum tveimur
leiðum, þá vona ég að guð gefi að ég
hefði hugrekki til að velja þá fyrri, og
standa fyrir máli mínu. Verjast fyr-
ir dómi, ekki á skrifstofum ákæru-
valdsins.
Þessi saga er að sjálfsögðu lík-
ingamál yfir hlutskipti þeirra fjög-
urra ráðherra sem nú standa and-
spænis mögulegum ákærum vegna
Davíðshrunsins. Hrunið og ákeyrsla
á bíl eru auðvitað ekki sambærileg,
en ég vona að líkingamálið sé not-
hæft. Að mörgu leyti er sú afstaða
ráðherranna (og stuðningsmanna
þeirra) mjög skiljanleg að berjast
með kjafti og klóm gegn því að þau
fari fyrir landsdóm. Auðvitað er það
í sjálfu sér áfellisdómur yfir einum
ráðherra að vera leiddur fyrir dóm,
sakaður um stórfellt gáleysi í starfi
og hvers konar glapræði. En þegar
það er niðurstaða meirihluta þing-
mannanefndar, sem skipuð var ein-
mitt til að taka slíka ákvörðun, þá
finnst mér að vel athuguðu máli að
hinir fyrrum ráðherrar ættu bara að
sætta sig við það. Og hugsa um að
verjast ákærunum, ekki reyna að
koma í veg fyrir ákærurnar sjálfar.
HETJULEGRA OG HREINLEGRA
Ég heyrði til dæmis alveg prýðilega
ræðu á Alþingi þar sem Árni Páll
Árnason rakti mjög skilmerkilega af
hverju ekki bæri að taka mark á vitn-
isburði Davíðs Oddssonar um nokk-
urn hlut sem lýtur að bankahrun-
inu sem kennt er við hann sjálfan.
Málflutningur Árna Páls var mjög
sannfærandi, en mér þótti það líka
sannfærandi sem Þráinn Bertels-
son sagði í ræðustól næstur á eft-
ir honum, að þessi ræða hefði sómt
sér vel sem varnarræða fyrir dómi
– og af hverju þá ekki bara að flytja
hana þar, í stað þess að streitast gegn
landsdómnum sjálfum? Mér finnst
satt að segja miklu hetjulegra (og
hreinlegra) af ráðherrum ef þeim
tekst að fá sig sýknaða fyrir lands-
dómi, heldur en ef ákærur gegn
þeim lyppast einhvern veginn nið-
ur í málþófi og flokkspólitísku karpi
á Alþingi. Þá mun alltaf fylgja þeim
einhver óútkljáður óþefur – „æ, þau
sluppu af því Alþingi leystist upp í
þref og karp og vitleysu“ í stað þess
að sagt verði: „Þau tóku ákærunum
djarflega og vörðu sig af kappsemi.“
Það má deila um landsdóm eins
og flest annað sem að hruninu lýtur.
Og eins og ég hef sagt áður, þá er það
vissulega ekkert minna en svívirða
ef þessir fjórir ráðherrar verða einir
dregnir til ábyrgðar en Davíð, Hall-
dór og kompaní sleppa með öllu.
Og allir aðrir nema þau fjögur. Mér
finnst raunar að sumir þingmenn
og fyrrverandi og jafnvel núverandi
ráðherrar mættu vel íhuga að biðja
sjálfir um að fá að verjast fyrir lands-
dómi, og sýna með því félögum sín-
um samstöðu – rétt eins og fjöldi
manns hefur boðist til að sæta sömu
ákærum og níumenningarnir, sem
sakaðir eru um hina fráleitu „árás
á Alþingi“. Því auðvitað bera þessi
fjögur engan veginn ein sök á óför-
unum.
En hvaða málsbætur sem ráð-
herrarnir fjórir eiga sér, þá verður
því ekki á móti mælt að einmitt þeir
voru við stýrið þegar bíllinn keyrði á
íslensku þjóðina.
Innan nokkurra daga flyt ég inn í mína fyrstu íbúð. Alltof löngum tíma á hinu víðfræga
Hótel Mamma er loks lok-
ið og spenningurinn eðli-
lega mikill. Ég fór alla leið
með dæmið og keypti mér
íbúð miðsvæðis í Reykja-
víkurborg, íbúð sem ég er
gífurlega sáttur við. Síðustu
vikur hafa verið undirlagð-
ar hugsunum um hvað eigi
að kaupa inn og hvernig eigi
að gera og græja fyrsta heimilið sem
ég rek sjálfur. Eitt er þó morgunljóst
og það er að það þýðir ekki að vera
unglingur í hugsun lengur og gera
það sem maður vill, þegar mann
langar og kaupa það sem maður vill,
þegar að mann langar.
Ég veit ekki hvort það eru íbúðarkaupin en mér finnst ég hafa verið að þroskast að undanförnu. Maður var ein-
hvern veginn svona Pétur Pan, vildi
ekki eldast því það er einfaldlega of
gaman að þurfa ekki að spá í of mik-
ið. En allt tekur það enda og nú virð-
ist komið að þeirri stundu hjá mér.
Margir klukkutímar við að skoða
heimasíður með húsgögnum og
ræða við móður mína um mismun-
andi ljósaskermi hafa kannski dregið
fram eitthvað fullorðins í manni, ég
veit það ekki.
Það er rosalega sérstakt að skipta út netrúntinum: fotbolti.net, mbl.is/sport og visir.is/section/idrott-
ir, yfir í ikea.is, rumfatalagerinn.is
og ilva.is. Svo er maður farinn að
stökkva á hina og þessa bæklinga
sem fljúga inn um lúguna. Bæk-
linga sem flugu í tunnuna jafnóð-
um og þeir snertu gólfið. Fyrir
um mánuði kom glæsileg-
ur Ikea-bæklingur inn um
dyrnar. Ég tók hann inn í
herbergi, slökkti á hand-
boltaleiknum sem ég var
að horfa á á Eurosport
og byrjaði að merkja við
það sem ég gæti hugsað
mér að kaupa.
Gott fólk. Ég slökkti á handbolta-leik til að
merkja við hluti í hús-
gagnabæklingi. Þetta
hljómar kannski ekki
stórvægilegt en þá
mun eflaust reka í rog-
astans, sem þekkja
mig. Ef ég á að setja
einhver viðmið um
hversu mikið ég horfi
á af íþróttum þá hef
ég séð ríflega eitt
hund rað íslenska
knattspyrnuleiki frá
því í byrjun árs þeg-
ar Reykjavíkurmótið byrj-
aði, bæði farið á völlinn og
séð í sjónvarpi. Að slökkva
á gæðahandboltaleik til að
merkja við hluti í Ikea-bæk-
lingi og segja hluti eins og
„smart“ og „gæti sómt sér
vel þarna“ er stórmál.
Svo eru það þess-ir litlu hlutir varð-andi þroskann. Mér finnst tónlistars-
mekkurinn vera að þrosk-
ast yfir í eitthvað dæmi sem ég
hefði aldrei hlustað á fyrir nokkrum
árum. Ég gríp mig stundum glóð-
volgan við að drífa mig að skipta yfir
á Stöð 2 klukkan 18.30 til að missa
ekki af fréttayfirlitinu og fussa svo
yfir því sem boðið er upp á. Ekki
ólíkt því sem foreldrar mínir hafa
gert í hundrað ár. Svo náði þrosk-
inn hámarki um helgina þegar ég
drakk hvítvín með matnum á loka-
hófi knattspyrnufélags míns. Vín er
eitthvað sem ég hef fussað og svei-
að yfir í mörg ár, segjandi það við-
bjóð. En ég ákvað að prófa smá sopa
og viti menn, þetta var hreint ágætt.
Þetta eru allt voðalega litlir hlutir en margt smátt verð-ur að stóru, sérstaklega þegar maður er búinn að
henda fötunum sínum á gólfið og
sofa á daginn í tuttugu og
fimm ár. Auðvitað verða
menn einhvern tímann
að þroskast en það er al-
gjört ofmat að það þurfi
að vera eitthvað snemma.
Menn eru ekkert sendir út
á akrana til að plægja þeg-
ar þeir eru tólf ára lengur.
Allavega ekki í Reykjavík.
Margir taka líka lífið of al-
varlega finnst mér. Það er
líka mikilvægt að reyna
að halda í unglinginn í
sér eins lengi og hægt
er.
En brátt verð ég húseig-andinn, eða íbúðareig-
andi réttara sagt. Þarf
að fara á húsfundi og
kjósa um hvort ein-
hver megi mála sval-
irnar sínar appelsínu-
gular eða hvað sem er
nú gert á þeim bless-
uðu fundum. Þetta er
örlítið ógnvekjandi
verð ég að viðurkenna
en ógeðslega spenn-
andi. Ég held að málið
sé bara að skála í hvít-
víni þegar ég verð end-
anlega fluttur inn. Hús-
eigandi með hvítvín í
hendi. Það er þroskað-
ur gaur.
HÚSEIGANDINN
OG HVÍTVÍNIÐ
Keyrt á þjóðina
TRÉSMIÐJA
ILLUGI
JÖKULSSON
rithöfundur skrifar
HELGARPISTILL
TÓMAS ÞÓR
ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar
Illugi Jökulsson reynir að ímynda sér hvort hann myndi
reyna að sleppa við ákærur ef hann keyrði á mann af gáleysi
en teldi sig hafa ýmsar málsbætur.
Segjum til dæm-is að sólin hafi
skinið í augun á mér við
stýrið, það hafi verið
hálka og flugeldasýn-
ing í nálægu húsi hafi
skyndilega dregið at-
hygli mína frá veginum
fram undan.