Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Side 29
miðvikudagur 24. nóvember 2010 sviðsljós 29 Vinir Ryans Reynolds og eiginkonu hans Scarlett Johansson hafa áhyggj- ur af því að hjónin séu við það að skilja. Þau eru bæði verkefnum hlaðin og verja afar litlum tíma saman. Þegar þau eru saman rífast þau og er hvorugt viljugt til þess að gera málamiðlanir til að bjarga sambandinu. Ferillinn er númer eitt, segir náinn vinur. „Þau eru að vinna í sambandserfiðleikunum sem eru eingöngu vegna þess hversu mikið þau vinna. En ekkert er líklegt til að breytast nema annaðhvort Scarlett eða Ryan láti undan og það er ekki líklegt. Scarlett hættir ekki við neitt af sínum verkefnum og vill það alls ekki og þannig líður Ryan líka.“ Ferillinn ernúmer eitt Ryan Reynolds og scaRlett Johansson eiga í sambandserfiðleikum: Fallegt par í vanda ferill scarlett og ryans blómstrar en það sama er ekki hægt að segja um samband þeirra. Slúðurheimar Hollywood loga eftir að raunveru-leikastjarnan Kim Kar-dashian og fyrirsætan Gabriel Aubry sáust saman á leik með Los Angeles Lakers á sunnudag. Gabriel er fyrrver- andi kærasti leikkonunnar Halle Berry en þau voru saman í ein fimm ár og eiga dótturina Nöhlu sem er tveggja ára. Kim og Gab- riel skemmtu sér vel á leiknum þar sem Lakers vann Golden State Warriors 117–89. Margir fjölmiðlar hafa haldið því fram að þarna sé nýtt par á ferðinni en Kris Jenner, móð- ir Kim, hefur neitað því. Hún var gestur í spjallþætti Geroge Lopez í vikunni og þar sagði hún: „Hann er vinur Kim ... bara vinur.“ Ekki eru þó allir á því að gleypa það hrátt og hafa slúður- bloggarar haft orð á því að þau séu einfaldlega bæði of falleg til að vera vinir. „Bara vinir“ Kim Kardashian og Gabriel Aubry: Kim og gabRiel Trúir þú því að þau séu bara vinir? Paris Hilton lætur ekkert á sig fá: Paris Hilton var mynduð í bak og fyrir í síðustu viku meðan hún vann af sér hluta 200 klukkustunda þegnskylduvinnu í Los Angeles. Dóminn hlaut hún fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum og að trufla störf lögregluþjóns. Paris málaði yfir veggjakrot og mætti ekki í neinum lörfum til vinnu heldur skartaði for- láta Christian Louboutin-skóm. Hún var einnig förðuð og almennt vel tilhöfð og lætur púlið og málningarsletturnar ekki hafa áhrif á stílinn. Í Louboutin- skóm í þegn- skylduvinnu djamm eða þegn- skylduvinna? Hver er munurinn? nánast enginn, heldur Paris. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.