Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 61
föstudagur 24. september 2010 sviðsljós 61
Missti
lyklana
l eikkonan Kate Beckinsale gerði þau afdrifaríku mistök að missa bíllyklana þegar hún var á leið frá heimili sínu í vikunni. Það gaf papparössum auð-vitað kjörið tækifæri til að mynda á henni bak-
hlutann. Hún þarf þó ekkert að skammast sín fyrir hann
enda er Kate í svaðalegu formi þótt hún nálgist fertugt.
Hún hefur verið kjörin bæði heitasta mamma heims og
heitasta konan yfir þrítugt á árinu og er vel að því komin.
Nýlega fékk hún hlutverk í myndinni Contraband á móti
Mark Wahlberg en það er einmitt Hollywood-útgáfan af
myndinni Reykjavík-Rotterdam eftir Óskar Jónasson.
GuðdómleG Kate Beckinsale var valin
þynþokkafyllsta kona heims á árinu.
Leikur
morð-
ingja
Hayden Panettiere:
leikkonan sykursæta Hayden Panettiere sem varð fræg fyrir leik sinn í sjónvarpsþátta-röðinni Heroes mun leika Amöndu Knox í kvikmynd sem sjónvarpsstöðin Life time
ætlar að gera. Myndin sem er byggð á sannri sögu
fjallar um bandaríska stúlku sem var ákærð fyrir
að myrða herbergisfélaga sinn árið 2007 þegar
þær voru við nám á Ítalíu. Kærasti hennar,
Raffaele Sollecito, var einnig dæmdur fyrir
morð, nauðgun og fyrir að hindra fram-
gang réttvísinnar. Amanda situr nú af
sér 26 ára fangelsisdóm á Ítalíu en
myndin kemur út á næsta ári.
k vikmyndin Wall Street 2 var frumsýnd í New York í vik-unni en hún er framhald af hinni goðsagnakenndu Wall Street-mynd sem Michael Douglas og Charlie Sheen léku í. Douglas leikur einnig í þessari en í stað Sheens er Shia
LaBeouf mættur. Douglas mætti á frumsýninguna með glæsilegri
konu sinni, leikkonunni Catherine Zeta-Jones. Douglas lítur ekkert
sérstaklega út þessa dagana enda heyir hann hetjulega baráttu við
krabbamein. Hann er þó nokkuð sposkur að sjá enda sér Catherine
Zeta-Jones eflaust vel um sinn mann. Hjónabandi þeirra var ekki gef-
inn langur líftími þegar þau giftu sig en þau hafa nú verið gift í tíu ár.
sposkur á
rauða
dreglinum
frumsýning á Wall street:
Gamall Douglas
er ekki lengur korn-
ungur en konan
hans er 25 árum
yngri en hann.
Kate Beckinsale
er 37 ára ofur-
mamma:
dísæt Hayden Panettiere leikur
nema sem var dæmdur fyrir morð.
Vesturvör 30c, Sími 575-1500
Auðvitað máttu
borga meira.
Þó það nú væri!
En þá verðurðu bara
að fara annað.
Ferð á Kársnesið borgar sig!
www.kvikkfix.issko
ðaðu!