Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 14
14 fréttir 24. nóvember 2010 miðvikudagur B: Þú segist hafa stungið hann, lýstir því og spurningin er: Gerðir þú þér ekki grein fyrir því að þú varst að drepa manninn? G: Jú, ég held ég hafi gert það. [...] B: En þegar þú labbaðir í burtu sem sagt frá vettvangi og skilur Hannes þarna eftir [...], var þér ekki ljóst að maðurinn var látinn? G: Nei. B: Ertu ekki öruggur á því? G: Ég vildi bara komast í burt, ég vildi ekki vera þarna. [...] K: Heyrðu það kom í ljós að hníf- urinn svona fannst á svolítið öðrum stað heldur en úlpan við höfnina, hvaða skýringu hefur þú á því? G: Fannst hnífurinn? K: Já. G: Ja, hann var ofan í pokanum, en var hann búinn að stinga gat á pokann. K: Hver var búinn að stinga gat á pokann? G: Hnífurinn, hann stakkst út. K: Hann stakkst út, þú sagðir að þú hefðir ráfað um bryggjuna, varstu eitthvað að ráfa um með hnífinn? G: Nei, ég var bara sjálfur þarna. K: Hann fannst aðeins frá sko, 200–300 metra frá þessum stað sem úlpan var, eða frá þessari bryggju þar sem þú sagðist dorga. G: Hann var ofan í pokanum, ég man eftir að hafa sett hann ofan í pokann. B: Þannig að þú hefur enga skýringu á því af hverju hann finnst þarna annar staðar? G: Ekki nema hann hafi dottið úr pokanum? K: Við eigum sko myndband frá höfninni þar sem þú sést labba úr bílnum með eitthvað í hendinni en við sjáum það kannski ekki alveg en þú hendir einhverju undir bryggj- una eins og þú hefur skýrt frá. Hverju hentir þú undir bryggjuna, var það bara úlpan eða var það eitthvað meira? G: Fyrst henti ég pokanum svo henti ég úlpunni ofan á pokann, það var bara grjót þarna niðri undir bryggjunni. K: Varstu bæði með pokann og úlpuna þegar þú ferð út úr bílnum? G: Úlpan var í skottinu, úlpan og pokinn voru bæði í skottinu, ég hélt á því bæði. K: Þreifstu bílinn eftir þetta? G: Nei, ég hef aldrei þrifið bílinn. K: Þú hefur aldrei þrifið bílinn. Þú sagði mér að þú sankaðir þessum hlutum að þér sko og þú varst búinn að greina frá því að þú hefðir fengið hnífinn út í Húsasmiðjunni, stolið honum þar. Hvaðan kemur úlpan? G: Ég held að mamma hafi keypt hana handa mér einhvern tímann, ég man ekkert hvenær, hún vara bara heima hjá mér. K: En límbandið hvar keyptir þú það eða tape-ið? G: Húsasmiðjunni. K: Manstu hvenær það var sem þú keyptir það? G: Nei. K: En latexhanskarnir hvenær stalstu þeim úr vinnunni? G: Það var einhvern tímann eftir að við fluttum í Borgartúnið. K: Hvenær fluttuð þið í Borgar- túnið? G: Í apríl held ég. K: Og svo sagðir þú að þú hefðir keypt lambhúsettuna í 66°Norður, hvenær var það? G: Ég man ekkert hvenær það var. K: Var það á þessu ári eða síð- asta? G: Það var, það var það síðasta sem ég keypti held ég. K: Síðasta sem þú keyptir? G: Já. K: Hvaða 66°Norður ? G: Hafnarfirði. K: Þarna, þarna sem... ? G: Eða ég held að þetta sé í Kópa- vogi, þetta er þarna sem Sorpan er og hérna Latibær. 66°Norður. K: Við höfum rætt sko um þessa Vestmannaeyjaferð, voru þessi áform byrjuð þegar þú varst í Vest- mannaeyjum? G: Nei, ég vildi bara gleyma öllu þá, ég vildi bara drekka þá. B: Svo það er bara eitt líka sem mig langaði til að spyrja þig um. Þessir hlutir sem þú nærð í smátt og smátt og á einhverjum tíma. Þeir eru þá liðir í því að undirbúa þig til þess að drepa Hannes? G: Já. B: Það var ekkert annað sem kom upp í hugann þinn? G: Fyrst var þetta bara eins og ég var að segja, ég var að reyna að ýta þessu til hliðar bara til þess að gera eitthvað í því, þá fékk ég þessa hugs- un og einhvern veginn fór hún þegar ég bara byrjaði að gera eitthvað í sambandi við hana, þegar ég byrjaði að plana þá fór hún svo kom hún aftur og þá hélt ég áfram það sem ég var komin. Ég reyndi eins og ég gat að ýta henni frá mér en hún kom alltaf aftur. K: Nú er þessi hugsun eða þrjá- hyggja að sækja á þig, reyndir þú að fá einhverja svona aðstoð við henni hjá einhverjum sérfræðingum? G: Nei, ég vissi ekki að það væri eitthvað að hjá mér sko, ég pældi ekkert í því. K: Þú pældir ekkert í því. G: Ég hélt ég gæti séð um þetta sjálfur sko. Eins og ég sagði ég hafði stoppað mig áður, ég hélt ég gæti bara stoppað mig. K: Hvernig leið þér þegar þú varst búinn að koma þessu í kring svona, sem sagt búinn að verða Hannesi að bana? G: Mér leið illa, mér leið svo rosa- lega illa...en bara einhvern veginn, fannst heimurinn hrynja í kringum mig, ég reyndi að halda áfram og vonaðist til að mæta í vinnuna, ég fór á æfingar, annað fór ég ekki. K: Nú ertu búinn að lýsa æfing- unum þarna þar sem þú varst í þessu Jiu Jitsu? G: Já. K: Hvenær byrjaðir þú að æfa Jiu Jitsu? G: Fjórir mánuðir síðan, held ég. K: Fjórir mánuðir. Fórstu að æfa Jiu Jitsu í tengslum við þessi plön? G: Nei, ég fór á japönskunám- skeið í janúar eða febrúar, mig lang- aði að læra japönsku, Ég hitti þar einn strák sem var að æfa Jiu Jitsu og mig langaði eiginlega bara, þetta er meira bara partur af náminu ég hef hrifist mjög af japönsku og öllu jap- önsku og mig langaði bara að læra þessa bardagaíþrótt. Það tengdist ekkert Hannesi. K: En þegar þú varst að æfa bar- dagaíþróttina vikuna áður en þú varðst Hannesi að bana, var það í tengslum við þessi áform um að verða honum að bana? G: Nei, ég bara æfði, ég æfi og æfi og mætti alltaf á æfingar og tek þjálfunina mína í gegn, ég vildi bara koma mér í form. [...] B: Kannski eitt sem að mig langar til að tala við þig um. Þegar að hérna, þú vissir það að þegar að tæknideild- in skoðaði skottið á bílnum þá gaf þar svörun um blóð. G: Já. B: Var það á þeim stað sem þú hafðir sett pokana? G: Ég veit ekkert hvar sá staður var en ég setti það vinstra megin í vinstra horninu. B: Þannig að þú stóðst yfir skott- inu, þá var það vinstra megin? G: Já. K: Vinstra megin í skottinu þá miðað við að þú standir fyrir aftan skottið. G: Ef ég stend og horfi á skottið. K: Já. G: Inn í skottið þá var það vinstra megin. B: Þú segist ekki hafa talað um þetta við nokkurn mann eða leitað eftir hjálp, skrifaðir þú eitthvað um þetta, þessar óskir þínar? G: Þetta var allt í hausnum á mér. B: Var allt í höfðinu. K: Þú hefur ekkert bloggað eða skrifað þessi áform niður eða? G: Nei. K: Varstu einn að verki eða var einhver með þér? G: Ég var bara einn. K: Hverju viltu bæta við þetta? G: Ég... það er auðvitað allt of seint að fara að sjá eftir eftir núna, ég vona bara að ég nái einhvern tím- ann að sigrast á hvaða veg sem ég (óskýrt)... Ég vona að mínir nánustu geti fyrirgefið mér. K: Við ætlum að taka hlé á yfir- heyrslu núna. 13:19.... Yfirheyrslan er komin í gang aftur og og klukkan er 13:38 og það er eins og áður að þú ert grunaður um að hafa orðið Hannesi Helgasyni að bana, sunn- daginn 15. ágúst 2010 í Háabergi 23, þér er óskylt að svara spurningum varðandi sakarefnið en kjósir þú að tjá þig ertu áminntur að segja satt og rétt frá. Nú það sem ég var að hugsa um að gera núna, ef að þú treyst- ir þér til þess, er að teikna svona herbergið hjá Hannesi og rúmið og inn í herbergið og hvar Hannes lá í rúminu þegar þú sást hann fyrst. Þá er bara að nota blaðið svona hvernig herbergið er. [...] K: Það er ein spurning kannski, hvernig vissir þú að enginn var heima þarna fyrr um kvöldið þegar þú fórst í þennan könnunarleiðang- ur... kvöldið áður sem sagt? G: Ég byrjaði að labba og svo man ég að Hildur sagðist ætla að fara á einhverja tónleika með honum Hannesi. K: Og hvenær sagði hún þér það? G: Hún sagði mér það kvöldið áður. K: Kvöldið áður, tónleika með Hannesi hvert? G: Í Vogunum, einhverja Bubb- atónleika. K: En þegar að þú ert þarna um nóttina, hvernig vissir þú að Hannes var einn heima? G: Ég bara hélt það eins og ég segi, Hildur fór að djamma og þeg- ar Hannes er ekki með henni þá er hann oftast bara sofandi. [...] G: Ég frétti þegar ég var þarna í Eurovision að einhver væri að sofa þarna niðri í kjallaranum hjá þeim en ég vissi ekkert að það væri ein- hver annar að búa þarna niðri þegar ég fór. K: Segðu mér annað þegar þú keyptir lambhúshettuna, þú sagðist hafa keypt á í 66°Norður, með hverju borgaðir þú hana? G: Peningum. K: Með peningum, hvað kostaði hún? G: Tvö þúsund kall eða eitthvað. K: Keyptir þú lambhúshettuna fyrir eða eftir þjóðhátíð? G: Fyrr. K: Fyrr, fyrir eða eftir Eurovision? G: Held ég eftir Eurovision. K: Eftir Eurovision. G: Bara um sumarið held ég. K: Núna um sumarið? G: Já. K: Þannig að þú keyptir hana á milli Eurovision og eyjahátíðarinnar um verslunarmannahelgina? G: Já, ég held það, ég er nokkuð viss um það, já. [...] K: Hverju viltu bæta við þetta? G: Ekkert. K: Eitthvað meira? B: Nei, ég held að þetta sé komið nokkurn veginn. K: Þá ætla ég að segja skýrslu, yf- irheyrslu lokið og klukkan er 13:48. K: Það er kannski smá viðbót og klukkan 13:49 þegar yfirheyrslu er framhaldið. Heyrðu við ætlum að sýna þér mynd af hnífnum sem fannst í Hafnarfjarðarhöfn. G: Ok. GS: Það er að segja sem að þess- ir...? K: Þessir piltar fundu við Hafnar- fjarðarhöfn? G: Þetta er hann. K: Þetta er hnífurinn, ertu alveg viss? G: Hann er blár, þetta er hann. K: Þú ert búinn að teikna hann fyrir okkur, þú kannast við þennan hníf? G: Já. K: Er þetta sami hnífurinn sem þú notaðir til að verða Hannesi Þór Helgasyni að bana? G: Já. K: Eitthvað sem að, þekkir þú einhver séreinkenni á hnífnum? G: Hann er blár og með rönd hérna, hún fór af. K: Og þetta er sá hnífur sem þú fékkst í Húsasmiðjunni þegar þú varst að vinna þar? G: Já. B: Það er kannski eitt bara, var hann einhvern tíma brýndur? G: Nei, ég hef aldrei brýnt hann. K: Heyrðu þá ætla ég bara, er eitt- hvað sem þú vilt bæta við? G: Nei. K: Þá segjum við yfirheyrslu lokið og klukkan er 13:52. Heimili Hannesar Þórs Grunur beindist fljótlega að Gunnari Rúnari þrátt fyrir að hann hefði reynt að fela vegsummerki. Hannes og Hildur á góðri stundu Gunnar Rúnar segir í játningunni að hann hafi aldrei verið reiður út í Hannes og segir hann hafa verið „rosalega almennileg- an og fínan gaur“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.