Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 24. janúar 2011 Mánudagur Hækka boðið í Adam n Liverpool ætlar sér að landa skoska miðjumanninum Charlie Adam frá Blackpool áður en jan- úarglugginn lokast. Black- pool hló að 4.5 milljóna punda tilboði Liver- pool í Adam í síðustu viku en Skotinn hefur verið hreint magnaður á tímabilinu. Segja bresk blöð að Liverpool muni nú hækka tilboð sitt. Stjóri Blackpool, Ian Hollow- ay, sagði að Adam væri 46 millj- óna punda virði en hann sagði þá fjárhæð vera peninginn sem liðið tapaði félli það úr deildinni. Auk Charlie Adams virðist Úrúgvæinn Luis Suarez einnig nálgast Liver- pool með hverri mínútunni. Mourinho bestur í heimi n Pep Guardiola, þjálfari Barce- lona, hrósaði Jose Mourinho, þjálf- ara erkifjendanna í Real Madrid, mikið á blaða- mannafundi eftir sigur liðs- ins gegn Racing Santander um helgina. Bar- celona var þá komið með sjö stiga forskot á Real sem átti þá eftir leik sinn í gær gegn Mallorca. „Þegar maður er að berjast við lið eins og Real Madrid er ekkert full- víst,“ svaraði hann aðspurður um hvort Spánartitilinn væri í hendi. „Á morgun verður Real aftur fjór- um stigum á eftir okkur því það er með besta þjálfara heims og mjög gott lið,“ sagði Pep. Vill brautina burt n Borgarstjóri Melbourne í Ástr- alíu, Robert Doyle, vill að borgin hætti að halda Formúlu-keppnir eftir árið 2015 þegar leyfið rennur út. Segir hann kostnað- inn við hverja keppni orðinn óbærilegan og komi þetta allt niður á skatt- greiðendum. „Árið 1996 þegar hver keppnis- helgi var eins og fjögurra daga keppni og styrktaraðilarnir mun duglegri að dæla peningum í þetta þuftum við samt að borga 1,7 milljón dollara á milli. Á síðasta ári var þessi greiðsla komin upp í 50 milljónir. Hvar haldið þið að þetta endi?“ spyr borgarstjórinn. Engin yfirtaka á United n Enski risinn Manchester United var fljótur að bregðast við þeim fregnum sem bárust í gær að yfir- taka á félaginu væri yfirvofandi. Mail on Sunday greindi frá því að Quatar Hold- ing ætlaði að gera 1,5 billjóna punda yfirtöku- tilboð. „Það hefur enginn komið að máli við okkur með það í huga að kaupa félagið. Sá hinn sami verður ekki velkominn því félagið er ekki til sölu,“ sagði tals- maður Manchester United í gær. Því var bætt við að fréttin í blaðinu væri algjörlega röng. Molar Jón Daði til AGF Hinn bráðefniliegi Jón Daði Böðvarsson, leikmaður knattspyrnuliðs Selfoss, hefur gert lánssamning við danska liðið AGF sem gildir fram í apríl. Hann mun spila með liðinu í næstefstu deild en AGF er í ágætis stöðu til að koma sér enn og aftur upp á meðal þeirra bestu. Jón Daði mun spila með Selfoss í 1. deildinni hér heima í sumar en vilji AGF kaupa vængmanninn eldfjóta getur það gert það eftir tímabilið í haust. Stjarnan lagði FH Stjarnan úr Garðabæ gerði sér lítið fyrir og lagði bikarmeistara FH í Fótbolti. net-mótinu um helgina. Fótbolti.net-mótið er ný keppni sem samnefndur vefmiðill heldur fyrir lið utan Reykjavíkur. Hörður Árnason kom Stjörnunni yfir eftir fimmtán mínútna leik en Hólmar Örn Rúnarsson jafnaði fyrir Hafnfirðingana fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það var síðan Halldór Orri Björnsson sem skoraði sigurmarkið á 73. mínútu með langskoti af 25 metra færi. Strákunum okkar í íslenska lands- liðinu í handbolta mistókst að koma sér í kjörstöðu varðandi sæti í undanúrslitum um helgina þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á mót- inu. Ísland steinlá gegn Þýskalandi, 26–23, þar sem sóknarleikur liðsins var með eindæmum slakur og skor- aði liðið ekki í tólf mínútur í seinni hálfleik. Íslandi hafði unnið fimm síðustu viðureignir sínar gegn Þýskalandi og hefði sú sjötta kom- ið liðinu í algjöra lykilstöðu í riðl- inum. Þess í stað fer liðið Krýsuvík- urleiðina enn eina ferðina. Til þess að komast í undanúrslita þarf Ís- land að ná þremur stigum af fjórum mögulegum gegn stórliðum Spánar og Frakklands. Bæði lið hafa sýnt frábær tilþrif á mótinu en þar er valinn maður í hverju rúmi. Ef Ís- lendingar héldu að Þjóðverjar væru með góða vörn og flottan markvörð þá er hægt að margfalda það með tveimur, alla vega þegar kemur að Evrópu-, heims- og Ólympíumeist- urum Frakka. Tveir frábærir markverðir Frakkar sýndu sjaldgæft kæruleysi í leik sínum gegn Spáni í A-riðli sem endaði með jafntefli, 28–28. Frakk- ar höfðu yfir með sex mörkum, 27– 21, þegar sjö mínútur voru eftir. Þessu kæruleysi svöruðu Frakkar svo strax í fyrsta leik milliriðils þar sem þeir tóku Ungverja með tólf mörkum, 32–20. Í riðlinum lögðu þeir einnig Þjóðverja að velli með sjö marka mun, 30–23, en sá sig- ur hefði auðveldlega getað orðið stærri. Í þeim leik var oft pínlegt að horfa á þýska liðið reyna að berjast í gegnum frönsku vörnina og auðvit- að markvörðinn, Thierry Omeyer. Omeyer hefur lengi verið Þránd- ur í Götu íslenska liðsins og auð- vitað allra liða sem reyna að troða boltanum framhjá honum. Það velkist enginn í vafa um að þarna er að finna besta markvörð samtím- ans og líklega allra tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir andstæðinga Frakka er varamarkvörður liðsins, Daouda Karaboue, búinn að eiga flott mót og er með bestu hlut- fallsmarkvörsluna á mótinu. Þar er Omayer fimmti og Björgvin Páll Gústavsson tíundi. Það er ekki nóg með að franska vörnin sé líklega sú besta í heimi, liðið er einnig með tvo frábæra markverði. Nýjar stjörnur Frakka Fyrir mótið var talið að meiðsl í franska hópnum gætu sett strik í reikninginn hjá liðinu. Hinn magn- aði Daniel Narcisse er meiddur en það hefur ekki komið að sök. Jer- ome Fernandez, sem hefur spilað rétthentur í hægri skyttunni und- anfarin ár, er kominn í sína upp- áhaldsstöðu vinstra megin, Kara- batic er að vanda á miðjunni og ný stjarna er fædd í hægri skyttunni. Nú loksins eru Frakkar komnir með frábæra örvhenta skyttu sem heit- ir Xavier Barachet. Barachet, sem leikur með Chamberry í Frakk- landi, er ekki sá hávaxnasti í brans- anum en hann er frábær gegnum- brotsmaður og með mögnuð skot. Hann er ekki búinn að skora mik- ið, aðeins nítján mörk, en hann er með 84 prósenta nýtingu auk þess sem hann er búinn að gefa ellefu stoðsendingar. Annar leikmaður sem fær nú meiri spiltíma er rétthent skytta að nafni William Accambray sem leikur með stórliði Montpellier í Frakklandi. Accambray er mikill lurkur, nánast tveir metrar á hæð og hundrað kíló. Hann er þó snar í snúningum og með mikinn stökk- kraft, frábær skytta. Hann er bú- inn að skora tuttugu mörk á mót- inu með tæplega sjötíu prósenta nýtingu en hann hefur einnig gott auga fyrir línuspili. Það er því eng- inn skortur í franska liðinu og virð- ist ný kynslóð vera að koma upp, tilbúin til að halda sigurgöngunni áfram. Spænski varnarmúrinn Spánn, sem Ísland mætir í dag, mánudag, hefur leikið mun betur en búist var við á mótinu. Spán- verjar hafa verið í smálægð und- anfarið en eru nú að koma sterk- ir til baka. Þeir unnu Þýskaland í riðlakeppninni með frábærum lokakafla og náðu jafntefli gegn Frakklandi, aftur með frábærum lokakafla. Spánverjar eru með gott varnarlið, sérstaklega fyrir miðju þar sem hinn tröllvaxni Garabaya ræður ferðinni. Verður íslenska liðið því að forðast að sækja inn á miðjuna eins og gerðist svo oft gegn Þýskalandi. Eins og Frakkar eru Spánverj- ar vel mannaðir þegar kemur að markvörðum. Jose Hombrados og Arpad Sterbik standa vaktina þar. Hombrados er með níundu bestu hlutfallsmarkvörsluna á mótinu og Arpad Sterbik getur verið djöful- legur þegar hann kemst í gang. Ól- afur Stefánsson þekkir þá þó vel en Hombrados og Sterbik verja mark Ciudad Real á Spáni. Sóknarlega er spænska lið- ið nokkuð einhæft og ætti því ís- lenska vörnin að geta lokað á sókn- arlotur Spánverjanna. Ekki þó með sömu frammistöðu og gegn Þýska- landi. Þegar Spánn datt í gang gegn Frakklandi og Þýskalandi var það vörn, markvörslu og hraða- upphlaupum að þakka. Verður Ís- lenska liðið því að vera fljótt til baka og klára sóknirnar með skot- um því annars gæti farið illa. Tvær risahindranir n Ísland mætir Spáni og Frakklandi í milliriðli n Þrjú stig af fjórum duga í undanúrslit n Frábær vörn og markverðir í báðum liðum n Frakkar með nýjar stjörnur Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Garabaya Tröllið í spænsku vörninni vinstra megin á myndinni. Nýja stjarnan Xavier Barachet hefur verið frábær í liði Frakka. Verða að vinna Leikurinn gegn Spáni er gríðarlega mikilvægur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.