Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 2. febrúar 2011 Miðvikudagur Murray sama um gagnrýnina n Skoski tenniskappinn Andy Murray var ekki lengi að svara þeim gagn- rýnisröddum sem heyrðust eftir að hann tapaði í úrslitaleik Opna ástralska meist- aramótsins gegn Novak Djokovic um helgina. Vilja menn meina að Murray standi sig aldrei í úr- slitaleikjum og þoli ekki pressuna. Nokkuð er til í því þar sem hann hefur aldrei unnið risamót. „Vissulega hef ég aldrei unnið neitt af risamótun- um. En mér er samt alveg sama um hvað fólki finnst. Ég geri alltaf mitt besta og það er nóg fyrir mig,“ segir Murray. Chamberlain fer í sumar n Ekkert varð af því að Arsenal nældi í sautján ára undrabarnið Alex Oxl- ade-Chamberlain frá Southampton í janúargluggan- um eins og til stóð. Þessi hæfi- leikaríki Breti hefur verið undir smásjá Liverpool, Man. United og Arsenal undan- farið ár. Er þó talið að tíu millj- óna tilboði Arsenal í piltinn hafi verið tekið í janúar og gangi hann í raðir Skyttnanna í sumar. Oxlade-Cham- berlain verður þó lánaður strax aftur til Dýrlinganna og mun hann klára tímabilið með þeim. Chamberlain yrði önnur barnastjarnan sem Ars- enal fengi frá Southampton en það er Theo Walcott einnig. Giggs gagnrýnir Rooney n Í nýjasta hefti Inside United-tíma- ritsins er hinn goðsagnakenndi Ryan Giggs á Old Trafford spurður út í far- sann í kringum Rooney-málið í byrjun tíma- bilsins. „Þetta gerðist allt rétt fyrir leik í Meist- aradeildinni. Tímasetningin var heimskuleg en innst inni vissi ég að þetta myndi leysast. Mest varð reiðin hjá stuðningsmönnum og þar á meðal mér þegar maður heyrði að Manchester City væri eitt af liðunum sem kæmi til greina. Það lagðist illa í okkur. Þegar ég heyrði City hugsaði ég bara að þetta mætti ekki gerast,“ segir Giggs sem hefur þó fyrirgefið Rooney. Ánægður í Forest n Paul Konchesky var látinn róa frá Liverpool á lokadegi félagaskipta en bakvörðurinn knái hefur væg- ast sagt ekki fundið sig í Bítlaborg- inni. Championship-lið Nottingham Forest landaði kappanum en þar á bæ eru menn vongóðir um að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. „Það var eitthvað rætt um að ég myndi ganga aft- ur í raðir Fulham en það gerðist ekki. Ég hefði alveg getað setið á bekknum hjá Liverpool og gert ekkert en ég vil spila fótbolta. Ég vildi fara til liðs sem berst um sæti í úrvalsdeildinni. Hér er spilað- ur góður fótbolti og ég hlakka til að hjálpa liðinu,“ segir Konchesky. Molar Vildi ekki Alexander í úrvalsliðið Margverð- launaði fyrrverandi handboltamaðurinn og þjálfari Bent Nyegaard, sem í dag er aðalsérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2, vill meina að Alexander Petersson og sænski leikstjórnandinn Dalibor Doder hafi ekki verðskuldað að vera valdir í úrvalslið HM eins og þeir voru. Nyegaard sagðist bera mikla virðingu fyrir Alexander en að hann ætti einfaldlega ekki heima í liðinu. Vildi hann sjá landa sinn Kasper Söndergaard í liðinu og sagði hann þá sem sáu um valið ekki hafa skynjað hvað hefði verið í gangi á mótinu. KR tekur á móti Keflavík Sextánda umferðin í Iceland Express-deild karla í körfubolta verður leikin í heild sinni á fimmtudagskvöldið. Þar ber hæst stórleik KR og Keflavíkur í DHL-höllinni sem hefst klukkan 19.15. Á sama tíma mætast Hamar og Njarðvík í Hveragerði, Stjarnan tekur á móti KFÍ í Ásgarði, Tindastóll fer í heimsókn til Íslands- og bikarmeistara Snæfells, ÍR tekur á móti toppliði Grindavíkur í Breiðholtinu og þá sækja Fjölnismenn nýliða Hauka heim í Hafnarfjörðinn. N1-deild karla í handbolta hefst aft- ur eftir langt vetrarfrí á fimmtudags- kvöldið en þá verður tólfta umferðin leikin í heild sinni. Á Akureyri taka heimamenn á móti Valsmönnum sem vildu án efa ekkert fara í frí þegar það bar að garði. Eftir að Óskar Bjarni Óskarsson tók aftur við liðinu af Júlí- usi Jónassyni vann liðið fjóra leiki af síðustu fimm og er á mikilli siglingu. Að sama skapi náði Akureyri aðeins einu stigi út úr síðustu tveimur leikj- um sínum fyrir frí eftir að hafa unnið þá níu fyrstu. Valsmenn verða án Valdimars Fannars Þórssonar sem er í banni en Akureyringar misstu stórskyttuna Geir Guðmundsson í alvarleg veik- indi og munar um minna hjá norð- anmönnum. Liðin í öðru og þriðja sæti, Fram og FH, mætast í Safamýrinni en all- ir leikirnir hefjast klukkan 19.30. FH- ingar verða án Loga Geirssonar sem fór í aðgerð á öxl um miðjan janúar. Nýliðar Aftureldingar heimsækja HK í Digranesið en Afturelding er loks komið með örvhentan leik- mann. Í vetrarfríinu samdi liðið við Sverri Hermannsson frá Víkingi sem á eftir að hjálpa liðinu mikið í fallbar- áttunni. Hinir nýliðarnir, Selfyssingar, eru meiðslum hrjáðir og fá Íslands- og bikarmeistara Hauka í heimsókn. Selfyssingar styrktu sig einnig í vetr- arfríinu og fengu til sín tvo erlenda leikmenn, Serba og Litháa. tomas@dv.is N1-deild karla hefst aftur eftir vetrarfrí: Sjóðheitir Valsmenn halda norður Sigur í fjórum leikjum af fimm Valsmenn vildu ekkert frí. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI Eftir tiltölulega rólega janúarmán- uði undanfarin tvö ár sprakk allt í loft upp á Englandi þennan mán- uðinn, sérstaklega á lokadegi fé- lagaskipta. Þegar yfir lauk var Liverpool búið að kaupa tvo leik- menn fyrir 58 milljónir punda, Chelsea jafnmarga leikmenn fyr- ir 71 milljón punda og þá keypti Manchester City sér einn fram- herja í byrjun mánaðar á 30 millj- ónir punda. Farsinn í kringum félagaskipti Torres til Chelsea og Andys Carroll til Liverpool ætlaði engan enda að taka. Um morguninn sagðist Kenny Dalglish ekki ætla að selja stjörnuframherja sinn en eftir það átti hann að ferðast með þyrlu, svo lest og svo aftur þyrlu á æfinga- svæði Chelsea. Newcastle hafnaði tveimur tilboðum í Carroll áður en hann var látinn bruna til Bítlaborg- arinnar til að skrifa undir fimm og hálfs árs samning. Auk Carrolls fjárfesti Liverpool í Úrúgvæjanum Luis Suarez en þessi kaup benda sterklega til þess að Kenny Dal- glish verði áfram við stjórnartaum- ana hjá félaginu næsta sumar. Dýrari en Evrópu- og heimsmeistari Minna er deilt um verðmiðann á Fernando Torres en verðlag á frá- bærum framherjum hefur far- ið hækkandi með árunum. Önn- ur gerð leikmanna virðist þó alltaf kosta jafnmikið, enskir leikmenn. Hinn 21 árs gamli Andy Carroll hef- ur farið á kostum með Newcastle í vetur, skorað ellefu mörk og gefið þrjár stoðsendingar. Framtíðin er svo sannarlega hans en 35 milljónir punda sýna hversu ótrúlegur mark- aðurinn í kringum enska boltann er orðinn. Ekki má gleyma því að Andy Carroll lék í næstefstu deild í n Milljarðaviðskipti á Englandi á lokadegi félagaskipta n Chelsea og Liverpool eyddu 71 milljón punda hvort n Carroll sem lék í næstefstu deild í fyrra er áttundi dýrasti leikmaður í sögunni n Nokkur af minni kaupunum áhugaverð FJÁRHÆÐIRNAR UPP ÚR ÖLLU VALDI 1 Cristiano Ronaldo 80 frá Man. Utd til Real Madrid milljónir 2 Zlatan Ibrahimovic 60,7 frá Inter til Barcelona milljónir 3 Kaka 56 frá AC Milan til Real Madrid milljónir 4 Fernando Torres 50 frá Liverpool til Chelsea milljónir 5 Zinedine Zidane 45,6 frá Juventus til Real Madrid milljónir 6 Luis Figo 37 frá Barcelona til Real Madrid milljónir 7 Hernan Crespo 35,5 frá Parma til Lazio milljónir 8 Andy Carroll 35 frá Newcastle til Liverpool milljónir 9 David Villa 34,2 frá Valencia til Barcelona milljónir 10 Gianluigi Buffon 32,6 frá Parma til Juventus milljónir FJÁRHÆÐIR ERU Í STERLINGSPUNDUM Þessir eru dýrastir Farinn Fernando Torres kostaði Chelsea fimmtíu milljónir punda. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.