Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Mánudagur 24. janúar 2011 Úrslit Fyrsti sigurinn í futsal Íslenska landsliðið í futsal vann sinn fyrsta leik í sögunni á laugardaginn þegar það lagði Armena að Ásvöllum, 6–1. Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkings frá Ólafsvík, skoraði tvö mörk en hin settu þeir Guðmundur Steinarsson, Tryggvi Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Haraldur Freyr Guðmundsson. Ísland mætir Grikklandi í lokaleiknum á mánudagskvöldið klukkan 19.00 og er frítt inn. Lettar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og eiga bestu möguleikana á að komast upp úr riðlinum. Ólafur með tólf milljónir á mánuði Landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Ólafur Stefánsson, er einn fjög- urra launahæstu leikmanna heims samkvæmt grein sem sænska blaðið Aftonbladet birti í gær. Er því haldið fram að Ólafur fái tólf milljónir króna á viku fyrir störf sín hjá Rhein-Neckar Löwen en svipaðar tekjur fá þeir Arpad Sterbik, markvörður Ciudad Real, Ivano Balic hjá Croatia Zagreb og Nicola Karabatic sem leikur með Montpellier. Auk launanna er sagt að stærstu stjörnurnar í liðunum fái væna bónusa fyrir titlasöfnun. Tvær risahindranir Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, skoraði sína þriðju þrennu í ensku úrvalsdeild- inni á laugardaginn þegar United- menn lögðu Birmingham auðveld- lega að velli, 5–0. Með þrennunni jafnaði Berbatov met markahróks- ins Ruuds van Nistelrooy frá tíma- bilinu 2002/2003 þegar Hollending- urinn magnaði setti þrjár þrennur. Ein þrenna Berbatovs var þó reynd- ar fimma en hann jafnaði met í úr- valsdeildinni þegar hann skoraði fimm mörk gegn Blackburn í nóv- ember í fyrra. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Un- ited, vill að Búlgarinn haldi áfram á sömu braut eða fleiri fari að fylgja fordæmi Berbatovs. Besta þjónustan Mörk Berbatovs á leiktíðinni hafa verið í öllum regnbogans litum. Meðal annars skoraði hann með bakfallsspyrnu í slána og inn gegn Liverpool í september. Góðir fram- herjar eru þó lítið án meðspilara sinna. Þeir verða auðvitað að fá sína þjónustu, sendingar til að gera sér mat úr. Þegar litið er yfir stoðsend- ingahæstu leikmenn ensku úrvals- deildarinnar sést að Berbatov fær þar svo sannarlega bestu þjónust- una. Þó Wayne Rooney hafi aðeins skorað tvö mörk á tímabilinu er hann efstur þegar kemur að stoð- sendingum með níu stykki en Nani hefur gefið jafnmargar stoðsend- ingar. Eru helstu menn í framlínu United því með átján stoðsending- ar samanlagt og hafa fleiri en færri ratað á Búlgarann magnaða. Andr- ei Arshavin er jafn Rooney og Nani með níu stoðsendingar og hefur Cesc Fabregas síðan gefið átta slík- ar. Það er því einnig næg þjónusta á Emirates-vellinum. Vill mörk frá fleirum Dimitar Berbatov hefur nánast haldið uppi sóknarleik Manchest- er United þegar kemur að marka- skorun. Sjö mörk frá Nani, sex frá Javier Hernandez og fjögur frá Ji- Sung Park hafa þó auðvitað gert sitt gagn. Wayne Rooney hefur þó að- eins skorað tvö mörk, jafnmörg og Nemanja Vidic, Ryan Giggs og Dar- ren Fletcher. Vill Alex Ferguson að Berbatov rjúfi tuttugu marka múr- inn og haldi áfram á sömu braut út tímabilið eða að fleiri leikmenn fari að skora meira. „Dimitar er að nálgast tuttugu mörkin sem er mikilvægt fyrir okk- ur. Sú tala setur viss viðmið fyr- ir liðið og vonandi fara aðrir leik- menn að spila jafn vel og hann. Gerist það erum við vissir um að leiktíðin verði okkur góð,“ segir Alex Ferguson. Fær bestu þjónustuna n Þriðja þrennan hjá Berbatov n Búlgarinn markahæstur í úrvalsdeildinni n Rooney og Nani stoðsendingahæstir n Ferguson vill að fleiri fylgi í kjölfarið Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Sautján marka maður Dimitar Berbatov á nú um stundir sitt besta tímabil hjá Manchester United. Arsenal fór létt með að valta yfir Wigan, 3–0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hollendingurinn Robin van Persie skoraði glæsilega þrennu í leiknum en mörkin hefðu getað verið fjögur þar sem hann brenndi af vítaspyrnu. Persie átti sinn allra besta leik á tímabilinu og finni hann sitt rétta form gæti hann svo sannarlega orðið leynivopn Ars- enal í titilbaráttunni. Persie hefur verið mikið meidd- ur á tímabilinu og mörkin þrjú gegn Wigan tvöfölduðu heildarskor hans það sem af er. Arsenal treystir á fleiri mörk frá Hollendingnum frábæra og sé þetta forsmekkurinn af því sem koma skal gæti hann orðið ás í ermi Arsenal á seinni helmingi tímabils- ins. Arsenal er aðeins tveimur stig- um á eftir Manchester United í titil- baráttunni en United-menn eiga þó leik til góða gegn Blackpool. Þrátt fyrir þrennuna og leikinn góða eru góðar líkur á því að Persie verði geymdur á bekknum þegar Arsenal mætir Ipswich í seinni leik undanúrslita deildarbikarsins í vik- unni. Hann hefur átt við það mikið af meiðslum að stríða að Arsene Weng- er vill sennilega hlífa honum þar til hann kemst í form. „Það er undir okkur komið að nota hann hlutfallslega rétt miðað við þá leiki sem við þurfum að spila. Leikjaálagið er mikið núna í janúar og febrúar þegar Meistaradeildin kemur inn í þetta. Robin meðhöndl- ar þetta alveg hárrétt. Hann er skyn- samur leikmaður en auðvitað vill hann spila. Það er alveg eðlilegt,“ sagði Arsene Wenger á blaðamanna- fundi eftir leikinn. tomas@dv.is Er Robert Van Persie ásinn í erminni hjá Arsenal? Þrenna – svo beint á bekkinn Hefðu getað verið fjögur Persie skoraði þrennu gegn Wigan en klúðraði víti. Arsenal - Wigan 3-0 1-0 Robin van Persie (21.), 2-0 Robin van Persie (58.), 3-0 Robin van Persie (85.) Blackpool - Sunderland 1-2 0-1 Kieran Richardson (15.), 0-2 Kieran Richardson (35.), 1-2 Charlie Adam (85. víti) Everton - West Ham 2-2 0-1 Jonathan Spector (25.), 1-1 Diniyar Bilyaletdinov (77.), 1-2 Frédéric Piquionne (84.), 2-2 Marouane Fellaini (90.) Fulham - Stoke 2-0 1-0 Clint Dempsey (33.), 2-0 Clint Dempsey (56. víti) Man. United - Birmingham 5-0 1-0 Dimitar Berbatov (2.), 2-0 Dimitar Berbatov (31.), 3-0 Ryan Giggs (45.+1), 3-0 Dimitar Berbatov (52.), 5-0 Nani (76.) Newcastle - Tottenham 1-1 1-0 Fabricio Coloccini (59.), 1-1 Aaron Lennon (90.+1) Wolves - Liverpool 0-3 0-1 Fernando Torres (36.), 0-2 Raúl Meireles (50.), 0-3 Fernando Torres (90.+1) Aston Villa - Man. City 1-0 1-0 Darren Bent (18.). Blackburn - WBA 2-0 1-0 G. Tama (‘41, sm), 2-0 D. Hoilett (‘47) Staðan Lið L U J T M St 1. Man. Utd 22 13 9 0 48:19 48 2. Arsenal 23 14 4 5 48:22 46 3. Man. City 24 13 6 5 37:20 45 4. Chelsea 22 11 5 6 38:19 38 5. Tottenham 23 10 8 5 32:26 38 6. Sunderland 24 9 10 5 28:24 37 7. Blackburn 24 9 4 11 31:37 31 8. Newcastle 23 8 6 9 36:33 30 9. Bolton 23 7 9 7 34:31 30 10. Stoke City 23 9 3 11 28:28 30 11. Liverpool 23 8 5 10 30:31 29 12. Blackpool 22 8 4 10 32:38 28 13. Everton 23 5 12 6 27:29 27 14. Fulham 23 5 11 7 25:25 26 15. WBA 23 7 4 12 29:43 25 16. Aston Villa 23 6 7 10 25:39 25 17. Birmingham 22 4 11 7 21:31 23 18. Wigan 23 4 10 9 19:37 22 19. Wolves 23 6 3 14 24:41 21 20. West Ham 24 4 9 11 24:43 21 Enska B-deildin Derby - Nott. Forest 0-1 Barnsley - Swansea 1-1 Cardiff - Watfords 4-2 Crystal Palace Bristol C. 0-0 Ipswich - Doncaster 3-2 Leiceste - Millwall 4-2 Middlesbrough - Preston 1-1 Portsmouth - Leeds 2-2 Hermann Hreiðarsson sat allan tímann á bekknum hjá Portsmouth. Reading - Hull 1-1 Ívar Ingimarsson sat allan tímann á bekknum hjá Reading. Sheff. United - Norwich 1-2 Scunthorpe - Burnley 0-0 QPR - Coventry 2-1 Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR og Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry. Staðan Lið L U J T M St 1. QPR 27 14 10 3 46:18 52 2. Cardiff 27 14 5 8 45:33 47 3. Norwich 27 13 8 6 44:35 47 4. Swansea 28 14 5 9 35:26 47 5. Leeds 28 12 9 7 52:45 45 6. Nottingham F. 25 11 10 4 35:22 43 7. Watford 26 12 6 8 52:39 42 8. Reading 27 10 11 6 41:28 41 9. Millwall 27 10 9 8 35:28 39 10. Leicester 28 11 6 11 41:46 39 11. Burnley 26 9 10 7 39:33 37 12. Hull 27 9 10 8 29:30 37 13. Coventry 28 10 6 12 32:34 36 14. Derby 27 10 4 13 39:39 34 15. Doncaster 25 9 7 9 40:43 34 16. Barnsley 26 9 7 10 31:38 34 17. Bristol City 27 8 8 11 31:41 32 18. Portsmouth 26 8 7 11 37:41 31 19. Ipswich 26 9 4 13 30:36 31 20. Middlesbro 27 8 6 13 31:36 30 21. Sheffield Utd 27 7 6 14 26:43 27 22. Cr. Palace 27 7 5 15 26:47 26 23. Scunthorpe 25 7 3 15 26:44 24 24. Preston 26 5 6 15 29:47 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.