Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 24. janúar 2011 Mánudagur
„Hér með upp-
lýsist að ég hef
oft tengt makk-
ann minn með
þessum hætti við
netið á Alþingi.“
n Margrét Tryggvadóttir, þingkona
Hreyfingarinnar, um grunsamlega tölvu
sem fannst á Alþingi. – margrettryggva.is
„Við erum ekki
vélmenni og
verðum stund-
um þreyttir.“
n Alexander Petersson handknatt-
leiksmaður eftir fyrsta tapleik Íslands á
HM í handbolta. – Stöð 2 Sport
„Hann trúði því
að við værum í
sambandi
blessuðu af
Óðni.“
n Eivør Pálsdóttir, tónlistarkona um
íslenskan mann sem hún fékk nálgunar-
bann á. – DV
„Ef ég get sent honum
skilaboð þá vil ég segja
honum að Mallemuck sé
kominn og að hann verði
að hafa samband strax.“
n Þórgunnur Jónsdóttir, móðir
Matthíasar Þórarinssonar, 21 árs manns
sem hefur verið leitað síðan 11. janúar. –
DV
„Ég hef verið
þeirrar skoðun-
ar að þetta sé
ekki brýnasta
verkefnið.“
n Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra um stofnun atvinnuvegaráðuneyt-
is. – Bylgjan
Púkinn á öxlinni þinni
Nú er hún hafin, eins og við var að búast, herferðin gegn sér-staka saksóknaranum sem
rannsakar glæpi íslenskra banka-
manna. Reynt er að sannfæra okk-
ur um að það sé eitthvað gruggugt
við að saksóknarinn færi menn til yf-
irheyrslu og að hann stýrist af ann-
arlegum hagsmunum. Hvíslað er að
Ólafur Þór Hauksson sækist bara eft-
ir athygli, hann sé að reyna að draga
athygli landsmanna frá dáðaleysi rík-
isstjórnarinnar, hann vilji koma í veg
fyrir mótmæli gegn ríkisstjórninni og
sé bara að sækjast eftir fjárframlögum.
Áður en byrjað var að rannsaka
hvað gerðist innan bankanna varaði
Eva Joly við því að rannsakendur yrðu
fyrir aðkasti. Mikil samstaða meðal
Íslendinga gegn athæfi bankamanna
hefur gert fylgjendum þeirra erfitt fyr-
ir að stunda áróður. Núna er gagn-
sóknin hins vegar hafin. Á Pressunni
hafa verið birtar fjölmargar greinar
um harm bankamanna og útrásarvík-
inga að undanförnu. Þar hefur ítrekað
verið kvartað undan „fjölmiðlasirk-
ús“ saksóknarans. Stundum er sagt
að saksóknarinn sé of seint á ferð-
inni, öðrum stundum er sagt að hann
fari of hratt af stað, þannig að banka-
mönnunum og fjölskyldum þeirra
verði hverft við. Kjarninn í gagnrýn-
inni á saksóknarann er að hann fari
ekki nógu varlega að bankamönnun-
um og að ástæða þess séu fyrrgreindir,
annarlegir hagsmunir saksóknarans.
Sigurður G. Guðjónsson lögmað-
ur kvartaði sáran í samtali við Press-
una á föstudaginn. „Hann er búinn
að rústa lífi fjölmargra einstaklinga
og fjölskyldna þeirra,“ sagði hann.
(Hafa ber í huga að saksóknarinn er
að rannsaka umfangsmestu rústun á
lífi Íslendinga í nútíma.) Meðal ann-
ars er verið að rannsaka gífurlegar
millifærslur úr Landsbankanum rétt
fyrir hrun. Sigurði finnst það allt-
of harkalegt. Í viðtalinu við Press-
una sagði hann eðlilegt að yfirmenn
í bönkunum hafi stundað stórfelldar
millifærslur á peningum, því þeir hafi
verið að reyna að bjarga bönkunum
„með öllum ráðum“.
Nú reyna hinir ábyrgu að bjarga
sjálfum sér með öllum tiltækum ráð-
um. Leiðin til þess er að draga úr trú-
verðugleika sérstaka saksóknarans.
Eins og Sigurður G. sagði: „Ég veit ekki
hvar víðar sérstakur saksóknari getur
leitað í þeim tilgangi að hengja menn
til þerris og gera þá að glæpamönn-
um.“ Þess ber að geta að aðeins einn
maður sótti um starf sérstaks saksókn-
ara þegar staðan var auglýst. Eflaust
hafa aðrir vitað hvað biði mannsins
sem tæki að sér stöðuna. Líklega hafa
þeir orðið fyrir vonbrigðum þegar það
kom í ljós að flekklaus sýslumaður á
Akranesi lét sig hafa það.
Reynt er að fylla okkur meðaumk-
un með yfirmönnum, sem tóku sér
25 milljónir í mánaðarlaun og slógu
heimsmet í bankagjaldþroti, vegna
þess að látið er reyna á ábyrgð þeirra.
Við eigum að vera á móti því að þeir
séu rannsakaðir og að sagt sé frá því.
En það er ekkert sérstaklega hættu-
legt fyrir Íslendinga að bankamenn
séu handteknir vegna rannsóknar á
glæpum innan bankanna. Hættulegt
er að láta viðgangast hvernig farið var
með bankana, án þess að rannsaka
það af fullum krafti.
Nú koma
púkarnir út úr
skúmaskotun-
um og setjast á
axlir okkar.
Leiðari
Átt þú njósna-
tölvu?
„Ekki svo ég viti,“ segir Margrét
Tryggvadótti, þingkona Hreyfing-
arinnar, og hlær. Hún
segist margsinnis
hafa tengt
Apple-fartölvu
sína við netið
í þinghúsinu
á sama hátt
og var gert
við dularfullu
njósnatölvuna
sem þar
fannst.
Spurningin
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.„Nú reyna hinir
ábyrgu að bjarga
sjálfum sér með öllum til-
tækum ráðum.
Gunnar við skriftir
n Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi
forstöðumaður Krossins, situr ekki
auðum höndum eftir að honum
var ýtt úr starfi
af hópi kvenna.
Dóttir Gunnars
er tekin við
stjórnartaumum
í trúfélagi og víst
er að eiginkona
hans, Jónína Ben,
hefur þar hönd
í bagga. Sjálfur
situr hann við skriftir en þó ekki í
trúarlegum skilningi. Hann er að
skrásetja sögu sína og Krossins og
að sögn með hlutleysi að leiðarljós.
Barist um biskupsstól
n Baráttan um embætti vígslubisk-
ups í Skálholti er að hefjast. Meðal
þeirra sem taldir eru áhugasamir
eru karlprestarnir Kristján Valur
Ingólfsson, Örn Bárður Jónsson og
Karl V. Matthíasson. Þá eru nefndar
til sögunnar kjarnakonurnar
Sigríður Guðmarsdóttir og Arnfríður
Guðmundsdóttir. Dr. Kristinn Ólason
prestur og rektor í Skálholtsskóla er
einnig orðaður við embættið.
Bjarni kaupir bréf N1
n Tíðindi af viðskiptum á skulda-
bréfamarkaði fara yfirleitt mjög leynt
og oft er lítið vitað um hverjir það eru
sem eru hvað umsvifamestir á þeim
markaði. Nú heyrast hins vegar þau
tíðindi innan úr fjármálakerfinu að
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi banka-
stjóri Glitnis, hafi verið stórtækur
á skuldabréfamarkaðnum síðustu
mánuðina. Meðal þeirra bréfa sem
Bjarni hefur keypt eru skuldabréf
olíufélagsins N1 en félagið er í eigu
fyrrverandi viðskiptafélaga Bjarna,
meðal annars Einars Sveinsonar.
Bjarni og Einar stýrðu Glitni saman á
sínum tíma sem forstjóri og stjórnar-
formaður. Hermt er að Bjarni kaupi
skuldabréfin vegna þess að hann hafi
áhuga á að breyta bréfunum í hlutafé
í olíufélaginu með tíð og tíma. Bjarni
og Einar gætu því hugsanlega unnið
saman á ný.
Óvissan með Björgólf
n Björgólfur Thor Björgólfsson
fjárfestir fylgist að öllum líkindum afar
vel með rannsókn sérstaks saksókn-
ara á málefnum Landsbankans.
Ástæðan er sú að
yfirheyrslurnar
yfir fyrrverandi
samstarfsmönn-
um hans í Lands-
bankanum snúast
meðal annars
um að komast
að því hver það
var í raun sem
stjórnaði bankanum, hvort þeir
Björgólfsfeðgar hafi gefið bankastjór-
unum beinar skipanir um það sem
ætti að gera. Rannsókn saksóknara
mun meðal annars leiða þetta í ljós
en Björgólfur Thor hefur ávallt neitað
því að hafa verið skuggastjórnandi
í Landsbankanum en þó hefur sú
kenning loðað við hann þrátt fyrir
neitanir hans. Er því ekki ólíklegt að
Björgólfur sé nokkuð smeykur við
niðurstöðuna úr rannsókn saksókn-
ara, ef hann veit að hann hefur ekki
sagt alveg satt um aðkomu sína.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Á Íslandi eru stéttir sem verða bókstaflega að fá meiri umbun en aðrar. Þess vegna
hefur samfélagið gert með sér
sáttmála um að sumir fái ódýr-
ara brennivín en aðrir. Þetta á
sérstaklega við um hóp sem vinna
krefjandi störf og þurfa sárlega á
slökun að halda án þess að hún
kosti offjár. Prestar, ráðherrar og
hæstaréttardómarar eru í þannig
störfum.
Þarna er að finna ástæðu þess að samfélagið allt lætur einstaklingana sem sinna
hinum ábyrgðarmiklu störfum
fá ódýrt áfengi. Það sjónarmið er
auðvitað uppi að rjómi samfélags-
ins eigi ekki að búa við sömu kjör
og undanrennan í þessum tilvik-
um. Það þótti og þykir enn eðlilegt
að stórmenni fái áfengi á kostnað-
arverði. Það er auðvitað glóru-
laust að blessaður biskupinn þurfi
að borga fjögur þúsund kall fyrir
vodkann þegar þjóðin er með aðra
verðskrá sem tilgreinir rúmlega
þúsund kall. Biskupinn þarf annað
veifið að fá sér í tána til að jafna sig
á öllum hneykslismálunum innan
Þjóðkirkjunnar. Það er samfélags-
ins að gera honum kaupin á guða-
veigunum sem léttbærust.
Sjómenn, fiskverkafólk og aðrir þrælar samfélagsins þurfa ekki á slíkum hlunn-
indum að halda því þeirra er guðs-
ríki. Það er sjóaranum ekki of gott
að borga sitt brennivín fullu verði.
Öðru máli gegnir um ráðherra
sem, rétt eins og guðsfólkið, er
hokinn af ábyrgð sinni og skyld-
um. Þeir eru sitt hvað, róninn og
ráðherrann. Þar þarf að létta hin-
um ábyrgu róðurinn og veita við-
urkenningu með afslættinum sem
gæti kallast þrír fyrir einn. Eða eins
og biskupinn gæti hafa orðað það
fyrir afslátt, þjakaður af okri: Drop-
inn minn dýri!
Afslátturinn af brennivíninu er þannig að eðlilegt er að yfirfæra hann á sem flesta
ríkisstarfsmenn. Ekki þykir rétt að
höfðingjar á borð við biskupa og
ráðherra njóti einir. Þess vegna
hafa stofnanir fundið leiðina til
þess að lækir hins ódýra áfeng-
is renni til óbreytta fólksins sem
vinnur hjá ríkinu. Stofnun hins
þyrsta starfsmanns pantar þá vínið
og afhendir starfsmannafélaginu
sem brynnir sínu fólki. Allir geta vel
við unað þar til timburmennirnir
koma. Þar er enginn afsláttur. Þar
sitja þeir hlið við hlið, róninn, bisk-
upinn og ráðherrann.
Svarthöfði aðhyllist mjög þessa hugmyndafræði að niður-greiða vímu fyrir ríkisbubba
og undirsáta þeirra. Það væri í raun
eðlilegt að gera þetta sama með
tóbak. Vindlingar eru svimandi
dýrir rétt eins og vín. Það hlýtur
að vera hægt að koma til móts við
reykingamenn hjá ríkinu með því
að selja þeim tóbak á kostnaðar-
verði. Og rétt eins og með brenni-
vínið teldist það vera sjálfsögð
umbun fyrir erfiði og amstur.
Svarthöfði
RÓNINN OG
RÁÐHERRANN