Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 11
MÁNUDAGUR 29. nóvember 2010 FRÉTTIR 11 KROSSINN LOGAR: SAGA KVENNANNA sínum frá þessu atviki á brúðkaups- deginum. Hún hafi þá verið ófrísk að fyrsta barninu sínu og þau hætt í Krossinum. Gunnar hafi engu að síð- ur hringt í síma eiginmannsins en hún svarað. Hann hafi ekki kynnt sig en þegar hún spurði hver þetta væri hafi hann spurt: „Þykist þú ekki þekkja mig?“ Hún segist hafa þekkt hann en þar sem henni þótti þetta hrokafull framkoma neitaði hún því. Þá hafi hann spurt: „Þekkir þú ekki mann- inn sem er ábyrgur fyrir því að þú ert ólétt?“ Með því hafi þetta áfall rifj- ast upp fyrir henni hversu alvarlega Gunnar hafi svívirt hana, manninn hennar og þeirra nýja heilaga hjóna- band. Gunnar brást við þessum ásök- unum með því að segja þær tilhæfu- lausar með öllu. Hann hafði átt von á þessum ásökunum í þónokkurn tíma og saka konurnar bæði hann og eig- inkonu hans, Jónínu Ben, um að hafa beitt hræðsluáróðri, valdi og kúgun- um til þess að reyna að þvinga þær til þagnar. Í bréfinu sem stjórnin fékk sent segir meðal annars: „Þar sem Gunnar og eiginkona hans hafa nú þegar opinberað þetta mál í fjölmiðl- um, áreitt konurnar með síendur- teknum símtölum og fyrirvaralaus- um heimsóknum á heimili þeirra sem túlka má sem valdbeitingu og tilraun til þöggunar, sjáum við okkur ekki annað fært en að senda samhljóðandi bréf til fjölmiðla til að öðlast stuðning almennings.“ Vöruðu við yfirvofandi „árásum“ Opinberlega vísuðu Gunnar og Jón- ína aðeins lauslega til þess sem væri í vændum í máli og riti. Sögðu þau að hart væri sótt að sér og frekari árás- ir væru hugsanlega í aðsigi. Útskýrðu þau það með ýmsu, útgáfu ævisögu Jónínu, safnaðastríði og sögðu það hættulegt að vera hamingjusöm á opin berum vettvangi. Þau hefðu feng- ið hótanir um að líf þeirra yrði ekki farsælt. „Hópur sem tilheyrir nýju trú- félagi í Reykjavík hefur náð góðum ár- angri með ófrægingarherferð þessari. Þú spyrð hvort þetta geti verið, já, því miður, ég hef staðfestingu á því.“ Ungliðar í kristnum söfnuðum virðast telja að svo geti verið. Á laug- ardag var haldin sameiginleg ung- mennasamkoma nokkurra safnaða í Krossinum þar sem meðlimir úr Veg- inum, Bænahúsinu og Fíladelfíu tóku til máls. Þar sagði Símon Geir Geirs- son úr Fíladelfíukirkjunni að kristið fólk hefði baktalað hvert annað en að Kristkirkja á Íslandi ætlaði „ekki leng- ur að koma illa fram við hvert annað.“ Kirkjupólitík hefði gert kristnu fólki erfitt fyrir. „Það er synd að baktala og það er synd að brjóta hvert annað nið- ur,“ sagði hann og baðst afsökunar á því ef hann hefði einhvern tímann gert einhverjum rangt til. Gunnar sat samkomuna en tók ekki til máls. Ásakanir um samsæri Gunnar greindi fyrst frá ásökunum á safnarfundi en minntist þó ekki á hvers eðlis þær væru. Í kjölfarið sagði hann að þetta væru flökkusögur sem væru einskis eðlis. „Líf og dauði er á tungunnar valdi,“ sagði hann. Í kjölfarið sagði Jónína frá því að hún óttaðist skítaherferð gegn Gunn- ari, að einhver kæmi fram á forsíðu Vikunnar með ásakanir á hendur Gunnari. Í því samhengi tók hún það fram að Hreinn Loftson ætti Birtíng sem gefur Vikuna út og gaf til kynna að hann væri hugsanlega reiður vegna Baugsmálsins og útgáfu ævisögu hennar. Eftir að málið kom upp á yfirborð- ið sagðist Gunnar vera bugaður mað- ur en hann bað menn um að fara sér hægt og gefa sér tíma til að hreinsa nafn sitt og mannorð. Þessar ásakan- ir væru tilhæfulausar. „Því miður er mér kunnugt um að hópur af fólki hef- ur um skeið unnið að því að leita að ávirðingum á mig með logandi ljósi. Menn hafa velt hverjum steini og upp- skeran er komin í hús.“ Vísaði hann þar til þess að engin kvennanna treysti sér til þess að stíga fram ein þannig að þær hafi hvatt hver aðra áfram og fundað reglulega til þess að fara yfir stöðuna og ræða það hvað væri best að gera og hvernig. Gunnar hótaði lögsókn og sagðist myndi leita allra leiða til að hreinsa mannorð sitt. „Ásakanirnar eru fyrst og fremst frá fyrrverandi mágkonum mínum sem tóku afar óstinnt upp mitt nýja hjóna- band og hafa verið með rógstungur í okkar garð. Þetta er fjórða bylgja sögu- sagna sem við höfum glímt við, en nú er gengið svo langt að ég er orðlaus. Ég er viss um ekki er hægt að festa á mann sakir sem eru úr lausu lofti gripnar. Ég treysti því og bið ykkur um að berjast með mér þessari baráttu. Ég bið menn um að gefa mér svigrúm og látum ekki óvandaða menn sundra og skemma eða stela, slátra og eyða. Guð blessi þig,“ sagði Gunnar í yfirlýsingu um málið. Systurnar segja það af og frá að þær beri kala til Gunnars vegna skilnaðar hans og Ingibjargar. „Inga systir hún bað um skilnaðinn. Af hverju í ósköp- unum ættum við þá að vera svona brjálaðar út í hann? Þetta er ekki lóg- ískt.“ „Alltaf þótt vænt um Gunnar“ „Þó að það sé erfitt að horfast í augu við þetta, afskaplega erfitt og mjög þungbært því mér þykir vænt um þessar stúlkur þá er þetta ákveðinn léttir að þetta hafi andlit og að ég geti svarað fyrir málið eins og ég sé það,“ sagði hann í Kastljósinu á föstudag- inn. Þá las hann upp úr bréfi sem Sig- ríður skrifaði honum fyrr á árinu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa tal- að dauða gagnvart honum en ekki líf og því að hún hafi alltaf horft á hann eins og Guð. Hún hafi sett hann á stall sem föðurímynd sína en nú sé hann að skilja við systur hennar en að á milli þeirra Gunnars hafi ýmislegt fallegt farið í gegnum lífið. Lengra las hann ekki en í frásögn Sigríðar í Kastljósinu kom fram að í bréfinu sagði líka að hann hefði oft brugðist henni. Útskýrði hún tilurð bréfsins svona: „Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um Gunnar.“ Hann hafi tekið við sem höfuð fjölskyldunn- ar þegar faðir hennar dó og hafi ver- ið henni hálfgerð föðurímynd. „Fyr- ir mér er þetta í raun og veru litla stelpan í mér, bara ákall. Ég veit ekk- ert hvar ég stend, hann er að skilja við systur mína og hann hefur verið mín föður ímynd, ég hef litið upp til hans og treyst á hann í mörgum málum þó að ég segi líka að oft hafi hann brugð- ist mér. Hann má nota það gegn mér ef hann vill. Mér þykir samt vænt um hann og fer ekkert ofan af því og vinn í því að fyrirgefa honum það sem hann hefur gert mér.“ Andstaða við Jónínu Ben rótin? Pollrólegur svaraði Gunnar fyrir sig í Kastljósinu. Sagði hann meðal annars að hann hefði rætt þessar ásakanir við fyrrverandi eiginmann Sigríðar sem að sögn Gunnars hafði aldrei heyrt af þessum ásökunum fyrr og að Sigga, eins og hann kallar hana, hefði aldrei ýjað að því að nokkuð óeðlilegt hefði gerst á milli hennar og Gunnars. Sjálf staðfesti Sigríður það þegar hún sagð- ist aldrei hafa sagt neinum frá því sem gerðist í samskiptum þeirra Gunnars fyrr en hún uppgötvaði að það væru fleiri í sömu stöðu og hún. „Ég get ekki gert annað í þessari stöðu en að segja það sem í hjarta mínu er. Ég er sorgmæddur í hjarta mínu og þegar ég heyri þessar sög- ur þá blæðir hjarta mitt. En ég verð að segja eins og er að þessir viðburð- ir sem hún lýsir hafa ekki gerst,“ sagði Gunnar. Hann sagði einnig að eðlisbreyting hafi orðið á þeirra samskiptum þeg- ar hann gekk að eiga Jónínu Ben og að Sigríður hafi verið svo reið vegna þessa hjónabands að það hafi sett líf hennar úr skorðum. „Ég kann eng- ar skýringar. Ég verð bara að setja á borðið það sem ég hef og tel líklegt. Í framhaldi af þessu fer hún að dreifa út óhróðri um mig og mína fjölskyldu. Reyndar hefur hún oft gert það áður. En þarna fer hún af stað í töluverða herferð. Hún er búin að segja þrjár eða fjórar mismunandi sögur sem að hún er leiðrétt með. Í framhaldi af því koma þessar ásakanir fram. Ég kann engar skýringar á því, ég get ekkert út- skýrt af hverju, hvað hún hefur upplif- að eða hvað henni finnst. Ég verð bara að horfa á þetta í samhengi hlutanna og það er svona.“ Átti fótum fjör að launa Sögu Sólveigar skýrði hann með því að hún væri að styðja systur sína. Það væri ótrúlegt að hún hefði látið börnin sín í hendur hans ef hann hefði brot- ið gegn henni með þessum hætti. Hún hefði aftur á móti leitað á hann. „Ég hef aldrei misnotað þessa konu en iðu- lega átti ég, líkt og margir aðrir menn og unglingar jafnvel, fótum mínum fjör að launa,“ sagði hann. „Frá 14 ára aldri var ég sem uppalandi henn- ar í vandræðum vegna lifnaðarhátta hennar og þar komu margir drengir inn í myndina. Ég var miður mín yfir óreglu stúlkunnar og það þekkir móð- ir hennar og systir. Hún verður ófrísk 16 ára og á svo fimm börn þétt með manninum sínum. Auk þess á hún eitt barn með manni tvö. Orð hennar um 10 ára misnotkun frá 14 ára aldri halda því ekki frekar en nokkuð annað sem frá þessum systrum kemur,“ sagði hann og bætti því við að þegar hún var í sem mesta ruglinu hafi hún yfirgefið börnin sín og treyst honum fyrir dætr- um hennar. „Sólveig fer með ósann- indi og harma ég hefndarþorsta henn- ar í minn garð.“ „Lömuð af hræðslu“ Tvær aðrar konur sendu líka sögur af meintum kynferðisbrotum Gunn- ars á stjórnarmeðlimi Krossins og til Pressunnar en héldu nafni sínu leyndu. Jónína sagði þau hjónin ekki taka mark á nafnlausum sögum. „Ég lít á þetta sem lygasögur. Ef einhver kona ætlar að bera eitthvað á mann- inn minn verður hún bara að gera það undir nafni. Það er ekki hægt að taka mark á einhverjum nafnlausum sög- um.“ Önnur þeirra, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, kölluð Hanna Rúna, lýsti því yfir að hún myndi stíga fram undir nafni í dag og vildi taka það fram að hún væri ekki eitthvert fylgiskjal held- ur manneskja, venjuleg eiginkona, fjögurra barna móðir og leikskóla- kennari. Hún sagðist hafa verið 18 til 19 ára gömul þegar hún dvaldi tíma- bundið á heimili Gunnars og Ingi- bjargar. Hún hefði vaknað við það að Gunnar sat á rúmstokknum og strauk á henni lærið. „Þegar hann fær- ir höndina að nærbuxnastrengnum brást ég þannig við að ég sneri mér við og þrýsti andlitinu og líkama mínum upp að veggnum lömuð af hræðslu. Hann sat um stund á rúmstokknum á meðan ég lá algjörlega frosin, klesst upp að veggnum. Hann stendur svo upp og gengur út úr herberginu. Á eft- ir lá ég lengi vakandi, gagntekin skelf- ingu og vanlíðan. Ég vil geta þess að hann hafði áður, þegar ég var yngri, sýnt mér kynferðislega áreitni.“ „Ef ég hef sært þig ...“ Hún segir einnig að besti vinur henn- ar hafi farið til Gunnars og spurt hvort þetta væri rétt sem hún hefði sagt honum. Hann hefði þá komið heim til hennar og sagt: „Ef ég hef sært þig, bið ég þig um að fyrirgefa mér.“ Í kjölfarið hafi hún yfirgefið kirkjuna. Í samtali við DV sagði hún að hún vildi bara að hann viðurkenndi þetta. „Mér finnst það mikilvægt að þetta komi fram því að ég hef ekki þá trú að menn sem geri svona stoppi annars. Mig langar til þess að hægja á hon- um eða koma í veg fyrir að hann haldi þessu áfram.“ Hún vonast eftir afsögn hans. „Svona maður á ekki að vera andlegur leiðtogi. Það er bara þannig. Við erum ekki að þessu til þess að ráðast á hann eða fjölskyldu hans, alls ekki. En þetta verður að koma fram.“ Þá segir hún að lygarnar í tengslum við málið séu ótrúlegar. „Það er reynt að gera okk- ur ótrúverðugar. Því er haldið fram að við séum svona og hinsegin og jafnvel geðveikar. Ég veit alveg að ég er ekki geðveik. Ég er bara venjuleg kona.“ „Pabbi okkar er saklaus“ Stjórn Krossins kom saman á sunnu- dag til þess að fara yfir málið, en hún hafði örlög Gunnars í höndum sér. Þar voru lagðar línur fyrir komandi daga en stjórnarmeðlimir vildu ekki gefa það upp hver næstu skref yrðu fyrr en búið væri að fara yfir þeirra til- lögu með söfnuðinum. Auk Gunnars sitja í stjórn, Sigurbjörg dóttir hans og Aðalsteinn eiginmaður hennar, Nils Guðjón Guðjónsson og Björn Ingi Stefánsson, sem neitaði fyrr í vik- unni að hafa nokkuð með söfnuðinn að gera fyrir utan það að sækja ein- staka samkomur. „Ég hef aldrei geng- ið í Krossinn og ég hef aldrei sagt mig úr honum,“ sagði Björn Ingi og ítrek- aði það síðar í samtalinu: „Ég er ekki í Krossinum.“ Börn Gunnars hafa öll sem eitt lýst yfir stuðningi við föður sinn. Í yf- irlýsingu sem þau sendu DV sögðu þau þetta erfiða tíma í sínu lífi og að þau væru full af hryggð. „Pabbi okk- ar er kærleiksríkur maður sem vill öll- um vel. Hann gekk mágkonum sín- um í föðurstað og hefur reynst þeim traustur sem klettur. Ávallt hefur faðmur hans verið opinn fyrir þá sem eiga við sárt að binda og því erum við orðlaus yfir þessum ásökunum. Við vitum öll að pabbi okkar er saklaus og biðlum til fólks að fara varlega í sleggjudóma. Þessi ásökun á pabba okkar er skelfileg því að bæði okk- ur og honum þykir það mesta viður- styggð þegar brotið er á ungum stúlk- um eða börnum. Megi Guð mæta og fyrirgefa þeim sem standa að svona herskárri ófrægingarherferð.“ Und- ir þetta skrifuðu þau Gunnar Ingi, Guðni, Sigurbjörg og Jóhanna. Lofsömuðu föður sinn Fjölmenni var á samkomu í Krossin- um í gær. Þangað þyrptist að fólk sem vildi sýna Gunnari stuðning í verki. Gunnar sagði að framundan væri hátíð sem oftast væri kennd við ljós og frið en í lífi hans yrði þetta hátíð myrkurs og ófriðar. Börnin hans stigu á stokk hvert á fætur öðru og lofsöm- uðu föður sinn og tengdadóttir hans lýsti misnotkun sem hún varð fyr- ir í æsku. Þá fóru safnaðarmeðlimir upp á svið og ítrekuðu það að eng- inn væri syndlaus, enginn væri sak- laus af því að hafa sært annan mann eða gert mistök í lífinu. En þessar ásakanir væru ótrúverðugar og sagð- ist fólk reitt vegna þessara mála. En þetta væri próf Guðs og nú reyndi á það hversu sterk trúin væri. Það væri erfiðara að trúa þegar á reyndi en í lok slíkra prófrauna sæi fólk ljós- ið og myndi finna fyrir meiri styrk en áður. „Ef eitthvað er þá hefur þetta bara þjappað okkur saman. Við finn- um fyrir meiri kærleika hér en áður,“ sagði safnaðarmeðlimur og fleiri tóku í sama streng. Mér þykir samt vænt um hann og fer ekkert ofan af því. FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.