Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Síða 19
miðvikudagur 24. nóvember 2010 erlent 19 Orrustuflugvélar Norður-Kóreu létu sprengjum rigna yfir eyj- una Yeonpyeong, sem er und- an vesturströnd Kóreuskagans. Flugvélarnar vörpuðu um 200 sprengjum á eyjuna, en þar búa rúmlega 1.200 manns. Yfirvöld í Norður-Kóreu vissu hins veg- ar af heræfingu suðurkóreska hersins á svæðinu og létu því til skarar skríða. Tölur um mann- fall eru mjög á reiki en talið er að tveir suðurkóreskir hermenn hafi fallið hið minnsta, auk þess sem 20 manns eru alvarlega slasað- ir – þar af þrír óbreyttir borgar- ar. Svartur reykur umlukti eyjuna um tíma og þar voru tugir húsa í björtu báli. Árásin átti sér stað um hábjartan dag, eða laust eft- ir klukkan hálfþrjú að staðartíma í gær. Yeonpyeong er hluti eyjaklasa sem er að finna rétt sunnan við sjávarlínuna sem skilur að Norð- ur-og Suður-Kóreu, en sú lína var ákveðin af Sameinuðu þjóðun- um í kjölfar Kóreustríðsins sem stóð frá 1950 til 1953. Línan hef- ur löngum verið sem eitur í bein- um Norður-Kóreumanna, en þeir telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði. Suður-Kórea svaraði strax Samkvæmt fréttum frá Suð- ur-Kóreu mun þarlendum her- mönnum hafa tekist að trufla orrustuflugvélar Norður-Kóreu. Í kjölfarið svöruðu þeir fyrir sig og hófu skothríð í átt að Norð- ur-Kóreu en um 80 sprengjum mun hafa verið varpað. Þá hef- ur ríkisstjórn Suður-Kóreu flutt sig í neðanjarðarbyrgi á meðan hún ræður ráðum sínum. Herafli Suður-Kóreu hefur verið settur í hæstu viðbragðsstöðu og herfor- ingjar búast jafnvel við átökum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu for- seta Suður-Kóreu sagði að árás- in væri „greinileg vopnuð ögrun“, að það sé „óafsakanlegt að gera óbreytta borgara að skotmarki“ og að Norður-Kórea „verði að taka fulla ábyrgð á gjörðum sín- um.“ Talið er að upptök átakanna megi skýra með heræfingum sem suðurkóreski herinn stóð að í Yeonpyeong, en yfirvöld í Norð- ur-Kóreu höfðu varað við þeim – að þau litu á heræfingarnar sem ögrun. Skutu ekki fyrst Yfirvöld í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu, hafa þver- tekið fyrir að hafa átt upptökin að skothríðinni á Yeonpyeong. Samkvæmt þeim mun það hafa verið suðurkóreski sjóherinn sem varpaði fyrstu sprengjunum. Segja talsmenn norðurkóreska hersins að Suður-Kóreumenn hafi hætt sér of langt í norðurátt í heræfingum sínum og því hafi „byltingarher Alþýðulýðveldisins brugðist við ögrunum strengja- brúðustjórnarinnar í suðri með snöggri og kraftmikilli árás. Við munum ekki hleypa þeim einn þúsundasta úr millimetra inn fyrir okkar landhelgi.“ Nú hefur herforingjaráð Suð- ur-Kóreu skipað orrustuþotum að vera á sveimi yfir Yeonpy- eong en þeir segja að með árás Norður-Kóreu hafi samningur- inn um vopnahlé í Kóreustríðinu frá árinu 1953 verið rofinn. Eins og margir vita var aldrei skrifað undir friðarsamninga í kjölfar Kóreustríðsins og hefur það því formlega staðið yfir í um það bil 60 ár. Tókst að auðga úran Átökin á Kóreuskaga eru ekki síst talin alvarleg í ljósi þess að á laugardag var það staðfest að Norður-Kóreu hefði tekist að auðga úran. Bandaríska vísinda- manninum Siegfried S. Heck- er var boðið til Pyongyang til að skoða framgang Norður-Kór- eu í auðgun á úrani og hann gat staðfest að framleiðsla á kjarn- orku væri hafin. Hann tók það þó fram, að „ekki liti út fyrir að það væri í hernaðarlegum tilgangi.“ Norður-Kóreumenn hafa haldið uppi tilraunum með auðgun úr- ans í trássi við alþjóðasamfélagið en síðast slitnaði upp úr viðræð- um um kjarnorkuáætlanir Norð- ur-Kóreu árið 2008. Norður-Kórea gerir árás Norðurkóreskar orrustuþotur létu sprengjum rigna yfir eyjuna Yeonpy- eong sem er í suður- kóreskri landhelgi. Herforingjaráð Suður- Kóreu hefur skipað herafla landsins að vera í viðbragðsstöðu. Að- eins eru fjórir dagar síðan staðfest var að Norður- Kóreu hefði tekist að auðga úran. Við munum ekki hleypa þeim einn þúsundasta úr millimeter inn fyrir okkar landhelgi. björn TeiTSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is YeonpYeong Eyjan er í landhelgi Suður-kóreu LeiðtogiNorður-Kóreu,KimJong-Il,hefurekki séstundanfarnarvikur.Hannmunveravið mjögslæmaheilsuogsumirstjórnmálaskýr- endurviljagangasvolangtaðsegjaaðhannsé látinn.MiklaathyglivaktiþegarJong-Ilskipaði sonsinn,KimJong-Un,semnæstráðandaí Norður-KóreuviðhátíðlegaathöfníPyongyang þann10.októbersíðastliðinn.Erjafnveltalið aðárásináYeonpyeongséliðuríþvíferliaðUn takiviðvöldumíNorður-Kóreuaðfullu. Kim Jong-il horfinn Herafli Suð-ur-Kóreu hefur verið settur í hæstu viðbragðsstöðu. Sprengja Áþessarimyndsem birtistísjónvarpiíSuður-Kóreu másjáþegarsprengjahæfir skotmarkíYeonpyeong.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.