Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Blaðsíða 20
Þeir eru fáir sem
halda jafn mikið
upp á Goldeneye
í Nintendo 64 og
undirritaður. Ég
kæri mig ekki um
að upplýsa hve
mörgum klukku-
tímum sem ég
hef varið í leik-
inn. Við hittumst
ennþá vinirnir
og spilum hann
í „mulitiplayer“,
enda algjört meistaraverk. Vænting-
ar mínar til endurgerðarinnar voru
því miklar. Það gleður mig mikið að
tilkynna öðrum aðdáendum leiksins
að það er klárlega þess virði að fjár-
festa í þeim nýja.
Hér er ekki verið að reyna að
finna upp hjólið með of miklum nýj-
ungum. Heldur er byggt ofan á þann
gríðarlega sterka grunn sem gamli
leikurinn er. Í „story mode“ er byggt
ofan á þau verkefni sem voru í fyrri
leiknum en þau eru sett í nýjan og
spennandi búning. Þá er einnig að
finna borð sem voru ekki í þeim
gamla.
Grafíkin í leiknum er frábær. Útlit
hans er allt hið Bond-legasta og ekki
skemmir fyrir að stórleikarar eins og
Daniel Craig og Judi Dench ljá leikn-
um rödd sína og andlit.
Það skemmtilegasta við „story
mode“ fannst mér, líkt og í fyrri leikn-
um, að læðast um óséður og fella
óvinina hljóðlaust með „silent-pp7“.
Ef þú vilt hins vegar hlaupa um með
vélbyssur á lofti þá er það hið besta
mál líka, enda úrvalið mikið. Eftir því
sem maður spilar á hærra erfiðleika-
stigi bætast við fleiri verkefni á hverju
borði.
Það er mikill kostur að hægt sé
að velja um ótal mismunandi útgáfu
stýrikerfa. Allt frá því að nota Wii
classic-stýripinnann, venjulega Wii-
stýripinnann og svo yfir í Wii Zapp-
er. Ég prófaði allar útgáfur en fannst
besta flæði nást með venjulegu still-
ingunni. Það er að segja Wii-stýri-
pinnann í annarri og „nunchuck“-ið
í hinni.
En aðalmálið er „multiplayer“-
möguleikinn. Því miður hef ég ekki
náð að spila leikinn í gegnum netið.
Hef átt í erfiðleikum með að tengjast
og veit hreinlega ekki hvort vanda-
málið sé mín megin eða ekki. Ég hef
hins vegar lesið fjölmarga dóma og
menn eru yfir höfuð sáttir við net-
spilunina fyrir utan að keppendur
geta ekki spjallað sín á milli.
Svo er hægt að spila með „split-
screen“, sem gerði fyrri leikinn
ódauðlegan. Ég hef bara spilað tví-
menning en það var frábær skemmt-
un. Líkt og í gamla leiknum er hægt
að sérhæfa leikina mikið. Eftir því
sem maður spilar leikinn meira í
„story mode“, því fleiri verða mögu-
leikarnir.
Goldeneye á Wii er frábær leikur
og ég get ekki beðið eftir því að bjóða
öllum félögunum heim í smá „spilt-
screen action!“
Hálfvitar í þrívídd
Jónsi í LaugardaLshöLLinni Tónlistarmað-
urinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi úr Sigur Rós, lýkur heimstónleika-
ferðalagi sínu á Íslandi í Laugardalshöllinni 29. desember. Áður en
Jónsi stígur á svið í Laugardalshöllinni á lokatónleikum ferðalagsins
mun hann ásamt hljómsveit hafa spilað á einum 99 tónleikum í
Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu, þar á meðal tónlistar-
hátíðunum Coachella, Summer Sonic, Öya, Pukkelpop, Electric
Picnic og Bestival. Jónsi býður unglinga sérstaklega velkomna á
tónleikana og býður þeim sérstakan afslátt í forsölu miða.
TónLeikar nemenda Tónlistardeild Listaháskólans
heldur sína árlegu nemendatónleika á haustönn í Þjóðmenning-
arhúsinu. Tónleikarnir eru haustpróf nemenda sem stunda nám í
hljóðfæraleik eða söng og er efnisskrá þeirra afar fjölbreytt. Fram
koma nemendur af öllum námsárum og flytja um 20 mínútna langa
efnisskrá hver. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Tónleikunum verður nú í fyrsta sinn varpað beint bæði í hljóð og
mynd á vef Listaháskóla Íslands, lhi.is. Tónleikarnir eru haldnir í sal
Þjóðmenningarhúss á þriðjudagskvöld kl. 18. og kl. 20.
20 fókus 29. nóvember 2010 mánudagur
PíLagrímsganga
menningarPíLa-
gríms
Draumurinn um veginn er kvik-
myndabálkur í fimm hlutum sem
fjallar um pílagrímsgöngu rithöf-
undarins Thors Vilhjálmssonar
til heilags Jakobs á Norður-Spáni.
Myndin verður sýnd í Háskólabíói til
3. desember og er óhætt að hvetja þá
sem hafa áhuga á þessari gönguleið
að líta á myndina. Með pílagríms-
göngu sinni og skýrgreiningu á sjálf-
um sér sem menningarpílagrími
lætur Thor Vilhjálmsson, einn helsti
brautryðjandi nútímaskáldsögunn-
ar á Íslandi, 40 ára draum sinn um
að ganga hinn forna, 800 km langa
pílagrímaveg til heilags Jakobs eftir
endilöngum Norður-Spáni, rætast
og það á árinu sem hann verður átt-
ræður.
sPennuTryLLir
í Laugarásbíó
Einn besti spennutryllir ársins,
Paranormal Activity 2, hefur ver-
ið tekinn til sýninga í Laugarás-
bíói. Myndin gefur fyrri mynd-
inni ekkert eftir og fór beint á
toppinn í Bandaríkjunum eftir
fyrstu sýningarhelgina. Sögu-
þráðurinn er á þá leið að eftir röð
innbrota á heimili sitt ákveður
fjölskylda nokkur að koma fyrir
öryggismyndavélum til að varpa
ljósi á hver er að verki en upp-
götvar að mannskepnan er ekki
að verki heldur eitthvað annað
mun skelfilegra.
JóLadagaTaL í
norræna húsinu
Í desembermánuði hefur Norræna
húsið boðið upp á jóladagatal alla
daga fram að jólum. Jóladagatalið er
opnað kl. 12.34 af starfsfólki hússins
og þá kemur í ljós hvað er í boði.
Jóladagatalið hefur slegið í gegn og
ýmsir listamenn, rithöfundar og
tónlistarfólk hafa skemmt fjölskyld-
um sem sækja Norræna húsið heim
á aðventunni í annríki jólanna. Eins
og áður mun mikil leynd hvíla yfir
því hvað er á dagskrá hvern daginn,
og eins og með öll alvöru jóladagatöl
er það ekki fyrr en glugginn er opn-
aður að það sést hvað er í boði.
Jackass-fyrirbærið er eitthvað sem
fólk mun í framtíðinni líta á sem
eitt af því sem einkenndi popp-
menninguna í kringum aldamót-
in 2000. Hópur ungra manna sem
urðu heimsfrægir og moldríkir á
því að láta eins og algjörir hálfvit-
ar. En það er eitt að vera hálfviti
og annað að vera fyndinn hálfviti.
Jackass-hálfvitarnir mega eiga það
að þeir eru drepfyndnir og þess
vegna eru þeir að senda frá sér sína
þriðju kvikmynd í fullri lengd og
það í þrívídd.
Það er svo sem ekkert nýtt af nál-
inni hérna. Jackass-gengið, með
Johnny Knoxville og Steve-O í far-
arbroddi, gera það sem engum heil-
vita manni myndi detta í hug og
taka það upp. Þeir útfæra ýmis at-
riði sem þeir hafa áður gert á frum-
legan hátt og svo er nýju bætt við
inn á milli. Meðan á tökum stend-
ur leggja þeir sig svo alla fram við að
koma hver öðrum á óvart með eins
andstyggilegum hrekkjum og þeim
dettur í hug.
Þrívíddin í þessari þriðju mynd
þeirra félaga skiptir svo sem ekki
miklu. Það er aðallega öfgahægar
endursýningar sem gefa atriðun-
um nýja vídd. Þó að þrívíddin auki
vissulega dýptina á því þegar maður
er sleginn bylmings fast utan undir
með fiskhræi.
Ég skemmti mér konunglega á
þessar mynd. Ég hló nánast sam-
fleytt frá fyrstu mínútu til þeirra
síðustu. Húmor kemur í endalaus-
um birtingarmyndum og því fleiri
þeirra sem maður getur notið því
betra. Reyndar voru nokkur atriði
þar sem manni ofbauð gjörsamlega
en maður gerði líka ráð fyrir því.
Það er samt merkilegt að spá í
því að vinsældir Jackass virðast ein-
skorðast við Bandaríkin og Ísland.
Jackass-hópurinn hefur lengi ver-
ið vinsæll á meðal íslenskra ung-
menna og einnig bandarískra. Það
sést best á því að 75 til 85 prósent
af tekjum allra myndanna þriggja
komu frá Bandaríkjunum.
Sem heildstæð kvikmynd er erf-
itt að gefa Jackass 3D háa einkunn
en ef stjörnugjöfin væri mæld út frá
hlátrasköllum fengi hún fimm af
fimm mögulegum.
Ásgeir Jónsson
Jackass 3D
Leikstjórn: Jeff Tremaine.
Leikarar: Johnny Knoxville, Bam Mar-
gera, Ryan Dunn, Steve-O, Jason “Wee
Man” Acuña, Chris Pontius, Preston
Lacy, Dave England, Ehren McGhehe.
ásgeir
jónsson
skrifar
óður TiL
goLdeneye
Daniel Craig Ljáir leiknum andlit sitt
og rödd.
GolDeneye 007
á Nintendo Wii
Tegund: Hasarleikur.
Útgefandi: Activision.