Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 24. janúar 2011 Mánudagur Milestone hélt áfram að lána pen- inga út úr tryggingafélaginu Sjóvá eftir að Fjármálaeftirlitið byrjaði að skoða fjárhagsstöðu félagsins á fyrri hluta árs 2008. Stærsta gatið í eigna- safni Sjóvár, sem Milestone skildi eftir án þess að félagið uppfyllti skil- yrði um lágmarksgjaldþol trygginga- félaga, var tilkomið vegna lánveit- inga út úr tryggingafélaginu upp á um 26 milljarða króna í febrúar 2008. Auk þess lánaði félagið svo nærri 900 milljónir króna til eignarhaldsfélags- ins Racon Holding II AB í lok júní 2008. Þessar lánveitingar voru til að endurfjármagna lán vegna annarra fjárfestinga Milestone og tengdra fé- laga, meðal annars á Íslandi, Svíþjóð og í Makaó í Asíu. Helstu stjórnend- ur Milestone, eiganda Sjóvár, voru Guðmundur Ólason og Karl Wern- ersson. Þessar lánveitingar urðu með- al annars til þess að eftir hrunið um haustið 2008 vantaði nærri 11 millj- arða króna í eignasafn Sjóvár, svo- kallaðan bótasjóð, til að félagið gæti staðið við vátryggingaskuldbinding- ar sínar gagnvart viðskiptavinum tryggingafélagsins. Félagið uppfyllti því ekki lágmarksskilyrði um gjald- þol og því þurfti Fjármálaeftirlitið að grípa inn í rekstur tryggingafélags- ins. Fjármáleftirlitið gaf stjórnend- um Milestone og Sjóvár að minnsta kosti fjórum sinnum frest til að laga eignastöðu félagsins frá því í október 2008 og þar til í apríl 2009 en allt kom fyrir ekki: Milestone einfaldlega átti ekki til þá peninga sem vantaði upp á og gat ekki heldur fengið lánaða peninga til að bæta stöðu félagsins. Tap ríkisins af Sjóvá Afskipti Fjármálaeftirlitsins báru því ekki tilætlaðan árangur og íslenska ríkið lagði Sjóvá til 12 milljarða króna sumarið 2009 til að bjarga því frá gjaldþroti. Skilanefnd Glitnis hafði yfirtekið tryggingafélagið nokkrum mánuðum áður. Glitnir og Íslands- banki lögðu félaginu sömuleiðis til fjóra milljarða á þessum tíma. Eftir þetta inngrip í rekstur Sjóvár átti fé- lagið Eignasafn Seðlabanka Íslands 73 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Þar með voru eigendur og stjórn- endur Milestone, aðallega Karl Wernersson og Guðmundur Óla- son, búnir að missa yfirráð sín yfir Sjóvá og skildu eftir það stórt gat í eignasafni þess að íslenska ríkið – skattgreiðendur – þurftu að leggja umrædda milljarða inn í félagið til að vernda hagsmuni viðskiptavina félagsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari frá fjármálaráðu- neytinu við fyrirspurn DV um ástæð- una fyrir því að peningar voru lagðir inn í Sjóvá á þessum tíma. Í svarinu segir meðal annars: „Með hliðsjón af þessu er rétt að benda á að ef rík- ið hefði ekki gripið inn í fjárhags- stöðu Sjóvár hefðu gríðarlega háar upphæðir legið í ógreiddum bót- um til bótaþega Sjóvár og kaupend- ur trygginga hjá Sjóvá hefðu verið ótryggðir.“ Sala Seðlabanka Íslands á rúm- lega 52 prósenta hlut í Sjóvá í síðustu viku til Stefnis, verðbréfasjóðs Arion banka, fyrir 4,9 milljarða króna vakti mikla athygli. Meðal þess sem vakti athygli við söluna var sú staðreynd að kaupverðið þýddi að íslenska rík- ið myndi tapa umtalsverðum fjár- munum á inngripum sínum í rekst- ur Sjóvár. Ef rúmlega 52 prósenta hlutur í Sjóvá er 4,9 milljarða virði þýðir það að allt hlutafé félagsins er ekki tíu milljarða króna virði en rík- ið lagði tryggingafélaginu til 12 millj- arða og eignaðist eftir það aðeins tæpa 3/4 hluta í því. Ríkið ætti því, samkvæmt þessum verðhugmynd- um, að tapa nokkrum milljörðum króna á björgun Sjóvár. Bjarni taldi ríkið ekki bera skaða Þessi nýjustu tíðindi af Sjóvá þýða því að íslenska ríkið mun ekki fá til baka alla þá fjármuni sem lagðir voru fram til að bjarga félaginu frá því að verða gjaldþrota. Tap Sjóvár vegna áhættusamra fjárfestinga hér- lendis og erlendis mun því að öllum líkindum lenda á íslenskum skatt- borgurum. Þegar DV byrjaði að segja frá Vafningsmálinu, lánveitingum Sjó- vár og Glitnis til félagsins, og að- komu Bjarna Benediktssonar, núver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins, að málinu, í desember 2009, fullyrti DV að íslenskur almenningur þyrfti að bera milljarðatap af fjárveitingu ríkisins til Sjóvár. Sagði blaðið að hver Íslendingur þyrfti að greiða um 10 þúsund krónur út af björgun Sjóvár, þegar litið var til þess að Sjó- vá hefði tapað 3 milljörðum króna á fjárfestingunni í Makaó sem Bjarni tengdist í gegnum eignarhaldsfélag- ið Vafning. Á þeim tíma var ekki vitað hversu mikið tap íslenskra skattgreiðenda yrði af Sjóvá þar sem ekki lá ljóst fyrir hversu mikið fengist fyrir eignarhlut- inn í Sjóvá og fetti Bjarni Benedikts- son fingur út í það að blaðið hefði fullyrt að almenningur myndi tapa á björgun Sjóvár. Hann sagði: „Hvenær lagði ríkið fram peninga sem það fær ekki til baka? Væntanlega mun ríkið ekki bera neinn skaða af þessu. Þegar þú segir að ríkið tapi þeim peningum þá verður það að vera komið í ljós að ríkið fái þá peningana ekki til baka.“ Nú liggur hins vegar fyrir að tap ríkisins og þar með skattgreiðenda af björgun Sjóvár nemur að minnsta kosti nokkrum milljörðum króna. Áhættufjárfestingar Milestone og Sjó- vár og tengdra félaga lenda því á ís- lensku þjóðinni vegna þess að um Raunasaga Sjóvár 2007 31. desember Milestone er ógjaldfært félag sem getur ekki tryggt sér fjármögnun eða staðið við skuldbindingar (Skýrsla Ernst og Young). Vátryggingaskuld Sjóvár nemur 23 milljörðum króna. 2008 28. janúar Morgan Stanley gjaldfellir 14. milljarða króna lán Þáttar International sem Milestone er í ábyrgðum fyrir 7. febrúar Milestone selur væntanlegum hluthöfum í Vafningi hluti í félaginu 8. febrúar Eignarhaldsfélagið Vafningur kaupir fasteignafélag í Makaó af dótturfélagi Sjóvár fyrir 5,2 milljarða 8. febrúar Eignarhaldsfélagið Vafningur kaupir breskan fjárfestingasjóð, KCAJ, af dótturfélagi Sjóvár fyrir 5,4 milljarða 8. febrúar Bjarni Benediktsson fær umboð frá föður sínum og frænda til að veðsetja hlutabréf BNT, Hafsilfurs og Hrómundar í Vafningi hjá Glitni vegna lána frá bankanum 29. febrúar Vafningur gerir tvo lánasamninga við Sjóvá í erlendum myntum upp á samtals 21 milljarð króna 29. febrúar Vafningur gerir tvo lánasamninga við Glitni banka. Líklegt er að Bjarni hafi veðsett Vafningsbréfin út af þessum lánum 29. febrúar Racon Holding AB fær lán frá Sjóvá upp á rúmlega 41 milljón evra, eða rúmlega 4 milljarða króna 29. febrúar Racon Holding AB fær lán frá Sjóvá upp á tæplega 850 milljónir króna 29. febrúar Þáttur International lánar Sjóvá einn milljarð króna Fyrri hluti árs FME hefur athugun á fjárhag Sjóvár 30. júní Racon Holding AB fær 629 milljóna króna lán frá Sjóvá 30. júní Racon Holding AB fær 250 milljóna króna lán frá Sjóvá September – október 7 prósenta hlutur Þáttar International í Glitni verður að engu með falli bankans 27. október Fjármálaeftirlitið sendir Sjóvá bréf um að félagið þurfi að uppfylla skilyrði um gjaldþol tryggingafélaga fyrir árslok 31. desember Tap Milestone nemur rúmlega 30 milljörðum króna 2009 1. janúar – 3. mars Frestur Sjóvár til uppfylla skilyrði um gjaldþol tvíframlegdur af FME 3. mars Sjóvá fær frekari frest frá Fjármálaeftirlitinu til 1. apríl til að uppfylla skilyrði um gjaldþol 16. mars Skilanefnd Glitnis yfirtekur Moderna og dótturfélög þess á Íslandi, meðal annars Sjóvá 14. maí Morgunblaðið greinir frá því að Sjóvá uppfylli ekki lágmarksskilyrði um gjaldþol og að minnst 10 milljarða vanti í eignasafn félagsins. Lánin sem tekin voru út úr félaginu, meðal annars til Vafnings, hafa skilið félagið eftir illa statt. 16. maí Morgunblaðið greinir frá því að Fjármálaeftirlitið hafi sent Sjóvár-málið til ákæruvalds 8. júlí Fjármálaráðuneytið greinir frá því að ríkið þurfi að leggja Sjóvá til 12 milljarða króna til að tryggingafélagið uppfylli skilyrði um gjaldþol. Sjóvá er bjargað frá gjaldþroti Júní – nóvember Sérstakur saksóknari spyr eigendur og stjórnendur Sjóvár ítarlega um bótasjóð Sjóvár, meðal annars viðskipti Vafnings 15. desember Bjarni Benediktsson segir í samtali við DV að líklega muni íslenska ríkið fá til baka þá fjármuni sem lagðir voru inn í Sjóvá til að bjarga félaginu frá þroti 2010 Janúar Sjóvá sett í söluferli hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Janúar Skilanefnd Glitnis yfirtekur Vafning, nú Földung, vegna skulda félagsins við bankann 25. janúar Þáttur International úrskurðað gjaldþrota 22. nóvember Heiðar Már Guðjónsson og meðfjárfestar hans hætta við að kaupa Sjóvá 2011 19. janúar Eignasafn Seðlabanka Íslands selur verðbréfa- sjóðnum Stefni, sem er í eigu Arion banka, rúmlega 52 prósenta hlut í Sjóvá fyrir 4,9 milljarða króna. Ljóst er að íslenska ríkið þarf að afskrifa hluta þeirra fjármuna sem settir voru inn í Sjóvá árið 2009 til að bjarga félaginu frá þroti „Væntanlega mun ríkið ekki bera neinn skaða af þessu. n Milestone hélt áfram að lána út úr Sjóvá eftir að FME byrjaði að skoða félagið 2008 n Um 26 milljarðar fóru út úr félaginu í febrúar 2008 n Vafningsfléttan var tryggingafélaginu dýrkeypt n Bjarni sagði ríkið væntanlega ekki bera skaða af björgun Sjóvár n Sala ríkisins á Sjóvá leiðir af sér milljarða króna tap Lánað út úr Sjóvá eftir rannsókn FME Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is var ræða fjárfestingar með peninga tryggingafélags sem hið opinbera sá sér nauðugan einn kost að bjarga. Þetta var gert til að vernda hagsmuni viðskiptavina tryggingafélagsins og vegna þess mat hins opinbera var að kostnaður almennings af gjaldþroti Sjóvár hefði orðið mun meiri. Milljarðatap út af Sjóvá Íslenskur almenningur tapar milljörðum króna út af björgun tryggingafélagsins. Félagið varð nánast gjaldþrota út af áhættufjárfest- ingum Milestone og tengdra félaga. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone og Sjóvár. Guðmundur Ólason stýrði Milestone og Þór Sigfússon stýrði Sjóvá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.