Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 2. febrúar 2011 Miðvikudagur Á annað hundrað deyja skyndidauða Af og til heyrast fregnir, innan lands sem utan, af skyndilegum dauðs- föllum ungs fólks í blóma lífs- ins sem virðist hafa verið heilsu- hraust fram að því. Má þar nefna sem dæmi skyndilegt fráfall tónlist- armannsins Sigurjóns Brink. Slíkar fréttir vekja óhug og margir spyrja sig eflaust hvort þeir sjálfir séu í áhættuhópi eða gætu lent í því að falla skyndilega frá. Davíð O. Arnar er sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum hjá Landspítal- anum. Hann segir að þótt skyndi- dauði sé frekar algengur á Vestur- löndum sé hann fremur sjaldgæfur meðal ungs fólks undir fertugu. Hjartastopp algengasta orsök skyndidauða Aðspurður um skilgreiningu á hvað skyndidauði sé og hvað valdi honum segir Davíð að almennt sé hægt að skilgreina skyndidauða sem óvænt dauðsfall sem á sér stað innan við klukkustund frá því að einkenni hófust. Algengustu ástæðurnar séu hjartastopp en það verði í langflest- um tilfellum vegna alvarlegra takt- truflana frá sleglum sem eru í neðri hólf hjartans. Davíð segir að þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og þar með talið krufningu séu orsakir þess að einstaklingur deyr skyndidauða óút- skýrðar í allt að þriðjungi tilfella. Á annað hundrað manns árlega „Það eru ekki til nákvæmar tölur um skyndidauða hérlendis en við áætlum að vel á annað hundrað manns deyi skyndidauða hérlendis árlega.“ Það byggist á tölum frá ná- grannalöndunum. Hann bætir við að skyndidauði verði ekki einung- is vegna hjartastopps heldur séu önnur vandamál sem valdið skyndi- dauða svo sem heilaáföll, en þar sé oft um að ræða heilablæðingu, blóðtappa í lungum og bráða önd- unarbilun vegna til dæmis astma. Davíð segir að skyndidauði sé ívið algengari hjá körlum en konum en það kann að helgast af því að karl- menn fá oftast kransæðasjúkdóma fyrr en konur. Það eru því kannski færri konur sem deyja skyndidauða vegna kransæðasjúkdóms tiltölu- lega ungar. Áhættuþættir Það er mun algengara að eldra fólk deyi skyndidauða en þeir sem yngri eru. Hjá eldri einstaklingum sem komnir eru yfir fertugt tengist það oftast kransæðasjúkdómum. Áhættuþættirnir hjá þeim aldurs- hópi eru meðal annars ættarsaga um kransæðasjúkdóma, reykingar og háþrýstingur. Hjá yngri einstak- lingum eru kransæðasjúkdómar ekki eins algeng orsök en sjaldgæfir sjúk- dómar svo sem hjartavöðvaþykknun og frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir algengari orsök. Það síðar- nefnda er heiti yfir sjúkdóma sem oft ganga í erfðir og geta undir viss- um kringumstæðum valdið lífs- hættulegum hjartsláttartruflunum og hjartastoppi. Merki um raflífeðl- isfræðilegar raskanir komi yfirleitt ekki fram við hefðbundna krufningu. Þá er ættarsaga um skyndidauða mikilvæg því ef nánir ættingjar hafa látist snögglega á unga aldri er það hugsanleg vísbending um raflífeðlis- fræðilega röskun og þar af leiðandi meiri áhættu. Einkenni Davíð segir að einkenni geti gert vart við sig fyrir hjartastopp en hjá þeim sem hafa kransæðasjúkdóm sem grunnorsök kemur oft fram brjóstverkur, jafnvel vikum eða mánuðum fyrr. „Því ætti brjóstverk- ur sem stendur í meira en nokkr- ar mínútur, ekki síst hjá þeim sem hafa áhættuþætti kransæðasjúk- dóms, að vera tilefni til þess að fara í skoðun hjá lækni.“ Þá geta ein- kenni eins og hjartsláttaróþægindi, svimi eða yfirlið verið vísbending um alvarlegan hjartasjúkdóm og gæti verið fyrirboði hjartastopps. Þessi einkenni geta komið fyrir hjá öllum aldurshópum. Við nán- ari skoðun reynast þó fæstir þeirra sem hafa þessi einkenni vera með hættulegan sjúkdóm. Fyrirbyggjandi aðgerðir Ef fólk hefur einkenni eins og nefnd eru að ofan, ættarsögu eða áhættuþætti kransæðasjúkdóms, segir Davíð að rétt sé að þeir fari til læknis til að láta meta sig. Slíkt mat geti farið fram hjá heimilislækni, í áhættumati Hjartaverndar eða í völdum tilfellum á stofu hjá hjarta- lækni. „Það er sennilega klókt fyr- ir sem flesta að láta meta sig með almennri skoðun á fimmtugsaldri þar sem meðal annars er mæld- ur blóðþrýstingur, blóðfitur, blóð- sykur og í völdum tilfellum tekið hjartalínurit. Þá veit fólk betur hvar það stendur og mögulegt er að gera ráðstafanir ef þörf er á.“ „Fólk verður eitt stórt spurningarmerki“ „Mín tilfinning og upplifun er sú að þegar fréttir berast af ungu fólki sem deyr í blóma lífsins komi það sjald- an af stað almennri hræðslu. Ég hef ekki fundið fyrir því í gegnum árin,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræð- ingur. Hún segir viðbrögðin í þjóð- félaginu vera frekar meiri umræða og að fólk sé slegið þegar slíkar frétt- ir berast. „Fólk verður bara eitt stórt spurningarmerki. Við erum harka- lega minnt á hversu stutt sé á milli þessara tveggja heima og að þetta sé ekki í okkar höndum,“ segir hún. Hún segir að viðbrögðin séu frek- ar þannig að fólk sem hefur kannski verið á leiðinni til læknis að láta at- huga eitthvað láti verða af því og hvatinn sé því frekar í þá áttina. Aðspurð um ráðleggingar til fólks sem finnur fyrir ótta eða hræðslu um sitt eigið líf segir Kol- brún að fyrst og fremst verði fólk að tala við einhvern sem það treystir. Fólk megi ekki loka tilfinningar inni og láta þær grassera þar því að allir upplifi hræðslu einhvern tíma á lífs- leiðinni og ekki megi rífa sig niður vegna þess. „Það eru ekki til nákvæmar tölur um skyndidauða hérlendis en við áætlum að vel á annað hundrað manns deyi skyndidauða hérlendis árlega. n Heilsuhraust fólk á öllum aldri getur fallið skyndilega frá n Algengasta ástæða skyndidauða er hjartastopp n Vel á annað hundrað manns deyja skyndidauða hér á landi árlega Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Skyndileg dauðsföll Í gegnum árin hafa borist fregnir af ungu íþróttafólki sem deyr skyndilega: n 2003 – Marc Vivien Foe, landsliðsmaður Kamerún í fótbolta, hné niður í miðjun leik og lést. Hann var 28 ára. n 2004 – Miklos Feher, frá Ungverjalandi, hné skyndilega niður í leik með liði sínu, Benfica frá Portúgal. Endurlífgunartilraunir voru fljótlega hafnar og hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar um kvöldið. Hann var 25 ára. n 2007 – Spænskur fótboltamaður, Antonio Puerta, missti meðvitund í miðjum leik og lést þremur dögum síðar á spítala. Hann var 23 ára. n 2007 – Phil O‘Donnell, skoskur knattspyrnumaður, lést í leik með liði sínu Motherwell í Skotlandi. Hann var 35 ára. n 2009 – Spænskur fótboltamaður, Daniel Jarque, dó á hótelherbergi sínu eftir æfingu. Hann var 26 ára. n 2009 – 18 ára drengur hné niður á fótboltaæfingu með ÍR en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Á síðasta ári voru tvö tilfelli þar sem börn urðu lífshættulega veik en betur fór en á horfðist: n Helga Sigríður Sigurðardóttir, 12 ára stúlka frá Akureyri, hneig niður í búningsklefa í sundi í lok nóvember. Talið var að hún hefði fengið hjartaáfall og var hún flutt til Svíþjóðar til að fara í hjartaskipti. Til þess kom þó ekki og Helga Sigríður er á batavegi. n Halldór Elfar Hannesson, 17 ára drengur, fékk skyndilega hjartastopp er hann sat við tölvu sína um miðjan desember. Fósturfaðir hans bjargaði honum með því að hnoða í hann lífi. Halldór var fljótlega útskrifaður af spítala. Áhættuþættir Yfir fertugu n Ættarsaga um kransæðasjúkdóm n Reykingar n Háþrýstingur n Sykursýki n Hækkað kólesteról Undir fertugu n Hjartavöðvaþykknun n Frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir n Ættarsaga um skyndidauða Skyndileg dauðsföll Fólk hugar betur að eigin heilsu þegar fréttir berast af skyndilegu fráfalli ungs fólks. MYnd SigtrYggUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.