Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Side 10
– VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar 10 FRÉTTIR 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR KROSSINN LOGAR: SAGA KVENNANNA Eldar loga í Krossinum þessa dag- ana þar sem Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður hefur verið sakað- ur um kynferðisglæpi. Á fimmtu- dag sendu fimm konur stjórn Kross- ins bréf þar sem þær sögðu sögur af misnotkun og niðurlægingu. Þrjár konur voru nafngreindar en tvær treystu sér ekki til þess að stíga fram undir nafni og vildu halda nöfn- um sínum leyndum. Þær segjast þó ætla sér að stíga fram undir nafni og mynd á næstu dögum. Tvær af þessum þremur konum sem voru nafngreindar eru systur Ingibjarg- ar Guðnadóttur, fyrrverandi eigin- konu Gunnars, þær Sólveig og Sig- ríður Guðnadætur. Við segjum sögu þeirra. Gunnar var föðurímynd Faðir þeirra systra dó þegar Sólveig var tíu ára gömul en hún var alltaf mikil pabbastelpa, enda hafði hún mestan áhuga á íþróttum og úti- veru eins og hann. Nokkrum árum seinna hófst ofbeldið sem hún varð fyrir af hendi Gunnars, segir hún. Það er þó eitthvað á reiki hvenær það hófst nákvæmlega en hún seg- ist hafa verið á aldrinum tólf til fjór- tán ára. Þá passaði hún reglulega fyrir þau hjónin, en þau Gunnar og Ingibjörg eiga saman fjögur börn, þau Guðna, Sigurbjörgu, Jóhönnu og Gunnar Inga, og bjuggu við hlið- ina á skólanum hennar. Hún seg- ir að á þessum tíma hafi Gunnar verið henni einhvers konar föður- ímynd en hún hafi lokað á það eft- ir að hann byrjaði að káfa á henni. Hún segir að hún hafi næstum sofn- að í fanginu á honum þar sem hann lá í sófanum í stofunni seinnipart dags. Þetta hafi verið að vetri til og það hafi verið rökkur úti. Hún hafi verið hálfsofandi þegar hún fann hann káfa á brjóstunum á sér. Hún hafi orðið hissa og þótt þetta skrýt- ið og því hafi hún fært sig og lagst á gólfið við hlið sófans. Fylltist skömm Það tekur svo á hana við að rifja þetta upp að hún tekur pásu á máli sínu, skömmin og vanmátturinn hellist aft- ur yfir hana, segir hún, en þessar til- finningar urðu til þess að hún sagði engum frá því sem gerðist á sínum tíma. Hún heldur síðan áfram að segja frá því hvernig hann hélt áfram. Hann hafi teygt sig til hennar, farið með hönd inn undir peysuna. Hún hafi ver- ið ráðalaus en þóst sofa. Hún hafi bara verið berskjaldaður krakki sem var til þess að gera nýbúinn að missa föður sinni. „Hann hélt áfram að klípa mig og káfa næstu árin, en eingöngu þeg- ar engin vitni voru. Hann passaði sig á því.“ Hún segir að ofbeldið hafi hald- ið áfram langt fram á fullorðinsár eða allt þar til hún hætti í Krossinum. Hún rifjar einnig upp annað atvik sem átti sér stað þegar hún var orðin þriggja barna móðir. Þriðja barnið var nýfætt þegar Gunnar fór að venja komur sína til hennar en fyrir átti hún tvíbura. „Ástæða þessara heimsókna virtist vera áhugi hans á brjóstunum á mér og sagði hann við mig að honum þætti svo flottar svona dökkar geirvörtur, ég með barnið mitt á brjósti. Minnist þess að hann langaði að smakka brjósta- mjólkina, hvort hún væri ekki sæt. Í dag veit ég að hann fór líka til systur minnar á þessu sama tímabili og hefur hún tjáð mér að hann hafi einnig brot- ið á henni, en á þeim tíma hélt ég að ég væri sú eina sem lenti í þessu.“ Söngkonan segir frá Sigríður er yngsta systirin. Hún er söngkona sem gerði garðinn frægan þegar hún söng lagið Freedom með Jet Black Joe. Í síðustu viku kom hún svo fram í Íslandi í dag þar sem hún var að kynna nýjustu plötu sína sem kom út núna fyrir jólin, Sigga Guðna. Hún var þriggja ára gömul þegar Gunnar kom inn í líf hennar. Þar sem faðir hennar dó þegar hún var aðeins sex ára gömul segist hún alltaf hafa lit- ið á Gunnar sem sína föðurímynd. Hún leit upp til hans og henni þótti vænt um hann en hún óttaðist hann líka, segir hún í bréfinu sem stjórn Krossins fékk á fimmtudaginn. Fjórtán ára gömul flutti hún með móður sinni í sama hús og þau Gunn- ar og Ingibjörg bjuggu í en innangengt var úr íbúð þeirra hjóna í íbúð mæð- gnana. Hún segir að fljótlega eftir það hafi hann byrjaði að leita á hana og lýs- ir fyrsta atvikinu svona: „Ég vaknaði við það að hann sat á rúmstokknum mín- um og fór inn undir bolinn minn og káfaði á brjóstunum og fór ofan í nær- buxurnar mínar – ég sneri mér undan og hálffraus, þar sem ég var nývöknuð var ég ekki alveg viss hvað væri í gangi – hann lét staðar numið þegar hann sá mig bregðast við á þennan hátt.“ Hún segir einnig að þetta hafi gerst oftar. Segir hann hafa áreitt í marg- menni Sigríður segir að í gegnum árin hafi hann líka haldið áfram að snerta hana með óviðeigandi hætti, jafnvel eftir að hún komst á fullorðinsár. „Snerta brjóst mín og klípa mig í rassinn.“ Hún segir að oftast hafi það gerst í einrúmi en hann hafi líka áreitt hana í marg- menni, en alltaf varast að nokkur sæi til hans. Auk þess sakar hún hann um að tekið hana á sálfræðinni með því að lítillæka hana með kerfisbundnum hætti og setja út á útlit hennar. Hann hafi sagt að hún væri með stórt nef, lítil brjóst og látið henni líða eins og hún væri einskis virði. Ef hún fitnaði eða grenntist kom hann með athuga- semdir um það. „Þegar ég átti barnið mitt, hvað brjóstin væru stór og þess háttar.“ Allt þetta hafi orðið til þess að hún hafi orðið eins og asni í kringum hann: „Já, eða lítill krakki, þannig talaði hann til mín. Það merkilega er að alltaf varði ég hann með kjafti og klóm, sama hvað gekk á. Hann hefur alltaf eitt- hvert vald yfir mér sem ég skil í dag, en gerði ekki í gegnum tíðina.“ Hún segist ekki vera drifin áfram af heift, henni þyki vænt um börnin hans, en hún geti ekki orða bundist vegna ann- arra kvenna sem hafa svipaða sögu að segja. „Ég hélt alltaf að ég væri sú eina sem hefði lent í honum og því sagði ég engum frá, til að rugga ekki bátn- um svo að segja, en þegar fleiri konur sögðu mér að þær hefðu lent í svipuðu gat ég ekki lengur þagað.“ „Viðbjóðsleg ásökun“ Ingibjörg systir þeirra kom Gunn- ari til varnar og Jóhanna dóttir þeirra Gunnars sendi DV eftirfarandi bréf frá móður sinni: „Ég, Ingibjörg Guðna- dóttir, sendi hér með yfirlýsingu, varð- andi þær ásakanir á fyrrverandi mann minn Gunnar Þorsteinsson til 38 ára, að hann hafi kynferðislega áreitt ung- ar stúlkur. Ég vil taka það skýrt fram að á þessum árum, hefi ég ALDREI séð neitt sem gæti gefið það í skyn. Hann hefur verið frábær faðir og séð vel um okkur, mig og börnin sín, sem og syst- kinin mín, og reynst þeim sem fað- ir. Mér finnst þetta viðbjóðsleg ásök- un og vona ég að fólk taki ekki mark á þessum ásökunum.“ Systur hennar létu yfirlýsingu hennar ekki slá sig út af laginu og stóðu fast við sinn framburð. Þær sögðu afstöðu hennar skýrast af því að þetta væri fjölskylduharmleikur. „Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að segja,“ sagði Sigríður, „vegna þess að þó að ég hafi ekki talað um mín mál sérstaklega við hana þá tel ég að hún viti ýmsa hluti, að hún sé bara í þeirri stöðu barnanna sinna vegna að hún hafi tekið þessa ákvörðun. Ég tel bara að ég geti voðalega lítið sagt við því. Ég skil hennar stöðu að vissu leyti en það er ekki þar með sagt að ég sé að ljúga.“ Fyrsti kossinn Þriðja konan sem kom fram und- ir nafni heitir Brynja Dröfn Ísfjörð Ingadóttir. Hún sakar Gunnar um að hafa brotið gegn sér á brúðkaupsdag- inn. Hún hafi verið 19 ára meyja þeg- ar þetta gerðist, tveimur árum eftir að hún gekk í Krossinn. Þar sem hún vildi vera hrein og saklaus frammi fyrri augliti Guðs hafi hún ekki stund- að kynlíf með tilvonandi eiginmanni sínum. Gunnar gaf þau saman en áður en hún gekk niður að altarinu fór hún inn á skrifstofu Gunnars þar sem hún beið, fullbúin brúður í fallegum brúðarkjól. Ingibjörg, fyrrverandi eig- inkona Gunnars, var hjá henni en rétti henni síðan brúðarvöndinn og gekk fram þar sem faðir Birnu beið eftir því að fá að leiða hana niður kirkjugólfið. Hún segir að Gunnar hafi svo svívirt brúðkaup hennar með því að heimta fyrsta kossinn. „Þar sem ég stend með vöndinn minn í fanginu, með brúðar- slörið fyrir andlitinu og bíð eftir að ganga fram til föður míns, gengur Gunnar að mér og segir: „Ég ætla að fá að eiga fyrsta kossinn.“ Hann lyftir upp slörinu mínu og kyssir mig á munninn og lætur svo slörið falla. Hann opnar dyrnar þar sem faðir minn bíður þess brosandi með eftirvæntingu að fá að leiða mig inn kirkjugólfið.“ Saka Jónínu um þöggun Brynja Dröfn segir jafnframt að rúm- lega ári síðar hafi hún sagt manninum Konurnar sem ásaka Gunnar Þorsteins- son, forstöðumann Krossins, segja hann hafa passað að enginn sæi til. Gunnar og Jónína Benediktsdóttir lýsa ófræg- ingarherferð og samsæri. Hér eru sögur kvennanna birtar. Þær lýsa ótta, skömm og nú uppreisn gegn andlegum leiðtoga fyrir meint, holdleg brot. INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Hann hélt áfram að klípa mig og káfa næstu árin, en ein- göngu þegar engin vitni voru. Gunnar og fjölskyldan Fjölskyldan styður Gunnar heilshugar og ákvað að vera með honum á þessari ljósmynd sem tekin var í gær. Frá vinstri: Jóhanna Gunnarsdóttir, Rúnar Ólafsson, eiginmaður hennar, Gunnar Þor- steinsson, Jónína Benediktsdóttir, Aðalsteinn Scheving og Sigurbjörg Gunnarsdóttir, kona hans, Gunnar Ingi Gunnarsson og Svava Ómarsdóttir, eiginkona hans. NÁNAR ER RÆTT VIÐ GUNNAR OG FJÖLSKYLDUNA Á NÆSTU OPNU. M YN D R Ó B ER T RE YN IS SO N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.