Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 15
Breytt úttektartímabil Valitor hefur breytt almennu úttektar- tímabili á Visa-kortum. Fram til þessa hefur tímabilið verið frá 18. eins mánaðar til 17. þess næsta, en framvegis verður það frá 22. til 21. Greint er frá þessu á heimasíðu Neytendasamtakanna en þar er einnig tekið fram að breytingarnar séu heimilar og í samræmi við skilmála svo lengi sem korthöfum sé tilkynnt um þær með réttum hætti. Vilji korthafi ekki una þessum breytingum getur hann sagt upp kortasamn- ingi og krafist hlutfallslegrar endurgreiðslu árgjalds. Sé kortið notað eftir að nýir skilmálar taka gildi er hins vegar litið svo á að korthafi samþykki skilmálana. Fyrirtækið telur að breytingar þessar hafi hverfandi áhrif á korthafa. Skyndilausnir í megrun Fólk leitar oft eftir skyndilausnum þegar kemur að því að grenna sig þar sem það vill sjá árangur strax. Skyndilausnir geta hins vegar oft reynst óæskilegar en ein slíkra lausna felst í að neyta fitu- og prótínríkra matvæla sem innihalda lítið af kolvetnum. Á vef Matvælastofnunar er fjallað um slíka megrunarkúra og má þar finna pistil um það helsta sem einkennir Atkins-kúrinn og aðra kolvetnissnauða og fitu- og prótínríka megrunarkúra. Þar er ekki leitast við að svara spurningunni hvort slíkir kúrar séu áhættunnar virði en þó er tekið fram að það séu margir ókostir sem fylgi því að neyta matar sem ríkur er af fitu og prótínum en snauður af kolvetnum. Hver og einn verður hins vegar að svara því fyrir sig hvort þessir kúrar henti. Neytendur | 15Miðvikudagur 2. febrúar 2011 n Hjördís Ágústsdóttir gerði leigusamning við leigjendur sína n Hún vildi ekki framlengja samn- inginn en þrátt fyrir það hafa leigjendurnir hvorki flutt út né greitt leigu n Hefur lítinn sem eng- an rétt til að endurheimta hús sitt n Undrast reglurnar og finnst vegið að sér sem leigusala LOSNAR EKKI VIÐ LEIGJENDURNA Leigusamningur Hjördísar Ágústs- dóttur við leigjendur rann út í nóvem- ber. Þrátt fyrir það er fjölskyldan, sex manns, enn búsett í húsinu. Hjördís hefur ekki fengið greidda leigu síðan í október og stendur nú ráðalaus yfir stöðunni. Hjördís hafði leigt Akranes- kaupstað húsið sitt í nokkurn tíma en fyrir rúmu ári var þeim samningi sagt upp. Í kjölfarið hafði fólkið sem bjó í húsinu samband við hana og spurði hvort hún mundi vilja gera áfram- haldandi leigusamning við þau. „Ég hafði samband við bæjarskrifstofur og spurðist fyrir um hvernig fólkið hefði staðið í skilum og fékk þau svör að það hefði alltaf verið í lagi. Ég ákvað því að leyfa þeim að búa þar áfram og gerði leigusamning upp á ár við þau,“ segir hún. Vandamál með leiguna Hjördís segir að samningurinn hafi tekið gildi þann 1. nóvember 2009 en hún hafi ekki rukkað þau um fyrsta mánuðinn. Það hafi þó allt- af verið vandamál með leiguna. „Ég var að fá um það bil 70 til 80 þúsund krónur en leigan hljóðaði upp á 110 þúsund krónur. Ég hef aldrei farið fram á að þau greiði vexti af því en þetta kom mér samt illa þar sem ég þarf að borga af lánum af húsinu,“ segir hún. Sækir um útburð Í nóvember rann samningurinn út og hafði Hjördís ekki í hyggju að fram- lengja hann. Staðan er hins vegar sú að fjölskyldan er ekki enn farin úr hús- inu. „Ég hef engan rétt. Ég get ekki far- ið inn í mitt eigið hús því þar er fólk sem á ekki að vera þar. Ef ég færi þar inn gætu þau kært mig fyrir innbrot,“ útskýrir hún. Það eina sem hún get- ur gert til að koma þeim út löglega er að senda þeim bréf í ábyrgðarpósti sem hún og gerði. Þar fór hún fram á að fjölskyldan yrði farin úr húsinu í síðasta lagi 14. janúar. Það hefur ekki gengið eftir og það eina í stöðunni er því að fá lögfræðing í málið og sækja um útburð. Það getur hins vegar tekið marga mánuði. Pattstaða „Mér finnst bara ótrúlegt að ég, sem eigandi hússins, hafi engan rétt. Ég þarf að greiða af lánunum og borga fasteignagjöld en ég get ekki feng- ið húsið mitt aftur. Þrátt fyrir að það sé enginn gildandi leigusamningur,“ segir hún og bætir við að hún fái ekki frystingu á lánum á meðan. Nú hafi hún fengið sér lögfræðing sem hún segir að sé ekki ódýrt. Auk þess get- ur útburðarbeiðni verið lengi á leið- inni í gegnum kerfið og segist Hjör- dís hafa heyrt að það geti tekið allt að sex mánuði. „Á meðan ég stend í þessu mun bankinn líklega hirða af mér húsið. Þetta er bara algjör patt- staða.“ Vill leigja öðrum Hún segist ekki vera að þessu til að heimta peninga af leigjendunum þó þeir skuldi henni um hálfa milljón nú þegar. Hún er ekki vongóð um að fá peninginn sem kæmi henni þó vel því hún hefur ekki getað greitt af sínum íbúðarlánum vegna þessa. „Mig langar bara að eiga húsið mitt og halda áfram að leigja það. En fyrst verð ég að losna við þau.“ Hún segir það einnig ótrúlegt að hún geti ekki haft samband við lögregl- una og látið vita að það sé fólk í húsinu sem hún losnar ekki við. Að það þurfi að fara þessa leið. „Ég hef alltaf verið heiðarleg við hana og ég sagði henni að ég myndi senda henni þetta bréf. Það er svo sem hægt að segja að ég eigi líka sök á þessu þar sem ég hefði aldrei átt að láta þetta ganga svona langt og svona lengi.“ Fóru fram á flýtimeðferð Lögfræðingur Hjördísar, Ármann Ár- mannsson, staðfestir sögu Hjördísar og segir að beiðni um aðfaragerð hafi verið send Héraðsdómi Vesturlands. „Umbjóðandi minn hefur farið fram á útburð. Þetta er eina úrræðið sem hún hefur þar sem samningi er lokið en fólkið neitar að fara.“ Hann segist ekki vita hversu lang- an tíma þetta muni taka en bætir við að hann hafi farið fram á flýtimeð- ferð þar sem um mikið hagsmunamál sé að ræða. Ef krafan verður tekin til greina hjá sýslumanni og samþykkt þarf Hjördís að leita ásjónar lögregl- unnar þar sem útburður sé ekki fram- kvæmdur nema með aðstoð lögreglu eða sýslumanns. „Flyt ekki á götuna í febrúar“ „Ég held að hún þurfi nú fyrst að segja upp skriflega. Auk þess er ég hér með sex manna fjölskyldu og ég flyt ekki út á götu með þau í febrú- ar,“ segir leigjandinn. Hann segir að þetta snúist fyrst og fremst um fjár- mál og að hann hafi ekki viljað ræða við Hjördísi því hún hafi séð til þess að fjölskyldan fái ekki leigt annars staðar í bænum. „Ég talaði við hana fyrir nokkru og sagði henni að ég væri fjárhagslega illa stödd því ég sé öryrki og á bótum. Ég reyndi að pota inn peningum eins og ég gat og hún vissi það alveg. Ég get ekki gert meira en það,“ segir hún. Aðspurð hvort hún hugsi sér að flytja úr húsinu segir hún að fulltrúi sýslumanns hafi sagt að þegar samn- ingar renni út taki við ótímabundinn samningur en sá renni ekki út fyrr en leigjendur flytji. „Ég er búin að tala við bæjaryfirvöld og þau eru ekki með neitt húsnæði til leigu. Það er heldur ekkert um leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði. Því miður, annars væri ég fyrir löngu farin héðan.“ segir hún að lokum. Á heimasíðu Húseigendafélagsins er að finna húsaleigumola sem Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður félagsins, tók nýlega saman. „Húseigendafélagið gerir leigusamninga og veitir ráð og upplýsingar og kannar skilvísi leigjenda. Þá aðstoðar félagið leigusala þegar vanskil og aðrar vanefndir verða. Þessi þjónusta er efirsótt af þeim sem vilja hafa leigumálin á hreinu,“ er meðal þess sem þar segir. Um útburð og rétt leigusala segir: Útburðarbeiðni n Líði rýmingarfresturinn án þess að leigjandi rými eða leiti samninga, er leigusali knúinn til að fara í útburðarmál. Það er gert með útburðarbeiðni til héraðsdóms. Leigjandi er boðaður fyrir dóminn og fær kost á að koma fram með sjónarmið sín og varnir. Oftar en ekki er ekki mætt af hálfu leigjanda. Yfirleitt er fátt um varnir í útburðarmálum vegna leiguvanskila. Skortur á peningum og greiðslugetu og greiðsluvilja eru ekki lögmætar varnir. Úrskurður um útburð n Næst er málið tekið til úrskurðar um útburð og málskostnað. Sé hann leigusala í vil er farið með hann til sýslumanns sem framfylgir honum ef leigjandi lætur ekki segjast. Útburðurinn er á ábyrgð og kostnað leigusala en hann eignast yfirleitt aðfararhæfa endurkröfu á leigjanda, þ.e. hann getur fengið gert fjárnám til tryggingar henni. Góð ráðGunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Ég get ekki farið inn í mitt eigið hús því þar er fólk sem á ekk- ert að vera þar. Hjördís Ágústsdóttir Leigjendurnir vilja ekki fara þrátt fyrir að leigusamningur hafi runnið út í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.