Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Síða 6
6 | Fréttir 24. janúar 2011 Mánudagur Ráðlagði Vesturbyggð að nýta rétt sinn í Sparisjóði Vestfirðinga: Ráðlagði kaup á stofnfé Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Áhyggjur af fáliðun Stjórn Lögreglufélags Vesturlands hefur óskað eftir fundi með Ög- mundi Jónassyni innanríkisráð- herra vegna fáliðunar í lögreglunni á svæðinu. Enginn lögregluþjónn er í Dölum og frá haustinu 2008 hafa lögregluembættin í landshlutanum öll skorið niður með því að draga úr yfirvinnu og afleysingu. Skera á enn frekar niður í ár. Á vef RÚV segir Jón Arnar Sigurþórsson, formaður Lögreglufélags Vesturlands, að um síðustu áramót hafi lögregluþjón- um fækkað um einn á Akranesi sem og í Borg- arfirði. Á Snæfellsnesi séu tvær lausar stöður sem ekki hafi verið ráð- ið í. Fyrir vikið er mikið álag á þeim lögreglu- mönnum sem eftir eru og ekki hægt að búast við því að þeir veiti sömu þjónustu. Eldur í Gufunes- bryggju Eldur kviknaði í Gufunesbryggju ná- lægt Áburðarverksmiðjunni í Gufun- esi á sunnudagskvöld. Eldur logaði í bryggjunni og lagði reyk yfir hluta Grafarvogs og Mosfellssveitar. Tvær sveitir voru notaðar til verksins og tók slökkvistarf á annan klukkutíma. „Það er mestmegnis lítil handavinna eftir,“ sagði Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuð- borgarsvæðinu í samtali við DV um kvöldmatarleytið á sunnudag. Hafsögubáturinn Magni var notaður við slökkvistarfið en hann dældi gífurlegu magni af sjó á bryggjuna. „Bryggjan er löskuð og var mjög þreytt fyrir,“ segir Oddur en um trébryggju er að ræða. Eldsupp- tök eru ókunn að sögn Odds. Sveiflaði hníf í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók ungan mann í mjög annarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dagsins, eftir að hann hafði sveifl- að hnífi á almannafæri. Engum varð meint af uppátæki manns- ins, en það var hins vegar nóg til þess að hann var handtekinn og látinn gista fangageymslu á Hverfisgötu. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu gat maður- inn ekki gefið skýringar á hegðun sinni. Ígrunduð yfirtaka sparisjóðanna Spurninga er nú daglega spurt um málefni sparisjóðanna þegar til stend- ur að leggja þeim til milljarða króna af opinberu fé til endurreisnar. Þar er meðal annars átt við Sparisjóð Kefla- víkur og Byr, sem varð í fyrstu til með sameiningu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra. DV hefur áður greint ítarlega frá því hvernig fyrirtæki á vegum Baugs keypti upp stofnfjár- hluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar til þess að ná þar undirtökunum. Gagnrýnt er að ákveðið sé að láta milljarða króna af opinberu fé renna til endurreisnar sparisjóðanna án þess að rannsókn hafi farið fram á málefnum þeirra svo sem Alþingi hefur ákveðið. „Mér finnst ég hafa verið blekkt- ur. Ég er alveg sannfærður um það að staða sparisjóðsins í Keflavík hafi ekki verið eins góð og hún var sögð vera. Stór hluti af eignum sparisjóðsins var í Exista. Þess vegna held að ég þessar lánveitingar til stofnfjáraukningar geti ekki talist vera löglegar... Tilfinning mín segir mér að þetta hafi verið svik og að þessi gjörningur eigi að ganga til baka,“ sagði Karl Sigurgeirsson á Hvammstanga í samtali við DV 19. jan- úar. Karl tók nokkrar milljónir króna að láni í Sparisjóði Keflavíkur og í Lands- bankanum árið 2007 til kaupa á stofn- fjárhlutum þegar Sparisjóður Húna- þings og Stranda rann inn í Sparisjóð Keflavíkur. Dómstóll komst að því fyrir helg- ina að blekkingum hefði verið beitt við stofnfjáraukningu í Sparisjóði Norð- lendinga og í Byr í árslok 2007, en Glitnir lánaði þá fjölda manns stórfé til að auka við stofnfjárhluti sína. Hvað á að rannsaka? Dómurinn vísar sterklega til þeirrar nauðsynjar að rannsaka málefni spari- sjóðanna áður en almannafé verð- ur látið af hendi til bjargar þeim. Í lok september á síðasta ári var samþykkt þingsálykturnartillaga um sjálfstæða og óháða rannsókn á aðdraganda og orsökum falls sparisjóðanna frá því að viðskipti með stofnfé voru gefin frjáls. „Í kjölfar þess fari fram heildarendur- skoðun á stefnu og starfsemi sparisjóð- anna,“ segir orðrétt í samþykkt Alþing- is. Verslun með stofnfjárhluti og þar með valdið yfir sparisjóðunum hófst fyrir 8 til 9 árum með lagabreytingum sem tóku gildi árið 2002. Einkavæðing stóru bankanna stóð þá sem sem hæst. Tilraunir til þess að ganga alla leið og breyta sparisjóðunum í hlutafélög eru álíka gamlar. Snemma árs 2002 fékk stjórn SPRON heimild stofnfjáreigenda til þess að vinna að því að breyta spari- sjóðnum í hlutafélag. Það gekk ekki eftir en stofnfjárhlutir í SPRON gengu kaupum og sölu þegar árið 2004. Það var ekki fyrr en sumarið 2007 að stofn- fjáreigendur samþykktu, að tillögu stjórnar SPRON, að breyta sparisjóðn- um í hlutafélag. Eftir þetta hófust við- ræður um samruna SPRON við Kaup- þing. Þau áform urðu að engu þegar Kaupþing féll og Fjármálaeftirlitið tók við rekstri bankans. Átökin um Sparisjóð Hólahrepps Á árunum 2000 til 2003 komust Kaup- félag Skagfirðinga og nokkrir stjórn- endur þess yfir stóran hlut í Sparisjóð Hólahrepps. Þórólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri KS fór þá einnig fyrir fjár- festingum á vegum kaupfélagsins. Hann var og er enn einn valdamesti maður innan Framsóknarflokksins. Fjárvaki, sem var að öllu leyti í eigu KS, keypti tíu stofnbréf í mars árið 2000. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri, og Jón Eðvald Frið- riksson, framkvæmdastjóri Fiðskiðj- unnar Skagfirðings, keyptu einnig sinn hlutinn hvor. Stofnfjárbréf voru 40 og fjórðungur þeirra í eigu fyrirtækja und- ir hatti KS. Aðrir einstaklingar, eink- um stjórnendur innan kaupfélagsins, áttu enn eftir að styrkja stöðu sína inn- an sjóðsins árið 2001 og síðar. Miklar tæknilegar deilur stóðu lengi um veru- lega aukinn hlut KS og aðila tengda Sparsjóði Hólahrepps en sú regla gilti að enginn gæti farið með meira en 5 prósent atkvæða. Málið kom meðal annars til kasta Fjármálaeftirlitsins en forstjóri þess var þá Páll Gunnar Páls- son. Í ársbyrjun 2002 samdi Sparisjóð- ur Hólahrepps við Íbúðalánasjóð um að sérstakur 300 milljóna króna ör- yggissjóður ÍLS yrði vistaður og ávaxt- aður í Sparisjóði Hólahrepps. Samn- ingurinn var undirritaður af Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra og Guðmundi Bjarnasyni fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins sem þá var orðinn forstjóri ÍLS. Athyglisvert er að í samningnum er gert ráð fyr- ir að Fjárvaki eða Kaupfélag Skagfirð- inga njóti beins fjárhagslegs ávinnings af viðskiptunum við Íbúðalánasjóð. Samkvæmt heimildum DV kom það stjórnarmönnum og Kristjáni Hjelm, þáverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hólahrepps, í opna skjöldu þegar Íbúðalánasjóður lagði inn 300 milljón- ir króna, en eigið fé sparisjóðsins var þá aðeins nokkrar milljónir króna. Samkvæmt sömu heimildum fór Sigurjón fram á sambærilegar greiðslur til KS í árslok 2003 vegna viðskiptanna við Íbúðalánasjóð. Kristján mun hafa þráast við og var þá vísað til samnings- ins. Honum var síðar sagt upp störfum. n Von um auðtekinn hagnað og útstreymi lánsfjár kynti undir átök um sparisjóðina n Til þess þurfti að leyfa verslun með stofnfjárhluti og breyta sparisjóðum í hlutafélög n Kaup- félag Skagfirðinga náði undirtökum með uppkaupum á hlutum í Sparisjóði Hólahrepps„Athyglisvert er að í samningnum er gert ráð fyrir að Fjárvaki eða Kaupfélag Skagfirð- inga njóti beins fjárhags- legs ávinnings af viðskipt- unum við Íbúðalánasjóð. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Sérfræðingar, þeirra á meðal Vil- hjálmur Bjarnason, dósent við Há- skóla Íslands, mæltu eindregið með því við bæjaryfirvöld í Vesturbyggð í árslok 2007, að sveitarfélagið nýtti sér heimild til stofnfjáraukningar í Sparisjóði Vestfjarða. Vesturbyggð stóð þá til boða að taka þátt í slíku útboði. „Ég var þá bæjarstjóri og bað val- inkunna menn um álit. Þeir voru afar jákvæðir og töldu rétt að nýta heimildina. Það var síðan samþykkt í bæjarstjórn með öllum greiddum atkvæðum, einnig núverandi meiri- hlutamanna,“ segir Ragnar Jörunds- son, fyrrverandi bæjarstjóri Vestur- byggðar. Meðal þeirra sem Ragnar ráð- færði sig við voru sparisjóðsstjórar Sparisjóðs Vestfjarða og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda sem síðar sameinuðust Sparisjóði Keflavíkur. „Allir sem einn eru sammála um að mjög óskynsamlegt sé að nýta ekki heimildina,“ segir í bréfi Ragnars til bæjarstjórnar Vesturbyggðar 14. desember 2007. Vilhjálmur Bjarnason benti á það í umsögn sinni að stofnfjáreigend- ur væru nauðbeygðir til að kaupa samkvæmt forgangsrétti ef þeir vildu verja hlut sinn í sameignarsjóði SpVf. „Væntanlegar arðgreiðslur frá hin- um sameinaða Sparisjóði munu fara langt með að standa undir vöxtum af lánum á næstu tveimur árum og á þeim tíma mun hlutafélagavæðing ná fram að ganga. Þá mun sveitarfé- lagið Vesturbyggð geta selt sinn hlut og innleyst sinn hlut í sameigninni,“ segir meðal annars í umsögn Vil- hjálms frá þessum tíma, sem DV hef- ur undir höndum. „Niðurstaða mín er því sú að Vest- urbyggð beri að kaupa að minnsta kosti forgangsréttarhlut sinn í útboð- inu. - Allt sem hér er sagt á jafnframt við aðra stofnfjáreigendur í Spari- sjóði Vestfjarða,“ segir í umsögn Vil- hjálms. Allt er þetta fé Vesturbyggð- ar nú tapað, alls um 150 milljónir króna. johannh@dv.is Í góðri trú? Vilhjálmur Bjarnason, dósent við HÍ, gerði enga fyrirvara er hann ráðlagði Vesturbyggð að kaupa. Valdamikill kaupfélagsstjóri Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS í Skagafirði, er valdamikill innan Framsóknarflokksins. Heim- ildir DV herma að Sparisjóður Hólahrepps hafi átt að vera banki VÍS til að byrja með. Samdi við félagana í Skagafirði Í forstjóratíð Guðmundar Bjarnasonar hjá Íbúðalánasjóði var 300 milljóna króna öryggissjóður ÍLS fluttur til ávöxturnar í Sparisjóð Hólahrepps. Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga átti að njóta fjárhagslegs ávinnings af samningi sem aðstoðarkaupfélagsstjórinn og forstjóri Íbúðalánasjóðs undirrituðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.