Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 2. febrúar 2011 Miðvikudagur Bræðurnir Pétur Ragnar og Magnús Péturssynir fara ekki í launkofa með að hafa hótað starfsmönnum Lands- bankans. Hótanir þeirra bræðra bár- ust í tölvupóstum og í einum þeirra var gengið svo langt að hóta líkams- meiðingum. Báðir segjast þeir til- búnir til að standa við hótanir sínar gagnvart starfsmönnum bankans. Ástæða hótananna er tvö lán upp á samtals fjórar milljónir króna sem fyrirtæki í eigu Péturs Ragnars tók árið 2007. Fyrirtækið fór á hausinn í efnahagshruninu og vilja þeir bræð- ur meina að með því hafi skapast forsendubrestur fyrir endurgreiðslu lánsins. Bankinn hefur gengið að ábyrgðamönnum lánanna tveggja sem eru, auk Magnúsar, faðir þeirra og tengdamóðir Péturs. „Við stöndum í stappi við Lands- banka Íslands vegna lána sem fyrir- tækið mitt tók árið 2007. Tengda- móðir mín, faðir og bróðir skrifuðu upp á þessi lán, sjálfskuldarábyrgð. Bankinn leit ekki á fyrirtækið sem nógu góðan pappír á sínum tíma þannig að hann vildi tengja mig við lánið líka, þannig að hann fékk ábyrgð fyrir þessu,“ segir Pétur um forsögu málsins. „Þessi rekstur fór á höfuðið árið 2008 vegna þess að það var ekkert að gerast í þessum bransa það árið.“ „Við hótuðum bankanum“ „Við hótuðum bankanum. Hold- gervingur bankans er starfsfólk hans og þær reglur sem það vinnur eftir, sem það setur sér,“ segir Pétur Ragnar. „Ég hótaði því að ég skyldi koma þarna upp eftir með lithá- íska vini mína og að það yrði ekki kurteisisheimsókn, ég lét hafa eftir mér að ég gæti setið fyrir honum og að ég gæti líka farið heim til hans og þar gæti ýmislegt gerst.“ Pét- ur viðurkennir að hafa hótað lík- amsmeiðingum en segir að málið snúist ekki um það. „Bankinn hef- ur hótað mér í hverju einasta bréfi sem hann hefur sent mér, hann hótar mér ekki líkamsmeiðingum, hann hótar mér andlegu ofbeldi.“ Eftir að umfjöllun DV um hót- anir þeirra bræðra birtist á mánu- daginn var Pétri sagt upp störfum. „Ég hafði haft vinnu frá því 1. októ- ber en ég var kallaður inn í morgun og þar var sagt við mig: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og við ætlum að segja þér upp,““ segir hann. „Þar af leiðandi hef ég engu að tapa í að berjast við bankann til síðasta blóðdropa. Ég er mjög reiður, mjög reiður út í bankann. Það að ég hóti þeim, auðvitað er það heimskulegt, en við erum öll breysk.“ Pétur bendir á nokkra þekkta viðskiptamenn sem hafa fengið lán sín felld niður, eða persónuleg- ar ábyrgðir felldar niður, og segist vilja fá sömu meðferð og þeir. Getur ekki borgað „Ég get ekki borgað þetta,“ seg- ir Pétur sem segist vera eignalaus í dag. „Ef ég ætla að eignast líf – ég á ekkert líf í dag – þá þarf ég að geta gert eins og bankinn. Afskrif- að skuldir. Ég þarf að geta hald- ið áfram þannig.“ Hann segir að ábyrgð sín vegna lánsins hafi hrun- ið með bönkunum. „Hún er farin,“ segir hann. Bankinn er ekki sam- mála Pétri og vill meina að hann og ábyrgðarmennirnir sem skrifuðu upp á lánin fyrir hann séu í fullum ábyrgðum fyrir láninu. „Ég ber fulla ábyrgð á því sem ég skrifaði und- ir en ég ber ekki ábyrgð á því sem gerðist hérna í október 2008.“ Bankinn hefur boðið Pétri 50 prósenta niðurfellingu af upphaf- legu skuldinni. Við það hefðu þá bæst samningsvextir, dráttarvext- ir og ýmis kostnaður sem bank- inn hefur lagt út í vegna tilrauna til að innheimta lánið. „Þeir buðu 50 prósenta niðurfellingu en klíndu svo miklu á þetta, í fjórtán lið- um, að þetta var enginn helming- ur,“ segir Pétur sem segir þó þessa helmings niðurfellingu ekki standa til boða í dag. Hvorki Pétur né Magnús telja bankann hafa brotið lög en segja hann ganga gegn tilmælum frá yf- irvöldum. Þeir telja þó ábyrgðina ekki liggja hjá stjórnvöldum heldur hjá bankanum sjálfum. Krefjast endurgreiðslu Magnús er eignalaus og hefur bankinn ekki getað gengið að hon- um til að innheimta lánið í gegnum sjálfskuldarábyrgð sem hann skrif- aði undir. Þeir bræður vilja einn- ig að Landsbankinn endurgreiði alls 1,2 milljónir króna sem faðir þeirra greiddi inn á annað lánið vegna sinnar sjálfskuldarábyrgð- ar á láninu. Þá fara þeir fram á við bankann að hann felli niður ann- að lánið sem tengdamóðir Péturs er í ábyrgð fyrir. Þeir segja að þetta sé eina lausnin sem þeir sætti sig við í málinu. Þangað til henni verði náð séu þeir tilbúnir að ganga eins langt og þeir telji þurfa. Fyrirtækið sem tók upphaflegu lánin sem allt málið snýst um hét Heimilið í heild og flutti inn eld- húsinnréttingar. Allar markaðsfor- sendur voru brostnar eftir efna- hagshrunið fyrir slíku fyrirtæki og fór það í þrot í kjölfarið. Pétur Ragnar segir að ef bankarnir hefðu ekki hrunið hefði fyrirtæki hans ekki farið í þrot. Hann kennir því bankanum um að fyrirtæki hans fór í þrot. Fyrirtækið fór á hausinn árið 2008, einu ári eftir að lánin tvö voru tekin. „Þegar fyrirtækið var gert gjaldþrota var sótt á pabba minn sem er 85 ára, tengdamóður mína sem er öryrki og bróður minn sem er öryrki. Vissulega skrifuðu þau upp á þetta lán en forsendubreyt- ingin var orðin.“ Vilja ekki meiða eða drepa „Maður eins og ég, öryrki og eignalaus, hefur engu að tapa. Ég er tilbúinn í hvað sem er,“ seg- ir Magnús. „Ég hótaði í bréfi sem ég sendi að ég færi í óhefðbundn- ar aðgerðir. Ég meiði engan og ég drep engan og hef aldrei hótað því. Fólki verður gerður einhver grikk- ur sem það man eftir í nokkur ár.“ Pétur segir að líkamleg meiðsl séu ekki inni í myndinni í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Hvorugur þeirra bræðra segist óttast afleiðingarnar sem hótan- irnar gætu haft í för með sér. „Ég er ekki hræddur við neitt. Sér- sveitina, lögregluna, lögfræðinga? Ég bara brosi að þessu,“ segir Pét- ur. „Það er ekki í huga mér að ég hræðist það að vera saksóttur fyrir þetta og ef ég verð saksóttur fyrir þetta þá svara ég fyrir það.“ Pétur vildi ekki segja hvort hann myndi fara sömu leið gagnvart þeim að- ilum og hann hefur farið gagnvart bankanum. „Ég játa það að ég hót- aði þessu,“ segir hann. „Ég er bara brjálaður úr reiði og ræð ekki við mig. Hér koma bara menn og berja tunnur. Það er ekki nóg fyrir mig. Ég vil ganga miklu lengra,“ segir Pétur. Þeir bræður vona báðir að með aðgerðum sínum veki þeir þjóðfélagið og fái það til að standa á því sem þeir segja að sé réttur þess. n Bræður hótuðu bankamönnum bréflega n Tilbúnir að ganga langt til að fá sínu framgengt n Tóku lán upp á fjórar milljónir króna árið 2007 n Ári síðar fór fyrirtækið á hausinn „Þeir buðu 50 prósenta niðurfellingu en klíndu svo miklu á þetta, í fjórtán liðum, að þetta var enginn helmingur. „Við hótuðum bankanum“ Ósáttir Pétur og Magnús eru allt annað en sáttir við Landsbankann og fara ekki dult með að hafa hótað starfsmönnum hans. Mynd RÓBeRT Reynisson Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Varðar sektum eða fangelsi Samkvæmt almennum hegningarlögum getur það varðað allt að tveggja ára fangelsi að hafa í frammi alvarlega hótun. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir: „Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Lögregla rannsakar hótanirnar Mikil reiði hefur ríkt á meðal almennings í garð bankastarfsmanna í kjölfar banka- hrunsins árið 2008. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki hafa fengið mörg slík mál inn á borð til sín sem varða hótanir í garð bankastarfsmanna eða starfsfólks fjármálafyrirtækja. Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir lögregluna rannsaka hótanirnar sem bárust starfsmönnunum sjö hjá Landsbankanum. Aðspurður hvort lögreglan hefði áður fengið tilkynningar varðandi hótanir í garð bankastarfsmanna svaraði hann því neitandi. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, staðfesti í samtali við DV á mánudag að umræddar hótanir hefðu borist starfsmönnum bankans. Hann sagði málið litið alvarlegum augum og að um væri að ræða grafalvarlegar hótanir. „Þetta hefur gengið allt of langt og málið hefur gengið mjög nærri starfsmönnunum.“ Aðspurður sagði hann bankann hafa verið í sambandi við lögregluna. „Að sjálfsögðu er haft samband við lögregl- una þegar svona alvarlegar hótanir berast starfsmönn- um,“ sagði hann og bætti við að Landsbankinn gæti ekki lagt fram kæru fyrir hönd starfsmanna, það þyrftu þeir að gera sjálfir. Litið alvarlegum augum dV greindi frá hótununum á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.