Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 24. janúar 2011 Mánudagur
Írska ríkisstjórnin gæti fallið á afmælisdegi búsáhaldabyltingarinnar:
Írland, spegilmynd Íslands
Brian Cowen
sagði af sér
Brian Cowen, forsætisráðherra Ír-
lands, hefur sagt af sér sem formað-
ur Fianna Faíl-flokksins. Hann brást
þar með við vaxandi gagnrýni sam-
herja hans í flokknum, þrátt fyrir
að hafa fengið meirihluta atkvæða í
leynilegri kosningu innan flokksins
í síðustu viku, um hvort hann nyti
enn stuðnings sem leiðtogi flokks-
ins. Hann ætlar sér samt sem áður að
sitja áfram sem forsætisráðherra, eða
allt þangað til kosið verður til þings á
nýjan leik. Cowen tilkynnti í síðustu
viku að kosningar færu fram þann 11.
mars næstkomandi.
Ríkisstjórn Cowens hangir eftir
sem áður á bláþræði, en óhætt er að
segja að síðastliðin vika hafi reynst
Cowen einstaklega þungbær. Hann
ætlaði sér að endurskipuleggja rík-
isstjórnina og skipta út ráðherrum,
en það tókst ekki betur til en svo að
sex ráðherrar í ríkisstjórninni sögðu
af sér.
Kosningar gætu orðið fyrr
Tilkynning Cowens um kosning-
ar kom í kjölfar þess að Græningja-
flokkurinn, sem er samstarfsflokk-
ur Fianna Faíl í ríkisstjórn, hótaði
því að draga sig úr ríkisstjórn ef ekki
yrðu kosningar á næstunni. Græn-
ingjar lofuðu því þó að sitja áfram
uns ný fjárlög fyrir árið 2011 yrðu
samþykkt. Fjárlagamálið tók óvænta
stefnu á fimmtudag þegar leiðtogar
stjórnarandstöðuflokka munu hafa
lofað græningjum stuðningi við
fjárlögin, svo lengi sem græningjar
styddu stjórnarandstöðuna í van-
trauststillögu á ríkisstjórnina.
Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael-
flokksins, sagði fyrir helgi að hún
myndi bera upp vantrauststillögu á
þinginu á þriðjudag, leitaði Cowen
ekki til Mary McAleese, forseta Ír-
lands, strax eftir helgi til að biðjast
þinglausnar. Leiðtogi Írska verka-
mannaflokksins, Eamon Gilmore,
tók í sama streng. Hann sagði að
írskur almenningur gæti ekki horft
upp á núverandi ríkisstjórn að störf-
um í svo mikið sem einn dag í við-
bót. „Það er einfaldlega ekki verj-
andi að Cowen haldi áfram sem
forsætisráðherra þegar samherjar
hans deila innbyrðis í leifum flokks-
ins.“
Aldrei óvinsælli
Allt síðan þeir Brian Cowen og fjár-
málaráðherrann Brian Lenihan til-
kynntu írsku þjóðinni um neyðarlán
Evrópusambandsins og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins í desember hafa
óvinsældir ríkisstjórnarinnar aukist
jafnt og þétt. Írar þurfa að horfast í
augu við gífurlegan niðurskurð í al-
mannaþjónustu, en samkvæmt nýj-
um fjárlögum – sem staðfest voru
fyrir helgi – mun niðurskurður-
inn nema sem samsvarar um 940
milljörðum íslenskra króna. Í fjög-
urra ára endurreisnaráætlun írsku
ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyr-
ir frekari niðurskurði í mennta- og
heilbrigðiskerfinu auk talsverðra
skattahækkana. Óánægjan var orð-
in slík að Cowen treysti sér ekki til
að leiða flokk sinn lengur en hann
vonast samt sem áður til þess að
Fianna Faíl komi til með að leiða
næstu ríkisstjórn sem verður mynd-
uð eftir kosningar í mars. „Á þess-
um mikilvægu tímamótum á að ein-
blína á stefnur flokkanna, en ekki á
einstaklingana innan þeirra. Deilur
innan flokks míns valda mér áhyggj-
um af því að áherslan sé ekki lögð á
endurreisnaráætlunina. Ég hef því
ákveðið, eftir að hafa ráðfært mig
við fjölskyldu mína, að stíga til hlið-
ar.“
n Forsætisráðherra Írlands, Brian Cowen, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem leiðtogi
Fianna Faíl n Ætlar að sitja áfram sem forsætisráðherra fram að kosningum í mars
n Ríkisstjórnin gæti fallið fyrr, líklega verður borin upp vantrauststillaga í vikunni
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Á þessum mikil-
vægu tímamótum
á að einblína á stefnur
flokkanna, en ekki á ein-
staklingana innan þeirra.
Stígur til hliðar Brian Cowen tilkynnti ákvörðun
sína á blaðamannafundi á laugardag.
Líkindin sem eru með fjármálahrun-
inu á Írlandi og því sem varð hér á Ís-
landi eru með ólíkindum. Líklegt er tal-
ið að ríkisstjórn Brians Cowens fái á sig
vantrauststillögu í dag eða á morgun. Á
miðvikudaginn verða rétt tvö ár síðan
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð-
herra Íslands, baðst lausnar fyrir sig og
ríkisstjórn sína í kjölfar búsáhaldabylt-
ingarinnar. Ríkisstjórn Cowens gæti
því fallið sama mánaðardag og sú ís-
lenska fyrir tveimur árum.
Þann 15. desember birti DV um-
fjöllun um hin óneitanlegu líkindi í
stjórnmálasögu Íslands og Írlands.
Bæði löndin börðust fyrir sjálfstæði
í byrjun 20. aldar en bæði löndin
áttu nýlenduherra sína í austri, Dan-
mörku í tilfelli Íslands en Bretland í
tilfelli Írlands. Á Írlandi hefur Fianna
Faíl-flokkurinn verið við völd nánast
óslitið frá því Írland varð sjálfstætt, og
aðeins fimm sinnum setið fyrir utan
stjórn síðan 1932. Það sama má segja
um Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi sem
hafði aðeins fjórum sinnum verið utan
stjórnar á lýðveldistímanum, þangað
til að Geir H. Haarde baðst lausnar fyrir
tveimur árum.
Mikil ólga hefur ríkt meðal al-
mennings í Írlandi á síðustu vikum
og þá sérstaklega eftir að fréttir bár-
ust af ákveðnum fundi sem Cowen
átti á golfvelli með bankamanni. Ís-
lendingar ættu að kannast vel við
sögur af bankamönnum sem nutu
velvilja stjórnvalda. Fréttir bárust ný-
lega af því að Cowen hefði spilað golf
fyrir tveimur árum með Seán Fitz-
patrick, stjórnarformanni Anglo-Ir-
ish bankans, en fall hans lagði öðrum
fremur grunninn að írska hruninu.
Nokkrum dögum eftir golf þeirra fé-
laga tilkynnti írska ríkisstjórnin að
hún myndi ábyrgjast margra milljarða
evru skuldir Anglo-Irish bankans.
Ekki leið á löngu þangað til að bank-
inn féll, en írskir skattborgarar sátu
eftir með sárt ennið og skuldirnar.
bjorn@dv.is
Umfjöllun DV frá 15. desember Það er
ótrúlegt hvað írska hrunið er keimlíkt hinu íslenska.
Dylan gerir
útgáfusamning
Bob Dylan skrifaði nýverið undir
nýjan útgáfusamning. Hér er þó ekki
átt við útgáfu á tónlistarefni heldur
útgáfu á bókum. Dylan skrifaði sem
kunnug er fyrsta bindi ævisögu sinn-
ar árið 2004 undir titlinum „Chron-
icles: Volume One.“ Sú bók var gefin
út af bókaútgefandanum Simon
& Schuster og kvað upprunalegur
samningur á um, að Dylan myndi
gefa út ævisögu sína í þremur bind-
um. Ekkert hefur hins vegar bólað
á seinni bindum ævisögunar en
nú hefur Dylan aftur gert samning
við Simon & Schuster, nú upp á sex
bækur. Tvær þeirra munu væntan-
lega verða annað og þriðja bindi
ævisögunnar, en hverjar hinar fjórar
bækurnar verða á eftir að koma í
ljós.
Berlusconi samur
við sig
Það er engu líkara en að Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
sé að grátbiðja fjölmiðla um stöðuga
umfjöllun af kynlífsbrölti hans. Eins
og kunnugt er hefur saksóknaremb-
ættið í Mílanó nú hafið rannsókn
á forsætisráðherranum en hann er
grunaður um að hafa borgað 17 ára
stúlku fyrir kynlíf í fyrra. Það nýjasta
í svallsögum Berlusconis er að hann
hafi borgaði vændiskonunni Alless-
öndru Sorcinelli 10 þúsund evrur
þann 17. janúar síðastliðinn, fjórum
dögum eftir að rannsókn saksókn-
araembættisins hófst. Í fyrra greiddi
Berlusconi Sorcinelli um 115 þús-
und evrur fyrir kynlífsþjónustu en
hún starfaði áður sem nektarfyrir-
sæta fyrir karlatímarit.
FBI ræðst á
mafíuna
Bandaríska alríkislögreglan, FBI,
náði að höggva stórt skarð í raðir
mafíunnar í ríkjunum New York,
New Jersey og Rhode Island fyrir
skemmstu. Rannsókn FBI leiddi til
þess að 127 meðlimir mafíunnar
hafa verið ákærðir og bíða nú dóms.
Þar á meðal eru háttsettir meðlimir
í Gambino- og Colombo-glæpafjöl-
skyldunum, sem eru tvær af „fimm
fjölskyldum,“ sem hafa stjórnað
skipulagðri glæpastarfsemi í New
York-borg undanfarna öld eða svo.
Nöfn hinna ákærðu eru skrautleg,
svo ekki sé meira sagt því á meðal
þeirra er að finna Bobby Glasses,
Vinny Carwash, Jack the Whack og
Junior Lollipops.