Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 24. janúar 2011 „Ef erlend ríki eru að senda aðila landa á milli til þess að hafa áhrif á framvindu mála og blanda sér í mótmælaaðgerðir þá er það auð- vitað mjög alvarlegur hlutur,“ seg- ir Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra aðspurður um breska njósnarann Mark Kennedy sem kom til Íslands árið 2006 og starf- aði undir fölsku flaggi með um- hverfisverndarhreyfingunni Sa- ving Iceland. Saving Iceland hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls- ins þar sem spurt er hvort ís- lensk lögregluyfirvöld hafi vitað af njósnunum. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, krafð- ist rannsóknar á njósnum Marks Kennedys hér á landi, í Silfri Egils á sunnudaginn. Óljóst er hvort íslensk lögreglu- yfirvöld hafi verið upplýst um veru hans hér og hvort þau hafi fengið upplýsingar um íslenska umhverf- isverndarsinna í gegnum hann. Njósnarar bresku lögreglunnar sem fylgjast með náttúruverndars- innum um alla Evrópu hafa fengið grænt ljós frá lögregluyfirvöldum til að stunda kynlíf með þeim sem þeir njósna um. Þetta kom fram í breska dagblaðinu Guardian um helgina. Grafalvarlegt mál Mál Kennedys teygir anga sína um alla Evrópu en Hunko Andrej, þingmaður Die Linke í Þýskalandi, hefur sent bréf til Ögmundar Jón- assonar vegna málsins þar sem hann leggur til að gögn í rannsókn málsins verði samnýtt að einhverju leyti. Lítur hann málið alvarlegum augum og segir það ógna frjálsu fé- lagastarfi í álfunni allri. „Ég hef óskað eftir því að fá upplýsingar um það hvort það hvort fyrir liggi vitneskja um ferðir og aðkomu þessa manns að mót- mælum hér á landi, og á næstu dögum mun ég fara yfir þetta með lögreglunni,“ segir Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra þeg- ar hann er spurður hvort íslensk lögregluyfirvöld hafi haft vitn- eskju um veru bresks leyniþjón- ustumanns á meðal mótmælenda við Kárahnjúka. Hann segir þó að ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að Kennedy hafi verið hér á landi með vitneskju ís- lenskra lögregluyfirvalda. Agent Provocateur Ögmundur segist líta svo á að Kennedy hafi ekki einungis starfað sem njósnari: „Samkvæmt þeim frásögnum sem vísað er í erlend- is frá, þá erum við ekki bara að tala um njósnara heldur það sem á ensku er kallað próvokatorar – menn sem að blanda sér inn í að- gerðir til að hafa áhrif á gang mála – þannig að þetta er náttúrulega mjög alvarlegt mál.“ Af lýsingum í Guardian að dæma mun Kennedy hafa verið virkur í aðgerðum mótmælenda og á stundum hvatt aðra til harðari aðgerða. Lögreglumenn sem koma sér fyrir í hreyfingum mótmælenda og hvetja mótmælendur til ólög- legra aðgerða eru þekktir undir heitinu „Agent Provocateur.“ Lengi hefur því verið haldið fram að slík- ir lögreglumenn starfi innan mót- mælendahreyfinga í Evrópu en erf- itt hefur reynst að sannreyna slíkt. Hafi Kennedy beitt sér með þessum hætti á Íslandi eins og margt bendir til er það grafalvarlegt mál að mati innanríkisráðherra. Kynlíf nauðsynlegt Í Guardian hefur undanfarið verið fjallað um fleiri njósnara sem hafa fylgst með umhverfisverndarsinn- um um alla Evrópu rétt eins og Mark Kennedy, en ljóst er að hann var ekki einn um að sofa hjá kon- um sem hann njósnaði um. Fyrr- verandi njósnari bresku lögregl- unnar sagði í samtali við Guardian á laugardag að það væri í raun von- laust að njósna um aðgerðasinna án þess að stunda eitthvað kynlíf. Vildi hann meina að slíkt myndi vekja upp grunsemdir. Þá sagði hann lögregluyfirvöld fullkomlega meðvituð um þetta þrátt fyrir að opinberlega væri sagan önnur. Maðurinn sagði kynlíf bestu leiðina til þess að koma í veg fyr- ir að upp komist um tvöfeldnina. Hann viðurkenndi að hafa – rétt eins og Mark Kennedy – sofið hjá að minnsta kosti tveimur konum til þess að komast yfir upplýsing- ar. Hann sagði mikinn skilning ríkja hjá leynilögreglumönnum á að kynlífið væri sjálfsagður hluti af starfinu. Þá sagði hann í raun eng- ar reglur gilda um starfið, og því hafi menn gert það sem þeir telja nauðsynlegt til þess að viðhalda dulargervinu, og til að fylgjast með mótmælendum. „Hafi Kennedy beitt sér með þessum hætti á Íslandi, eins og margt bendir til, er það grafalvarlegt mál að mati innanríkisráðherra. LÍTUR NJÓSNIR BRETA ALVARLEGUM AUGUM n Innanríkisráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum n Kynlíf nauðsynlegt til að komast yfir upplýsingar n Þýskur þingmaður skrifar Ögmundi bréf Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Annar maður Leynilögreglumaðurinn Mark Kennedy safnaði hári, fékk sér húðflúr og breytti sjálfum sér í aðgerðasinnann Mark Stone. Alvarlegt mál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það háalvarlegt mál hafi breskur leynilögreglumaður í dulargervi haft áhrif á mótmæli hér á landi.Sjóður Sonju fékk tugi milljóna fyrir listaverk Gekk ljómandi vel Í DV árið 2007 voru stutt viðtöl við Guðmund Birgisson um minningarsjóð Sonju en þá vildi hann lítið tjá sig um málefni sjóðsins. „Það gengur alveg ljómandi vel með sjóðinn. Það er alltaf verið að úthluta og sjóðurinn er í ákveðnum farvegi,“ var það eina sem Guðmundur lét hafa eftir sér þá. John Ferguson, bandaríski lögmað- urinn og hinn sjóðsstjóri minningar- sjóðsins, hafði heldur ekki mikið að segja um sjóðinn. „Þetta er einkasjóður og ég get ekki gefið neinar upplýsingar. Við erum að gera allt sem við eigum að gera og höfum gefið allt sem við gátum í ár. Við höfum veitt myndarlega styrki til þriggja ára og veittum til allra þeirra sem sóttu um og höfðu rétt á því,“ sagði Ferguson. DV hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Guðmundi Birgissyni út af minningarsjóði Sonju og öðrum málum en það hefur ekki gengið. um finnist áhugavert að heyra að verkin hafi verið seld í þessum yf- irlýsta tilgangi. „Það er í sjálfu sér stórfrétt að komið sé í ljós að þessi verk hafi verið seld og í þessum yf- irlýsta tilgangi. Þá hljóta menn að spyrja sig nú: Hvar eru peningarnir og hvernig á að nota þá?,“ segir Að- alsteinn. Nær ómögulegt er að ná í Guð- mund Birgisson og því tókst ekki að heyra í honum varðandi stöðuna á sjóðnum, söluverð listaverkanna og hvernig því hefði verið varið. Keyrður í þrot Guðmundur á Núpum var keyrður í þrot í lok desember. Hann heldur utan um minningarsjóð Sonju Zorrilla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.