Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 21
Það tók Íslend- inga aldir að öðl- ast sjálfstæði undan oki er- lendra afla. Það er þó spurning á hvaða tíma- punkti sjálfstæðið varð að veruleika, hvenær við urð- um raunverulega sjálfstætt ríki. Var það við stofnun lýðveldisins árið 1944, eða var það kannski enn síð- ar? Íslendingar öðluðust sjálfstæði árið 1944, en engu að síður réðum við ekki yfir stærstu og langmikilvæg- ustu auðlind okkar, nytjastofnum á Íslandsmiðum, þannig að spurning er hvort við vorum í raun fullvalda, líkt og menn hafa haldið fram að við höf- um orðið árið 1918. Til þess að þjóð sé fullvalda hlýtur hún að þurfa að ráða ein yfir auðlindum sínum. Til þess að ná því markmiði að njóta ein arðsins af stærstu og langmikilvægustu auð- lind okkar, fiskistofnunum, voru háð fjögur hetjuleg þorskastríð gegn er- lendum þjóðum. Þetta var í reynd til þess að tryggja fullveldisrétt okkar yfir nýtingu fiskistofnanna. Þannig má færa fyrir því rök að fyrr höfum við í reynd ekki verið fullvalda ríki. Að útgerðarmenn eigi nytjastofna Við vorum ekki fyrr búin að vinna sig- ur í síðasta þorskastríðinu árið 1976 og ná fullum yfirráðum yfir auðlind- inni að græðgin innan okkar eigin raða tók við. Ákveðið var af þröng- um hópi að svipta þjóðina þessari sameign sinni umsvifalaust og færa varanlega í hendur ákveðins hóps með það að markmiði að eignarréttur yfir auðlindinni skapaðist. Allar göt- ur síðan hafa færustu lögfræðingar á snærum þessa hóps reynt að færa fyrir því rök að auðlindin eða nýt- ing hennar sé eign útgerðarmanna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts gekk einn þeirra svo langt að halda því fram að þjóðin, eða ríkið, hefði í raun lítið með nýtinguna að gera, heldur væri algerlega lögfræðilega óyggjandi að útgerðarmenn ættu nytjastofna sjáv- ar og því ættu þeir einir að stjórna því hvernig með þá væri farið. Þetta taldi lögfræðingurinn að þeir ættu að gera með því að stofna með sér veiðifélag, líkt og gerist í ám og vötnum. Vissu- lega er umrædd grein svo hrikalega illa unnin lögfræðilega að það er út- gefendum Úlfljóts til mikils vansa að hafa birt hana, en engu að síður ætti hún að vera mönnum viðvörun um þá bíræfni sem gildir þegar kemur að því að svipta þjóðina forræði yfir þessari sameign sinni. Þessi draum- sýn LÍÚ og þeirra undirsáta verður að veruleika á endanum, verði ekki gripið í taumana. Vondir hlutir ger- ast nefnilega ekki eingöngu með að- gerðum slæmra manna, heldur einn- ig með aðgerðaleysi góðra manna. Miskunnarlaus öfl Það sem allir Íslendingar verða að átta sig á er að þessir menn eru stað- ráðnir í að svipta þjóðina stórum hluta fullveldis síns, enda getur þjóð sem búið er að svipta forræði yfir auðlindum sínum vart talist fullvalda í merkingu þess orðs, enda felst í full- veldinu æðsta lagalega vald til þess að skipa málum samfélagsins. Um- rædd grein í Úlfljóti sýnir svo ekki verður um villst að til stendur að svipta þjóðina stórum hluta af full- veldi sínu, fullveldisrétti yfir stærstu auðlind sinni. Það verður að koma í veg fyrir að þessum miskunnarlausu öflum takist ætlunarverk sitt. Í stjórn- arskrá verður að kveða á um að nátt- úruauðlindir sem ekki eru í einka- eign séu þjóðareign, jafnvel ríkiseign, sem ekki megi selja né láta af hendi á annan hátt, þó leigja megi afnotarétt út gegn gjaldi til ákveðins tíma, sem skal þá gert á jafnræðisgrundvelli í samræmi við núverandi 65. gr. stjórn- arskrárinnar. Þetta er lífsnauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir að að- gerðaleysi góðra manna í framtíðinni leiði til skelfilegra atburða, hvað þetta varðar. Sigríður SunnA EbEnESErS- dóttir vann verkefni í meistaranámi í mannfræði sem vakti athygli á heimsvísu. Verkefnið varpar ljósi á möguleg tengsl Íslendinga við indíána. Niðurstöður hennar voru birtar í American Journal of Physical Anthropology og var vísað í þær í stærstu dagblöðum heims. Fékk athygli á heimsvísu gæsir Þessar gæsir voru til í að fá brauðbita frá gangandi vegfaranda við Tjörnina í Reykjavík á þriðjudaginn. Mynd róbErt rEyniSSon 1 Heilsuútrásin sem mistókstÍ DV á mánudaginn var nærmynd af Birni Leifssyni í World Class. 2 krossmaður: „Þetta er bara ekki rétt“ Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Krossins um frétt um ásakanir kvenna á hendur Gunnari Þorsteinssyni. 3 skopteikning veldur upp-námi: „Þið eruð skítHælar“ Fjörugar umræður hafa spunnist undir mynd skopteiknarans Henrýs Þórs Baldurssonar af Marinó G. Njálssyni. 4 „tek ekki Þátt í Þessu“ Fremsti knattspyrnudómari landsins, Kristinn Jakobsson, mun ekki dæma í skosku deildinni um helgina. 5 skotum rignir á kóreuskag-anum Meira en tvö hundruð sprengjum hefur rignt yfir suðurkór- esku eyjuna Yeonpyeong. 6 viking Jóla bock bestur í bragðkönnun dv Ótvíræður sigurvegari í bragðkönn- un DV á besta jólabjórnum. 7 Ferðamönnum verði bannað að sækJa kaFFiHúsin Í Amster- dam er frjálsleg fíkniefnalöggjöf. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Ég er fjölskyldu- kona, mannfræðingur og doktorsnemi.“ Hverjar eru æskuslóðirnar? „Reykjavík, Akureyri, Lillehammer og Kópavogur.“ Eigum við íslendingar ættir að rekja til indíána? „Mjög lítill hluti Íslendinga á ættir að rekja til konu sem líklegt er að hafi verið Indíáni.“ Hvað hefur þú fyrir stafni þessa dagana? „Ég var að hefja doktorsnám í mannerfðafræði á Ítalíu. Auk þess er ég tveggja barna móðir. Er með eina fjögurra mánaða og aðra sem var að byrja í öðrum bekk hérna úti svo að það er í nógu að snúast þessa dagana.“ Hver var kveikjan að verkefni þínu? „Rannsókn doktors Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu á uppruna Íslendinga. Hann stakk upp á því við mig að ég rannsakaði þessa sérstöku hvatberaarfgerð sem hann fann. Niðurstöður mastersrannsóknar minnar voru síðan teknar saman í greininni sem var birt í American Journal of Physical Anthropology.“ rannsóknin hefur hlotið mikla athygli í heimspressunni, hvað finnst þér um það? „Það er auðvitað alltaf skemmtilegt þegar íslenskar rannsóknir vekja athygli á heimsvísu. Ég er ákaflega heppin að hafa fengið tækifæri á að rannsaka svona áhugavert efni. Þrátt fyrir að þessi rannsókn hafi aðeins fjallað um erfðasögu fárra Íslendinga þá opnar hún fyrir vísindalega umfjöllun um efni sem snertir sögu Íslendinga og það er vissulega ánægjulegt.“ Áttu þér einhverjar fyrirmyndir? „Það væri einna helst mamma mín og vinkonur mínar. Þær búa yfir kostum sem ég reyni að tileinka mér.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég vil vera börnunum mínum góð fyrirmynd.“ Hver eru helstu áhugamál þín? „Þessa dagana er það ítalska og ítölsk matargerð.“ uppáhaldsbókin? „The Hundred Secret Senses eftir Amy Tan.“ Á hvað ertu að hlusta þessa dagana? „IPodinn hans Tóta, kærasta míns.“ maður dagsins „Nei, það held ég ekki.“ Jón ingvAr KArlSSon brunE 21 áRS NEMI „Já, það held ég.“ guðMundur guðMundSSon 19 áRA NEMI „Já, upp á þátttöku.“ Sigurður Þór SigurðSSon á HLAuPAALDRI, SÉRFRæðINGuR „Alls ekki.“ rAgnAr SvErriSSon 30 áRA DANSKENNARI „Nei, það held ég ekki.“ ElíSAbEt bJArnAdóttir 20 áRA NEMI ætlar Þú að kJósa á laugardaginn? dómstóll götunnar miðvikudagur 24. nóvember 2010 umræða 21 Sjálfstæð þjóð án fullveldis? Þórður már Jónsson lögfræðingur skrifar Vondir hlutir gerast nefnilega ekki eingöngu með að- gerðum slæmra manna, heldur einnig með að- gerðaleysi góðra manna. kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.