Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 24. janúar 2011 Mánudagur
Áfram Ísland
í Norræna húsinu
Þeir sem vilja horfa á Íslendinga keppa
á heimsmeistaramótinu í handbolta,
en hafa ekki góð tök á, geta farið í Nor-
ræna húsið og fylgst með frammistöðu
landsliðsins í Svíþjóð. Norræna húsið
mun sýna alla leiki Íslands á HM á
breiðtjaldi í sal hússins. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir. Fyrir þá sem eiga það til að
verða bæði þyrstir og svangir meðan á
leiknum stendur má benda á að hægt
er að kaupa veitingar á staðnum.
Pascal Pinon í
Makalausri Tobbu
Hljómsveitin Pascal Pinon er skip-
uð tvíburasystrunum Jófríði og
Ásthildi Ákadætrum. Þær eru á 17.
ári og hafa vakið mikla athygli fyrir
lágstemmda tónlist með smelln-
um textum. Þær voru tilfnefndar
sem Bjartasta vonin á Íslensku tón-
listarverðlaununum árið 2010. Nú
hefir Tobba Marinós valið lag eftir
þær stöllur sem þemalag fyrir þætti
sína byggða á bókinni Makalaus.
Lagið sem um ræðir kallast En þú
varst ævintýr og er einna vinsæl-
asta lag þeirra systra.
Á laugardaginn voru opnaðar tvær
sýningar í Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur. Orri opnaði sýninguna Innviðir og
Leifur Þorsteinsson opnaði 1. hluta
sýningarraðar á 30 ára afmælisári
safnsins en hann er einn af stofnend-
um safnsins og einn af brautryðjend-
um auglýsinga- og iðnaðarljósmynd-
unar á Íslandi.
Ljósmyndarinn Orri hefur um ára-
bil myndað íslensk eyðibýli og á sýn-
ingunni Innviðir birtist yfirlit eyðibýla-
mynda hans frá árunum 1999–2010.
„Nú get ég slaufað þessu verkefni,“ seg-
ir Orri. „Ég hef engu við það að bæta því
ég hef ferðast um allt landið og mynd-
að nánast öll þau eyðibýli sem hér eru.“
Hann gerir í myndum sínum tilraun
til að fanga litríkan andann sem ríkir í
innviðum eyðibýlanna og myndirnar
vekja spurningar svo sem:
„Af hverju lagðist þetta hús í eyði?
Gerðist það í sorg eða sátt? Af hverju
fengu sumir hlutir ekki að fylgja með
í flutningunum? Hverjir bjuggu hér og
hvar dvelja þeir nú?“
Orri stundaði nám í ljósmyndun
við School of Visual Arts í New York og
lauk þaðan BFA-gráðu árið 1996.
Hús í eyði fyllt tónum
Orri er ekki við eina fjölina felldur, því
auk þess að taka ljósmyndir sem-
ur hann, tekur upp og útsetur tón-
list. Orri og Dagur Kári reka saman
tvíeykið Slowblow sem sent hefur
frá sér nokkrar plötur, auk þess að
hafa samið og útsett tónlist við all-
ar myndir Dags Kára, kvikmynd-
ir á borð við Nóa albinóa, Voksne
Mennesker og The Good Heart. Nú
síðast gerðu þeir félagar tónlistina
fyrir kvikmyndina Brim eftir Árna
Ólaf Ásgeirsson.
Þeir Orri og Dagur Kári byggja
nú stúdíó í gömlu verksmiðjunni í Guf-
unesi. „Það er auðvitað enn eitt eyði-
húsið, ef við hefðum vitað hvað þetta
yrði mikið verk
hefðum við örugglega ekki lagt í það
en þetta verður glæsilegt þegar upp er
staðið.“ kristjana@dv.is
Orri Jónsson, ljósmyndari og tónlistarmaður, opnar sýningu:
Innviðir eyðibýla og brautryðjandi
Sláðu um þig
á þorrablótinu
Viljir þú slá um þig á þorrablótinu er
ef til vill tilvalið að kynna sér íslenskar
þorrablótshefðir og músík í bók Árna
Björnssonar þjóðháttafræðings. Í bók-
inni Þorrablót má finna upplýsingar
um venjur tengdar þorranum sem eru
stórskemmtilegar aflestrar.
Íslensk eyðibýli Orri gerir tilraun til þess að
fanga andann sem ríkir í innviðum eyðibýlanna.
Hvað ertu að gera?
Hvað ertu að lesa? „Ég er að lesa Hreinsun
eftir Sofi Oksanen.“
Hvað sástu í bíó síðast og hvað fannst
þér? „Ég fór síðast í kvikmyndahús og sá
myndina Brim og fannst takast vel að færa
áhugavert leikrit á hvíta tjaldið.“
Ætlarðu að sækja einhverja menningar-
viðburði á næstunni? „Já, ég ætla að fara
og sjá Rokland allra næstu daga og svo eru
það auðvitað stórmenningarviðburðir á HM
næstu daga sem ég verð að fylgjast með.“
Hvaða tímarit lestu? „Tímarit eru orðin
lúxusvara í mínu lífi sem ég splæsi sjaldan í
en er því mun kátari að skoða á kaffihúsum
og í klippingu þar sem ég skoða allt sem að
mér er rétt, sérstakt uppáhald er Sagan öll.“
Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur
og varaborgarfulltrúi.
Tímarit eru
lúxusvara
Þ
að kemur oft frumsýninga-
hrina á þessum tíma árs,
eftir jólin. Svo er einnig nú.
Leikfélag Reykjavíkur stend-
ur sig best, það hefur frumsýnt þrjár
sýningar í Borgarleikhúsinu á síð-
ustu vikum. Að vísu varð það þá að
hætta að sýna Fólkið í kjallaranum,
eins þótt það gengi enn fyrir fullu
húsi á Nýja sviðinu, sem er vissulega
slæmt; þetta var eitt af bestu verkum
liðins árs, góð sýning á góðu verki, og
ég veit um fjölmarga sem ætluðu að
sjá það, en missa nú af því. Í Þjóðleik-
húsinu fara menn öðru vísi að; láta
kónginn Lé duga að sinni og lifa á
vinsælum sýningum frá fyrra ári. Frá
Akureyri berast engar fréttir; þar ætla
þau víst ekki að frumsýna neitt fyrr
en í mars. Það er döpur frammistaða,
afar döpur, og einsdæmi, að því er ég
best veit, í langri sögu Leikfélags Ak-
ureyrar að ekki sé boðið upp á neitt
nýtt um þetta leyti. Það er greinilega
ekki allt fengið með nýjum höllum
undir listirnar!
Jaðarleikhúsin í Reykjavík fóru
frekar hægt af stað í haust, en taka
nú nokkurn fjörkipp. Um Fjalla-Ey-
vind í Norðurpólnum var fjallað
hér í helgarblaðinu, en nú ber okk-
ur upp að Súldarskeri, nýju leikriti
eftir Sölku Guðmundsdóttur. Leik-
ritið mun frumraun höfundar og er
flutt af leikhópi sem nefnir sig Soð-
ið svið. Fólk gerist hnyttið í nafngift-
um, þykir mér, á Nesinu kalla þau sig
Aldrei óstelandi. Súldarsker er flutt í
nýuppgerðu húsnæði gamla Tjarnar-
bíós, sem var opnað í haust, en þetta
er þó aðeins í annað skipti sem mér
er boðið á sýningu þar.
Súldarsker er eyja einhvers stað-
ar undan ströndum landsins, manni
detta helst í hug Breiðafjarðareyjar,
en nafngiftir eru ókunnuglegar. Þar
er mikil súld og mikil þoka, svo sem
vænta má. Þangað eru komnar tvær
ungar konur, önnur er fræðimað-
ur, hin blaðamaður, stjörnublaða-
maður að eigin sögn. Þær Maríanna
Clara Lúthersdóttir og Aðalbjörg
Árnadóttir leika konurnar og öll önn-
ur hlutverk í leiknum. Fræðikonan
segist vera þarna í þeim erindum að
gera mann- eða þjóðfræðilega könn-
un sem tengist eitthvað vitanum á
staðnum, eða öllu heldur vitanum
sem brann til grunna fyrir tuttugu
árum. Brátt kemur þó á daginn að
það eru öllu persónulegri hvatir sem
liggja að baki ferðum hennar. Blaða-
konan hefur verið send til að fjalla
um bæjarhátíðina, en er, áður en hún
veit af, flækt inn í uppgjör hinnar við
fortíðina. Undir yfirborðinu leyn-
ast gamlar syndir sem flett er ofan af
með dramatískum afleiðingum.
Aðalgallinn við þetta leikrit virðist
mér sá, að höfundur hefur ekki gert
upp við sig hvers konar verk hann
vildi semja. Á þetta að vera kómedía
– eða öllu heldur satíra – eða á þetta
að vera drama, jafnvel drama með
boðskap? Ein meginuppistaða leiks-
ins er spaugileg þorpslýsing af því
tagi sem á sér langa hefð í íslenskum
bókmenntum, einnig með viðkomu
á leiksviðinu, og er þar skemmst að
minnast Sumarljóss Jóns Kalmans
í Þjóðleikhúsinu. Sumt er fyndið í
þessu hjá Sölku – ég nefni bara jarðar-
förina í íþróttahúsinu – en hún stenst
því miður ekki mátið og er stöðugt að
reyna að kreista fyndni út úr efninu,
alveg fram í rauðan dauðann og mun
lengur raunar. Þá er samfélagsádeila
henni ofarlega í huga: þarna er sem
sé verið að byggja verksmiðju sem
á að leysa öll vandamál staðarins á
einu bretti, ekki ósvipað verksmiðj-
unni í leikriti Jökuls um skóarason-
inn og dóttur bakarans. Og þar er að
vonum margt gruggugt á ferð, sem
óþarft er að orðlengja um hér. Hin ís-
lenska skorpuþjóð hugsar sem kunn-
ugt er aðeins í skammtímalausnum.
Hún er jafnvel svo vitlaus að halda
að framleiðsla, sem er löngu orðin
tæknilega úrelt, geti bjargað henni.
Já, það er ekki von að vel fari.
Þetta hefði sjálfsagt getað orð-
ið eitthvað betra verk með stytting-
um. En þá hefði líka þurft að hnit-
miða það utan um einn efnisþáttinn,
til dæmis þann hitchcockska þriller
sem þarna er á sveimi. Einn klukku-
tími og fjörutíu mínútur eru alltof
lengi að líða þegar burðargrindin er
ekki traustari en hún er nú og þunn-
ur lopinn teygður og teygður. Niður-
staðan verður sú, að leikurinn nær
sér hvorki á flug sem kómedía né
drama; sem kómedía er hann ein-
faldlega ekki nógu skemmtilegur,
sem drama ekki nógu trúverðugur og
spennandi.
Leikendur og leikstjóri skila sínu
af snyrtimennsku. Þær Aðalbjörg
og Maríanna Clara fara létt með að
bregða sér í gervi alls kyns furðu-
fugla, sem þær stöllur detta um í
súldinni. Leikurinn reynir samt auð-
sæilega á þær; þær þurfa í reynd
að leika í þremur lögum: nr. 1 eigin
persónur, nr. 2 þessar sömu persón-
ur sem sögumenn í nútíð, talandi til
áhorfenda, og nr. 3 þorpsbúana. Það
var mesta furða hvað þær réðu við
þetta, enda höfðu þær auðsjáanlega
góðan stuðning af leikstjórn Hörpu
Arnardóttur sem dettur stundum
sitthvað sniðugt í hug. Fyrir kom þó
að þær féllu í hinn, mér liggur við að
segja séríslenska hróp og kall-leik-
stíl. En það var að vísu ekki oft; þær
eru fínar leikkonur, báðar tvær, og ég
vildi gjarnan sjá þær oftar, ekki síst
Maríönnu Clöru sem ég hef séð gera
fína hluti og mér finnst vannýtt.
Leikmynd Brynju Björnsdóttur
er vel heppnuð: silfraðar ræmur
mynda hálfgagnsæ tjöld með skýrri
vísan í tiltekið efnisatriði leiksins og
sveipa sviðið myrkum, þokukennd-
um blæ í þéttu samspili við ljós Egils
Ingibergssonar. Sérlega fallegt varð
þetta ljósaspil þegar vindmaskínan
fór í gang og feykti „tjöldunum“ til og
frá. Inni í rökkrinu grillir í músíkant-
inn sem situr við orgelið og fremur
þar sinn tónaseið. En mikið óskap-
lega var þetta nú dimmt og drunga-
legt allt saman. Og ekki bættu svartir
búningar leikkvennanna úr skák, þó
snotrir væru sem slíkir. Það er eins
gott að menn séu ekki þreyttir og
syfjaðir þegar þeir mæta á sýningar
sem þessar.
Forvitnilegt verður að sjá hvað
tekst að gera úr Tjarnarbíó í hinu
nýja hlutverki þess. Sú var tíð að
„frjálsu hóparnir“, sem nú heita
„sjálfstæðu leikhúsin“, en ættu frek-
ar að heita „fátæku leikhúsin“, máttu
þakka fyrir að fá þak yfir höfuðið;
sumir fengu aldrei varanlegan sama-
stað, til dæmis Alþýðuleikhúsið sem
hraktist úr einum stað í annan árum
saman. Nú stendur fjöldi húsa þeim
opinn: auk Tjarnarbíós Norðurpóll-
inn á Seltjarnarnesi, Iðnó, Gaflara-
leikhúsið í Hafnarfirði, Borgarleik-
húsið. Þau síðasttöldu eru í höndum
dugmikilla og metnaðarfullra ein-
staklinga; við verðum að vona að
sama eigi við um Tjarnarbíó; það á
eftir að koma í ljós. Heimasíðan er
að minnsta kosti ágæt hjá þeim. Eitt
þó: þar er í stuttu sögulegu ágripi um
húsið ekkert minnst á leiklistarsögu
þess, og á hún þó sannarlega skilið
að vera haldið á lofti. Ég hvet stjórn-
endur leikhússins til að kynna sér
hana betur og bæta úr þessu. Mikið
verk er einnig óunnið varðandi for-
dyr og forsalinn nýja meðfram norð-
urhlið hússins. Hann er út af fyrir
sig skemmtilega hannaður, en held-
ur óvistlegur svona eins og hann er
nú, lýsingin dauf og húsgögnin past-
urslítil. Framboð á stólum er einn-
ig takmarkað og það mætti vel setja
svo sem eina ruslatunnu í fordyrið. –
Og jú, eitt enn: ég heyri að sumum
finnst húsaleigan nokkuð há. Eru
120.000 krónur á hvert leikkvöld ekki
heldur há upphæð fyrir bláfátæka
leikhópa?
Súldarsker
Leikhópurinn Soðið svið
Höfundur: Salka Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Leikrit
Jón Viðar
Jónsson
Dauflegt í súldinni
Leikkonurnar tvær standa sig með prýði
Leikendur og leikstjóri skila sínu af snyrti-
mennsku. Þær Aðalbjörg og Maríanna Clara fara
létt með að bregða sér í gervi alls kyns furðufugla,
sem þær stöllur detta um í súldinni.