Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 2. febrúar 2011 Miðvikudagur Hljómsveitin Silfur spilar á Grænlandi: Lofthrædd söngkona í þyrLuferð „Þetta verður ævintýri,“ segir Thelma Hafþórsdóttir, söngkona hljómsveit- arinnar Silfur sem spilar í bænum Tasiilaq á Grænlandi næstkomandi föstudagskvöld. „Vinir okkar í hljóm- sveitinni Bermúda hafa spilað í Tas- iilaq og það gekk alveg rosavel hjá þeim. Bermúda var með myndband af okkur að spila á Facebook-síðunni sinni og því hafði gaur frá bænum samband við okkur vegna bókunar. Við höfum aldrei spilað á Grænlandi áður þannig að okkur finnst þetta mjög áhugavert. Alla vega er um að gera að prófa það,“ segir Thelma. Thelma viðurkennir að hún viti lítið um Grænland. „Ég er meira að segja búin að segja við fólk að ég sé að fara til Færeyja en það er víst ekki næsti bær við. Við fljúgum til Kulus- uk og þaðan tökum við þyrlu yfir til Tasiilaq,“ segir Thelma sem kvíðir ferðinni mikið enda lofthrædd með eindæmum. „Ég er svo lofthrædd að ég flýg ekki einu sinni innanlands. Þarna þarf ég að fara bæði í flugvél og þyrlu. Þetta er því alveg tvöföld ógn. Á sumrin er hægt að fara með trillu yfir til Tasiilaq sem tekur um klukkutíma og það myndi ég frekar vilja gera en fara í þyrlu. Það er al- veg ljós að annaðhvort tek ég kæru- leysistöflu fyrir þyrluferðina eða fæ mér bjór,“ segir Thelma og hlær dátt en hún hlakkar mikið til ferðarinn- ar. „Við, sem hljómsveit, höfum ekki spilað utanlands áður en strák- arnir í bandinu hafa áður spilað í Kaupmannahöfn, fyrir kreppu. Við bjuggumst alls ekki við svona tæki- færi. Við höfum verið fastagestir í Vestmannaeyjum en þetta er klár- lega öðruvísi. Við erum alveg ótrú- lega spennt fyrir þessu. Það er ekki alltaf sem maður spilar á Græn- landi,“ segir Thelma Hafþórsdóttir. tomas@dv.is Á leið í ævintýraferð Silfur spilar á Grænlandi á föstudagskvöldið. ætLa að gifta sig í sumar Björgvin Páll Gústavsson, landsliðs- markvörður í handbolta, mun ganga að eiga unnustu sína Karen Einarsdóttur í sumar. Björgvin verður 26 ára á árinu og Karen 23 en þau hafa verið saman frá því sumarið 2003. Parið býr í Schaffhausen í Sviss þar sem Björgvin Páll leikur með besta liði landsins, Kadetten, en með því vann hann deild og bikar í fyrra. Þau flytjast svo búferlum í sumar og halda til Þýskalands en Björgvin Páll hefur nú þegar samið við þýska stórliðið Magdeburg þar sem aðrir Íslendingar á borð við Ólaf Stefánsson, Alfreð Gíslason og Sigfús Sigurðsson hafa áður gert garðinn frægan. Þ etta lítur út eins og einhver faraldur,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Hi- bernian í Skotlandi, en brot- ist var inn í íbúð hans í Liverpool um helgina. Guðlaugur var stadd- ur í Edinborg þar sem hann lék sinn fyrsta leik fyrir nýja félagið en hann hefur verið á mála hjá stórliði Liver- pool undanfarin tvö ár. Algengt er að innbrotsþjófar sitji um íbúðir knatt- spyrnumanna en margir fyrrverandi liðsfélagar Guðlaugs og leikmenn annarra liða hafa orðið fyrir barðinu á þessum óprúttnu aðilum. „Fyrrverandi liðsfélagi minn sem heitir Danni Pacheco var rændur síðasta fimmtudag. Hann býr í sömu blokk og ég. Ég fór svo til Edinborg- ar þarna á föstudeginum og þeir hafa sennilega brotist inn hjá mér um laugardagsnóttina,“ segir Guðlaugur en hann og Danni eru langt frá því að vera þeir fyrstu í liðinu sem verða fyr- ir barðinu á innbrotsþjófum. Brotist hefur verið inn hjá stórstjörnum eins og Steven Gerrard, Dirk Kuyt, Pepe Reina og Daniel Agger á undanförn- um árum. Guðlaugur segir þjófana einungis hafa tekið hluti sem hægt er að koma í verð á svörtum markaði eins sjónvörp, PS3-leikjatölvu, DVD- spilara og sitthvað fleira. „Þeir létu alla persónulega muni vera.“ DV greindi frá því fyrir fáeinum mánuðum að liðsfélagi Victors í U-21 landsliði Íslands, Aron Einar Gunn- arsson, leikmaður Coventry, hafi einnig orðið fyrir barðinu á innbrots- þjófum. Líkt og hjá Guðlaugi höfðu þjófarnir á brott með sér PS3-leikja- tölvu auk annarra muna. Þá voru persónulegir munir ekki hreyfðir enda aðeins verið að leita að hlutum sem hægt er að koma í verð. Mikill hamagangur hefur ver- ið í kringum gamla lið Guðlaugs nú undir lok félagsskiptagluggans og voru stærstu tíðindin þau að Fernando Torres hafi verið seldur til Chelsea. „Það kemur mér nokk- uð á óvart að hann hafi farið,“ en Guðlaugur hafði ekkert heyrt nán- ar um málið innan úr herbúðum félagsins. Þá hefur Guðlaugur trú á því að eftirmaður Torres, hinn ungi Andy Carroll, eigi eftir að gera fína hluti í Bítlaborginni. „Ég er alveg viss um að hann á eftir að skora með svona góða leikmenn í kring- um sig.“ Guðlaugur leitar nú að íbúð í Edin borg en hann horfir bjartsýnn fram á veginn. „Það er bara frábært að vera kominn hingað í skosku deildina og frábært að fá að spila. Við eigum mjög mikilvægan leik á morg- un (í dag) sem er jafnframt minn fyrsti heimaleikur. Ég get ekki beðið,“ segir knattspyrnumaðurinn knái að lokum. asgeir@dv.is Guðlaugur Victor Pálsson: innbrotið enn eitt n Brotist var inn í íbúð Guðlaugs Victors Pálssonar í Liver- pool meðan hann var í Edinborg n Steven Gerrard, Dirk Kuyt, Pepe Reina, Daniel Agger og Aron Einar Gunnarsson hafa einnig verið fórnarlömb innbrotsþjófa Aron Einar Gunnarsson Brotist var inn hjá honum í október. Guðlaugur Victor Pálsson Er í skýjunum með lífið í Edinborg. Ansi Dýrt fjöl- skylDuferðA- lAg til íslAnDs Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er allt annað en sátt við verðlag á flugfargjöldum hjá Icelandair en hún lýsir yfir óánægju sinni á Facebook-síðu sinni. „400.588 kr. að fljúga til Íslands með famelíuna í apríl, er eitthvað hægt að taka mann fastar í r******** en Icelandair?“ skrifar Ásdís en hún er búsett í Þýskalandi ásamt Garðari Gunnlaugssyni, eiginmanni sínum, og börnum. Ásdís fékk mikil viðbrögð á síðunni og á meðal þeirra sem kvörtuðu einnig undan verðlaginu var Jón H. Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón stóri. „Þetta er ekkert. Ætlaði bóka fyrir mig einn á einn tiltekinn stað 283.000 kr.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.