Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 24. janúar 2011 Mánudagur Hlín í núinu Hlín Einarsdóttir, ritstjóri bleikt.is, segist hafa gefist upp á að reyna að stjórna öllu í lífi sínu. Hún segist hafa uppgötvað kenningar Eckhart Tolle um máttinn í núinu, og segist hafa tileinkað sér þær kenningar. „Það er kraftaverk í núinu,“ skrifar hún í nýlegum ritstjórnar- pistli. Hún segist einnig hafa lagt stund á hugleiðslu til að komast nær núinu og burt frá áhyggjunum sem hún hafði barist við. „Hugurinn, eins stórkostlegt tæki og hann getur verið, getur líka verið óþolandi,“ skrifar hún, en hún virðist hafa fundið núið. Bóndadagsgjafir Fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinós- dóttir, oftast kölluð Tobba Marinós, virtist ekki vera í neinum vandræðum með að finna bóndadagsgjöf handa kærastanum sínum, baggalútnum og borgarfulltrúanum Karli Sigurðssyni. Að minnsta kosti ekki miðað við ráðleggingarnar sem hún gaf öðrum íslenskum konum á bloggsvæðinu sínu síðastliðinn föstudag. „Ekki hafa áhyggjur – notaðu hádegið til að redda því,“ skrifaði hún og stakk upp á nuddi, rauðvíni og ostum, eða hálsmeni frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. P étur Kristján Guðmunds- son lamaðist í hræðilegu slysi í Austurríki um áramót- in. Hann varð fyrir mænu- skaða og er í dag lamaður fyrir neðan mitti. Slysið olli ekki bara mænu- skaða heldur blæddi inn á heila Pét- urs og annað lunga hans féll saman. Pétur ætlar ekki að láta neitt stöðva sig og segir að hann þurfi aðeins að laga sig að breyttum aðstæðum til að ná sömu markmiðum og hann hafði áður. Fulla ferð áfram Pétur og kærasta hans, Anna Ósk Stefánsdóttir, hafa mikil áform hvað framtíðina áhrærir og ætla ekki að láta neitt stöðva sig. Þau hafa spenn- andi kvikmyndaverkefni í bígerð auk þess sem þau stefna að því að eignast skútu, sem þau ætla að búa í. Ævin- týraþorsti Péturs og Önnu er enn til staðar þrátt fyrir breyttar aðstæður. „Við vorum alveg búin að ákveða að núna í apríl ætluðum við að fara á skemmtibátanámskeið og fá sigl- ingaleyfi,“ segir Anna Ósk. „Okk- ur langar svo að kaupa okkur skútu, ekki dýra, bara netta skútu og ferðast um heiminn og búa einhvers staðar. Þar sem hafið fer með okkur.“ Hún segir þetta ennþá vera planið. „Við ætlum að halda áfram að gera það sem okkur langar að gera. Þetta er bara tímaspursmál. Við gerum þetta kannski ekki í apríl.“ Með margt á prjónunum „Við ætluðum bara að fara í „road- trip“ og fara á flotta staði og taka upp flotta mynd á nýjan hátt,“ segir Anna um önnur plön sem hún og Kristján hafa. Þau vinna núna að kvikmynda- verkefni sem hún segir að sé eitthvað sem Kristján hefur brennandi áhuga á. Pétur er nú í endurhæfingu þar sem hann lærir hvernig hann á að vera sjálfstæður og hvernig hann geti athafnað sig í hjólastól. Hann býr þessa dagana á endurhæfingardeild- in á Grensási „Ef þú ert með tvítugan líkama þá er þetta allt annað,“ sagði hann í Kastljósi í vikunni og er þess fullviss að hann geti lifað sjálfstæðu lífi í hjólastól. n Slasaðist lífshættulega í Austurríki en lætur ekkert stöðva sig n Ætlaði með kærustunni á skemmtibátanámskeið í apríl n Draumurinn að eignast skútu og ferðast um heiminn„ Ævintýraþorsti Péturs og Önnu er enn til staðar þrátt fyrir breyttar aðstæður. Ánægð Áform þeirra Péturs og Önnu breytast ekkert, það eru bara aðstæðurnar sem breytast. „ÞETTA ER BARA TÍMASPURSMÁL“ Rakel Mjöll Leifsdóttir vekur athygli: Á sviðinu í samfesting frá Royal Extreme Rakel Mjöll Leifsdóttir vakti verðskuld- aða athygli í Söngvakeppi Sjónvarps- ins á laugardagskvöld, þrátt fyrir að lag hennar hafi ekki komist áfram í úrslit keppninnar. Hún vakti bæði athygli fyrir vel sungið lag, sem hún átti sjálf textann að, og fyrir glæsilegan klæðn- að. Á sviðinu klæddist hún hlébarða- mynstruðum samfestingi frá hönnuð- inum Unu Hlín Kristjánsdóttur, sem á og rekur Royal Extreme. Rakel Mjöll er söngkona í hljóm- sveitinni Útidúr og elektró-dans- hljómsveitinni Sykur. Í fyrrahaust gaf hún út plötuna „This Mess We‘ve Made“ með hljómsveit sinni Útidúr. Hún ólst upp í Kaliforníu en flutti ung að árum í Hafnarfjörðinn með fjöl- skyldu sinni. Á menntaskólaárunum flutti hún svo í miðbæinn þar sem hún gekk í Kvennaskólann í Reykja- vík. Rakel keppti tvívegis í söngva- keppni framhaldsskólanna á meðan hún var við nám í Kvennaskólanum. Í annað skiptið söng hún þar frum- samið lag. Hún stundar nú söngnám í FÍH. Rakel er ekki eini fjölskyldumeð- limurinn sem er fær á listasviðinu því amma hennar er leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir og föðurbróðir hennar er Ragnar Kjartansson listamaður. Ekkja Sigurjóns Brink hefur tek- ið ákvörðun um að taka ekki lag hans í Söngvakeppni Sjónvarps- ins úr keppninni. Tilkynnt var um þetta í útsendingu á öðru und- ankvöldi söngvakeppninnar um helgina. Var þar sagt að vinir Sig- urjóns myndu taka að sér flutn- ing lagsins en hann hafði sjálfur ætlað að flytja það. Sigurjón varð bráðkvaddur í síðustu viku eftir að hafa fengið heilablóðfall. Lag- ið, sem heitir Aftur heim, verður flutt næstkomandi laugardag. Vinir syngja lagið Á sviðinu Rakel Mjöll var glæsileg á sviðinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.