Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Qupperneq 18
Fyrst 1939 fóru Íslendingar að-eins að sjá til sólar og kynnast gleðinni. Fram að því höfðu þeir með örfáum undantekningum lifað í eymd og volæði og lapið dauðann úr skel. Þeir voru skítugir upp fyrir haus, híbýlin svo illa lyktandi að erlendir ferðalangar og utangarðsmenn báðu um að gista í fjósum og útihúsum frekar en í lúsugum rekkjum heima- manna. Við þessar aðstæður gerðu menn sér ekki oft dagamun og fólk gleymdi iðulega afmælisdögum og – árum, hélt stundum að það væri eldra eða yngra en reyndin var. Í sundlaugarpottum og bókasöfn- um safnast iðulega saman stæðilegir karlar og föngulegar konur á tíræðis- aldri og rifja upp gleðistundir lífs- hlaupsins. Af frásögnum þeirra virðist sem gleðin hafi oft komið utan frá og ekki ósjaldan fyrir tilviljun. Þorbergur Þórðarson lýsir á ein- um stað að helsti gleðigjafinn í Suður- sveitinni hafi verið erlendu skonnort- urnar með sín hvítu segl. Var fylgst náið með þeim og tekið til hendinni þegar þau steyttu á skeri eða rak í strand. Þurfti að hafa hraðar hendur áður en yfirvaldið kæmi og legði hald á góssið. Síðan var slegið upp veislu, boðið upp á franskt bisquit og kon- íak og ýmislegt annað góðgæti. Menn gerðu sér glaðan dag. Himnasendingar hernámsins Magnús, gamall og vinnulúinn Dags- brúnarmaður, flugskarpur og ótrú- lega minnugur segir stundum sög- ur. Þetta var rigningarsumarið mikla 1955 eða litlu seinna. Skip komu reglulega færandi hendi með vör- ur til setuliðsins. Allt milli himins og jarðar. Þarna var til að mynda gríð- arlegt magn af eðalvínum og bjór. Allt var flutt frá höfninni í Keflavík í vöruhúsin og klúbbana á Vellinum. Þessir flutningar höfðu átt sér stað um árabil og gengið snurðulaust. Nú var hins vegar farið að bera mik- ið á rýrnun á guðaveigunum. Ýms- ar skýringar voru á lofti en ákveðið var að hafa samband við Dagsbrún. Magnús var sendur til Keflavík- ur með nokkrum félögum sínum. Aldrei hafði hann upplifað aðrar eins aðfarir. Menn voru ekkert að flýta sér heldur reyndu í lengstu lög að teygja lopann. Það var nefnilega veisla í far- angri, hlaðin upp kassaborð, kass- arnir opnaðir, veigarnar teygaðar og sungnar drykkjuvísur Bellmans svo undir tók í lestarsalnum. Þarna voru samankomnir allir drykkjurút- ar Keflavíkursvæðisins enda seldist lítið af kogara meðan á veisluhöld- unum stóð. En það var ekki nóg með að menn gengju beint til verks held- ur höfðu þeir með sér tveggja lítra kaffibrúsa og birgðu sig upp rétt fyrir vinnulok. Mesta undrun Magnúsar vakti þó strákastóðið sem elti vöru- bílana á leið með mjöðinn á Völlinn. Í tugatali stóðu þeir í brekkunni hjá gömlu olíubryggjunni en þar hægði mikið á vélarvana bílunum. Kom strákahjörðin þá líkt og skæruliðar og kastaði sér á pallinn að aftanverðu, krækti í kassana og komst þannig yfir mikið herfang. Magnús segist aldrei í sínu langa lífi hafa kynnst öðrum eins strákalýð. Þegar bílarnir komu hálf- tómir á Völlinn var ákveðið að lögregl- an veitti þeim forsetafylgd. Strákarnir voru svo bíræfnir að hvenær sem færi gafst í nefndri brekku stukku þeir á bílana og affermdu þá. Þegar lögregl- an sá til þeirra skutust þeir líkt og eld- ing burt með ránsfenginn og hurfu á augabragði. Olíubryggjan rétt hjá var trémannvirki með allskyns burðarbit- um og líkt og Tarzan í trjánum sveifl- uðu þeir sér undir hana með ráns- fenginn, sátu þar á bitunum, opnuðu eina og aðra dós og teyguðu mjöð- inn. Á meðan þeir biðu eftir að lögg- an hypjaði sig breimuðu þeir í falsett- ómútum Brendu Lee-smellinn „I am sorry“ svo bergmálaði í salnum undir bryggjugólfinu. Að grafa undan gleðigjöfunum Fyrir Suðursveitunga og Keflvíkinga var mikil eftirsjá af þessu kryddi til- verunnar. Nú eru tímarnir fyrir 1939 að renna upp aftur. Í neysluviðmið- um atvinnurekenda er ekki gert ráð fyrir að láglaunafólk og bótaþegar sjái til sólar. Gleðigjafar landans, svo sem veitingar og ferðalög, eru svo heiftar- lega skattlagðir að aðeins efnamenn geta nú gert sér glaðan dag. 18 | Umræða 2. febrúar 2011 Miðvikudagur „Ég hef fengið tilboð í gegnum tíðina en þau hafa aldrei komið á rétt- um tímapunkti.“ n Línukonan Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir var valin besti leikmaður umferða 1–9 í N1-deild kvenna. Hana dreymir um að fara aftur í atvinnumennskuna. – Morgunblaðið „Ég fékk einhvern tölvupóst frá Noregi, í honum stóð einfaldlega: Fuck you!“ n Árni Johnsen, sem hefur látið mál hinnar rússnesku Mariu Amelie sem var vísað frá Noregi sig varða, og fékk heldur óvinsamlega kveðju frá ónafngreindum Norðmanni. – DV „Nafnið á verkinu er mjög fyndin nálgun.“ n Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, er hluti af sex manna teymi íslenskra og þýskra listamanna sem hafa sett saman verkið Bændur fljúgast á en það er innblásið af Íslendingasögun- um. – Fréttablaðið „Við köllum þetta reyndar umsjón- armann fasteigna en það er ljóst að gríðarlega margir hafa áhuga á þessu starfi.“ n Rétt tæplega tvö hundruð umsóknir bárust um starf húsvarðar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago rekstrarfélags Hörpu, er ánægð með þann fjölda sem sækist eftir starfinu. – Fréttablaðið Einskismannslandið Við erum í vítahring. Viðbrögð Ögmundar Jónassonar innan-ríkisráðherra við dómi Hæsta- réttar yfir honum eru að stökkva ofan í skotgröfina. Þetta er eins og flassbakk. Björn Bjarnason, forveri Ögmundar á ráðherrastóli, viðhafði svipuð við- brögð þegar hann var staðinn að því að brjóta jafnréttislög. Lögin voru „barn síns tíma“, sagði Björn. „Mér finnst að forsendur Hæstaréttar fyrir því að ógilda með öllu kosningarnar séu undarlegar,“ segir Ögmundur. Nú segir Björn að Ögmundur eigi að segja af sér, líkt og það hefði tíðkast hjá ráð- herrum hans eigin flokks. Fyrir stjórnmálamann hlýtur að vera prinsipp-mál að hlíta dómi Hæstaréttar í landi sínu, nema dóm- urinn sé gjörsamlega galinn. Annars tekur við að upplausn verði í sam- félaginu vegna þess að annaðhvort dómsvaldinu eða framkvæmdavald- inu er ekki treystandi – hvort bendir á annað. Í tilfelli Ögmundar er tvennt sem enginn efast um: 1. Kosningarn- ar voru ekki samkvæmt lögum. 2. Lög- brotin eru á ábyrgð ráðuneytisins sem Ögmundur stýrir. Hæstiréttur er fullur af hræsni. Þetta er einn vægasti dómstóll heims, sem meðhöndlar nauðgara og ofbeld- ismenn með silkihönskum, en lætur einn strangasta dóm falla sem um get- ur vegna lögbrota í framkvæmd kosn- inga. Það breytir hins vegar litlu fyrir stöðu Ögmundar. Hann er jafnsekur. Hann hefur engan rétt á því að kvarta. Hann er ekki fórnarlambið í málinu, hann ber ábyrgð geranda. Fórnar- lömbin eru fólkið sem gaf sér tíma í að velja frambjóðendur og kjósa og fram- bjóðendur sem lögðu líf sitt til hliðar til að taka þátt í kosningunum. Sekt Ögmundar og hræsni Hæsta- réttar útiloka ekki hvort annað. Við þurfum ekki að skipta okkur í lið og stökkva ofan í skotgrafirnar með þeim. Íslendingar þyrftu að komast upp úr skotgröfunum og sameinast um ákveðin grundvallaratriði, frekar en að skella alltaf skuldinni og ábyrgð- inni á hinn flokkinn í heilalausu áróð- ursstríði. Ögmundur hafði val. Hann gat stigið fram fyrir skjöldu og axlað pólit íska ábyrgð á lögbrotum ráðu- neytis síns, jafnvel þótt honum þætti Hæstiréttur ganga of langt, eða stokk- ið ofan í skotgröfina. Hann gerði það síðarnefnda. Auðvitað kemst hann upp með þetta. Það heyrir til algerra undantekninga þegar ráðherrar axla ábyrgð á mistökum sem verða innan þeirra ábyrgðarsviðs. Nú þegar þing- menn Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi ráðherrar hans stíga fram og heimta afsögn Ögmundar er hræsn- in fullkomnuð. Þeim þótti ekki einu sinni ástæða til afsagnar þegar flokks- menn höfðu gjörsamlega rústað land- inu. Það þurfti að draga flokksmenn á eyrunum út úr matarholum hins rúst- aða kerfis. Krafa stjórnmálamanna um ráð- herraábyrgð byggist nær eingöngu á því að pólitískir andstæðingar þeirra séu ráðherrar. Ísland væri betra land ef endurreisnin hefði verið leidd af stjórnmálamönnum sem þorðu að stíga fram í einskismannslandið og axla ábyrgðina, þó það væri ekki nema til að veita gott fordæmi, breyta íslensku stjórnmálasiðferði og veita ábyrgðinni axlir til að hvíla á. Því fleiri sem stíga fram í einskismannsland- ið, þess færri verða eftir í skotgröfun- um. En einhver verður að byrja. Verst að það var ekki Ögmundur. Í staðinn fyrir prinsipp fáum við meira af ásök- unum milli tveggja hagsmunahópa, sem benda hvor á annan þegar allt fer í vaskinn, með þeim afleiðingum að enginn ber ábyrgðina. Fólk er nánast neytt til að hlíta öm- urlegu tvíhyggjunni í núverandi kerfi. Það gæti hins vegar hjálpað til ef kjós- endur hefðu raunverulegt tækifæri til að forðast allra mestu hræsnarana meðal þingmanna, til dæmis með per- sónukjöri. Stjórnlagaþingið var leið til að brjótast loksins út úr vítahringnum. Þangað til búum við í einskismanns- landi milli skotgrafa valdablokkanna. Leiðari Er nokkuð „gó“, fyrr en Bó segir gó? Þórður Jörundsson er gítarleikari Retro Stefson, sem mun hita upp fyrir bresku hljómsveitina The Go! Team á kom- andi Evróputúr sveitarinnar. Í bransanum er þó betra ef Björgvin Halldórsson, eða Bó, segir fyrst gó. „Það er mjög áríðandi að Bó gefi okkur gó sem fyrst fyrir The Go! Team-túrinn sem hefst í mars.“ Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar „Sekt Ögmundar og hræsni Hæstaréttar útiloka ekki hvort annað. Ráðherrasonur í Háskólann n Ráðherrasonurinn Ásgeir Jónsson, sem gegnt hefur starfi forstöðu- manns greiningardeildar Kaup- þings/Arion frá árinu 2006 er nú hættur. Heldur vex nú vegur Ásgeirs sem verður lektor við Háskóla Íslands. Ásgeir er sonur Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráð- herra og þykir vera glöggur á tölur og ýmsa strauma í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu. Þar á bæ þykir mönnum hann því happafengur. Sægreifar vígbúast n Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og Ólína Þorvarðardóttir al- þingismaður mega fara að vara sig ef marka má yfirlýsingar leiðtoga sjómannafor- ystunnar. Þannig hefur formaður skipstjóra í Vest- mannaeyjum skilning á því að útgerðarmenn muni ekki semja við hann nema gegn loforði um að ekki verði hróflað við kvóta- kerfinu. Árni Bjarnason, formaður Farmannasambandsins, mun vera sama sinnis en hann þykir sérlega hallur undir útgerðarmenn. Þorgerður upprisin n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins, er öll að færast í aukana eftir óvægna umræðu um kúlulán hennar og eiginmannsins, Kristjáns Arasonar, sem fallið er til jarðar dautt og ógreitt. Þorgerður vék um tíma af þingi vegna kröfunnar um að hún axlaði ábyrgð á kúluláninu. Nú hefur þessi umræða hjaðnað og ráðherrann fyrrverandi mætti í Silfur Egils, upprisinn, og lék við hvern sinn fingur, geislandi af pólitískri ástríðu. Eygló gegn Þorgerði n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir átti nokkuð í vök að verjast í Silfri Egils. Þingmaðurinn hélt sig á flokkslín- unni með það að stjórnlagaþing væri óþarft og eðlilegt að Alþingi sjálft afgreiddi nýja stjórnar- skrá, ótruflað. Þingmaðurinn Eygló Harðar- dóttir benti þá á að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði ævinlega stöðvað áform um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Virtist Þorgerði bregða við yfirlýsingu Eyglóar sem situr ásamt henni í stjórnarandstöðu. Sandkorn TRyGGvAGöTu 11, 101 REykjAvÍk Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Kjallari Sævar Tjörvason Að skattpína gleðigjafana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.