Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 33
FÖSTUDAGUR 24. september 2010 VIÐTAL 33 Umhverfi, auðlindapólitík og kvenfrels-ismál ráku Atla Gíslason út í póli tík. Hann var fyrst kjörinn á þing vorið 2007 fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í Suðurkjördæmi. Nú stendur hann í eldlínunni sem formaður 9 manna þingmanna- nefndar sem nær allt þetta ár hefur haft það verkefni að móta viðbrögð þingsins við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrun- ið, ægilegasta fjármálaáfall lýðveldissögunn- ar. Hann er stoltur af því að hafa náð afgerandi samstöðu fulltrúa allra flokka innan nefndar- innar um þingsályktun sem felur í sér fyrirheit um víðtækar þjóðfélagslegar umbætur og breytt vinnubrögð. Fjölmiðlar hafa þó einkum beint sjónum sín- um að tillögum um að sækja skuli til saka þrjá til fjóra ráðherra sem voru við stjórnvölinn í að- draganda bankahrunsins haustið 2008. Aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur lögum um ráð- herraábyrgð verið beitt eða landsdómur kallað- ur saman til að rétta yfir ráðherrum fyrir meinta vanrækslu, gáleysi eða afglöp í embætti. HEIÐUR ÞINGSINS AÐ VEÐI Atli er vinnusamur og stundaði margvísleg lög- mannsstörf frá því hann lauk lögfræðiprófi 1974 og framhaldsnámi 1979. Blaðamaður heimsæk- ir Atla inn í Langagerði þar sem hann býr í ein- býlishúsi, steinsnar frá æskustöðvum hans við Sogaveg. „Ég vann mikið en eftir að ég var kjörinn á þing vorið 2007 finnst mér stundum að ég hafi farið úr öskunni í eldinn. Annríkið er mikið í þingmennskunni og ég tek þetta alvarlega,“ seg- ir Atli sem sat í þingsal og hlustað nær allan tím- ann frá því þingsályktunartillögur þingmanna- nefndarinnar voru settar á dagskrá þingsins. „Það er afar þýðingarmikið að Alþingi afgreiði þingsályktunartillögurnar á yfirstandandi haustþingi. Ég lít svo á að heiður og sómi þess sé að veði. Verði þetta ekki afgreitt lít ég svo á að þingið hafi brugðist skyldum sínum gagnvart þjóðinni og að það ætti þá að endurnýja umboð sitt frá kjósendum með þingkosningum.“ Frá því Atli tók að sér formennsku í þing- mannanefndinni vissi hann mætavel að ekki yrði auðvelt verk að ná samstöðu um alla hluti innan hennar. Skipan í nefndina fylgdi ekki heldur þingstyrk flokkanna; allir fengu þeir tvo fulltrúa kjörna utan Hreyfingarinnar, sem fékk einn fulltrúa. Þannig voru stjórnarflokkarnir tveir, Samfylkingin og VG, raunverulega í minni- hluta. „Ég er stoltur af niðurstöðunni og vinnu nefndarinnar við erfiðar aðstæður. Við rifumst og urðum að sættast á málamiðlanir. Við ein- settum okkur að ná sameiginlegri niðurstöðu og það tókst. Við drógum saman allt efni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á 10 til 12 blaðsíð- um. Síðan settum við fram tillögur okkar eftir málaflokkum. Þetta er efni sem snýr að Alþingi, fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, eftirlits- stofnunum, siðferði og samfélagi. Upp úr þess- ari vinnu unnum við þingsályktunartillögur okkar.“ ÞAÐ SEM UPP ÚR STENDUR Blaðamaður vill beina athyglinni að umtalaðri og umdeildri málshöfðun gegn þremur til fjór- um ráðherrum vegna bankahrunsins. Þar eru 63 kjörnir þingmenn skyndilega komnir í hlutverk saksóknara; beri þingið sakir á nafngreinda ráð- herra er eins gott að brot þeirra séu vel rannsök- uð og vel skilgreind þegar þau verða heimfærð upp á ákvæði laga um ráðherraábyrgð. „Þú hleypur eins og aðrir blaða- og frétta- menn eftir því sem fjölmiðlum finnst vera safa- ríkast,“ segir Atli og vill enn um stund víkja að öðrum niðurstöðum nefndarinnar sem hann telur mikilvægastar fyrir framtíð þjóðarinn- ar. „Meginhlutverk okkar var að leggja mat á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og það gerðum við. Ég ætla ekki að segja að ákærur á hendur ráðherrum séu aukaafurð en sá þáttur málsins er samt ekki helsta eða þýðingarmesta viðfangsefni nefndarinnar. Við náðum þverpóli- tískri samstöðu um niðurstöður okkar og það er afar þýðingarmikið fyrir íslensk stjórnmál og fyrir framtíðina. Ekki síst á þetta við um það að lagt er til að sett verði á fót eftirlitsnefnd á vegum Alþingis sem hefði það hlutverk að fylgja eftir þeim tillögum sem vonandi verða samþykktar. Í framtíðinni verður þetta það sem upp úr stend- ur en ekki hvort ráðherrar verði sóttir til saka á grundvelli gildandi laga um ráðherraábyrgð.“ ALLT ER VEL ÍGRUNDAÐ „Menn hafa gert mikið úr átökunum um þings- ályktunartillögurnar um málshöfðunina gegn ráðherrum. En er það nokkuð svo að allt leiki á reiðiskjálfi? Umræður stóðu um þessar tillögur í tvo daga á Alþingi í vikunni. Umræðan var mál- efnaleg með fáeinum undantekningum, bein- skeytt og málþóf var ekkert. Það lá alltaf ljóst fyrir að við áttum að taka afstöðu til saksóknar gegn ráðherrum á grundvelli laga um ráðherraábyrgð og landsdóm. Allt hvílir þetta á ákvæðum stjórn- arskrárinnar og lá kristaltært fyrir frá upphafi. Fyrstu mánuði ársins fórum við afar ítarlega og faglega yfir öll réttarfarsatriðin, öll refsiskilyrð- in og öll vafaatriði sem núna hefur verið varpað fram í umræðunni, bárum þetta undir sérfræð- inga og veltum við hverjum steini. Þessi vinna, bæði við gerð skýrslunnar og síðan eftir að málið kom fyrir Alþingi hefur sannfært mig um að ég sé að breyta rétt. Ég vann þetta faglega og heið- arlega og gerði mér sérstakt far um að útiloka alla flokkspólitík úr minni hugsun. Ég er ekki í neinum leiðangri til að koma fram hefndum. Þvert á móti. Um þetta gilda landslög. Ég hef 30 ára reynslu sem lögmaður og hef fengist við erf- ið mál. Snemma á tíunda áratugnum fékkst ég meðal annars við mjög erfið efnahagsbrot. Ég hef unnið við rannsóknir á skattalagabrotum og margt fleira þannig að ég lít svo á að niðurstaða okkar sé vel ígrunduð í lögfræðilegu tilliti.“ ÓMAKLEG GAGNRÝNI Það orð hefur farið af Atla og fáeinum öðrum þingmönnum VG að þeir séu órólegir og rekist illa í hjörð. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra líkti sambúðinni á stjórnarheimilinu við að smala köttum sem frægt varð. En nú bregður svo við þegar kemur að saksókn gegn ráðherr- um að þingflokkur Samfylkingarinnar riðlast. Þar sýnist sitt hverjum og Jóhanna skaut flestum að óvörum föstum skotum að nefndinni, sem sumir hafa nefnt Atlanefndina, honum sjálfum til nokkurrar armæðu. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir samfylkingar- menn. Þau standa mörg afar nærri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðssyni, fyrrverandi ráðherrum úr röðum þeirra sem nú gætu sætt ákæru að lögum um ráðherraábyrgð. Ræða Jóhönnu síðdegis síðastliðinn þriðjudag var ómakleg og kom mér í opna skjöldu. Á köfl- um var ræða hennar ekki málefnaleg að því er varðar nefndina sjálfa, verklag hennar og niður- stöður. Ræða Jóhönnu var sérstaklega ómakleg gagnvart fulltrúum Samfylkingarinnar í nefnd- inni. Hún var einnig ómakleg gagnvart þeim sérfræðingum sem störfuðu fyrir þingmanna- nefndina. Fyrir utan þetta fannst mér ræða hennar lýsa ákveðnu óraunsæi, til dæmis að unnt væri að ráðast í breytingar á lagaramma milli fyrri og síðari umræðu um málið innan þingsins. Í ræðu sinni fannst mér Jóhanna lýsa vanþekkingu hreint út sagt, sem benti til þess að hún hefði ekki kynnt sér nægilega vel ítarlega 25 blaðsíðna greinargerð sem fylgdi þingsályktun- artillögunum. Þar er öllum þeim spurningum og álitamálum, sem forsætisráðherra spurði um og hafði efasemdir um, svarað.“ HVAÐ MEINAR JÓHANNA? „Við vorum búin að velta við hverjum einasta steini, ekki bara einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar eða fjórum sinnum. Við þekktum all- ar röksemdirnar. Við höfum farið yfir allar þær röksemdir sem þingmenn hafa farið yfir í ræð- um sínum. Ekki eitt einasta atriði kom okkur á óvart. Frá mínum bæjardyrum séð kom ekkert nýtt fram í umræðunni. Ekkert. Það er marg- sinnis búið að fara yfir þetta allt saman. Ég get til dæmis nefnt að í störfum nefndarinnar fórum við ítarlega yfir Tamílamálið þar sem danskur ráðherra var dæmdur á sínum tíma. Jóhanna notaði einmitt það mál til þess að véfengja störf nefndarinnar. Við fengum ítarlega skýrslu um Tamílamálið. Það vildi okkur til happs, segi ég, að það urðu tafir á að rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni fyrr á árinu. Við erum senni- lega þau einu sem höfðum beinan hag af töf á birtingu skýrslunnar til 12. apríl síðastliðins. Þar með gafst okkur tækifæri, áður en skýrslan kom út, til þess að ræða öll réttarfarsatriðin, ræða öll refsiskilyrðin og tæma þá umræðu. Hvað skyldi það nú merkja nákvæmlega þegar Jóhanna seg- ir að yfirgnæfandi líkur séu á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði sýknuð í landsdómi? Er hún þá að segja að sjö af níu nefndarmönnum séu að fara fram með rangar sakargiftir á hendur Ingibjörgu Sólrúnu? Það eitt og sér getur verið refsivert.“ RÉTTLÁT MÁLSMEÐFERÐ FYRIR DÓMI! Fram hefur komið að nær öllum málum sem fara fyrir dóm lýkur með sakfellingu, eða yfir 90 prósentum mála hér á landi. Þetta hefur orðið mönnum tilefni til að ætla að of fá mál fari fyr- ir dómstóla þar sem vafi ríkir um sekt eða sak- leysi. Atli túlkar málið ekki á þann veg. „Má ekki alveg eins halda því fram að þetta beri vott um að ákæruvaldið vinni vel sína vinnu? Það ákæri ekki fyrr en líkur eru orðnar miklar á sakfell- ingu? En stundum þurfa mál að fara fyrir dóm til þess einfaldlega að skera úr um lögfræðilegan vafa. En grundvallaratriðið er það að ákærand- inn fer ekki af stað nema hann telji með fagleg- um rökum að það sem fram sé komið í málinu nægi til sakfellis. Menn fara varlega í þessum efnum og það tel ég að þingmannanefndin hafi gert að því er varðar ákærur á hendur ráðherr- unum. Reyndar hafa menn í meginatriðum ver- ið að velta sér upp úr formsatriðum varðandi þetta mál. Ég neita því ekki að þau eru giska mikilvæg. En þar hefur málsvörn eða málflutn- ingur sjálfstæðismanna legið. Það eru að vísu frávik frá því því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir telur að það sem fram er komið efnislega nægi ekki til þess að sakfella ráðherrana. Þau sjón- armið skil ég vel. Við urðum að vinna í þessum lagaramma, skoða hvort hann fullnægði ákvæð- um 70. greinar stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð. Það er merkilegt við þá grein að þar er talað um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, ekki fyrir lögreglu og ekki fyrir þingi. Meginat- riðið er einmitt það að sönnunarfærslan, bæði í einkamálum og opinberum málum, fer fram fyrir dómi. Þar verður að tryggja réttindin. Verði þingsályktun um málshöfðun á hendur ráðherr- unum samþykkt, þá fer sönnunarfærslan fram hjá sérstökum saksóknara þingsins, meðal ann- ars dómprófanir.“ ÁBYRGÐ ÞINGMANNA Vill Atli gerast spámaður um framhald málsins? „Ég held tæpast að þetta mál komi til atkvæða fyrr en á miðvikudag í næstu viku. Núna ligg- ur þetta allt á þeim sem eru annarrar skoðunar en ég, þeim sem ekki vilja ákæra. Það á við um sjálfstæðismenn. Ég veit ekki með samfylkingar- þingmenn, en það gladdi mig að þeir voru nær einhuga um að vísa þessu til þingmannanefnd- arinnar. Þeir sem eru á móti þessu geta kom- ið í veg fyrir atkvæðagreiðslu með málþófi. Við minnumst umræðunnar um stjórnarskrárbreyt- ingarnar vorið 2009. Fluttar voru 700 ræður. Ef þetta mál verður málþófi að bráð, þá bregðumst við þjóðinni. Þetta mál verður að afgreiða á þessu þingi. Þjóðin á það skilið og virðing Alþingis er í húfi þannig að þetta verður að afgreiða. Það er erfitt og nær útilokað að beita meirihlutavaldi til að hindra málþóf. Nú reynir á þá sem leggj- ast gegn tillögunni að taka hana til efnislegr- ar umfjöllunar. Ég er ekki að biðja menn um að styðja tillöguna. En vinnuhópurinn um sið- ferði hjá rannsóknarnefnd Alþingis lagði próf- raun fyrir Alþingi og þingmannanefndina. Við höfum staðist það próf enn sem komið er í um- ræðunni um tillögur þingmannanefndarinnar. Vinnuhópurinn gagnrýndi íslensk klækjastjórn- mál og vonda umræðumenningu þingsins. Ég vona að þessu ljúki á fyrstu dögum vikunnar því annars er virðing Alþingis í húfi. Þá standa þing- menn ekki undir ábyrgð sinni. Og það er af þeim sökum sem ég segi að við slíkar aðstæður ætti að boða til þingkosninga og þingheimur ætti að endurnýja umboð sitt frá kjósendum. Það hef- ur ekkert með stjórnarslit að gera. Takist ekki að afgreiða þetta mál með atkvæðagreiðslu fellur Atli Gíslason hefur staðið í eldlínunni eftir að þingmannanefnd sem hann stýrði lagði til að þrír til fjórir ráð- herrar yrðu saksóttir. Þegar fram líða stundir verður samstaða nefndarinnar um tillögur að bættu samfélagi mikilvægasta framlag nefndarinnar að mati hans. Í samtali við Jóhann Hauksson segir Atli að engar nýjar röksemdir hafi komið fram um málshöfðun á hendur ráðherrunum sem ekki hafi verið farið gaumgæfilega yfir. Hann sakar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um ómaklega gagnrýni og vanþekkingu. FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Þetta hyski - ég segi það bara – þetta hyski sem stýrði bönkunum var orðið ráðandi í þessu stig- veldi karlmennskunn- ar og hafði undirtökin meira að segja í sam- skiptum við stjórnvöld. „Er hún (Jóhanna Sigurðardóttir) þá að segja að sjö af níu nefndarmönnum séu að fara fram með rangar sakargiftir á hendur Ingibjörgu Sólrúnu? Það eitt og sér getur verið refsivert.” MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.