Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 2. febrúar 2011 Miðvikudagur
Úrskurðað í Hraðpeningamáli:
Lánastöðu
lekið á netið
Verktaki sem birti upplýsingar um
lánastöðu viðskiptavina Hraðpen-
inga ehf. braut gegn lögum um per-
sónuvernd. Persónuvernd komst
að þessari niðurstöðu en á vefsíðu
verktakans var hægt að hlaða niður
skjali með nöfnum viðskiptavina
Hraðpeninga. Í skjalinu var einnig
að finna upplýsingar um útistand-
andi lán, kennitölur og bankanúmer
viðskiptavinanna.
Hraðpeningar ehf. hafði sam-
band við Persónuvernd í október
eftir að fluttar voru fréttir af því að
upplýsingar um viðskiptavini Hrað-
peninga væri að finna í skjali sem
væri aðgengilegt á netinu. Á fundi
með fulltrúum Persónuverndar
sagði framkvæmdastjóri Hraðpen-
inga að lekann mætti rekja til verk-
taka sem vann fyrir fyrirtækið. Síðan
sem um ræðir er heimasíðan leppa-
ludar.com, en henni hefur verið lok-
að. Verktakinn sagði að fyrir mistök
hefði hann opnað fyrir svæðið og
skjalið því orðið aðgengilegt öllum
eina helgina.
Verktakinn viðurkenndi mistök
og gáleysi að því er fram kemur í úr-
skurði Persónuverndar og að hann
hafi farið gegn fyrirmælum Hrað-
peninga. Vinnsla hans með upplýs-
ingarnar væri ólögmæt. Í úrskurði
Persónuverndar kom þó fram að það
væri ekki á valdi hennar að skera úr
um það hvort bóta- eða refsiábyrgð
hafi stofnast á hendur ábyrgðarað-
ila eða vinnsluaðila. Það sé hlutverk
dómstóla að úrskurða um slíkt.
Áfram í haldi
vegna skotárásar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
úrskurðað fjóra karlmenn í áfram-
haldandi gæsluvarðhald vegna skot-
árásar sem framin var í Ásgarði á
aðfangadag síðastliðinn. Mennirn-
ir hafa verið í haldi í rúman mánuð
en samkvæmt úrskurði héraðsdóms
verða þeir í haldi í tvær vikur í við-
bót. Gæsluvarðhald yfir þeim átti
að renna út í gær, þriðjudag. Tveir
mannanna ætla að taka sér frest til
að ákveða hvort þeir áfrýi úrskurðin-
um til Hæstaréttar. Einn mannanna
hefur þegar áfrýjað úrskurðinum en
sá fjórði ætlar að una honum.
Tilboði Triton
hafnað
Tilboði fjárfestingasjóðsins Tri-
ton í verksmiðjurekstur Icelandic
Group í Bandaríkjunum og Kína
hefur verið hafnað. Framtaks-
sjóður Íslands, sem stendur fyrir
sölunni, hafnaði tilboðinu og
segir Finnbogi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, að sjóð-
urinn ætli að eiga starfsemi Ice-
landic Group í Evrópu áfram en
verksmiðjureksturinn í Banda-
ríkjunum og Kína verði seldur í
opnu söluferli. Finnbogi sagði í
fréttum á þriðjudag að ekki yrðu
teknar upp viðræður við aðra að
sinni. Sjóðurinn myndi nú ein-
beita sér að fjárhagslegri endur-
skipulagningu félagsins.
„Verulegur annmarki“
á ákvörðun Hæstaréttar
Eiríkur Tómasson lagaprófessor sagði
í opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands í
gær, þriðjudag, að Hæstiréttur hefði
ekki átt að beita strangari reglu varð-
andi kosningar til ráðgefandi stjórn-
lagaþings en þeirrar sem beitt er þegar
úrskurðað er um ógildingu alþingis-
kosninga. Það skipti enn meira máli
en við ráðgefandi stjórnlagaþing að
fulltrúar löggjafarsamkomunnar og
handhafar framkvæmdavaldsins séu
kjörnir í samræmi við áðurgreinda
reglu. Hann vísaði í því sambandi til
120. greinar laga um alþingiskosning-
ar, en þar er efnislega kveðið á um að
ekki beri að ógilda kosningar ef ann-
markar á framkvæmd þeirra hafi ekki
haft áhrif á niðurstöðu þeirra. „Þannig
að í mínum huga mæla engin rök með
því að beita strangari reglu, það hefði
hugsanlega verið hægt að beita síður
strangri reglu, en ég tel langeðlilegast
að beita sömu reglu og kemur fram í
kosningalögunum.“
Ástæður ógildingar ekki nægar
Eiríkur vísaði einnig til útlegginga
Ólafs Jóhannessonar, lagaprófessors
og forsætisráðherra, sem taldi að
margar smávægilegar misfellur við
framkvæmd kosninga af hálfu kjör-
stjórnar nægðu ekki til ógildingar
kosninganna sjálfra.
Eiríkur taldi ekki rétt að ógilda
kosningar af formástæðum og sagði
að víðast væri það sjónarmið, að úr-
skurða kosningar gildar, tekið fram
yfir það að úrskurða kosningar ógild-
ar nema að líkur hefðu verið leiddar
að því að ágallar á framkvæmd þeirra
hefðu ráðið úrslitum eða þá að kosn-
ingasvindl hefði verið haft í frammi af
þeim sem náðu kjöri. „Því hefur ekki
verið hreyft af neinum í sambandi við
þær kosningar sem hér eru til umfjöll-
unar.“
Niðurstaða Eiríks var því sú að
miðað við þær forsendur sem fyrir
liggja hefði hann komist að annarri
niðurstöðu en Hæstiréttur. „Ég tel að
með hliðsjón af svokallaðri meðal-
hófsreglu hefði líka komið til álita að
ganga ekki svo langt að lýsa kosning-
una ógilda heldur að lýsa hana gilda
en fyrirskipa að talning skyldi endur-
tekin. Það hefði verið hægt að gera ef
Hæstiréttur hefði talið að þeir fjórir
annmarkar sem hann fann á fram-
kvæmd kosninganna hefðu ekki átt að
vera til ógildingar.“ Eiríkur hefur sjálf-
ur reynslu af framkvæmd kosninga og
benti á að atkvæðaseðlar og kjörgögn
væru innsigluð og geymd og því auð-
velt að endurtelja atkvæðin.
Að endingu kvað Eiríkur að löggjaf-
inn mætti draga þá lærdóma af kosn-
ingunum til stjórnlagaþings að fyrir-
komulag kosninga yrði að vera eins
einfalt og kostur er. Ekki einasta hefðu
flóknar kosningar getað haft áhrif á
kosningaþátttöku heldur einnig gert
hana tortryggilega í augum kjósenda.
Þá mætti framkvæmd kosninga ekki
vera framandi í augum þeirra sem
hana annast.
Lögin gefa tilefni til túlkunar
Eiríkur studdi niðurstöðu sína einn-
ig með vísan til 15. greinar laga um
stjórnlagaþing en þar er fjallað um
kærur til Hæstaréttar og málsmeð-
ferð. Í greininni segir að ef kjósandi
telji fulltrúa á stjórnlagaþingi skorta
kjörgengisskilyrði, framboð hans ekki
hafa uppfyllt skilyrði laga eða kjör
hans af öðrum ástæðum vera ólög-
mætt, geti hann kært kosningu hans
til Hæstaréttar sem skeri úr um gildi
hennar. „Kæra skal afhent Hæsta-
rétti innan tveggja vikna frá því að
nöfn hinna kjörnu fulltrúa voru birt
í Stjórnartíðindum. Hæstiréttur aflar
greinargerðar og gagna frá landskjör-
stjórn og gefur viðkomandi fulltrúa
færi á að tjá sig um kæruna áður en
skorið er úr um gildi kosningarinnar.“
Í lok umræddrar lagagreinar er vís-
að til þess að ákvæði tiltekinna kafla í
lögum um kosningar til Alþingis gildi
um kosningar samkvæmt þessum lög-
um, „að svo miklu leyti sem við getur
átt“, eins og segir orðrétt. Eiríkur telur
að orðalagið „að svo miklu leyti sem
við getur átt“ hafi átt að gefa Hæsta-
rétti augljóst færi á að beita rýmri túlk-
un en hann gerði þegar hann ógilti
stjórnlagaþingskosningarnar.
Gagnrýni er lýðræðisleg
Eiríkur sagði að gagnrýni á Hæstarétt
væri í senn lýðræðisleg, nauðsynleg
og æskileg í lýðræðisþjóðfélagi eins
og því íslenska. Það væri sérstakt hlut-
verk háskólakennara í lögum að veita
dómstólunum aðhald en gagnrýni,
ekki síst frá lögfræðingum, yrði að vera
málefnaleg þar sem dómarar ættu
þess ekki kost alla jafna að svara fyr-
ir dóma sína á opinberum vettvangi.
„Við lögfræðingar verðum að hlíta því
að það eru auðvitað fleiri sem eiga rétt
á því að gagnrýna dómstólana vegna
þess að úrlausnir þeirra varða ekki að-
eins þá heldur allt samfélagið.“
„Alkunna er“
Eiríkur Tómasson, Gunnar Eydal lög-
fræðingur og fleiri hafa gert athuga-
semdir við orðalag í úrskurði Hæsta-
réttar. Í niðurstöðum réttarins segir á
einum stað:
„Alkunna er að sú aðferð er oft
viðhöfð við að stemma af fjölda kjós-
enda sem komið hafa í kjördeild að
rituð eru nöfn kjósenda í þeirri röð
sem þeir koma og greiða atkvæði. Þar
sem upplýst hefur verið að kjörseðl-
arnir voru ekki aðeins strikamerkt-
ir heldur einnig merktir númerum
sem voru í samfelldri hlaupandi tölu-
röð var í reynd afar auðvelt að færa
upplýsingar samhliða nöfnum kjós-
enda þannig að rekja mætti til núm-
era seðla sem þeir höfðu fengið. Verð-
ur að telja að ákvörðun um að haga
númeramerkingu seðlanna með þeim
hætti sem hér hefur verið lýst hafi farið
í bága við lokaákvæði […] um leynileg-
ar kosningar, en það er í samræmi við
grundvallarákvæði stjórnarskrárinn-
ar um opinberar kosningar […] Verð-
ur að telja þetta verulegan annmarka
á framkvæmd kosninganna, ekki síst í
ljósi þess, eins og nánar verður vikið að
síðar, að telja bar atkvæði fyrir opnum
dyrum og að viðstöddum fulltrúum…“
Gunnar Eydal vék að þessu atriði
í erindi hjá Lögmannafélginu í byrj-
un vikunnar. Í Speglinum, fréttaþætti
RÚV, sagði Gunnar orðrétt síðastlið-
inn mánudag: „Ég hef nú lengi unnið
að þessum málum í Reykjavík (annast
framkvæmd kosninga, innsk. blaða-
manns), og verið í góðu sambandi
við kollega mína annars staðar. Og við
þetta kannast bara enginn. En Hæsti-
réttur virðist byggja á þeirri staðreynd,
sem hann segir að sé „alkunna“ án
þess að það sé rannsakað frekar. Og
þess vegna má spyrja: Hvar er rann-
sóknarregla stjórnsýsluréttarins? Bar
ekki að rannsaka þetta frekar? Hvort
rétt væri fullyrðing kæranda áður en
byggt var á þessu sem málsástæðu?
Þess má geta að Sjálfstæðisflokk-
urinn fylgdist um áratugaskeið með
kosningum á mun fyllri og kerfis-
bundnari hátt en nokkur annar
flokkur. Líkur eru því leiddar að því
að Hæstiréttur sé að vísa til þessa
flokksbundna eftirlits og telji það al-
þekkt.
Rök Hæstaréttar skotin niður
Jóhann Malmquist, prófessor í tölv-
unarfræði, vann sem sérfræðingur
við undirbúning stjórnlagaþings-
kosninganna og hafði eftirlit með
framkvæmd þeirra. Hann fullyrti að
kjörseðlarnir hefðu ekki verið rekj-
anlegir. „Þeir eru ekki rekjanlegir
nema með samsæri.“
Reynir Axelsson, stærðfræðingur
og dósent við raunvísindadeild Há-
skóla Íslands, hefur unnið að úttekt á
niðurstöðum Hæstaréttar til birting-
ar. Hann fer meðal annars yfir merk-
ingar kjörseðlanna, sem Hæstirétt-
ur taldi vera verulegan annmarka á
framkvæmd kosninganna.
Rök Hæstaréttar eru meðal ann-
ars þau að kjörseðill mátti ekki vera
rekjanlegur til kjósanda. Hæstiréttur
segir í öðru lagi: „Alkunna er að sú
aðferð er oft viðhöfð við að stemma
af fjölda kjósenda sem komið hafa í
kjördeild að rituð eru nöfn kjósenda
í þeirri röð sem þeir koma og greiða
atkvæði.“ Í þriðja lagi segir Hæstirétt-
ur: „Þar sem upplýst hefur verið að
kjörseðlarnir voru ekki aðeins strika-
merktir heldur einnig merktir núm-
erum sem voru í samfelldri hlaup-
andi töluröð var í reynd afar auðvelt
að færa upplýsingar samhliða nöfn-
um kjósenda þannig að rekja mætti
til númera seðla sem þeir höfðu
fengið.“
n Stærðfræðingur hrekur álit Hæstaréttar
lið fyrir lið n Gera grín að Hæstarétti og
orðalagi hans á borð við „alkunna er“ n
Þrautreyndur eftirlitsmaður með kosning-
um kannast ekki við aðferðir sem Hæsti-
réttur segir „alkunnar“ n Nauðsynlegt og
lýðræðislegt að gagnrýna dómstóla
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
„Hlýtur það að telj-
ast verulegur ann-
marki á ákvörðun Hæsta-
réttar.
Engin rök með strangari reglu en í þingkosningum Eiríkur Tómasson lagapróf-
essor segir annmarkana ekki duga til ógildingar og að hann hefði sjálfur komist að annarri
niðurstöðu en Hæstiréttur.