Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Page 2
2 fréttir 24. nóvember 2010 miðvikudagur Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, hvatti til þess á Alþingi í gær að Ríkisend- urskoðun og umboðsmaður Alþingis tækju Árbótarmálið upp. Þar væri um að ræða dæmalausa stjórnsýslu Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Hann hefði auk þess farið með rangt mál í svörum um Árbótarmálið á Al- þingi síðastliðinn mánudag. Stjórnar- þingmenn tóku einnig undir ákall um bætta stjórnsýslu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að innan embættisins sé málið til umræðu en engin ákvörðun hafi verið tekin. Embættið er sem kunn- ugt er sjálfstæð eftirlitsstofnun Al- þingis og heyrir ekki undir ríkisstjórn- ina. „Reikningar Barnaverndarstofu og samningar koma á endanum inn á borð Ríkisendurskoðunar. Við get- um líka tekið mál upp að eigin frum- kvæði,“ segir Sveinn. Steingrími ekki skemmt Stengrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra sagði á Alþingi síðastliðinn mánudag að Barnaverndarstofa hefði að því er virtist lekið einkatölvupósti hans til Árna Páls Árnasonar, þáver- andi félagsmálaráðherra, um upp- gjör við rekstraraðila upptökuheim- ilsins Árbótar í umræðum á Alþingi á mánudaginn. „Það er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar fé- lagsmálaráðherra (Árna Páls Árna- sonar) er allt í einu kominn í blöðin að því er virðist í gegnum Barnaverndar- stofu. Það er örugglega þeirra framlag til þess að reyna að skapa sátt og frið um þennan málaflokk,“ sagði Stein- grímur. Fréttablaðið, sem upphaflega birti fréttir um afgreiðslu ráðherranna á máli hjónanna á Árbótarheimilinu, hefur nú upplýst að bæði félagsmála- ráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi afhent gögn um málið að beiðni blaðsins. Þar á meðal hafi verð um- ræddur tölvupóstur Steingríms til Árna Páls, sem dagsettur er 22. janúar á þessu ári. Af því leiðir að tölvupóst- urinn var ekki aðeins í fórum Árna Páls og Steingríms sem einkabréf. Bæði félagsmálaráðuneytið og Barna- verndarstofa litu enda svo á að lokinni lögfræðilegri athugun að tölvupóstur Steingríms væri opinbert gagn sem skylt væri að afhenda Fréttablaðinu. Leyndarhyggja eða gagnsæi? Þetta fær auk þess stuðning í gögnun- um, sem DV hefur nú einnig aðgang að. Í tölvupósti Bolla Þórs Bollason- ar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu- neytisins, til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, 25. jan- úar síðastliðinn, segir orðrétt: „Heill og sæll. – Við hefðum gjarnan viljað fá skrifleg viðbrögð frá þér vegna þeirra atriða sem fram koma í tölvupósti fjár- málaráðherra um Árbót.“ Þessi stutta beiðni Bolla Þórs er samin aðeins þremur dögum eftir að Steingrímur sendi umdeildan tölvu- póst sinn til Árna Páls Árnasonar. Af öllu má því ljóst vera að athugasemdir Steingríms voru þegar í upphafi túlk- aðar sem opinbert gagn málsins og því ekki um neinn einkapóst að ræða eins og Steingrímur gaf til kynna úr ræðu- stól á Alþingi. Enda mætti spyrja hvort ætlast hafi verið til þess að forstjóri Barnaverndarstofu svaraði tölvubréfi sem ráðherrar teldu sjálfir einka- tölvupósta og þar með leynigögn inn- an stjórnsýslunnar sem ekki mættu koma fyrir augu skattgreiðenda. Stein- grímur hafði auk þess gefið til kynna í ræðustól að fjármálaráðuneytið hefði áhyggjur af því að kostnaður færi úr böndunum ef illa tækist til um úr- lausn málsins. Hafi þær áhyggjur verið á rökum reistar gat varla verið viðeig- andi stjórnsýsla að afgreiða slíkt mál fyrir hönd skattgreiðenda með einka- bréfi. Þingmannaþrýstingur Eins og Fréttablaðið hefur greint frá snýst Árbótarmálið um uppsögn á samningi við hjónin Hákon Gunnars- son og Snæfríði Njálsdóttur um rekstur meðferðarheimilis að Árbót í Aðaldal frá og með síðustu áramótum. Eftir því sem DV kemst næst eiga þau hjónin og reka þrjár bújarðir, Árbót, Berg og Sand í Aðaldal. Auk þess eiga þau sumarbú- staði í dalnum og einbýlishús á Húsa- vík. Þau hafa rekið meðferðarheimili fyri unglinga að Árbót í meira en tvo áratugi við góðan orðstír. Snæfríður er sveitarstjórnarmaður í Þingeyjarbyggð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur ver- ið á lista flokksins í kjördæminu fyr- ir þingkosningar. DV hefur heimildir fyrir því að bæði núverandi og fyrrver- andi þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en einnig annarra flokka, hafi þrýst á góða samninga við Hákon og Snæfríði. Fjarar undan rekstrinum Eftirspurn eftir vistun ungmenna á Ár- bót féll umtalsvert eftir að starfsmað- ur á meðferðarheimilinu varð uppvís að kynferðislegu ofbeldi gegn stúlk- um sem þar höfðu verið vistaðar. Nýt- ingin var komin niður undir 50 pró- sent og horfurnar ekki jákvæðar. Fyrir réttu ári taldi Barnaverndarstofa, sem greiddi árlega 76 milljónir króna til heimilisins, ekki lengur verjandi að halda starfseminni áfram. Þess má geta að framlagið miðaðist við að með- ferðaraðilarnir, Hákon og Snæfríður, bæru fulla fjárhagslega ábyrgð á öllum rekstrinum. Fulltrúum barnaverndarnefnda voru kynntir tveir kostir, að halda starf- seminni áfram að Árbót og hins veg- ar að opna annað heimili nær höfuð- borgarsvæðinu, að Geldingalæk. Í minnisblaði frá 26. nóvember 2009 er því lýst að fulltrúar barnaverndar- nefnda hafi stutt seinni kostinn, þó þannig, að Árbót yrði ekki lokað nema annað heimili opnaði. Niðurstaðan varð að Barnaverndarstofa sagði skrif- lega upp samningnum við Snæfríði og Hákon 30. desember í fyrra. 30 milljóna samningur Steingrímur svaraði spurningum Óla- far Nordal á Alþingi, en hún tók upp Árbótarmálið á þingi í kjölfar um- fjöllunar Fréttablaðsins. Fyrir liggur að málinu var lokið með 30 milljóna greiðslu til Hákonar og Snæfríðar gegn vilja og ráðleggingum Barnavernd- arstofu. Steingrímur sagði meðal annars: „Það er þannig með þessa samninga að í þeim er ekki ótvírætt uppsagnarákvæði, heldur endurskoð- unarákvæði. Þetta viðurkenndi Barna- verndarstofa í reynd með því að ganga til viðræðna við rekstraraðilana í fram- haldi af því að hafa tilkynnt þeim um uppsögn í lok árs.“ Í 18. grein samningsins segir hins vegar orðrétt: „Komi til ófyrirséðra breytinga, sem að mati annars eða beggja samningsaðila, raski forsend- um samnings þessa, getur hvor að- ili um sig óskað endurskoðunar eða uppsagnar samningsins. Hér getur til dæmis verið um að ræða að eftirspurn eftir þjónustu meðferðarheimilisins verði til muna minni en áætlað er... Uppsagnarfrestur skal þá vera 6 mán- uðir.“ Víst er uppsagnarákvæði Ákvæðið í 18. grein samningsins er ótvírætt og stangast því á við það sem Steingrímur hélt fram úr ræðustól á Alþingi, hver svo sem framvinda máls- ins svo varð vegna inngripa hans og fé- lagsmálaráðherra. Enda segir orðrétt í bréfi Bolla Þórs Bollasonar, ráðuneyt- isstjóra í félagsmálaráðuneytinu, til Barnaverndarstofu þann 14. desem- ber 2009: „Af þessu tilefni tekur ráðu- neytið fram að að vel athuguðu máli er niðurstaða þess sú að óhjákvæmilegt sé að segja upp samningi Barnavernd- arstofu við Árbót. Ráðuneytið fellst því á tillögu Barnaverndarstofu um að samningnum verði sagt upp fyrir árs- lok 2009.“ Í uppsagnarbréfi Barnaverndar- stofu til Snæfríðar og Hákonar þann StjórnSýSla gamla ÍSlandS Hitnað hefur í kolunum á Alþingi og innan stjórnarráðsins vegna 30 milljóna lokasamnings sem þingmenn í Norðaustur- kjördæmi beittu sér fyrir að gerður væri við aðstandendur Árbótarheimilisins í Að aldal. Málið þykir lykta af kjördæma- poti og fyrirgreiðslustjórnmálum sem stangast á við fyrirheit um bætta stjórn- sýslu og vinnubrögð innan stjórnarráðsins. jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is heitt undir fjármálaráðherra Hitinn íÁrbótarmálinu,semSteingrímurJ. Sigfússontalaðiumítölvupóstiíjanúar, ernúundirhonumsjálfum. Vildi fylgja samningi og lækka kostnað BragiGuðbrandsson,forstjóriBarnavernd- arstofu,varsakaðurumaðlekagögnumtil Fréttablaðsins.Þaðreyndistrangt. Árbótarheimilið ÞingmenníNorðaustur- kjördæmibeittusérfyrirað30milljónaloka- samninguryrðigerðurviðaðstandendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.