Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 7. febrúar 2011 Mánudagur Lögreglan klippti númerin af Range Rover-bifreið Jóns Ásgeirs: Segir bílinn tryggðan Lögreglan skrúfaði númerin af svartri Range Rover-bifreið í eigu fjárfestisins Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar síðastliðinn laugardag. Þetta staðfestir Jón Ásgeir í tölvupósti sem hann sendi blaðamanni DV. Hann segir lögregluna hafa afhent númer- in aftur á sunnudagsmorgun „afsak- andi yfir framferði sínu.“ Atvikið átti sér stað í kjölfar fréttar sem birtist í DV á föstudaginn, þar sem fram kom að Range-Rover-bifreið í eigu Jóns Ásgeirs væri skráð ótryggð í öku- tækjaskrá. Venjan er sú að lögreglan klippi á númer þeirra bíla sem hafa verið skráðir ótryggðir í gagnagrunni ökutækjaskrár. Jón Ásgeir segir alrangt að bíll- inn hafi ekki verið tryggður. Segir hann bifreiðina hafa verið tryggða hjá Tryggingamiðstöðinni og því hafi engar forsendur verið fyrir hendi til þess að skrúfa númerin af bifreið- inni. Jón Ásgeir bendir á tölvupóst frá Tryggingamiðstöðinni því til stuðn- ings. Í tölvupóstinum sem dagsettur er þann 4. febrúar segir orðrétt: „Sæl, svona er staðan eins og hún lítur út í dag. Bílarnir eru tryggðir.“ Við vinnslu fréttar DV sem unn- in var 2. febrúar var alfarið stuðst við upplýsingar frá ökutækjaskrá en þar kom fram að bifreiðin væri ótryggð. Í samtali við lögreglumann hjá um- ferðardeild lögreglunnar kom fram að notast er við upplýsingar frá öku- tækjaskrá þegar teknar eru ákvarð- anir um að klippa á númer bíla. Ekki reyndist unnt að fá það staðfest hvort upplýsingarnar í ökutækjaskrá hafi verið gamlar eða þær hreinlega rang- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo er algengasta ástæða þess að bifreiðar eru skráðar ótryggðar í gagnagrunni ökutækjaskrár sú að tryggingar af þeim hafa ekki verið greiddar. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Númerin klippt Jón Ásgeir Jóhannesson segir það vera rangt að Range Rover-bifreið hans hafi ekki verið tryggð. Úlfari Logasyni, 18 ára pilti sem stundar nám við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, var meinað að gefa blóð til Blóðbanka Íslands vegna kynhneigð- ar sinnar. Tildrög málsins eru þau að í síðustu viku stöðvaði blóðgjafarbíll Blóðbankans fyrir utan FG, þar sem Úlfar ætlaði að láta gott af sér leiða og gefa blóð. Úlfar er samkynhneigður og af þeim ástæðum mátti hann ekki gefa blóð. Starfsfólk blóðgjafarbíls- ins sagði að það væri einungis að fara eftir evrópskum reglum, og að betra væri að hafa fleiri reglur en færri. Úlf- ar sagði að starfsfólkið hefði sýnt hon- um mikinn skilning, en hann varð fyrir talsverðum vonbrigðum með að vera meinað að gefa blóð. „Þau voru mjög kurteis og virtust vera á sama máli og ég. Ég hef einnig heyrt að fólk úr læknastéttinni telji þessa reglu vera hneyksli,“ sagði Úlfar í samtali við DV. „Má ekki mismuna“ Úlfar hefur fengið jákvæð viðbrögð síðan hann kaus að vekja athygli á máli sínu. „Facebook-veggurinn hjá mér er alveg stútfullur af baráttu- kveðjum.“ Úlfar segist einnig ætla að leita réttar síns, en hann telur málið honum æðra – hér sé um mismun- un að ræða sem eigi ekki að líðast. Í dag, mánudag, á Úlfar fund með Páli Rúnari M. Kristjánssyni, lögmanni hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Í samtali við DV sagði Páll að Málflutningsstofa Reykjavíkur tæki reglulega fyrir mál sem snertu mann- réttindi eða mismunun minnihluta- hópa. „Þegar við sáum þetta mál þá sáum við að þetta væri ljótt brot gegn ákveðnum grunnréttindum sem þessi ungi maður hefur.“ En er ekki eðlilegt að Blóðbanki Íslands fari eft- ir evrópskum reglum um blóðgjafa? „Þetta er í raun grundvallarspurning um íslensk lög um jafnræði. Það er ekki hægt að réttlæta brot á mann- réttindum fyrir íslenskum rétti vegna þess eins að þessi brot séu fram- kvæmd annars staðar.“ Verður að gæta meðalhófs Páll segir að lögfræðilega sé málið einfalt. „Spurningin er hvort brot- ið sé á jafnræðisreglu íslensks rétt- ar, hvort brotið sé réttlætanlegt og svo hvort gætt sé ákveðins með- alhófs. Má í það fyrsta beita þess- ari mismunun, og er henni beitt með strangari hætti en nauðsynlegt er? Ef það er til dæmis réttlætan- legt að samkynhneigður blóðgjafi fái einhverja aðra meðferð en aðr- ir, er þá ekki til vægara úrræði en að hafna þeim alveg? Ég velti því fyrir mér hvort ástæða þess að samkyn- hneigðum sé meinað að gefa blóð sé í raun læknisfræðileg, eða hvort rót- in í þeirri reglu sé ekki bara fordóm- ar?“ Verið lengi til umræðu DV hafði samband við Samtökin 78, hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra á Íslandi. Fram- kvæmdastjóri samtakanna, Árni Grétar Jóhannsson, sagði að málefni samkynhneigðra blóðgjafa hefðu lengi verið í umræðunni. „Þetta er auðvitað ekkert nýtt og er hluti af áralangri baráttu okkar fyrir fullu jafnrétti,“ sagði Árni. „Á gleðigöng- unni árið 2006 var til að mynda einn hópur sem fylkti liði um slagorðið „Hommar eru gæðablóð“ til að vekja máls á málefnum samkynhneigðra blóðgjafa.“ „Ég velti því fyrir mér hvort ástæða þess að samkynhneigðum sé meinað að gefa blóð sé í raun læknisfræðileg, eða hvort rótin í þeirri reglu sé ekki bara fordómar? n Úlfari Logasyni var bannað að gefa blóð því hann er samkynhneigður n Ætlar að leita réttar síns n Lögfræðingur segir þetta spurningu um jafnræðisreglu íslensks réttar Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Úlfar fyrir utan FG Honum var meinað að gefa blóð í síðustu viku vegna kynhneigðar sinnar. MyNd RóbeRt ReyNissoN Leitar réttar síns vegna bLóðgjafar „Maður er að bjarga alls konar greyj- um sem fólk er að láta drepa eða nennir ekki að eiga lengur. Ég er búin að vera í þessu síðan ég flutti hingað í bæinn,“ segir dýravinur í Reykjanesbæ sem býr með þrettán hundum og þremur köttum. Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, býr í einbýlishúsi með kærasta sínum en þar eru þau hvort með sína hæðina þar sem kærast- inn er ekki mikið fyrir dýr. „Hann er að vísu með einn kött, en honum er ekkert vel við hunda. Þetta fyrir- komulag gengur samt bara ágæt- lega.“ Flestir hundarnir á heimilinu eru af smáhundakyni og er sá elsti tíu ára púðlutík. Margir af hundun- um eru afkomendur púðlunnar, en einnig er hún með labrador-hund og nokkra blendinga sem hún tók að sér eftir að eigendurnir höfðu reynt að láta þá frá sér. Hún segir sam- búðina ganga mjög vel enda sé mikil rútina og regla á heimilinu. „Við förum alltaf út fyrir bæinn með þá og leyfum þeim að hlaupa í svona klukkutíma. Síðan hleypi ég þeim í þremur hollum út í garð til að pissa og það fara alltaf sömu hundarnir saman. Það fara síðan alltaf sömu hundar saman inn í búr og aftur í skott og svona. Þeir kunna þetta allt saman og gegna mér í einu og öllu svo þetta er ekkert mál.“ Það er ekki á dagskránni að fá sér fleiri hunda í bráð segir hún, en hugsanlega eftir einhver ár. „Þegar þeir fara að týna tölunni vegna ald- urs. Maður verður líklega alltaf með hund. Eða hunda,“ bætir hún við og hlær. Hún vill hvetja fólk til að íhuga vandlega hvort það sé reiðubúið til að taka að sér hund áður en í það er farið. „Það eru svo margir sem fá sér hund og svo þegar þetta er ekkert gaman lengur þá eru þeir bara látnir fara. Maður skilur ekki svona fólk. Þetta eru lifandi skepnur alveg eins og við.“ hanna@dv.is dýravinur í Reykjanesbæ: Á 13 hunda og 3 ketti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.