Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Síða 19
Umræða | 19Mánudagur 24. janúar 2011 Blik í augum starfsmanna 1 Talsmaður Jónínu Gunnar í Krossinum er duglegur að vitna í Jónínu Benediktsdóttur á heimasíðu sinni. 2 Eivør Pálsdóttir: Eltihrellirinn birtist í eldhúsi mömmu hennar „Í Færeyjum tjaldaði hann í garðinum við húsið mitt í Götu og hann fylgdist með mér við hvert fótmál,“ segir Eivør. 3 Skæður Facebook-vírus breiðist hratt út Nýr Facebook-vírus breiðist út og eldur í sinu á samskiptasíðunni. 4 Tíu helstu ástæðurnar fyrir rifr-ildum Meðalpar rífst þrjú hundruð og tólf sinnum á ári – yfirleitt yfir alls kyns smáatriðum. 5 Lögreglan leitar að ökumanni sem flúði eftir árekstur Ökumaður flúði af vettvangi eftir harðan árekst- ur á Hafnarfjarðarvegi á sunnudag. 6 Toshiba leiðir þrívíddina Japanski tæknirisinn er leiðandi á sviði þrívíddarsjónvarpa, eins og sagt var frá í helgarblaði DV. 7 Þriðja þrenna Berbatovs Búlgarski framherjinn hjá Manchester United er sjóðheitur þessa dagana. Hilmar Veigar Pétursson er einn stofnenda CCP sem framleiðir netleikinn EVE Online. Sá leikur hefur verið valinn frumlegasti leikur ársins 2010 af lesendum leikjavefsíðunnar mmorpg.com. Hver er maðurinn? „Maðurinn er rauðhærður.“ Hvenær hófst Eve-Online ævintýrið? „Leikurinn kom á markað árið 2003 en undirbúningur hófst nokkrum árum fyrr.“ Fagnið þið þegar þið fáið viðurkenningu eins og þessa? „Já, í rauninni. Við fögnum heildarárangri og í byrjun apríl þá fögnum við því að miklar endurbætur voru gerðar á leiknum sem reyndar leiddu til þess að við fengum þessi verðlaun.“ Hefur þessi leikur yfirtekið líf þitt? „Ég myndi frekar segja að fyrirtækið CCP hafi tekið líf mitt yfir.“ Hvernig var stemningin þegar fyrirtækið var stofnað? „Fólk lagði afar hart að sér á fyrstu árum fyrirtækisins. Við vorum 30 starfsmenn og unnum á 3 árum það sem 100 manns eru vanalega 5 ár að gera. Menn unnu tvöfalda vinnu og oft var ekki til peningur til að framkvæma það sem þurfti. Einu sinni var ekki hægt að borga laun í 3 mánuði en enginn hætti þrátt fyrir það. Við lögðum þetta á okkur þennan tíma og fórnuðum vinum, fjölskyldu og síðast en ekki síst geðheilsunni.“ En hvernig er stemningin núna? „Það eru fleiri sem vinna verkin og fjármálin í góðu horfi. Metnaðurinn hefur aldrei dottið niður, það er eitthvað blik í augum allra sem segir mér að ef við lendum einhvern tímann í þrengingum þá veit ég að við komumst í gegnum það á hörkunni eins og við gerðum áður.“ „Ég vona alla vega að þeir komist.“ Rakel Brynjarsdóttir 15 ára, nemi „Já, ég held það.“ Ellen Kristjánsdóttir 15 ára, nemi „Ég held að þeir komist áfram.“ Arnar Logi Björnsson 22 ára, nemi „Þeir komast áfram.“ Elva Dögg Ólafsdóttir 25 ára, nemi „Hiklaust.“ Anna Margrét Sævarsdóttir 21 árs, atvinnulaus Mest lesið á dv.is Maður dagsins Telur þú að íslenska handboltalandsliðið komist í undanúrslit á HM? Vinsælar pylsur Á sunnudegi er gott að fá sér Bæjarins bestu-pylsur eftir að hafa rölt um bæinn í votviðrinu. Mynd: Róbert Reynisson Myndin Dómstóll götunnar Einn af viðburðum ársins 2011 mun verða sá að Kína tekur við af Banda- ríkjunum sem helsti vöruframleið- andi heims. Þó að Bandaríkin verði áfram stærsta hagkerfið eru þetta þó ákveðin tímamót, því Bandaríkin munu þar með missa stöðu sem þau hafa haft í 110 ár. 20. öldin tilheyrði Bandaríkjunum sem náðu hápunkti veldis síns á seinni hluta hennar. Hnignun þeirra er líklega með því allra mikilvægasta sem mun gerast í alþjóðastjórnmálum á fyrri hluta 21. aldar. Merki þess má jafnvel sjá hérna uppi á litla Íslandi. Kínverska sendi- ráðið leitar óðum leiða til að stækka við sig á meðan kínverskar kvik- myndir eru sýndar vikulega í Öskju á vegum Konfúsíusarstofnunar. Bandarísku menningarmiðstöð- inni, þar sem hægt var að fá lánað- ar klassískar kvikmyndir með Mar- lon Brando ásamt fleirum sem ætlað var að halda okkur við efnið í kalda stríðinu, hefur fyrir löngu verið lok- að. Líklega munu bandarískar kvik- myndir ráða för í almennum bíósýn- ingum enn um sinn, en markverðast af öllu er þó að bandaríski herinn hefur dregið sig til baka. Rétt eins og Rómaveldi dró herlið sitt frá Bret- landseyjum til þess að vernda mikil- vægari svæði á hnignunarskeiðinu, voru orrustuþotur Bandaríkjanna sendar til Mesópótamíu þar sem þörf fyrir þær var brýn. Heimsveld- ið getur ekki lengur haldið úti herliði alls staðar. Bandalag gegn Bandaríkjum Bandaríkin reyndust Evrópu þrátt fyrir allt vel, sérstaklega á árunum í og eftir seinni heimsstyrjöld. En þau hafa ekki alls staðar notað vald sitt til góðs. Gegndarlaus afskipti þeirra af Suður-Ameríku hafa haft mikl- ar hörmungar í för með sér. Í hvert sinn sem vinstrisinnaður leiðtogi var kosinn í Suður-Ameríku var honum jafnóðum steypt af stóli í blóðugu valdaráni, gjarnan með hjálp CIA, og eru endalok Allende í Síle aðeins þekktasta dæmið um slíkt. Nú er hins vegar öldin önnur. Í hverju ríki Suður-Ameríku á fætur öðru hafa vinstrisinnaðir leiðtogar komist til valda, og fá að athafna sig að vild á meðan Bandaríkjamenn eru uppteknir í Mið-Austurlönd- um við lítinn orðstír. Undanfarin ár hafa sum af þessum ríkjum stofnað með sér bandalag sem nefnist Bólí- varíska bandalagið eða ALBA, og á að vera mótvægi við áhrif Banda- ríkjanna. Stofnmeðlimirnir eru Ven- esúela og Kúba, en tildrög þess voru þau að Venesúela sendi Kúbverjum olíu í skiptum fyrir lækna og kenn- ara til starfa í Venesúela. Þó að Kúb- verjar hafi átt við efnahagserfiðleika að glíma undanfarið standa þeir enn mun framar nágrönnum sín- um þegar kemur að menntamálum, og geta þeir nú notað yfirburði sína á því sviði til eins konar vöruskipta. Á undanförnum árum hafa Bólivía, Ekvador og Níkaragva ásamt nokkr- um minni eyjum í Karíbahafi gengið í bandalagið. Ætlunin er að það taki upp sinn eigin gjaldmiðil, sem mun nefnast Sucre, þó ekki hafi orðið af því enn. Valdabarátta 21. aldar Slík þróun hefði verið óhugsandi á dögum kalda stríðsins þegar Daniel Ortega var kosinn forseti Níkaragva og þurfti að kljást við kontraskæru- liða sem voru studdir af Bandaríkj- unum. Nú er hann hins vegar forseti á ný, og virðist sem hann fái, í þetta sinn, að sitja í friði. Það ríki Suður- Ameríku sem mest mun kveða að í framtíðinni er þó vafalaust Brasilía. Lula da Silva fyrrverandi forseti hefur fylgt hófsamri vinstristefnu sem virð- ist hafa skilað góðum árangri, og eft- irmaður hans, Dilma Rousseff, sem er fyrsti kvenkynsforseti landsins, virðist staðráðinn í að fylgja sömu stefnu. Sumir segja að sagan sé fyrst og fremst spurning um tölur. Í fimm hundruð ár hafa Evrópuveldin og arftaki þeirra, Bandaríkin, stjórnað heiminum í krafti tækniþekkingar sinnar. Ef til vill er óhjákvæmilegt að eftir því sem sú tækniþekking breið- ist út verði það fjölmennustu þjóð- irnar, Kína, Indland og jafnvel Bras- ilía, sem verða atkvæðamestar. Á 21. öld verður því líklega mikil tilfærsla á valdi í heiminum. Vonandi verður sú tilfærsla friðsamlegri en hún var á þeirri 20. Hnignun heimsveldis Kjallari Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.