Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Page 44
Sýknaður Sekur Líkamshluti sem fannst í kofforti á brautarstöðinni í Brighton á Englandi varð til þess að lögreglan fann lík horfinnar konu í ferðakofforti í íbúð í grennd við brautarstöðina. Violette Kaye var myrt í íbúð sinni í Brighton á Englandi 10. maí 1934. Það ár var Violette 42 ára og hafði dregið fram lífið á dansi og vændi og hafði mik- il drykkja og eiturlyfjaneysla sett mark sitt á hana. Violette bjó með smáglæpamanni að nafni Toni Mancini sem einnig starfaði sem þjónn og útkastari en hafði fengið dóma fyr- ir þjófnaði og ýmislegt fleira. En Toni Man- cini var ekki allur þar sem hann var séður því hans rétta nafn var Cecil Lois England en hann gekk einnig undir nöfnunum Jack Not- yre, Tony English og Hyman Gold. Samband Tonis og Violette var storma- samt og þann 10. maí deildu þau harkalega á Skylark-kaffihúsinu þar sem Toni starfaði. Ástæða rifrildis skötuhjúanna var gengil- beina á táningsaldri, Elizabeth Atrell, en Vi- olette, sem var kófdrukkin, sakaði Toni um að vera í meira vinfengi við en góðu hófi gegndi. Violette sást ekki á lífi eftir þetta. Toni spinnur lygasögu Toni Mancini sagði vinum og vandamönn- um, sem rétt var, að hann og Violette hefðu rifist heiftarlega og að hún hefði í kjölfar- ið pakkað saman sínu hafurtaski og farið til Parísar til að vinna. Systir Violette fékk meira að segja símskeyti þar sem sagði að Violette hefði fengið nýjan starfa erlendis. Raunin var sú að Toni hafði gefið Eliza- beth eitthvað af fatnaði og eigum Violette og troðið líki Vio lette í stórt ferðakoffort sem hann hafði síðan tekið með sér í nýtt íbúð- arhúsnæði nærri brautarstöðinni í Brighton. Koffortinu stillti hann upp við fótagafl rúms síns, huldi það með teppi og notaði sem kaffiborð – þrátt fyrir óþefinn sem lagði frá því og vökvann sem seytlaði úr því. Toni leggur á flótta Fjarvera Violette Kaye hafði þó vakið grun- semdir ýmissa og áður en varði vaknaði áhugi lögreglunnar og Mancini var kallaður til yfirheyrslu. Mancini leist ekki á blikuna og lagði á flótta í kjölfar yfirheyrslunnar. Í byrjun júní var einhverra hluta vegna komið með koffort í geymslu á brautarstöð- inni í Brighton, sem í reynd var ekki óvana- legt. En þann 17. júní vöknuðu grunsemd- ir starfsmanna þar um að ekki væri allt með felldu hvað koffortið varðaði og það var opn- að. Innihald þess var búkur kvenmanns á þrítugsaldri og í ljós kom að hún hafði ver- ið komin fimm mánuði á leið þegar hún var myrt. Næsta dag fundust fótleggirnir í far- angursgeymslunni á King‘s Cross-brautar- stöðinni í Lundúnum. Lögreglunni var þó ljóst að ekki var um Violette Kaye að ræða, en líkfundurinn varð þó til þess að lögreglan í Brighton hóf að leita í húsum í grennd við brautarstöðina í Brighton. Lögreglan rennur á lyktina Um mánuði síðar þegar lögreglan gekk hús úr húsi í grennd við brautarstöðina höfðu málarar samband við hana og kvörtuðu yfir yfirþyrmandi fnyk sem lagði frá íbúð einni í Kemp-stræti númer 52. Lögreglan braust inn í íbúðina þann 15. júlí og hnaut um koffortið inni í svefnher- bergi, opnaði það og líkamsleifar Violette komu í leitirnar. Tveimur dögum síðar lauk flótta Tonis Mancini þegar lögreglan í Lundúnum hafði hendur í hári hans í suðausturhluta borgar- innar. Meinafræðingur komst að því að Violette hafði fengið þungt högg á höfuðið og beðið við það bana. Síðar leiddi ákæruvaldið að því líkur að hamar sem fannst á fyrra heimili Violette og Tonis væri morðvopnið. „Ég varð skelfdur“ Réttarhöldin yfir Toni Mancini hófust 10. desember 1934 og stóðu yfir í fimm daga. Ákæruvaldið lagði áherslu á að Violette hefði verið myrt með höggi á höfuðið og útlit var fyrir að ákæruvaldið væri með unnið mál í höndunum. Rithandarsérfræðingur staðfesti að rithöndin á símskeytinu sem systir Viol- ette fékk væri sú sama og á matseðlunum sem Toni skrifaði á Skylark-kaffihúsinu. aLögfræðingur Tonis gerði starfa Violette – vændið – að þungamiðju varnarinnar og vakti máls á þeim möguleika að Violette hefði verið ráðinn bani af einhverjum viðskipta- vina hennar. Toni fullyrti að hann hefði kom- ið heim frá vinnu og komið að kærustunni látinni: „… hún lá á rúminu … rúmfötin voru blóði drifin … ég varð skelfdur.“ Vörnin kveikir vafa Meinafræðingur sem skoðaði lík Violette viðurkenndi að áverkar á höfði hennar gætu allt eins verið afleiðing falls og að manneskja undir áhrifum áfengis eða lyfja hefði getað fengið slíka áverka við að detta niður stiga. Lögfræðingur Tonis vakti athygli á því að í blóði Violette hefði fundist eitthvert magn morfíns og færði aukinheldur sönnur á að fatnaður sem ataður var blóði hefði verið keyptur eftir að dauða Violette bar að. Lögfræðingur Tonis klykkti út með því að spyrja hann af hverju hann hefði ekki haft samband við lögregluna þegar hann kom að kærustu sinni dáinni. Mancini svaraði: „Við lögregluna? Með minn feril?“ Eftir tvær klukkustundir og fimmtán mín- útur hafði kviðdómur komist að niðurstöðu um sakleysi Tonis Mancini. Viðurkenndi sekt Árið 1976, skömmu fyrir dauða sinn, viður- kenndi Toni Mancini í viðtali við News of the World að hann hefði ráðið Violette bana. Toni sagði að Violette hefði í einu rifrildinu ráðist á hann með hamri. Toni sagðist hafa náð af henni hamrinum og lamið hana í höf- uðið í hita leiksins. Hvað varðar líkamshlutana sem fundust í koffortum á brautarstöðinni í Brighton, sem urðu til þess að lögreglan framkvæmdi hús- leit í grennd við stöðina, og á King‘s Cross- brautarstöðinni í Lundúnum er ekki enn vit- að um hvaða konu var að ræða. 44 sakamál umsjón: koLbeinn þorsTeinsson kolbeinn@dv.is 24. september 2010 föstudagur Systir Violette fékk meira að segja sím- skeyti þar sem sagði að Viol- ette hefði fengið nýjan starfa erlendis. Toni Mancini Gerði hreint fyrir sínum dyrum skömmu fyrir andlátið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.