Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Page 25
framstúlkur til þýskalands Bikarmeistarar Fram í handknattleik kvenna mæta HSG Bloomberg Lippe frá Þýskalandi í 16 liða úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa en dregið var í gær. HSG Bloomberg er sem stendur í sjötta sæti í þýsku deildinni sem telur tólf lið en Bloomberg-konur hafa unnið helming leikja sinna. Verkefnið er því ærið fyrir Safamýrarstúlkur en þær geta þó prísað sig sælar að þurfa ekki að ferðast lengra en til Þýskalands. Fram hefur til þess lagt lið frá Sviss og Úkraínu að velli. suarez sektaður Hollenska stórveldið Ajax hefur ákveðið að sekta úrúgvæska framherjann Luis Suarez og dæma hann í tveggja leikja keppnisbann fyrir að bíta andstæðing sinn í leiknum gegn PSV um síðustu helgi. Suarez tók þá einhverja und- arlegustu ákvörðun seinni tíma í boltanum og beit Otman Bakkal, leikmann PSV, í öxlina í markalausu jafntefli liðanna. Hollenska knattspyrnusambandið er einnig með málið inni á sínu borði og gæti dæmt hann í bann. Suarez fékk þó að leika með Ajax gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi. mOlar Skotar fá enga hjálp n Forsvarsmenn skoska knatt- spyrnusambandsins leita nú logandi ljósi að dómurum sem geta dæmt í öllum deildum landsins um helgina en skoskir dómarar eru á leiðinni í verkfall vegna þeirra umsagna sem þeir hafa fengið og nokk- urra líflátshótana. Írska deildin er í vetrarfríi en formaður dómara- sambands Írlands segir líklegast að þeir ætli að standa með kollegum sínum. Dómarasamband Wales hefur útilokað að hjálpa Skotum, Norður-Írar vilja ekki blanda sér í málið og enska knattspyrnusam- bandið segist ekki geta hjálpað nágrönnum sínum. engar áhyggjur hjá ChelSea n Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, telur að liðið geti aftur komist á beinu brautina í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur liðið tapað þremur af síðustu fjórum leikjum. „Við vorum að vinna alla leiki með þriggja til fjögurra marka mun en stund- um verða leikirnir svo jafnir að maður hættir að taka þær áhættur sem við tókum. Þetta er bara hluti af boltanum, þetta fer allt upp og niður. Við erum búnir að vera í meiðslavandæðum þannig við höfum engar áhyggjur. Við þurfum bara að halda einbeitingu og vinna leiki aftur,“ segir Kalou. Þægilega Stutt frá efStu fjórum n Hinn rándýri hægri bakvörður Liverpool, Glen Johnson, er hæst- ánægður með að vera ekki búinn að missa af lestinni hvað varðar fjórða sætið og þar af leiðandi þátttökurétt í Meistaradeild- inni. Þrátt fyrir hörmulega byrj- un er Liverpool nú aðeins sex stigum frá Manchester City sem náði fjórða sætinu um helgina. „Við erum tiltölulega nálægt toppnum þannig að ef við vinnum leiki áfram er ég viss um að við náum markmiðum okkar,“ segir Johnson sem skoraði fyrsta mark Liverpool í öruggum 3–0 sigri á West Ham um síðustu helgi. erfitt að halda í WelbeCk n Eric Black, aðstoðarknattspyrnu- stjóri Sunderland, segir að það geti orðið erfitt að halda í enska fram- herjann Danny Welbeck sem er á láni hjá liðinu frá Manchester United út tíma- bilið. Welbeck skoraði tvö mörk á mánudaginn í 2–2 jafnteflinu gegn Sunder- land og hefur nú alls skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. „Vonandi getum við fengið hann endanlega til okkar. En ef hann gerir jafnvel og ég býst við, skori kannski fimmtán mörk, þá verður afskaplega erfitt að halda í hann,“ segir Eric Black. miðvikudagur 24. nóvember 2010 spOrt 25 Seinni hlutinn í baráttunni um Bret- land á milli Manchester United og Glasgow Rangers í Meistaradeildinni fer fram í kvöld þegar United-menn fara í heimsókn á Ibrox-völlinn. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli á Old Trafford en United hef- ur unnið alla sína þrjá leiki síðan þá. Manchester United er efst í C-riðli með 10 stig, Valencia er með 7, Rang- ers 5 og Bursaspor er án stiga. Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park segir United-menn ætla sér sig- ur í Skotlandi til að geta slakað á í lok- aleiknum gegn Valencia. „Við getum farið þangað og náð í stig og komist þannig í 16 liða úrslitin. Við ætlum samt ekki að sækja eitt stig, heldur öll þrjú. Það er mjög mikilvægt fyrir okk- ur að vinna þennan leik því þá getur stjórinn leyft sér að hvíla menn í lok- aleiknum gegn Valencia,“ segir Park, en United hefur betur innbyrðis gegn Valencia eftir 1–0 sigur á útivelli. Park býst fastlega við magnaðari stemningu í kvöld eins og var þegar liðin mættust tímabilið 2003/2004 í sömu keppni. Vill Park líkja leikjum liðanna við þá baráttu sem myndast þegar Suður-Kórea og Japan mætast í landsleik. „Andrúmsloftið í þessum leikj- um milli liða frá Englandi og Skot- landi er allt öðruvísi en í öðrum leikj- um í Meistaradeildinni. Það er mun illgjarnara, stuðningsmenn standa allan tímann og svo fer rosalega stór hluti umfjöllun blaðanna í þessa leiki,“ segir Park. tomas@dv.is Baráttan um Bretland færist á Ibrox: Vilja sigur í Skotlandi Skallamark landsliðsfyrirliðans Sölva Geirs Ottesen fyrir FCK gegn Ros- enborg í umspili um sæti í Meistara- deildinni tryggði liðinu einn milljarð íslenskra króna. Góður árangur liðs- ins í riðlakeppninni hefur fært liðinu enn meiri tekjur, en FCK getur enn bætt í gullkistuna í kvöld þegar liðið mætir rússneska liðinu Rubin Kaz- an á útivelli. Nái strákarnir frá Kaup- mannahöfn í stig í Rússlandi kom- ast þeir í 16 liða úrslitin að því gefnu að stórlið Barcelona leggi gríska liðið Panathinakos að velli sem er neðst í D-riðli. Sölvi Geir hefur setið á vara- mannabekk FCK að undanförnu en hann brotnaði á hendi fyrir rúmum mánuði síðan. Gullkistan belgist út FCK er með óheyrilega yfirburði í dönsku úrvalsdeildinni en þar hef- ur liðið ekki enn tapað leik. Fjárhags- staða liðsins hefur batnað svo um munar eftir að Sölvi skallaði boltann í netið gegn Rosenborg og tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Meistara- deildarinnar. Fyrir það eitt að spila umspilsleikina fengu bæði FCK og Rosenborg 2,1 milljónir evra eða sem nemur 323 milljónum íslenskra króna. Fyrir það að komast inn í riðla- keppnina fékk FCK svo 3,8 milljón- ir evra plús 550.000 þúsund á hvern leik, samtals 7,1 milljónir evra eða sem nemur einum milljarði króna. FCK hefur nú unnið tvo leiki í riðla- keppninni en fyrir hvern sigur gefur UEFA 800.000 evrur en 400.000 fyr- ir jafntefli. FCK hefur gert eitt jafn- tefli. Samtals hafa Danirnir því rakað inn 11,2 milljónum evra, samtals 1,7 milljörðum króna. Fyrir að komast í útsláttarkeppnina fær hvert félag svo þrjár milljónir evra til viðbótar þannig komist FCK þangað verður hagnaður félagsins orðinn vel yfir tveimur millj- örðum íslenskra króna. Frábært tímabil Brasilíski framherjinn César Sant- in hefur farið á kostum með FCK á tímabilinu. Hann er búinn að skora tólf mörk í sautján leikjum í dönsku úrvalsdeildinni þar sem liðið hef- ur hvorki meira né minna en sextán stiga forystu eftir sautján umferðir og er enn taplaust. „Þetta tímabil hefur verið draumi líkast,“ sagði hann í aðdraganda leiks- ins gegn Rubin Kazan í kvöld. „Við höfum samt unnið fyrir öllu sem við höfum fengið á tímabilinu. Það voru vissulega mikil vonbrigði að falla úr leik í bikarnum en að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar fær mann til að gleyma svoleiðis hlutum. Við unnum Rubin Kazan á heimavelli og getum gert það aftur. Það verður samt erfitt því það er virkilega gott lið,“ segir César Santin. FCK getur bætt í gullKistuna Landsliðsfyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen og félagar hans í danska knattspyrnulið- inu FC Kaupmannahöfn gætu komist í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld með hagstæðum úrslitum. Liðið hefur nú þegar rakað inn sem nemur 1,7 millj- örðum íslenskra króna á þátttöku sinni í Meistaradeildinni og meiri peningur bíður þeirra handan við hornið. tómaS þór þórðarSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Við unnum Rubin Kazan á heima- velli og getum gert það aftur. Það verður samt erfitt því það er virki- lega gott lið. Í 16 liða úrslitin? Sölvi Geir og félagar geta komist í 16 liða úrslitin í kvöld. mynD rEutErS Kominn aftur Rooney snéri aftur í liðið gegn Wigan um helgina og honum hefur verið lofað níutíu mínútum í kvöld. mynD rEutErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.