Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Miðvikudagur 2. febrúar 2011
Vill festa Muntari
n Steve Bruce, knattspyrnustjóri
Sunderland, er nokkuð viss um að
lánssamningur Sulleys Muntari frá
Inter verði gerð-
ur varanlegur í
sumar. Muntari
kom til félags-
ins í janúar en
Bruce vill gera
við hann endan-
legan samning
eftir tímabilið.
„Muntari er frá-
bær leikmaður sem ég vonast til að
geta haldið. Hann er það góður að
það sendir viss skilaboð fáum við
hann til að skrifa undir samning.
Aldrei áður hef ég séð leikmenn í
hans gæðaflokki vera tilbúinn að
taka á sig jafnmikla launalækkun
og hann gerði með því að koma til
okkar. Það er hressandi að sjá,“ segir
Bruce.
Red Bull sparar
yfirlýsingarnar
n Heimsmeistarar Red Bull í For-
múlu 1 hafa haft nokkuð hægt um
sig nú þegar Formúluvertíðin er
að fara að stað.
Liðin afhjúpa nú
bíla sína út um
allar trissur og
greina frá mark-
miðum keppn-
istímabilsins.
Heimsmeistar-
inn Sebastian
Vettel segir að
ekki verði mikið mál fyrir sig og lið-
ið að koma sér í gang því að auðvit-
að vilji allir vinna heimsmeistara-
titilinn aftur. Bíll Red Bull í fyrra var
langbestur en tæknistjóri liðsins,
Adrian Newey, sagði að hann óttaðist
að eitt annað lið byggi nú yfir sömu
tækni og þeir. Hvaða lið það væri
vildi hann ekki gefa upp.
Loksins, segir Schumi
n Mercedes-liðið í Formúlu 1 frum-
sýndi nýja keppnisbílinn sinn í gær,
MGP W02. Á honum vonast sjöfaldi
heimsmeist-
arinn Michael
Schumacher til
að gera betur
en í fyrra. „Það
er alveg ljóst að
hönnun bílsins
er undir áhrifum
frá Red Bull en
það er ekkert
skrýtið miðað við árið í fyrra. Ég
segi nú bara: Loksins er kominn
nýr bíll og við getum farið að prófa
okkur áfram. Þetta hefur verið löng
bið. Ég er handviss um að á þessum
bíl munum við standa oftar á verð-
launapallinum. Þá helst í miðjunni
auðvitað,“ segir Michael Schuma-
cher.
Diouf kátur í Glasgow
n Senegalinn El-Hadji Diouf gekk
í raðir Glasgow Celtic á lokadegi
félagaskipta og hann gæti varla
verið ánægðari.
„Rangers er einn
stærsti klúbb-
ur heims með
mikla sögu. Það
verður frábært
að klæðast bláu
treyjunni og ég
mun gera mitt
allra besta,“ segir
Diouf sem var nálægt því að semja
við Celtic áður en hann valdi Rang-
ers. Það er auðvitað dauðasynd hjá
þeim grænu en liðin mætast ein-
mitt í bikarnum um næstu helgi.
„Ég veit allt um ríginn á milli þess-
ara tveggja liða og ég get einfaldlega
ekki beðið eftir að taka þátt í einum
„old firm“-leik,“ segir Diouf.
Molar
Giggs bestur frá upphafi Síðustu daga hefur
staðið yfir kosning hjá Manchester United þar sem stuðnings-
menn félagsins velja besta leikmann þess frá upphafi. Sigur-
vegarinn var Ryan Giggs sem hefur spilað með liðinu alla sína
tíð og unnið meðal annars ellefu Englandsmeistaratitla. Röð tíu
efstu manna er svohljóðandi: 1. Ryan Giggs, 2. Eric Cantona, 3.
George Best, 4. Sir Bobby Charlton, 5. Cristiano Ronaldo, 6. Paul
Scholes, 7. David Beckham, 8. Roy Keane, 9. Peter Schmeichel,
10. Wayne Rooney.
Sex leikir í úrvalsdeildinni Luis Suarez fær
væntanlega eldskírnina með Liverpool í kvöld þegar liðið tekur
á móti Stoke í ensku úrvalsdeildinni. Nóg ætti að vera um nýja
leikmenn en alls fara sex leikir fram. Birmingham – Manchester
City, Blackburn – Tottenham, Blackpool – West Ham, Bolton
– Úlfarnir og Fulham – Newcastle eru einnig á dagskrá. Meðal
nýrra leikmanna hjá liðunum má benda á Robbie Keane hjá West
Ham, Sergei Kirilenko hjá Blackpool og Obafemi Martins hjá
Birmingham.
Þegar allt virtist stefna í að Eiður
Smári Guðjohnsen yrði áfram í her-
búðum Stoke kom Mark Hughes
honum til bjargar og fékk hann að
láni til Fulham. Eiður Smári er því
aftur kominn til Lundúna og leik-
ur með Fulham út tímabilið. Hann
verður svo samningslaus í sumar frá
Stoke þar sem hann hefur einfald-
lega átt martraðartíma.
Eiður Smári gekk í raðir Stoke
undir lok félagaskiptagluggans í ág-
úst og settu margir spurningamerki
við hvað kraftaboltastjórinn Tony
Pulis ætlaði að gera við svo léttleik-
andi og lipran leikmann. Þær efa-
semdir reyndust á rökum reistar
því Eiður byrjaði ekki einn leik með
Stoke og lék í heildina 67 mínútur
eftir að hafa komið fimm sinnum
inn á sem varamaður.
Fyrir utan varaliðsbolta lék Eiður
síðast knattspyrnu í lok október þeg-
ar hann kom inn á sem varamaður í
þremur leikjum í röð. Á þessum 67
mínútum skoraði hann ekkert mark,
gaf ekki stoðsendingu og náði að-
eins tveimur skotum að marki.
Hjá Fulham ætti Eiður að fá
sanngjarnari meðferð en Mark Hug-
hes sóttist eftir að fá hann til liðsins í
sumar þegar Eiður samdi við Stoke.
Hjá Fulham hefur verið mikið rót á
framherjunum og hafa þeir skorað
afar lítið. Gæti þetta því verið kjörið
tækifæri fyrir Eið að sýna sig aftur í
ensku úrvalsdeildinni.
tomas@dv.is
Skrifaði undir við Fulham á lokadegi félagaskipta:
Martröð Eiðs á enda
Sloppinn Eiður leikur
með Fulham út tímabilið.
MYND REUTERS
FJÁRHÆÐIRNAR
UPP ÚR ÖLLU VALDI
fyrra þar sem hann skoraði sautján
mörk og gaf átta stoðsendingar.
Lengi hefur verið karpað um
hversu mikið Wayne Rooney
kostaði Manchester United þeg-
ar allt var tiltekið en þó eru flest-
ir sammála um að sú upphæð hafi
ekki farið yfir 30 milljónir punda.
Rooney var keyptur nítján ára til
Manchester United, þá búinn að
sanna gildi sitt í úrvalsdeildinni
og fara á kostum á Evrópumótinu
í Portúgal árið 2004 þar sem hann
var, ásamt Ruud van Nistelrooy,
næstmarkahæsti leikmaður keppn-
innar með fjögur mörk.
Andy Carroll er í það minnsta
fimm milljónum punda dýrari
en Rooney en hefur óumdeilan-
lega afrekað töluvert minna. Andy
Carroll er orðinn áttundi dýrasti
leikmaður sögunnar en Liverpool
borgaði meira fyrir hann en Barce-
lona greiddi fyrir David Villa. Villa
hefur í nokkur ár verið besti fram-
herji spænsku úrvalsdeildarinnar
og er ríkjandi heims- og Evrópu-
meistari með Spáni. Þá er einn
besti markvörður sögunnar, Gian-
luigi Buffon, einnig fyrir neðan
Carroll á listanum.
Enskir ótrúlega dýrir
Undanfarin ár hefur verðið á ensk-
um leikmönnum hækkað upp úr
öllu valdi. Virðast þeir afskaplega
lítið þurfa að afreka til að hár verð-
miði sé settur á þá. Michael Carrick
var til dæmis keyptur til Manchest-
er United á sautján milljónir punda
á sínum tíma, þótt hann sé dæmi
um að það að eyða háum fjárhæð-
um geti svo sannarlega borgað sig.
James Milner var búinn að sanna
sig sem hágæða úrvalsdeildarleik-
maður hjá Aston Villa en hvort
hann standi undir 28 milljóna
punda verðmiða verður að koma
í ljós. Ekki má svo gleyma Dav-
id Bentley sem var keyptur til Tot-
tenham á sautján milljónir punda
fyrir að hafa verið nokkuð spræk-
ur á hægri vængnum hjá Black-
burn. Skemmst er frá því að segja
að það var flopp. Enskir leikmenn
eru í miklum metum á Englandi
og hvað þá þegar þeir geta skorað
mörk. Alan Shearer kostaði á sín-
um tíma fimmtán milljónir punda
þegar Newcastle keypti hann frá
Blackburn árið 1996 en þá þótti
það óraunveruleg upphæð. Wayne
Rooney kostaði um 25 milljón-
ir átta árum síðar og nú, fimmtán
árum eftir söluna sögulegu á Alan
Shearer, er maðurinn sem tók við af
honum í níunni hjá Newcastle far-
inn fyrir tuttugu milljónum meira
en goðið sjálft kostaði.
„Andy Carroll er
orðinn áttundi
dýrasti leikmaður
sögunnar.
Tuttugu milljónum dýrari en átrúnað-
argoðið Andy Carroll er mikill aðdáandi Alans
Shearer en hann var keyptur til Newcastle á
töluvert minni pening en Carroll var seldur á.