Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Side 36
36 viðtal 24. september 2010 föstudagur N ú er allt á uppleið. Ég á mína góðu og slæmu daga en þetta er allt að koma. Ég er farin að geta gengið um þótt þrekið sé lítið og púlsinn styrkist með hverjum deginum. Auðvitað getur allt gerst og ég fer í sýnatöku í hverri viku en ég er bjartsýn,“ segir Pálfríður Sigurðardóttir sem fékk nýtt hjarta í sumar. Pálfríður á langa veikindasögu að baki en hún var aðeins 29 ára og nýbökuð móðir þegar hún fékk vírus í hjartað fyrir tíu árum. Læknar hafa enga út- skýringu á veikindunum en ástand Pálfríð- ar versnaði stöðugt og var undir það síðasta orðið svo slæmt að hún gat varla farið á sal- ernið án hjálpar. Heilsunni hrakaði stöðugt Það voru því miklar gleðifréttir þegar Pálfríð- ur fékk símtal í vor um að hjarta hefði fund- ist. Þá hafði hún dvalið meira og minna á sjúkrahúsi frá jólum og var send til Svíþjóð- ar í skyndi þar sem hún gekkst undir skipt- in. „Ég var orðin svo léleg undir það síðasta. Hjartað mitt var komið á síðasta snúning og var orðið risastórt og blóðflæðið aðeins um 15 prósent af því sem eðlilegt getur talist. Ég átti að fara til Danmerkur í hjartaskipti fyrir tveimur árum en þótti ekki nógu veik. Þá átti ég nokkra góða mánuði en fékk svo flensu um jólin og fór versnandi eftir það og fór á biðlista núna í maí. Svo versnaði mér í júní og var sett í forgang og fékk símtal- ið þann 17. Þá var brunað út í sjúkraflugvél og aðgerðin framkvæmd um morguninn. Mér létti rosalega við að fá símtalið en við- urkenni að ég kveið líka fyrir en það var gott að sjá eitthvað ljós framundan því heilsunni hrakaði stöðugt,“ segir Pálfríður og bætir við að aðgerðin sjálf hafi gengið vel. Hins vegar hafi hún safnað miklum vökva eftir aðgerð- ina auk þess sem hægri hluti hjartans tók að stækka og leka fór fram hjá lokum. „Ég fékk lyf og utanáliggjandi gangráð, eins og flestir sem fara í svona aðgerð. Það kemur svo í ljós hvort ég þurfi á gangráð að halda eða ekki,“ segir Pálfríður sem þyngdist um 13 kíló af vökva eftir aðgerðina. Hún hefur nú lést aft- ur og er loksins komin af gjörgæsludeild þar sem hún hefur dvalið síðustu vikurnar. Syst- ir hennar dvaldi hjá henni fyrstu vikurnar en hefur nú farið heim svo Pálfríður er ein á sjúkrahúsinu. Saknar sonarins Sonur Pálfríðar, Sigurður, dvelur hjá ömmu sinni í sveitinni á Íslandi. „Það er erfitt að vera svona langt frá honum og ég sakna hans alveg ofsalega en ég heyri í honum á hverjum degi. Ég hef aldrei áður verið svona lengi í burtu frá honum svo þetta hefur verið erfitt. Núna er ég búin að vera hér í fimm vikur og þar af í þrjár og hálfa viku á gjörgæslu. Hann er hjá ömmu sinni og gengur í gamla skólann minn og líkar það vel. Hann er heppinn að eiga svona góða ömmu. Hann er ótrúlegur greyið litla og hefur verið alveg yndislegur en auðvitað hefur hann áhyggjur af mömmu sinni. Þegar ég sagði hon- um að ég væri farin að ganga um hoppaði hann hæð sína af kæti.“ Þrjóskaðist lengi við Pálfríður veit ekkert um hjartagjafann en hugsar hlýlega til hans. „Ég hef enga hugmynd um hvaðan hjartað kemur en er afskaplega þakklát gjafanum og fjölskyldu hans. Þetta er ótrúlega gott og góðhjartað fólk. Ég vildi að fleiri myndu ganga með líffæragjafakort og veit að ég myndi hiklaust gera það sjálf ef ég gæti. Þú þarft ekki á þessu að halda þegar þú ferð svo það er um að gera að bjarga lífi ann- arrar manneskju ef þú getur,“ segir Pálfríður sem tekst á við veikindi sín með æðruleysi. „Ég var kannski reið fyrst þegar ég greindist og hundsaði veikindin þar til verkirnir voru orðn- ir svo slæmir að ég gat varla gengið án þess að mæðast. Ég þrjóskaðist lengi við að fara til læknis en hlýddi fjölskyldunni á endanum og var þá send beint upp á spítala. Í dag lít ég á veikindi mín sem hverja aðra vinnu og eftir allt það sem á undan hefur gengið kann ég betur að meta lífið. Ég hugsa öðruvísi fyrir vikið og met fjölskylduna og þetta líf meira. Það er yndilegt að fá að vera til.“ Þráir hversdagslíf Pálfríður veit ekki hvenær hún kemst heim til Íslands en býst við að það verði á næstu vikum. „Það er eiginlega ómögu- legt að segja en ef allt gengur vel þá verð ég kannski komin heim fyrir 11 ára afmæli son- arins en það fer eftir sýnatökunum. Ég er með nýrnalyf í æð og er enn tengd í tæki og tól og hef ekki enn farið út að ganga og hef þurft að láta mér gangana hér á sjúkrahúsinu nægja. Eftir að heim verður komið tekur svo við end- urhæfing á Reykjalundi í ákveðinn tíma og ég býst ekki við að komast út á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi eftir ár,“ segir hún og bæt- ir við að fyrsta árið eftir svona stóra aðgerð sé erfiðast því þá sé sýkingarhættan mest. „Það verður æðislegt að geta farið aftur að vinna. Mig langar mest eðlilegt í hversdagslíf.“ Hlakka til að fara á hestbak Veikindin hafa sett stórt strik í fjármál Pálfríð- ar sem er einstæð móðir og öryrki. Hún hafði haft 25–30 prósent starfsgetu síðustu árin en var komin í undir 15 prósent undir það síðasta. Hún er bjartsýn á framtíðina og segir læknana ánægða með framfarirnar. „Ég ætla mér að ná mér af þessu. Síðasta ár hefur verið erfitt en ég gefst aldrei upp. Sonur minn heldur mér gang- andi og það skiptir ekki málið hverju ég þarf að mæta. Ég er sterkari en ég hefði einhvern tímann trúað og miklu þolinmóðari enda þarf mikla þolinmæði í svona ferli. Ég viðurkenni að ég varð hrædd á tímabili en læknarnir hér eru frábærir og passa mann ofsalega vel. Ég get bara ekki beðið eftir að geta gert allt það sem ég hef ekki getað síðustu tíu árin. Ég ætla mér að fara á hestbak en ég var alltaf á hest- baki þegar ég var lítil og eins hlakka ég til að fara út að ganga og hlaupa og hvað þá að leika við strákinn og spila við hann fótbolta.“ Þeir sem vilja styrkja Pálfríði er bent á reikning 0326-13-007171 og kt. 281071-5649. indiana@dv.is Pálfríður Sigurð- ardóttir fékk vírus í hjartað þegar hún var aðeins 29 ára og nýbökuð móðir. Í sumar fékk hún nýtt hjarta í svíþjóð og eftir nokkur erfið bakslög horfir hún nú björtum augum til framtíðarinnar og vonast til að komast heim til Íslands fyrir 11 ára afmæli sonarins. Pálfríður er einstæð móðir og hafa veikindin sett stórt strik í fjármál fjölskyldunnar. Ég hef enga hugmynd um hvaðan hjartað kemur en er afskaplega þakk- lát gjafanum og fjölskyldu hans. Þetta er ótrúlega gott og góðhjartað fólk. Sonur minn heldur mér gangandi Saknar SonarinS Pálfríður veiktist þegar sonur hennar var eins árs. Hún segir að hann sé ótrúlega duglegur en að hann hafi auðvitað áhyggjur af mömmu. Þakklát fjölSkyldu gjafanS Pálfríður segist hafa fundið fyrir létti og kvíða þegar hún fékk símtalið um að hjarta væri fundið. Hún veit ekkert hvaðan hjartað kemur en er þakklát gjafanum og hans fjölskyldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.