Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 15
starfsmaður verslunarinnar í ljós óánægju sína með verðkönnun- ina og sagði að hún væri villandi þar sem verðin ættu eftir að lækka. Það á hins vegar væntanlega við um hinar verslanirnar líka – verð- in kunna að lækka eftir því sem nær dregur jólum. Hann afhenti blaðamanni auglýsingu frá Máli og menningu þar sem afsláttur er auglýstur af tíu bókum. Afsláttur- inn gildir frá síðasta laugardegi til miðvikudags, 1. des. Rétt er því að nefna að bókin Furðustrand- ir eftir Arnald Indriðason kostar 3.880 krónur, Dömusiðir eftir Þor- björgu Marinósdóttur 2.790 krónur og Þokan eftir Þorgrím Þráinsson 2.790 krónur fram á miðvikudag í Máli og menningu. Afslátturinn af þessum bókum, ásamt sjö öðrum, er auglýstur 30 til 32 prósent. Það er í tveimur tilvikum af þremur tölu- vert hærri prósentutala en raun ber vitni, miðað við verðin á föstudag- inn. Þúsund krónur á hverja bók Meðalmunur á hæsta og lægsta verði á þeim sautján bókum sem kannaðar voru er rúm 36 prósent. Að jafnaði munar rúmum 1.100 krónum á verðinu í Bónus, þar sem bækurnar voru ódýrastar og í Máli og menningu, þar sem þær voru að jafnaði dýrastar í könnun föstu- dagsins. Sá sem kaupir tíu bækur fyrir jólin getur því sparað sér ríf- lega 11.000 krónur ef hann verslar þar sem bækurnar eru ódýrastar í stað þess að versla þar sem þær eru dýrastar. Rétt er að taka fram að í þess- ari verðkönnun er ekkert mat lagt á þjónustu verslananna – til dæm- is hvað varðar innpökkun eða skila- rétt, svo dæmi séu tekin. SÝNI HEIMILUM SKILNING „Fjármálafyrirtæki hafa í mörgum tilvikum veitt íbúðalán til heimila og einstaklinga með mjög lágar tekjur þó svo að engar forsendur væru fyrir að viðkomandi gæti staðið undir þeim. Eðlilegt er að fjármálafyrirtæki axli ábyrgð á slíkum lánveitingum með verulegum afskriftum,“ segir á heimasíðu Neytenda- samtakanna. Þar er fjallað um skuldavanda heimilanna og segir að fjár- málafyrirtæki virðist hafa mikið svigrúm til afskrifta skulda þegar kemur að fyrirtækjum. Samtökin ætlast til að þau sýni skuldavanda heimilanna ekki minni skilning og leysi hann eins fljótt og auðið er. SMART OG SMARTER Neytendastofu barst erindi frá sól- baðsstofunni Smart þar sem kvartað var yfir notkun Sohosólar á heitinu Smarter í auglýsingum og utan á húsnæði sólbaðsstofunnar. Stofnun- in komst að þeirri niðurstöðu að heitin og auglýsingaskiltin, Smart og Smarter, séu mjög lík og auðvelt fyrir neytendur að ruglast á fyrirtækjun- um. Heitið Smarter geti einnig gefið í skyn að um sé að ræða sama eða nátengt fyrirtæki og Smart. „Neytendastofa taldi Sohosól því brjóta gegn ákvæðum laga um viðskiptahætti og markaðssetningu og bannaði félag- inu notkun á heitinu Smarter,“ segir á neytendastofa.is. MÁNUDAGUR 29. nóvember 2010 NEYTENDUR 15 Verðkönnun ASÍ á matvöru: Svipað verð í Bónus og Krónunni Umboðsmaður skuldara segir að dómur Hæstaréttar, þar sem kröfu- höfum er heimilt að ganga að ábyrgðarmönnum einstaklinga sem gengist hafa undir nauðasamning til greiðsluaðlögunar, skýri hugsanlega bresti í því úrræði sem greiðsluað- lögun eigi að vera. „Vakin er athygli á því að dómur- inn hefur ekki áhrif á greiðslustöðv- un þeirra sem sótt hafa um greiðslu- aðlögun einstaklinga og er ekki hægt að ganga að ábyrgðarmönnum um- sækjenda,“ segir í tilkynningu frá embættinu. Fram kemur að dómurinn nái sérstaklega til staðfestra nauða- samninga til greiðsluaðlögunar, það er, þeirra sem fengu samning um greiðsluaðlögun sem samþykkt- ur hafi verið af dómsstólum en séu ekki frjálsir samningar eins og þeir sem umboðsmaður skuldara hafi milligöngu um. Ekkert sé því til fyr- irstöðu að kröfuhafar skuldara sam- þykki frjálsan samning sem innihaldi ákvæði þess efnis að kröfur sem gefn- ar séu eftir samkvæmt samningi um greiðsluaðlögun falli einnig niður gagnvart ábyrgðarmönnum. Með öðrum orðum að þeir sem hafa skrif- að upp á lán hjá öðrum sitji ekki í súpunni. „Falli ábyrgð ekki niður samhliða samningi um greiðsluaðlögun getur ábyrgðarmaður átt endurkröfurétt á þann skuldara sem fékk greiðslu- aðlögun. Það getur leitt til þess að skuldari fari í gjaldþrot og er greiðslu- aðlögunin þá fyrir bí. Fái ábyrgðar- maður ekkert upp í kröfu sína get- ur hann jafnframt þurft að leita eftir greiðsluaðlögun. Sæki fjármálafyrir- tæki það hart að ganga að ábyrgðar- mönnum, getur skuldavandi heimil- anna aukist margfalt. Því er það afar mikilvægt að ná samkomulagi við fjármálafyrirtæki um að þeir muni ekki ganga að kröfuhöfum,“ segir í til- kynningunni. baldur@dv.is Dómur Hæstaréttar flækir málið: Brestur í greiðsluaðlögun Afdrifaríkur dómur? Skuldavandinn getur aukist að mati umboðsmanns skuldara. MYND SIGTRYGGUR ARI Verslun Heildarverð* Munur Bónus 58.435 kr. Griffill 60.484 kr. 3,5% Hagkaup 65.400 kr. 11,9% Eymundsson 68.717 kr. 17,6% Office 1 69.699 kr. 19,3% Mál&Menning 77310 kr. 32,3% *VERÐ Á SÖMU 17 BÓKUM. VERÐMUNUR Í BÓKABÚÐUM HELMINGS VERÐMUNUR Á BÓKUM Bók Höfundur/ar Bónus Griffill Hagkaup Eymundsson Office 1 M&M Mesti munur 10.10.10 – Logi Geirsson Henry Birgir Gunnarsson n 3.979 4.252 3.980 n 4.999 4.792 4.990 25,4% Á valdi örlaganna Kristján Jóhannsson n 3.989 4.252 3.990 4.190 4.792 n 4.990 25,1% Árni Matt Árni Mathiesen n 3.994 4.225 4.490 4.540 n 5.192 4.990 30,0% Ástin og stjörnumerkin Ellý Ármannsdóttir n 2.898 2.953 n 3.990 n 3.990 3.192 n 3.990 37,7% Dömusiðir Þorbjörg Marinósdóttir n 2.598 2.740 2.780 2.790 3.192 n 3.490 34,3% Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir n 3.978 3.983 3.980 n 5.190 4.712 4.990 30,5% Furðustrandir Arnaldur Indriðason n 3.575 3.699 3.690 3.980 3.990 n 4.280 19,7% Gunnar Thoroddssen Guðni Th. Jóhannesson n 4.531 4.589 4.890 n 5.999 5.592 4.790 32,4% Hið dökka man - saga Catalinu Þórarinn Þórarinsson og Jakob Bjarnar Grétarsson n 3.367 3.377 n 4.690 3.460 3.752 n 4.690 39,3% Hreinsun Sofi Oksanen n 3.694 4.118 3.840 3.840 4.392 n 4.490 21,5% Lífsleikni Egill Einarsson n 2.593 2.594 2.990 2.790 3.192 n 3.990 53,9% Stelpur Kristín og Þóra Tómasdætur n 3.358 3.743 3.480 3.490 3.992 n 4.990 48,6% Útkall – Pabbi, hreyflarnir loga Óttar Sveinsson n 3.853 3.894 4.180 4.190 4.792 n 4.990 29,5% Walt Disney matreiðslubók Frá Walt Disney n 2.748 2.752 3.290 3.990 3.192 n 3.990 45,2% Þokan Þorgrímur Þráinsson n 2.648 2.652 3.480 2.790 3.192 n 3.990 50,7% Þú getur eldað Annabel Karmel n 2.680 2.682 n 2.680 3.490 3.192 n 3.990 48,9% Önnur líf Ævar Örn Jósepsson n 3.952 3.979 4.980 4.999 4.549 n 5.680 43,7% Samtals í krónum: 58.435 kr. 60.484 kr. 65.400 kr. 68.717 kr. 69.699 kr. 77.310 kr. 36,3% Verðsamanburður á 17 vinsælum bókartitlum KÖNNUNIN VAR GERÐ FÖSTUDAGINN 26. NÓVEMBER 2010 Á MILLI KL. 13.30 OG 15.00. Birt með fyrirvara um innsláttarvillur HÆSTA VERÐ LÆGSTA VERÐ Bónus alltaf ódýrast Griffill er að jafnaði aðeins um 3% dýrari en Bónus. Bókabúð Máls & Menningar er oftast dýrust. MYND RÓBERT REYNISSON Jólabjórinn rýkur út Samkvæmt fréttum frá ÁTVR er ljóst að landinn hefur beðið með eftir- væntingu eftir jólabjórnum í ár. Tölur fyrir fyrstu þrjá dagana leiða í ljós að salan var næstum 130 prósentum meiri en í fyrra. Fyrstu þrjá daganna var mest selt af Tuborg Julebryg, ýmist í dós eða flösku, eða alls 32.100 lítrar. Það eru 43 prósent af heildarsölu jólabjórs en þess má geta að hann fékk miðlungseinkunn í árlegri bragðkönnun DV á jólabjór. Þá má nefna að þessa fyrstu þrjá daga seldist 177 prósentum meira af Kalda jólabjór en fyrstu þrjá dagana í fyrra, rétt eins og Tuborg Julebryg í dós. Um 131 prósenti meira seldist af Viking jólabjór nú en fyrstu dagana í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.