Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Síða 29
Fólk | 29Miðvikudagur 2. febrúar 2011 Söngkonan og bikiníbomban frá Barbados, Ri-hanna, var stödd á Havaí um helgina. Eins og búast mátti við vakti vera hennar á ströndinni töluverða athygli og ekki leið á löngu þar til einhver smellti mynd- um af söngkonunni fögru. Rihanna svamlaði í sjónum og þeyttist svo um á sjóketti. Rihanna verður sífellt vinsælli en hún gaf út sína fimmtu plötu í lok síðasta árs. Sú heitir Loud og nú mun söngkonan fylgja henni eftir með tónleikaferð sem hefst í september. Bikiníbomban frá Barbados Rihanna sólar sig á Havaí: www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Rihanna Fer reglulega til Havaí í frí. S agan um ógæfu leikarans Charlies Sheen held- ur áfram eftir að fyrirsætan Michelle „bomb- shell“ McGee sagði frá því í viðtali við Rad- arOnline að hún hafi verið viðstödd í frægu Vegas-partíi leikarans fyrir um tveimur vikum. Þá var leikarinn að skemmta sér á hótelsvítu sinni á Palms Casino Resort í Las Vegas ásamt fjölda kvenna. Þar á meðal voru nokkrar klámmyndaleikkonur sem fengu greitt fyrir veru sína þar. „Það var kók út um allt,“ sagði McGee en hún er frægust fyrir að vera konan sem batt enda á hjónaband Söndru Bullock og Jesse James á síðast ári. „Það var heilt fjall af kókaíni þarna sem var svo stórt að Everest hefði skammast sín,“ hélt McGee áfram en hún sagð- ist engan áhuga hafa haft á því þar sem hún noti ekki eiturlyf. McGee sagði Charlie hafa verið að gamna sér í heitapottinum ásamt hópi kvenna sem voru ýmist í fötum eða ekki. Þrátt fyrir að tala opinskátt um eitur lyfjasukk leikarans lýsti hún yfir miklum áhyggjum af heilsufari hans. „Þetta er of langt gengið. Hann á eftir að enda með því að drepa sig.“ Sheen er þessa stundina í með- ferð eftir að hann var lagður inn á spítala fyrir viku. Þá var hann aftur að skemmta sér með klámmynda- leikkonu en sú heitir Kacey Jordan og er 22 ára. Hún skemmti sér í eina 36 tíma í einni lotu ásamt leikaranum. Kacey sagði að Sheen hefði verið í vægast sagt annarlegu ástandi og að hún hafi ekki með nokkru móti getað haldið í við hann. Þetta eru aðeins örfáir af þeim fjölmörgu skandölum sem Sheen hefur tengst undanfarin ár. Stjórnlaus hegðun hans og fíkn batt til dæmis enda á hjónaband hans og leik- konunnar Denise Richards. Nýjustu fregnir herma að meðferð leikarans muni vara í eina þrjá mánuði. Það gæti haft í för með sér að fresta þurfi næstu þáttaröð af hinum geysivinsælu gamanþáttum Two and a Half Men. Það djammar enginn eins og Charlie: Sukkkóngurinn Charlie Sheen Charlie Sheen Virðist gjörsamlega stjórnlaus. Michelle „bombshell“ McGee Var í Vegas-partíi Sheen og sá kókaínfjall á stærð við Everest. Kacey Jordan 22 ára klámmyndaleikkona sem átti ekki séns í hinn 45 ára Sheen á djamminu. Christian Bale og Mark Wahlberg: VEL GIFTIR Þeir félagarnir Christian Bale og Mark Wahlberg mættu með eiginkonur sínar, Sibi Blazic og Rhea Durham, á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á sunnudag. Bale og Wahlberg er vel giftir eins og sjá má en þeir leika aðalhlutverkin í myndinni The Fighter sem tilnefnd er til sjö Óskarsverðlauna. Þeir félagar voru í sínu fínasta pússi en Bale klæddist jakkafötum frá Gucci. Skyrtan og bindið voru einnig frá Gucci en ermahnapparnir frá Cartier. Wahlberg var hins vegar í fötum frá Giorgio Armani. Christian Bale fékk verðlaun á hátíðinni sem besti leikari í auka- hlutverki fyrir hlutverk sitt í mynd- inni en flestir spá honum sigri í þeim flokki á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok febrúar. Christian Bale og Sibi Blazic Hafa verið gift síðan 2000. Mark Wahlberg og Rhea Durham Giftu sig 2009 eftir átta ára samband. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.