Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Blaðsíða 15
heim með matarafganga og um- búðir. Anna Sigríður segir að það sé ákveðinn kostur við þetta því þá sjái foreldrarnir hvað það er sem börn- in koma með heim og hafa þar af leiðandi ekki borðað. Oft sé erfitt fyrir foreldra að fylgjast með hvað fer ofan í barnið í skólanum en með þessu móti sjáum við hvað það er af nestinu sem barnið borðar ekki. Leyfum börnunum að velja nestið Aðaláhersla á nestið í dag þegar börnin fá heitan mat ætti að vera að hafa alltaf ávexti eða grænmetisbita í forgrunni. Einnig að til viðbótar sé hálf samloka oft hæfileg í stað heill- ar. „Það er líka um að gera að leyfa börnunum að vera með í að velja nestið. Þau fara oft í gegnum tímabil þar sem þau vilja það sama í nesti dag eftir dag. Allt í einu vilja þau svo eitthvað allt annað,“ segir hún. Eitt glas af safa á dag Nú hefur umræðan verið sú að mikið sé af viðbættum sykri eða sætuefn- um í matvörum ætluðum börnum og Anna Sigríður segir að í raun- inni væri skynsamlegra að bjóða þessar vörur sem eftirrétt. Það sé í lagi við og við en þessar vörur ættu ekki að vera hluti af nestinu á hverj- um degi. Hvað varðar ávaxtasafa þá sé ákveðið hollustugildi í hreinum safa þar sem eitt glas af honum geti verið hluti af ávaxtaneyslu dagsins. Hreinn safi sé þó ekki endilega til þess að sötra allan daginn þar sem hann er hár í sýru sem hefur skaðleg áhrif á tennur. Ókeypis net Ferðalangar sem eiga leið um Schiphol-flugvöll í Amsterdam eiga nú kost á að fara á netið sér að kostnaðarlausu. Á flestum öðrum flugvöllum kosta slíkar tengingar. Til dæmis kostar klukkutíma netnotkun á Kastrup-flugvelli nærri 1.600 krónur og það sama á við um flugvellina í London. Frá þessu segir á turisti.is. Shiphol mun vera fyrsti flugvöllurinn í Evrópu sem hættir að rukka farþega fyrir netnotkun. Menntað fólk reykir síður Samkvæmt könnun Capacent, sem gerð var á umfangi reykinga á Íslandi fyrir árið 2010, hefur dregið úr tíðni daglegra reykinga hjá fullorðnu fólki. Tíðnin var 15,4 prósent árið 2009 en 14,2 prósent ári seinna. Íslenskar konur hafa tekið sig á og reykja nú minna en einnig má sjá marktækan mun hvað varðar tengsl reykinga og menntunar, en því meiri sem menntunin er því minna er um að fólk reyki. Um þetta má lesa á heimasíðu Lýðheilsustöðvar en könnunin sem um ræðir er framkvæmd árlega af Capacent-Gallup fyrir Lýðheilsustöð. Neytendur | 15Mánudagur 24. janúar 2011 Fyrri hluta sumars mun verða hagstætt að fljúga með Delta: Ódýrast með Delta Vefsíðan turisti.is hefur gert verð- könnun á flugi til New York en næsta sumar mun nýtt flugfélag bætast í hóp þeirra sem bjóða upp á áætlunarflug á milli Íslands og New York. Það er bandaríska flugfélagið Delta og mun flug félagsins á milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast þann 1. júní og flogið verður fimm daga vikunnar. Nú geta þeir sem hyggjast fara til New York valið á milli þriggja flugfélaga þar sem Ice- land Express hóf flug þangað í fyrra- sumar og Icelandair hefur flogið til New York til fjölda ára. Samkvæmt verðkönnuninni sem turisti.is gerði þá verður ódýrast að fljúga með Delta til New York en það á þó ekki við um allt tímabil- ið. Bandaríska félagið býður tölu- vert lægra verð en þau íslensku frá byrjun júní og fram í miðjan júlí. Helgarferð með Delta kosta 53.470 krónur en 59.740 með Iceland Ex- press. Vikuferð með Delta kostar 53.370 en 64.320 hjá Icelandair sem er með næst ódýrasta gjaldið. Frá miðjum júlí hækkar flugfargjaldið hjá Delta hratt og Iceland Express verður ódýrast. Dýrasta helgarferð sumarsins er með Delta en það er helgin 28. til 31. júlí og kostar hún 139.579 krónur sem er næstum tvö- falt hærra gjald en Iceland Express tekur fyrir sömu helgi. Icelandair var aldrei með lægsta verðið í könn- uninni en turisti.is vekur athygli á að félagið er það eina sem býð- ur upp á fleira en eitt flug á dag og um leið frían aðgang að afþreying- arkerfi sínu. Einnig er tekið fram að bornar séu saman þeir dagar þeg- ar Delta flýgur og að væntanlega sé hægt að finna annað verð ef um aðrar dagsetningasamsetningar sé að ræða. gunnhildur@dv.is Delta Bandaríska flugfélagið mun bjóða upp á lægsta verðið á flugi til New York. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði við menntavísinda- svið Háskóla Íslands, skrifaði grein um árið 2001 þar sem hún fjallaði um hvað foreldrar gætu sett í nestis- box barnanna. Hún ræðir þar um hve erfitt geti verið að finna hug- myndir að hollu og góðu nesti en nauðsynlegt sé að huga að hversu mikla næringu barnið þarf. Það fari eftir því hve mikinn morgunmat barnið fái og hvort það fái heitan mat í skólanum. Þurfa pláss fyrir hádegismat „Það sem hefur helst breyst síðan 2001 er að boðið er upp á heitan mat í flestum, ef ekki öllum skólum í dag,“ segir Anna Sigríður og bætir við að almennt þurfi börn því minna nesti. Það sem foreldrar þurfi að hugsa um er að ef morgunmatur- inn sé góður þá þurfi millibitinn að vera frekar lítill svo að þau séu orðin nægilega svöng þegar komi að há- degismatnum. „Þau verða að hafa pláss fyrir hádegismatinn svo það er þetta jafnvægi sem foreldrar þurfa að finna.“ Enda við morgunverðarborðið Í sambandi við morgunmatinn segir Anna Sigríður að allt sé betra en ekk- ert, hvort sem það er hálft mjólkur- glas eða hálfur banani. Það sé mik- ilvægt að koma hungrinu af stað og gott ráð sé að gera öll morgunverk- in áður sest er að borðinu, þá aukast líkurnar á að barnið sé orðið svangt. Einnig þurfi foreldrar að hafa í huga að leikskólabörn fá flest lýsi í leik- skólanum. Það sé því mikilvægt að halda því áfram þegar börnin kom- ast á grunnskólaaldur. „Það dettur oft upp fyrir þegar þau byrja í skóla og ef þau hætta að taka lýsi er oft erf- itt að fá þau til að vija það aftur.“ Fylgjast með hvað barnið borðar Borið hefur á því og sérstaklega í sumum skólum eins og þeim með Græna fánann, að börn eru send Hollur biti í skólann n Það getur reynst foreldrum erfitt að finna hugmyndir um nesti fyrir börnin n Flest börn fá heitan mat í skólanum n Minni þörf en áður fyrir mikið nesti n Ávextir og grænmeti ættu alltaf að vera í nestisboxinu Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Gott nesti Mikilvægt til að börn hafi úthald og einbeitingu í skólanum. MYND PHOTOS.COM Nokkrar hugmyndir að hollu nesti Nokkar hugmyndir Önnu Sigríðar að hollu nesti Samloka úr grófu brauði með áleggi og grænmeti eða ávöxtum. Ostur, skinka, mysingur, smurostur og húmmus (baunamauk) eða kæfa er gott álegg. Grænmeti eins og gúrkusneiðar, tómatsneiðar, salatblað og paprikustrimlar eða ávextir eins og banana- og eplasneiðar eru góð viðbótarálegg. Ávextir og grænmeti gera brauðið rakameira og bragðbetra og geta komið í stað mikils smjörs eða sósu auk þess að bæta hollustuna. Ávextir og grænmeti Bananar, lítil epli, mandarínur, perur, vínber, agúrkur, gulrætur og tómatar henta vel í nestisboxið. Gott er að skera þetta niður í smærri einingar svo að litlar hendur og lausar tennur ráði betur við bitana. Huga vel að drykkjarvali Áherslan í skólum hefur verið fyrst og fremst á vatn eða mjólk. Léttmjólk er góður kostur en hæfilegt er að börn fái tvo til þrjá mjólkurskammta daglega. Hver skammtur samsvarar einu mjólkurglasi, einni dós af jógúrt eða skyri eða osti á tvær brauðsneiðar. Hún leggur áherslu á fjölbreytni og að ágætt sé að gefa ekki alltaf brauð til þessa að breyta til. Eins er hægt að nýta mat- arafganga og senda barnið með í skólann. Marga kalda afganga má jafnvel borða með höndum eins og kjöt- og fiskibollur og kjúklingalæri. Anna Sigríður segir í lokin að flestur matur sé hollur ef gætt er að hæfilegum skammtastærðum, samsetningu máltíða og fjölbreyttu fæðuvali. „ Þau verða að hafa pláss fyrir hádegismatinn svo það er þetta jafnvægi sem foreldrar þurfa að finna. Borðum græn- meti og ávexti Það eru margar heilsufarslegar ástæður sem mæla með neyslu grænmetis og ávexta en auk þess gefur það matnum lit og skemmti- legt bragð. Þetta kemur frá á vef Lýðheilsustöðvar. Þar segir að rífleg neysla grænmetis og ávexta dragi úr líkum á ýmsum langvinnum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og offitu. Töluvert hefur verið rætt um að offita sé að verða vandamál hér á landi en offitan er áhættuþáttur fyrir ýmsa langvinna sjúkdóma, þar á meðal krabbamein. Auk þess að vera holl fæðutegund þá fylgir neyslu grænmetis og ávaxta minni neysla óhollra fæðutegunda sem geta aukið líkur á krabbameini. Gamalt fyrir þér, nýtt fyrir öðrum Því hefur verið haldið fram að hugarfar á Íslandi hafi breyst eftir hrun og að við séum orðin nýtnari. Það er því tilvalið fyrir þá sem vilja gefa gömlum hlutum framhaldslíf að setja þá í nytjagám Góða hirðisins. Á endurvinnslustöðvum Sorpu eru nytjagámar þar sem fólk getur gefið hluti sem það er hætt að nota og eru þeir í kjölfarið seldir í Góða hirðinum. Einnig er tilvalið að kíkja í búð Góða hirðisins og athuga hvort þar sé að finna áhugaverða hluti því ágóði af sölu nytjahlutanna rennur til góðgerðarmála. Á síðu Heilsubankans má finna góð- ar leiðbeiningar og ráð við hinum ýmsu vandamálum. Má þar nefna leiðbeiningar um hvernig hægt sé að skera kökubotn í tvennt. Ef setja á krem eða aðra fyllingu er best að nota tannþráð en þannig fást falleg- ir og jafnir hlutar. Maður bregður einfaldlega tannþræðinum utan um kökubotninn og togar í sundur. Gæta þarf þess að þráðurinn liggi nokkurn veginn um kökuna miðja til að tryggja jafna botna. Einnig er hægt að nota tannþráð til að skera fallegar ostaköku- og skyrtertusneið- ar. Best er að skera kökuna áður en hún er lögð á borðið, tannþráðurinn er lagður yfir miðja kökuna og tog- að ákveðið niður. Þráðurinn er svo færður til að skera næstu sneið. Tannþráður í stað kökuhnífs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.