Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Side 22
22 úttekt 29. nóvember 2010 mánudagur
Samkvæmt nýlegri rannsókn eru karlmenn sem eru með lægri laun en eiginkonan lík-legri til að halda framhjá.
Konur eru líklegri til að halda fram-
hjá ef þær eru með hærri laun en eig-
inmaðurinn. Christin Munsch, út-
skriftarnema við Cornell-háskólann
sem leiddi rannsóknina, datt í hug að
rannsaka áhrif launa á framhjáhald
eftir að hafa frétt af hliðarspori vinar
síns sem útskýrði hegðun sína með
því að hann hefði upplifað sig valda-
lausan því „konan hélt fjölskyldunni
uppi, átti alla vinina og hann hefði
flutt til að geta verið með henni.“
Launaháir halda framhjá
Munsch komst að því að næstum 7
prósent aðspurðra giftra karlmanna
höfðu stundað kynlíf með öðrum en
maka og 3 prósent aðspurðra giftra
kvenna. Svartir og spænskir karlmenn
voru líklegri til að halda framhjá en
hvítir karlmenn. Hærra menntun-
arstig og trú minnkuðu líkur á fram-
hjáhaldi beggja kynja. „Breyturn-
ar menntun og trú hafa jákvæð áhrif
á framhjáhald en líkurnar aukast ef
konan hefur hærri laun. Hins vegar
er ekki hægt að tala um mikla aukn-
ingu. Konur, sem eru tekjuhærri en
eiginmenn sínir, ættu ekki að ganga
út frá að þeir muni taka hliðarspor,“
segir Munsch sem segir lág laun reyna
á karlmennsku karlmanna. Há laun
kvenna veiti þeim hins vegar meira
frelsi og aðstöðu til að standa í fram-
hjáhaldi. Í rannsókn Munsch kom
einnig fram að há laun beggja kynja
ykju líkur á framhjáhaldi. „Ef þú vinn-
ur langan vinnudag og hefur mikla
peninga á milli handanna verður auð-
veldara að fela hliðarsporin. Stórar út-
tektir á kreditkortinu vekja ekki jafn
mikla athygli og hjá hjónum sem hafa
lægri tekjur,“ segir Munsch og bæt-
ir við að þeir tekjuháu ferðist frekar
vegna vinnunnar og hitti því mikið af
öðru fólki.
Ríkir menn vinsælir
Mannfræðingurinn og prófessorinn
Helen Fisher við Rutgers-háskólann
segir aðrar rannsóknir hafa sýnt fram
á að hærri laun auki líkur á framhjá-
haldi karlmanna. „Launaháir karl-
menn eru vinsælir á meðal kvenna.
Þeir ferðast mikið, keyra flotta bíla og
borða á fínum veitingastöðum. Kon-
ur um allan heim falla fyrir slíkum
mönnum,“ segir Fisher sem segir nið-
urstöðu Munsch veita nýtt sjónarhorn
á sambönd kynjanna. „Út frá þróun-
arkenningunni ættu ástæður til fram-
hjáhalds að vera minni hjá mönnum
sem eru tekjulægri en eiginkonur sín-
ar. Þeir ættu að una glaðir við sitt. Það
að karlmenn, sem afla lægri tekna en
eiginkonurnar, haldi frekar framhjá á
sér sennilega sálrænar skýringar.“
Tilfinningar, ekki kynlíf
En er hægt að treysta maka sem hélt
fram hjá sínum fyrrverandi til að vera
með þér? Samkvæmt dr. Yvonne K.
Fulbright, höfundi The Better Sex
Guide to Extraordinary Lovemak-
ing, getur samband sem hefst sem
framhjáhald þróast upp í alvarlegt og
langvarandi ástarsamband. Fulbright
segir þó slík sambönd frekar undan-
tekningu en reglu. „Flestir þeirra sem
halda framhjá eru ósáttir í eigin sam-
bandi. Þótt kynlíf hafi sitt að segja
halda flestar konur og karlar fram hjá
vegna tilfinninga. Þeim finnst eitthvað
vanta í sambandið og leita að því ann-
ars staðar. Það þarf því ekkert endilega
að vera að fólk sem heldur fram hjá sé
hrifið af manneskjunni sem það held-
ur við. Aðallega leitar það í athyglina
sem manneskjan veitir og tilfinning-
unni að vera þráð/ur.“ indiana@dv.is
Heldur þú
framhjá?
Karlmenn sem eru með lægri laun en konur þeirra eru líklegri til að halda
framhjá samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar kemur einnig fram að konur sem eru
tekjuhærri en eiginmennirnir eru einnig líklegri til að halda framhjá. Dr. Yvonne
K. Fulbright segir að sambönd sem verða til við framhjáhald geta orðið að löngum og
farsælum ástarsamböndum en það sé frekar undantekning en regla.
Vandamál: Leiði í sambandinu
Þið hafið verið saman í tvö ár eða yfir tíu ár og nýjabrumið er horfið. Kynlífið er ekki lengur jafn spenn-
andi og þér finnst þú stundum ekki hafa neitt að segja við makann.
Ekki halda framhjá: Samkvæmt dr. Patti Britton, höfundi The Art of Sex Coaching, er kominn tími til að
veita hugmyndafluginu frelsi. „Gerið eitthvað nýtt saman. Eitthvað sem þið hafið aldrei gert áður. Farið
saman í hjálpartækjaverslun og prófið eitthvað nýtt í kynlífinu. Fjölbreytileiki losar dópamín í heilanum
og lætur okkur líða líkt og við séum að upplifa eitthvað nýtt.“
Vandamál: Skortur á athygli
Finnst þér þú ekki fá næga athygli frá makanum? Suma daga er eins og makinn sýni allt og öllum
athygli nema þér; vinnunni, börnunum. Þú vilt kannski líka vera spurð/ur hvernig dagurinn hafi verið.
Það væri líka notalegt að fá baknudd án þess að þurfa að grátbiðja um það.
Ekki freistast til að halda framhjá: Britton hvetur fólk til að veirta makanum meiri athygli ef það sjálft vill
meiri athygli. „Gerðu eitthvað fallegt fyrir makann og líkur eru á að þú fáir það til baka.“
Vandamál: Þú vilt fá staðfestingu þess að þú sért enn aðlaðandi
Eftir langt samband hefurðu gleymt því hvernig er að vera þráð/ur (fyrir eitthvað annað en hæfileika
þína í eldhúsinu, feita launaseðilinn eða uppeldisaðferðir).
Ekki láta freistast: „Biddu gifta vini ykkar að koma með ykkur út á lífið og eyddu kvöldinu í saklaust
daður,“ segir Ian Kerner sambands- og kynlífsfræðingur og höfundur Sex Recharge sem segir lítilsháttar
daður geta haldið bölvun framhjáhalds fjarri og í leiðinni haft jákvæð áhrif á ástarsamband para.
Vandmál: Þú ert spennufíkill
Tekurðu áhættu þegar kemur að öðrum þáttum lífs þíns? Dregur hið mögulega stórslys, sem framhjá-
hald myndi hafa á sambandið, þig til þess að stofna sambandinu í hættu?
Ekki láta freistast: „Leitaðu leiða til að deila hasarnum með makanum,“ segir Kerner. „Leigið ykkur
hryllingsmynd, farið í rússíbana eða teygjustökk. Finndu leiðir til að brjóta upp rútínuna án þess að
svíkja manneskjuna sem þú elskar.“
Vandamál: Þú hrífst ekki lengur af makanum
Ef makinn hefur fitnað eða er einfaldlega hættur að hugsa um útlitið getur reynst erfitt að laðast að
honum kynferðislega.
Ekki freistast til að halda framhjá: Stingdu upp á göngutúr eftir kvöldmatinn. Klæðið ykkur vel og leiðist
út í myrkrið. Eldið hollari mat saman. Passaðu að gagnrýna hann ekki. „Jákvæð hvatning getur komið
makanum aftur á rétta braut,“ segir Britton.
Vandamál: Þið giftust ung og hafið fjarlægst
Ef þið voruð um tvítugt þegar þið giftuð ykkur eru líkur á að þið hafið breyst, jafnvel þroskast í ólíkar
áttir. Þegar þú svo hittir annan einstakling sem deilir sömu áhugamálum og þú er ekkert skrýtið að þú
laðist að viðkomandi.
Ekki freistast: „Þið þurfið ekki að gera alla hluti saman,“ segir Kerner. „Góð sambönd eru byggð á tveimur
sterkum einstaklingum. Þú verður að geta gert þína hluti, átt þína vini og haft tíma fyrir þig. Auðvitað er
best að eiga einhver áhugamál saman en þið þurfið líka að fá að þroskast sem einstaklingar.“
Vandamál: Þú leitar að útgönguleið
Þú hefur í þó nokkurn tíma vitað að hjónabandinu væri í raun lokið en hefur bara ekki tilbúin/n til þess
að setjast niður og ræða það erfiða mál við makann. Væri auðveldara að vera gripin/n í rúminu með
einhverjum? Ertu kannski hrædd/ur við að binda enda á hjónabandið og vera ein/n?
Ekki freistast til að halda framhjá: „Þú leysir engin vandamál með því að hoppa upp í rúm með einhverj-
um. Til að leysa vandamálin þarftu að byrja á að vera hreinskiln/n við sjálfa/n þig og makann. Farðu til
sálfræðings og reyndu að leysa úr flækjunni í hausnum á þér,“ segir Britton.
Vandamál: Þú ert á nýjum stað
Hefurðu grennst? Varstu að byrja í nýju spennandi starfi? Hefurðu tekið upp nýtt skemmtilegt áhuga-
mál? Lífið hefur tekið skemmtilega og óvænta beygju og einhvern veginn verður makinn eftir.
Ekki freistast til að halda framhjá: „Breytingar kalla á áskoranir og það er auðvelt að ákveða að makinn
skilji þig ekki,“ segir Kerner. „Gefðu makanum séns og bjóddu honum að vera með þér í liði. Hann mun
örugglega koma þér á óvart með skilningi sínum og ráðleggingum.“
Vandamál: Makinn hefur ekki áhuga á kynlífi
Mismikil kynhvöt getur valdið erfiðleikum. Ef makinn er aldrei í stuði getur það haft alvarleg áhrif á
samband ykkar og leitt huga þinn að kynlífi utan hjónabandsins.
Ekki láta freistast: Ræddu málið við makann. „Reynið að tala saman og koma til móts
við hvort annað. Reynið að finna milliveg,“ segir Britton.
Vandamál: Þið eruð í fjarbúð
Það er nógu erfitt að viðhalda hamingjusömu hjónabandi undir
sama þaki. Löng fjarlægð vegna vinnu getur valdið
virkilegu álagi. Þú getur fundið fyrir einmanaleika og
leitað að einhverjum til að fylla upp í tómið.
Ekki láta freistast: „Fjarlægðin getur og ætti að
styrkja ástina. Notið tæknina, símann, netið og
haldið áfram að stunda kynlíf þótt þið séuð ekki í
sama herberginu,“ segir Kerner.
Vandamál: Makinn hélt framhjá
Hefur þér aldrei tekist að fyrirgefa framhjáhaldið?
Langar þig að hefna þín til að jafna metin?
Ekki láta freistast: „Þú færð aldrei það sem þú vilt
með hefnd,“ segir Britton. „Einbeittu þér að því að
byggja aftur upp sambandið eða komdu þér út
úr því.“
Vandamál: Þráin er að yfirbuga þig
Þú kannt að meta hjónabandið, þú elskar makann og
þið stundið frábært kynlíf en einhverra hluta vegna
hefur þriðji aðilinn komið sér fyrir í huga þínum. Þú
getur einfaldlega ekki hætt að hugsa um hvað það væri
ljúft að láta undan lönguninni.
Ekki láta freistast: „Daðurskennd vinátta getur auð-
veldlega þróast upp í annað og meira. Passaðu að
eyða ekki of miklum tíma með þessum einstaklingi,“
segir Kerner sem mælir með að við látum fantasíur
um annað fólk duga. „Margar konur hugsa um
aðra menn þegar þær elskast með eiginmanninum.
Fantasíur eru í fínu lagi – svo lengi sem þær verða ekki
að raunveruleika.“
Saklaust daður getur tekið óvænta stefnu. allt í einu
verður erfitt að standast freistinguna. af hverju freist-
ar framhjáhald þín? Skoðaðu listann og sjáðu hvaða
leiðir eru í boði aðrar en að leita út fyrir hjónabandið
þegar vandamálin koma upp.
Ekki falla í freistni
Það þarf því ekk-ert endilega að
vera að fólk sem held-
ur framhjá sé hrifið af
manneskjunni sem það
heldur við. Aðallega
leitar það í athyglina
sem manneskjan veit-
ir og tilfinningunni að
vera þráð/ur.