Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 23
Viðtal | 23Miðvikudagur 2. febrúar 2011 KANINN - BESTA TîNLISTIN, FRƒTTIR OG SKEMMTILEGASTA FîLKIÐ SKEIFAN 7 - 3. H®Ð - 108 REYKJAVêK - 571 1110 - KANINN@KANINN.IS AMERICAN EXPRESS OG KANINN KYNNA: VIÐĐ GEFUM ÞƒR M…RG HUNDRUÐĐ ÞòSUND KRîNUR ALLAN FEBRòAR ­leiklistarnámskeið.­ Það­ var­ fyrsta­ árið­ í­ SÁL-skólanum­ sem­ var­ svo­ upphafið­ að­ stofnun­ Leiklistarskól- ans.­Ég­var­einn­vetur­á­kvöldin,­síð- an­stigmagnaðist­þetta­og­við­vorum­ á­daginn­líka.­Ég­var­í­fyrsta­árgang- inum­sem­útskrifaðist­frá­Leiklistar- skóla­Íslands­árið­1976.“ „Vill að við tökum á hruninu“ Siggi sagðist hafa dregið andann djúpt og horft yfir farinn veg, en er eitthvað eitt sem stendur upp úr? „Það­ er­ svo­ ótal­ margt.­ Ég­ gæti­ nefnt­ ýmislegt­ og­ meðal­ þess­ sem­ stendur­ upp­ úr­ er­ að­ þegar­ ég­ út- skrifaðist­var­Sveinn­Einarsson­leik- hússtjóri­ Þjóðleikhússins.­ Daginn­ eftir­ útskriftina­ var­ mér­ boðið­ að­ leika­í­Þjóðleikhúsinu­með­landsliði­ leikarastéttarinnar.­ Það­ var­ náttúr- lega­ meiriháttar.­ Ég­ lék­ ýmislegt­ og­ fór­ hægt­ af­ stað,­ en­ það­ var­ magn- að­að­byrja­strax­með­þessum­stóru.­ Síðan­er­ég­auðvitað­búinn­að­leika­í­ óteljandi­sýningum­sem­voru­marg- ar­ hverjar­ frábærar­ og­ aðrar­ minna­ frábærar.“ Er samt alltaf sama kikkið að byrja á nýju verki? „Já,­ heldur­ betur.­ Það­ hefur­ ekk- ert­ breyst.­ Ég­ er­ líka­ alltaf­ „nervös“­ fyrir­frumsýningar,­maður­veit­aldrei­ hvernig­ kakan­ kemur­ til­ með­ að­ smakkast.­Þessi­vinna­er­fíkn­að­svo­ miklu­leyti.“ Undirrituð er ekki áskrifandi að Stöð 2 og hefur ekki séð Spaugstof- una síðan hún fluttist þangað. En er það rétt að strákarnir séu beittari eft- ir flutninginn? „Það­ er­ erfitt­ fyrir­ mig­ að­ meta­ það,“­ segir­ Siggi.­ „Við­ ætluðum­ að­ halda­okkar­striki­og­ekki­draga­neitt­ undan.­ Við­ tökum­ á­ því­ sem­ er­ að­ gerast­ hverju­ sinni­ eins­ og­ við­ höf- um­alltaf­gert.“ Hafið þið meira frelsi? „Nei,­ það­ hefur­ ekkert­ með­ það­ að­ gera.­ Það­ er­ bara­ dagsformið­ á­ okkur­sem­ræður­för.“­ Nú hefur áhorfið verið minna en búist var við, eruð þið ekki svekktir yfir því? „Við­ erum­ náttúrlega­ í­ lokaðri­ dagskrá,­ en­ auðvitað­ vildum­ við­ hafa­meira­áhorf.­En­það­hefur­ver- ið­viðunandi­og­okkur­líður­mjög­vel­ á­Stöð­2­og­fáum­góðan­stuðning­frá­ starfsfólkinu.“ Á tímabili fannst mörgum að komin væri ákveðin þreyta í ykkur, en svo var eins og þið fengjuð vítam- ínsprautu í hruninu. Er efniviðurinn ennþá hrunið og það sem því fylgir? „Já,­við­erum­á­bólakafi­í­hruninu.­ Við­ fundum­ fyrir­ því­ eftir­ hrun­ að­ þetta­ var­ svona­ stuðpúði­ fyrir­ fólk.­ Því­þótti­gott­að­við­segðum­það­sem­ ekki­var­hægt­að­segja­undir­öðrum­ kringumstæðum.­Það­er­einmitt­þar­ sem­við­viljum­vera­og­finnst­að­við­ séum­á­heimavelli.­Auðvitað­höfum­ við­verið­upp­og­niður­í­gegnum­tíð- ina,­ þetta­ eru­ orðin­ 20­ ár­ með­ ein- hverjum­ pásum.­ Við­ finnum­ samt­ núna­ að­ fólk­ vill­ að­ við­ tökum­ fyr- ir­fréttir­af­líðandi­stundu­og­helst­á­ sem­ harkalegastan­ hátt,­ þó­ án­ þess­ að­ meiða­ neinn.­ Við­ græðum­ ekk- ert­á­því.­En­við­viljum­segja­hlutina­ umbúðalaust­og­þetta­hafa­verið­svo­ geggjaðir­tímar­undanfarin­ár­að­all- ar­grensur,­öll­mörk,­færast­til.“ Engir skandalar, því miður Karl Ágúst sagði einhvern tíma í við- tali að stundum væri erfitt að gera fyndinn þátt um atburði tengda hruninu þar sem þið væruð að sjálf- sögðu fórnarlömb kreppunnar eins og aðrir. Hefur þú fundið fyrir þessu? „Já.­Við­erum­líka­með­bílalán­og­ húsnæðislán­ og­ höfum­ orðið­ fyrir­ barðinu­á­kreppunni.­En­við­verðum­ að­ aðskilja­ þetta­ alveg.­ Persónuleg­ reiði­má­aldrei­skína­í­gegn­í­Spaug- stofunni.“ Verður klúðrið með stjórnlaga- þingið þemað í næsta þætti? „Já,­ það­ er­ ekki­ ósennilegt.­ En­ við­ erum­ að­ skrifa­ fram­ á­ síðustu­ stundu.“­ Sigurður­hefur­leikið­í­fjölda­kvik- mynda,­ en­ leikhúsið­ á­ meira­ í­ hon- um. „Leikhúsið­ er­ alltaf­ heimastöð- in.­ Ég­ get­ ekki­ án­ leikhússins­ ver- ið,­mér­er­það­lífisins­ómögulegt.­Þó­ vinnan­ við­ sjónvarp­ og­ kvikmyndir­ sé­ skemmtileg­ myndi­ hún­ ekki­ full- nægja­mér.­Það­heldur­okkur­leikur- um­gangandi­að­vera­með­annan­fót- inn­í­leikhúsinu.­Ég­held­það­eigi­við­ um­alla­leikara­alls­staðar.“ Siggi­ hefur­ verið­ kvæntur­ sömu­ konunni­í­30­ár­og­á­með­henni­þrjú­ börn.­ „Nú­ eru­ barnabörnin­ kær- komin­viðbót,­en­við­lifum­voðalega­ venjulegu­lífi.­Ég­er­þessi­dæmigerði­ Íslendingur,­reyni­að­vera­heiðarleg- ur­ og­ gera­ mitt­ besta.­ Lífið­ er­ nátt- úrulega­ ekki­ hnökralaust,­ það­ eru­ skaflar­ eins­ og­ gengur,­ en­ mest­ er­ þetta­hversdagslegt­og­notalegt.“ Þú meinar að ég fái engar djúsí sögur. Þú hefur ekkert verið bendlað- ur við Katalínu eða neina skandala? „Nei,­ ég­ veit­ að­ þetta­ er­ svolítið­ döll.­Þú­hefur­ekkert­á­mig­þó­ég­feg- inn­vildi,“­segir­Siggi­og­hlær. Getur ekkert í golfi Áhugamál­ Sigga­ eru­ veiðar­ og­ í­ seinni­ tíð­golf.­„Ég­get­ekkert­ í­golfi,­ en­þykir­rosalega­gaman­að­fara­með­ vinunum­í­golf.­Þær­stundir­eru­með- al­minna­bestu.“­ Ertu þá fyndinn í vinahópnum? „Nei,­ég­er­ekkert­hrókur­alls­fagn- aðar,­en­við­vinirnir­skemmtum­okk- ur­alltaf­vel.­Svona­almennt­er­ég­lít- ið­ fyrir­ sviðsljósið.­ Það­ er­ held­ ég­ algengt­ meðal­ leikara.­ Þeir­ sem­ þrá­ sviðsljósið­ eru­ mun­ færri­ en­ hinir.­ Þetta­er­hins­vegar­það­eina­sem­ég­ kann­ og­ ég­ vona­ að­ mér­ hafi­ farið­ fram­á­undanförnum­árum.“ Siggi­segir­að­tilfinningin­eftir­vel­ heppnaða­ sýningu­ þar­ sem­ áhorf- endur­ eru­ greinilega­ mjög­ ánægðir­ sé­engu­lík.­„Það­jafnast­ekkert­á­við­ þá­ tilfinningu,­ þar­ eru­ laun- in.­ Ég­ get­ ekki­ borgað­ vísa- reikninginn­ minn­ með­ klappi­ áhorfenda,­ en­ gleði­ þeirra­ er­ það­sem­ég­tek­með­mér­heim­ í­hjartanu.“ Grínið­ hefur­ svolítið­ orðið­ hlutskipti­ Sigga,­ en­ hann­ seg- ist­líka­hafa­leikið­alvarleg­hlut- verk. „Já,­ grínið­ hefur­ orðið­ mín­ deild,­ kannski­ hafði­ ég­ ein- hvern­neista­í­það,­en­sem­bet- ur­ fer­ hef­ ég­ fengið­ að­ takast­ á­ við­alvarleg­hutverk­líka.­Það­er­ alveg­lífsnauðsynlegt.“ Siggi­ tekur­ ekki­ einn­ grín- karakter­fram­yfir­annan,­segist­ halda­ upp­ á­ marga­ og­ bregð- ur­ rétt­ sem­ snöggvast­ fyrir­ sig­ Kristjáni­Ólafssyni. „Ég­ er­ búinn­ að­ búa­ til­ ógrynni­ af­ fígúrum.­ Þær­ verða­ bara­til­og­ekkert­hægt­að­ útskýra­ hvað­ gerist.­ Þetta­ mallast­ einhvern­ veg- inn,­ kannski­ ekki­ ósvip- að­ eldamennsku,­ mað- ur­ prófar,­ saltar­ aðeins­ meira,­bætir­einhverju­út­ í­ og­ smakkar­ sig­ áfram­ þangað­ til­ maður­ finnur­ að­ þetta­ er­ einmitt­ mál- ið.­ Ef­ þessir­ vitleysingar­ mínir­ eru­ skoðaðir­ má­ sjá­ að­ þeir­ hafa­ breyst­ í­ gegnum­tíðina.­ En­ég­er­auðvitað­ekki­ bara­ að­ búa­ til­ persón- ur­ fyrir­ sjónvarp­ heldur­ líka­ karaktera­ í­ leikhúsi.­ Starfið­ snýst­ um­ að­ búa­ til­ trúverðugar­ persónur­ þar­líka­þótt­þær­séu­ekki­ ýktar­eins­og­í­Spaugstof- unni.­Ég­vona­að­í­ fram- tíðinni­ verði­ ferillinn­ minn­fjölbreyttur­eins­og­ hingað­ til.­ Ég­ hef­ leikið­ mikið­fyrir­börn­og­finnst­ það­ mjög­ gefandi.­ Við­ megum­ ekki­ gleyma­ að­ börnin­eru­leikhúsgestir­ framtíðarinnar.­ Hutverk­ fyrir­ fullorðna­ eru­ líka­ gefandi,­ við­ reynum­ að­ gera­eins­vel­og­við­getum­og­stund- um­hittum­við­í­mark,­stundum­ekki.­ Það­ er­ hins­ vegar­ nauðsynlegt­ að­ bjóða­upp­á­fjölbreytt­leikhús,­bjóða­ upp­ á­ eitthvað­ framandi­ og­ nýtt­ og­ fara­ekki­alltaf­auðveldustu­leiðina.“ Hefur liðið illa með hrunið Það­er­fullt­í­pípunum­hjá­Sigga.­„Já,“­ segir­ hann,­ það­ er­ margt­ fram­ und- an.­Afinn­verður­áfram­á­fjölunum­og­ það­kemur­mér­skemmtilega­á­óvart­ hvað­ mér­ reynist­ auðvelt­ að­ vera­ í­ einleik­þegar­til­kemur.­Mér­finnst­ég­ líka­vera­að­segja­eitthvað­sem­skiptir­ máli.­Þá­verður­farsinn­Nei,­ráðherra!­ frumsýndur­í­lok­febrúar.­Þetta­er­úr- vals­ farsi­og­ég­get­ lofað­miklu­ fjöri.­ Við­ félagarnir­ sýndum­ í­ fyrra­ Harrý­ og­Heimi,­heilar­150­sýningar,­og­nú­ erum­við­að­skrifa­kvikmyndahandrit­ um­þá.­Ég­og­Karl­Ágúst­erum­búnir­ að­skrifa­leikrit­fyrir­Borgarleikhúsið­ upp­ úr­ bókinni­ Gulleyjunni,­ sem­ er­ sjóræningjaleikrit­fyrir­alla­fjölskyld- una.­ Þetta­ var­ gamall­ draumur­ hjá­ mér­ sem­ er­ nú­ orðinn­ að­ veruleika­ og­fer­á­fjalirnar­í­Borgarleikhúsinu­í­ náinni­framtíð.“ Nokkrar­af­stelpunum­úr­áheyrn- arprufunum­koma­til­okkar­og­lang- ar­að­fá­eiginhandaráritun­hjá­Sigga.­ Það­ er­ líka­ alltaf­ að­ koma­ fólk­ sem­ heilsar­ kumpánlega­ og­ hann­ er­ að­ fara­að­leika­um­kvöldið.­Þess­vegna­ er­ ekki­ hægt­ að­ tefja­ hann­ mikið­ lengur.­En­hvernig­líður­honum­sjálf- um­ með­ hrunið­ og­ það­ sem­ hefur­ fylgt­í­kjölfarið? „Mér­ hefur­ liðið­ mjög­ illa­ með­ þetta­og­síðustu­misseri­bara­verr­og­ verr.­Við­erum­ekki­að­komast­upp­úr­ þessum­ hjólförum,­ sem­ er­ mjög­ al- varlegt,“­ segir­ Siggi.­ „Það­ er­ kannski­ ekki­hægt­að­benda­á­einhvern­söku- dólg,­en­ég­hefði­haldið­að­við,­þessi­ fámenna­ þjóð,­ sem­ höfum­ sýnt­ í­ gegnum­ tíðina­ að­ ef­ eitthvað­ bját- ar­á,­hvort­sem­eru­náttúruhamfarir­ eða­ annað,­ stöndum­ við­ saman­ og­ göngum­ í­ takt.­ Undanfarin­ misseri­ og­ár,­þegar­virkilega­brýtur­á­okkur,­ gengur­okkur­ekkert­að­standa­ saman­ um­ lausnir.­ Það­ er­ margt­ ósanngjarnt­ í­ gangi­ og­ gengur­ illa­ að­ leiðrétta­ hlut- ina,­ það­ er­ eins­ og­ okkur­ tak- ist­ ekki­ að­ vera­ samhentur­ hópur­lengur.­Það­er­deginum­ ljósara,­ef­við­förum­einhverja­ áratugi­ aftur­ í­ tímann,­ að­ hér­ hefur­ mikið­ farið­ úrskeiðis.­ Spillingin­ hefur­ blómstrað­ og­ fólk­er­eðlilega­reitt.­Við­getum­ ekki­horft­fram­hjá­þessu­og­ég­ held­að­við­verðum­að­sjá­ein- hverja­axla­ábyrgð­á­óförunum,­ annars­ kraumar­ þetta­ alltaf­ í­ okkur.­Við­ förum­ósátt­að­sofa­ á­ hverju­ kvöldi­ sem­ er­ mjög­ óhollt.­Ég­held­að­við,­miðkyn- slóðin,­verðum­að­axla­ábyrgð.­ Við­getum­ekki­skilið­þetta­eft- ir­ handa­ börnunum­ okkar.­ Ég­ sé­ekki­lausnina,­því­miður,­en­ við­ þurfum­ einhvern­ veginn­ að­ krækja­ höndum­ saman­ og­ komast­í­gegnum­erfiðleikana.“ Engin ritskoðun í bröndurum barnanna Nú­er­samtalið­orðið­svo­alvar- legt­að­það­er­óhjákvæmilegt­að­ snúa­við­blaðinu. „Hver er besti brandarinn sem þú hefur heyrt nýlega?“ „Ég­ er­ svo­ lítill­ brandarakall­ og­ alls­ ekki­ týpan­ sem­ er­ alltaf­ með­ brandara­ á­ hraðbergi.­ Brandari­ er­ meira­„happening“­fyrir­mér.­Reynd- ar­ er­ afastrákurinn­ minn,­ sem­ er­ fjögurra­ ára,­ farinn­ að­ segja­ afa­ brandara­ og­ það­ er­ sko­ engin­ rit- skoðun­ hafin­ þar.­ Brandarinn­ fer­ út­ og­suður­og­það­sem­er­svo­fyndið­er­ nákvæmlega­ það,“­ segir­ Siggi,­ sem­ tekur­ sig­ ekki­ baun­ hátíðlega­ sem­ leikara.­ „Þetta­ er­ lítið­ samfélag­ sem­ hefur­bæði­kosti­og­galla­og­það­eru­ forréttindi­að­ fá­að­vera­ leikari.­Mér­ finnst­ engin­ stjörnudýrkun­ í­ gangi,­ við­erum­bara­hluti­af­liðinu­eins­og­ hver­ önnur­ vinnandi­ stétt.­ Skiptir­ ekki­máli­hvort­það­er­pípari­eða­leik- ari.­Ég­er­að­sjálfsögðu­þakklátur­fyrir­ þessi­35­ár­í­leiklistinni­og­vona­að­ég­ eigi­eftir­önnur­35.­Það­væri­sko­ekki­ leiðinlegt.“­ edda@dv.is „Daginn eftir út- skriftina var mér boðið að leika í Þjóðleik- húsinu með landsliði leik- arastéttarinnar. Það var náttúrlega meirháttar. Spaugari Siggi Sigurjóns segir alltaf jafn skemmtilegt að taka upp Spaugstofuna. Laganna vörður Siggi er alltaf jafn fyndinn í löggugervinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.