Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 2. febrúar 2011 Miðvikudagur Nicolas Sarkozy vill hefja enskukennslu á leikskólastigi: Þriggja ára börn læri ensku Frakkar eru þekktir fyrir hreintungu- stefnu sína og gremst þeim mjög nýj- asta útspil Nicolas Sarkozys, forseta Frakklands. Sarkozy hefur löngum haldið því fram að nauðsynlegt sé að kenna frönskum börnum enska tungu frá unga aldri. Í fyrra lýsti hann því yfir að öll frönsk ungmenni á menntaskólaaldri ættu að vera orðin tvítyngd. Leiddi þetta til þess að farið var að kenna börnum ensku strax frá sjö ára aldri. Nú hefur Luc Chatel, mennta- málaráðherra í ríkisstjórn Sarkozys, lýst því yfir að enskukennsla eigi að hefjast enn fyrr – eða við þriggja ára aldur. Frakkar eru gáttaðir á yfirlýs- ingunni og telja hana koma úr hörð- ustu átt, sérstaklega vegna þess að Sarkozy sjálfur talar mjög takmark- aða ensku. Málvísindamaðurinn Claude Hagége hefur lýst yfir efa- semdum um gagnsemi áætlunar- innar. „Að hefja tungumálakennslu við þriggja ára aldur er fullsnemmt, fimm eða sex ár er mun betri aldur.“ Aðrir gagnrýnendur Sarkozys hafa bent á að mikilvægara sé að börn nái betri tökum á sínu eigin móðurmáli, áður en lagt er á þau að læra annað mál. Þá hafa sósíalist- ar í Frakklandi sakað Sarkozy um að vera hluti vandans, þar sem hann tali sjálfur of lélega alþýðufrönsku, með takmörkuðum orðaforða og tíðum málvillum. François Loncle, þing- maður sósíalista, sagði málnotkun Sarkozys „jafnast á við árás á menn- ingu landsins og á orðspor Frakk- lands í hinum stóra heimi.“ Frakkar eru mjög viðkvæmir vegna innrásar ensku í franska menningu. Árið 2006 vakti mikla athygli þeg- ar Jacques Chirac, þáverandi forseti, þrammaði út af fundi Evrópusam- bandsins um atvinnumál. Ástæð- an var sú að Ernest-Antoine Seill ière, landi hans og yfirmaður samtaka at- vinnurekenda, hóf að flytja erindi á fundinum á ensku. Slíkt lét Chir- ac ekki bjóða sér og hlaut hrós fyrir í Frakklandi í kjölfarið. björn@dv.is Að minnsta kosti milljón manns fylltu miðborg Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, á þriðjudag. Þá söfn- uðust saman hundruð þúsunda í hafnarborginni Alexandríu, en mótmæli voru skipulögð um gjör- vallt Egyptaland. Mótmælendur kyrjuðu baráttusöngva og kröfð- ust þess að Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands síðan árið 1981, léti af stjórnartaumunum í land- inu. Mótmælendur vilja ekki sjá neina skjólstæðinga Mubaraks í ríkisstjórn og vilja frjálsar kosn- ingar. Stjórnarandstöðuflokkar í Egyptalandi hafa lýst því yfir að þeir líti ekki á ríkisstjórn Mubar- aks sem réttmæta ríkisstjórn og að umbótatilraunir forsetans undan- farna daga séu marklausar. Hátíðarstemning Fréttamenn arabísku fréttastof- unnar Al Jazeera, sem var reynd- ar bönnuð í Egyptalandi á sunnu- daginn, greindi frá því í gær að hátíðarstemning ríkti meðal mót- mælenda í Kaíró. Fjöldi mótmæl- enda var vel yfir milljón og var mál manna að mikill samhljómur hafi ríkt meðal mótmælenda. Aldur og fyrri störf virðast engu máli skipta, en meðal mótmælenda er fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum samfélagsins. Talsvert ofbeldi hefur einkennt mótmælin hingað til en að minnsta kosti 125 manns hafa fallið í átök- um við lögreglu og um 1.500 eru særðir. Nú er lögreglan hins vegar horfin á braut og herinn hefur tek- ið við löggæslu á götum úti. Herinn lofaði að beita ekki valdi Í yfirlýsingu frá egypska hernum á mánudag sagði að „tjáningarfrelsi væri öllum tryggt, svo lengi sem frið- samlegum leiðum yrði beitt.“ Í yfir- lýsingunni sagði að herinn ætlaði sér ekki að beita valdi. „Egypski herinn tilkynnir hér með, hinni miklu eg- ypsku þjóð, að hann viðurkenni lög- mætar kröfur þjóðarinnar. Hermenn eru nú á götum úti, en til þess eins að gæta öryggis fólksins.“ Í yfirlýsing- unni var einnig varað við skemmd- arverkum, sem myndu stefna öryggi mótmælenda í hættu. Einnig var var- að við fámennum hópum þorpara, sem hafa farið ránshendi um hús- næði og verslanir undanfarna daga. AGS býður fram stuðning Mubarak kynnti nýja ríkisstjórn sína á mánudaginn. Um helgina rak hann alla ríkisstjórnina á einu bretti og skipaði náinn samstarfsmann sinn, Ahmed Shafik, sem forsætisráðherra og fól honum umboð til ríkisstjórn- armyndunar. Ljóst er að egypska þjóðin telur þessa ríkisstjórn mark- lausa og ætlar ekki að láta af mót- mælunum fyrr en Mubarak hverfur á braut. Í gær bárust einnig tíðindi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að hann væri tilbúinn að rétta Eg- yptum hjálparhönd. Í viðtali sagði yfirmaður AGS, Dominique Strauss- Kahn: „AGS er tilbúinn að skilgreina efnahagsstefnu fyrir Egyptaland sem hægt verði að koma í gagnið.“ Strauss-Kahn sagði ekkert um hvort hann teldi fýsilegt að Mubarak tæki poka sinn eður ei. n Sífellt bætist í hóp mótmælenda í Egyptalandi n Ætla ekki að láta af mótmælum fyrr en Hosni Mubarak tekur poka sinn n Herinn segist nú vera á bandi fólksins n Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur boðið fram stuðning„Egypski herinn tilkynnir hér með, hinni miklu egypsku þjóð, að hann viðurkenni lög- mætar kröfur þjóðarinnar. Milljónir á götuM úti Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Líkt við Hitler Þessi mótmælandi er búinn að mála yfirvararskegg á Mubarak og líkja honum þannig við Adolf Hitler. Tahrir-torg um hádegi í gær Fólk flykktist á hið sögufræga torg. Elsta kona í heimi látin Bandaríska konan Eunice Sanborn lést á mánudag en hún var elsta kona í heimi. Eunice fagnaði 115 ára afmæli sínu í júlí í fyrra en hún fæddist árið 1895 í Lake Charles í Louisiana-ríki. Hún var þrígift, en ásamt öðrum eiginmanni sínum settist hún að í Jacksonville í Texas árið 1937 og bjó þar allt til dauða- dags. Nú er elsta kona í heimi Besse Cooper, en hún er einnig bandarísk og er 114 ára að aldri. Hún er einnig frá suðurríkjum Bandaríkjanna og hefur búið í Georgíu-ríki undanfarin 90 ár. Hún segir að lykillinn að lang- lífi sé að skipta sér ekki af annarra manna málum og að halda sig frá ruslfæði. Ég er hættan holdi klædd: Bækur um Assange Það vakti athygli í desember þegar Julian Assange, aðalritstjóri upp- ljóstrunarvefjarins Wikileaks, skrif- aði undir samn- ing þess efnis að hann myndi skrifa bók um vefinn. Nú hafa hins vegar tvær bækur þegar litið dagsins ljós um Assange. Önnur þeirra er skrifuð af ritstjóra New York Times, Bill Kell- er, þar sem hann greinir frá samn- ingaviðræðum þeim sem áttu sér stað milli hans og Assange, ásamt fulltrúum fleiri fjölmiðla sem hafa birt gögn frá Wikileaks á undan- förnum vikum. Kemur þar fram að ritstjórn New York Times og ritstjórn breska blaðsins Guardian, höfðu ákveðið að birta Wikileaks-gögn áður en samþykki Assange lá fyrir. Mun Assange þá hafa hótað lögsókn á hendur ritstjórna blaðanna. Kell- er lýsir Assange eins og persónu úr Millenium-þríleik Stiegs Larssons – „að ekki hafi verið hægt að greina á milli þess hvort hann var hetja eða skúrkur.“ Keller sagði að Assange væri maður sem ynni eftir sínum eigin reglum og ynni ekki vel með öðrum. Þá hafa blaðamennirnir Dav- id Leigh og Luke Harding, sem skrifa fyrir Guardian, einnig gefið út bók. Þeir greina meðal annars frá lífi Assange áður en hann komst í sviðsljósið. Hafi Assange þá nýtt sér stefnumótaþjónustu á netinu, þar sem yfirskriftin var: „Varúð: ertu að leita að venjulegum jarðbundnum náunga? Leitaðu þá annað...Ég er hættan holdi klædd, ACHTUNG.“ Sarkozy hugsi Sjálfur talar hann mjög takmarkaða ensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.