Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 24. janúar 2011 Bólivíumenn biðla til Sameinuðu þjóðanna um að leyfa fólki að tyggja kóka-lauf: Hluti af sjálfsmynd Bólivíu Stjórnvöld í Norður- og Suður- Kóreu hafa samþykkt að hefja við- ræður innan skamms til að reyna að draga úr hernaðarlegri spennu sem ríkt hefur á Kóreuskaganum að undanförnu. Nú þegar hefur verið samþykkt að varnarmálaráð- herrar landanna beri saman bækur sínar, en slíkur fundur milli varn- armálaráðherra ríkjanna hefur ekki átt sér stað síðan árið 2007. Í raun hefur verið lítið um bein sam- skipti milli nágrannaríkjanna síð- an Norður-Kóreumenn gengu á dyr í sex ríkja viðræðum um kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreu, en það gerðist árið 2009. Í þeim viðræðum tóku þátt, ásamt Kóreuríkjunum, Bandaríkin, Rússland, Japan og Kína. Vonast er til þess að viðræður Kóreuríkjanna geti orðið undanfari þess að sex ríkja viðræðurnar verði teknar upp aftur, en síðan upp úr þeim slitnaði hafa Norður-Kóreu- menn sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni í mikilli andstöðu al- þjóðasamfélagsins alls. Þrýstingur frá Bandaríkjunum og Kína Talið er að ákvörðun stjórnvalda Kór- euríkjanna sé bein afleiðing leið- togafundar Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og Hu Jintao, forseta Kína, sem fram fór í Washington í síð- ustu viku. Á fundinum lét Obama vita af þeirri stefnu Bandaríkjanna, að þau neyddust til að senda herafla á Kór- euskaga, ef Kína skærist ekki í leikinn og hvetti Norður-Kóreumenn til við- ræðna. Stjórnmálaskýrendur í Wash- ington segja að Obama hafi tekist að sannfæra Hu Jintao um mikilvægi þess að Kína tæki harðari afstöðu til málefna Norður-Kóreu. Kínverjar eru jafnan taldir til einu bandamanna Norður-Kóreu, auk þess sem Norður- Kórea nýtur talsverðrar efnahagsað- stoðar frá kínverskum stjórnvöldum. Sendi bréf til Seoul Varnarmálaráðherra Norður-Kóreu, Kim Yong-Chun, sendi bréf til Seoul fyrir helgi sem var stílað á varnarmála- ráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-Jin. Norðurkóreska ríkisfréttasjónvarp- ið greindi frá þessu fyrir helgi. Ná- grannaríkin eru komin að „krossgöt- um stríðs og friðar,“ segir í bréfinu. „Við erum nú í kjörstöðu til að ræða hernaðarmál þannig að varanlegar lausnir á ágreiningsefnum megi finn- ast,“ segir ennfremur og að Norður- Kóreumenn vildu koma á framfæri skoðun sinni á Cheonan-atvikinu og árásinni á Yeonpyeong-eyju. Talið er að Norður-Kóreumenn muni þar með biðjast opinberlega afsökunar á atvik- unum tveimur, en Suður-Kóreumenn segja að afsökunarbeiðni sé grunnfor- senda friðarviðræðnanna. Svara kalli stórveldanna n Yfirvöld í Norður- og Suður-Kóreu hafa staðfest að varnarmálaráðherrar ríkjanna muni bera saman bækur sínar n Slíkur fundur hefur ekki átt sér stað síðan 2007 n Bein afleiðing leiðtogafundar Baracks Obama og Hu Jintao Obama og Hu á leiðtogafundinum í síðustu viku Þeir ræddu meðal annars hvernig tryggja mætti frið á Kóreuskaga. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Við erum nú í kjör- stöðu til að ræða hernaðarmál þannig að varanlegar lausnir á ágreiningsefnum megi finnast. Spánverjar hafa lýst því yfir að þeir ætli sér að styðja Bólivíumenn í baráttu þeirra til að aflétta alþjóðlegu banni við því að tyggja kóka-lauf. Samkvæmt tilskipun Sameinuðu þjóðanna um eiturlyf frá árinu 1961 er löndum gert að útrýma þessum sið – sem löngum hefur tíðkast í Suður-Ameríku. Forseti Bólivíu, Evo Morales, er einn helsti stuðningsmaður kóka-laufsins, en auk þess að vera forseti er hann einnig formaður félags kóka-laufsbænda þar í landi. Í Bólivíu er laufið notað í hinar ýmsu vörur meðal annars tannkrem, gosdrykki, líkjöra, hveiti og te. Utanríkisráðherra Bólivíu, David Choquehuanca, er um þessar mund- ir á ferð um Evrópu til afla stuðning kóka-laufinu til handa en Bólivíu- menn hafa farið þess á leit við Samein- uðu þjóðirnar að kóka-lauf verði gert löglegt, og þar með tekið úr tilskipun- inni frá 1961. Choquehuanca hefur þegar orðið talsvert ágengt í för sinni um Evrópu. Hann átti fund með utan- ríkisráðherra Spánar, Trinidad Jimen- ez, sem lofaði því að Spánverjar beittu sér fyrir því að málamiðlun næðist í viðleitni Bólivíumanna. Í næstu viku mun Choquehuanca halda för sinni áfram og mun reyna að sannfæra stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi, Sví- þjóð og Bretlandi um að ganga til liðs við Spánverja. Bólivía er þriðji stærsti framleið- andi kóka-laufa í heiminum á eft- ir Kólumbíu og Perú. Morales forseti segir að það sé hluti af sjálfsmynd og menningu þjóðarinnar að tyggja kóka-lauf, enda hafi hið „helga“ lauf verið tuggið þar um slóðir í rúmlega 3.000 ár. bjorn@dv.is Suu Kyi á netið Friðarverðlaunahafi Nóbels árið 1991 Aung San Suu Kyi hefur ákveð- ið að hefja baráttu sína fyrir lýðræði í Mjanmar á netinu. Í nóvember var Suu Kyi veitt frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi í sjö ár, en alls hefur hún eytt 15 af síðustu 20 árum í stofufangelsi. Á meðan hún var í stofufangelsi mátti hún lítið sem ekkert hafa samskipti við umheim- inn en nú ætlar hún að nýta sér nýtilkomið frelsi til að breiða út bar- áttuna fyrir lýðræði, meðal annars á veraldarvefnum. Áður en herfor- ingjastjórnin í Mjanmar bannaði stjórnmálaflokk Suu Kyi, hafði hann sigrað í kosningum árið 1990 með yfirburðum og hlaut þá 81 prósent þingsæta. Þing kemur sam- an í Afganistan Hamid Karzai, forseti Afganistan, hefur nú brugðist við alþjóðlegum þrýstingi og kallað til fyrsta þing- fundar ársins í Afganistan. Karzai ætlaði sér að fresta þingfundinum um einn mánuð, en hann hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að fá úr því skorið hvot brögð hafi verið í tafli þegar kosið var til þings í Afganistan í september síðast- liðnum. Eftir margra klukkustunda viðræður í forsetahöllinni í Kabúl um helgina, þar sem Karzai hitti fyrir leiðtoga allra þingflokka, ákvað hann að draga til baka ákvörðun sína um að fresta þingfundum enn og aftur. Þingið mun að óbreyttu koma saman á miðvikudag. Mótmælendur falla í Albaníu Þrír mótmælendur féllu í átökum við lögreglu í kjölfar mikilla mótmæla í Tirana, höfuðborg Albaníu, í síðustu viku. Mikil ólga hefur ríkt í Albaníu undanfarna mánuði, en þar deila stjórnarandstæðingar í Sósíalista- flokknum hart á ríkisstjórnina, en hún er skipuð demókrötum. Átök blossuðu upp á föstudag, eftir að varaforsætisráðherrann, Ilir Meta, sást í sjónvarpsupptöku þiggja mút- ur fyrir að veita verktaka samning um framkvæmdir á vegum ríkisins. Hann sagði af sér í kjölfarið. Næstu kosningar í Albaníu eiga ekki að fara fram fyrr en árið 2013, en nú þykir líklegt að þær verði haldnar fyrr. Með kóka-lauf í hendi Evo Morales, forseti Bólivíu. Tekist í hendur Ágætlega fór á með forsetunum, Barack Obama og Hu Jintao.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.