Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 2. febrúar 2011 Miðvikudagur
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
VEGLEG
VINNUFÖT
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík- Flúðum
Vestmannaeyjum
Úlpa með hettu + flíspeysu
kr. 12.990
Varúðarvesti
kr. 890
Flísjakki með hettu
kr. 6.450Polo bolur
kr. 2.190
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471 og
EN343
Félagið Mercatura ehf. sem er í eigu
Kristins Björnssonar, fyrrverandi for-
stjóra Skeljungs, á 45 milljóna króna
bankainnistæðu í Lúxemborg. Kemur
þetta fram í ársreikningi félagsins fyr-
ir árið 2009. Mercatura átti að standa
skil á öllum langtímaskuldum sínum
við Íslandsbanka á þriðjudag en þær
nema um 260 milljónum króna. Félag-
ið er með 11 milljóna króna neikvætt
eigið fé. Er um að ræða óverðtryggt ís-
lenskt lán með 16,2 prósent vöxtum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort Krist-
inn hafi samið um greiðslu á láninu.
Mercatura á þó eignir á móti stórum
hluta skulda félagsins. Má þar nefna
fasteign sem metin er á 160 milljón-
ir króna, 37 milljónir króna í hluta-
bréfum auk 45 milljóna króna inni á
bankareikningi í Lúxemborg eins og
áður sagði. Í samtali við DV sagðist
Kristinn ekki vilja tjá sig um stöðu fé-
lagsins. „Ég sé enga ástæðu til þess.
Þetta er bara félag í minni einkaeigu,“
sagði hann. Hann sá heldur enga
ástæðu til að upplýsa blaðamann um
hvort hann hefði staðið skil á 260 millj-
óna króna láni sínu við Íslandsbanka í
gær.
Fékk lánaða 3,3 milljarða
Minnst var á félagið Mercatura í Rann-
sóknarskýrslu Alþingis þar sem Krist-
inn er eiginmaður Sólveigar Péturs-
dóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra
og forseta Alþingis. Voru lánin sem
tengdust Sólveigu talin nema um
3,6 milljörðum króna og að stærst-
um hluta vegna félagsins Mercatura,
eða um 3,3 milljarðar króna. Til sam-
anburðar námu lán tengd Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur, alþingiskonu
Sjálfstæðisflokksins, helmingi lægri
upphæð en Kristján Arason, eigin-
maður hennar fékk um 1.800 milljóna
lán vegna hlutabréfakaupa í Kaup-
þingis eins og frægt er.
Í rannsóknarskýrslunni kemur
fram að langstærsti hluti lánanna til
Mercatura hafi verið í gegnum fram-
virka samninga. Var þá aðallega um að
ræða framvirka samninga með hluta-
bréf í FL Group, Glitni og Kaupþingi
en einnig var um að ræða skuldabréf
í Icebank. Voru stærstu lánin og fram-
virku samningarnir við Glitni. Ekk-
ert er minnst á þessa samninga í árs-
reikningi Mercatura fyrir árið 2009. Í
ársreikningi Mercatura árið 2007 kem-
ur fram að Glitnir eigi veð í verðbréf-
um Mercatura til tryggingar skuldum.
Er því líklegt að Kristinn hafi þurft að
endursemja við Íslandsbanka um
langtímaskuldir Mercatura. 260 millj-
óna króna langtímaskuldir félagsins
voru á gjalddaga á þriðjudag eins og
áður sagði.
Húsið á Flórída er til sölu
DV fjallaði um Mercatura í júlí 2009
en félagið átti hús á Flórída við Lake
Nona-vatnið. Var húsið keypt á þrjár
milljónir dala í mars 2007. Á meðal ná-
granna Kristins voru golfleikarinn Tig-
er Woods og Jóhannes í Bónus. Sam-
kvæmt tilkynningu um eigendaskipti
sem birtist í bandaríska blaðinu Or-
lando Sentinel í byrjun maí 2009 seldi
félagið Mercatura Kristni Björnssyni
húsið við Nona-vatn í Orlando. Kaup-
verðið var hálf milljón dollara eða
nálægt 65 milljónum íslenskra króna.
Var því talið að Kristinn væri að færa
húsið frá Mercatura sem stóð illa fjár-
hagslega yfir til sjálfs sín. „Húsið er
enn í eigu Mercatura,“ sagði Kristinn
í samtali við DV árið 2009 og þvertók
fyrir að hafa selt sjálfum sér húsið. Í
ársreikningi félagsins árið 2009 kem-
ur þessi sala ekki fram. Þó er minnst
á sölu á fasteign upp á 145 milljónir
króna árið 2008 en ekki er tilgreint
um hvaða fasteign sé að ræða.
Húsið er allt hið veglegasta en það
er nú til sölu á 3,7 milljónir dollara.
Að sögn Kristins er húsið ekki lengur
í eigu Mercatura. „Það er ekki lengur
í eigu félagsins. Það er skráð félag hér
á Íslandi sem á húsið og er með það
í söluferli,“ segir hann. Hann vildi þó
ekki gefa upp nafn þess félags.
Samkvæmt ársreikningum
Mercatura keypti félagið fasteign
fyrir 305 milljónir króna árið 2007.
Seldi síðan fasteign fyrir 145 milljónir
króna árið 2008 og er núverandi eign
félagsins metin á 160 milljónir króna
samkvæmt ársreikningi Mercatura
árið 2009. Engar skýringar eru gefnar
á því hvaða fasteignir sé um að ræða.
Hátt fall
Lítið virðist eftir af eignum Krist-
ins Björnssonar sem taldar voru í
milljörðum þegar góðærið stóð sem
hæst. Þrátt fyrir að hann hafi átt að
standa skil á 260 milljóna króna
skuld við Íslandsbanka virðist hann
þó enn halda 470 fermetra húsi sínu
að Fjólu götu í Reykjavík sem hann á
skuldlaust, 45 milljóna króna banka-
innistæðu í Lúxemborg og Land
Cruiser 200-jeppabifreið. Ekki ligg-
ur ljóst fyrir hvort Kristinn hafi enn
einhvern aðgang að húsinu á Flórída
en líkt og áður kom fram vildi hann
ekki gefa upp hvaða félag eigi nú hús-
ið. Þó má telja líklegt að Íslandsbanki
hafi yfirtekið húsið vegna skulda
Kristins við bankann. Guðný Helga
Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Ís-
landsbanka, segir að bankinn geti
ekki gefið upplýsingar um stöðu við-
skiptavina bankans. Hún gat því ekki
svarað því hvort hús Kristins á Flór-
ída væri komið í eigu Íslandsbanka.
Kristinn Björnsson var einn
þeirra sem auðgaðist gríðarlega
á árunum fyrir hrun. Hann og út-
gerðamaðurinn Magnús Kristinsson
áttu saman fjárfestingafélagið Gnúp.
Samkvæmt heimildum DV er talið
að eignir Kristins hafi verið metnar á
10 til 15 milljarða króna þegar hluta-
bréfamarkaðir voru í hæstu hæðum
sumarið 2007.
„Ég sé enga
ástæðu til þess.
Þetta er bara félag í
minni einkaeigu
n Mercatura á hús á Flórida sem er til sölu n Allar skuldir voru
á gjalddaga á þriðjudag n Lánahæsta félagið sem tengdist
þingmanni í rannsóknarskýrslunni n Mercatura á 45 milljónir í Lúx
FÉLAG KRISTINS MEÐ
45 MILLJÓNIR Í LÚX
Húsið á Flórída Líklegt má telja að Íslandsbanki hafi yfirtekið húsið vegna skulda Kristins
við bankann.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Björguðu lífi manns í Hreyfingu:
„Ánægður
með
dagsverkið“
Líklegt þykir að eftirtektarsemi og
skjót viðbrögð félaganna Kristins
Hjartarsonar og Alexanders Arons
Davorssonar hafi bjargað lífi ungs
manns sem hné niður meðvitund-
arlaus vegna hjartastopps í líkams-
ræktarstöðinni Hreyfingu á mánu-
daginn.
„Við tókum eftir því að hann var
eitthvað þreyttur og settist á eitt-
hvert tæki og hallaði sér fram. Svo
var eins og hann tæki svona djúpan
andardrátt og við vorum ekki vissir
hvort það væri í lagi með hann. Svo
heyrðum við hávær hljóð í honum
og litum í kringum okkur og það
var enginn sem gaf þessu gaum eða
spáði í þetta,“ segir Kristinn í samtali
við DV aðspurður hvernig þeir hafi
áttað sig á því að ekki væri allt með
felldu. Kristinn kallaði til mannsins
og spurði hvort það væri í lagi með
hann en fékk engin svör. Þeim félög-
um þótti líkamsstaða hans óeðlileg
svo þeir þorðu ekki öðru en fara til
hans. „Hann var orðinn blár í fram-
an og rauður í augum,“ segir Kristinn
sem lýsir þessu sem ógnvænlegri
lífsreynslu. „Ég hef aldrei komist
í svona aðstæður og þetta mótar
mann,“ bætir hann við.
Kristinn vill ekki hugsa þá hugs-
un til enda ef þeir hefðu ekki gefið
manninum gaum. „Oft er fólk bara
þreytt í ræktinni og maður spáir ekk-
ert í það hvort aðstæður séu svona.“
Hann segir að töluvert hafi verið af
fólki í kringum manninn en flestir
voru uppteknir við að sinna æfing-
um. „Maður var ánægður með þetta
dagsverk,“ sagði Kristinn sem vonar
innilega að maðurinn komi til með
að ná sér að fullu.
Manninum hefur verið haldið
sofandi í öndunarvél síðan atvikið
átti sér stað en til stendur að vekja
hann í dag, miðvikudag, og þá kem-
ur í ljós hvernig líðan hans er. Kona
hans vill koma á framfæri miklum
þökkum til allra sem að lífgjöf hans
komu og bendir á nauðsyn þess að
allir sæki skyndihjálp-
arnámskeið.
solrun@dv.is
Manninum er haldið sofandi.